

Mannréttindasamtök í Íran telja að yfir 4.000 hommar og lesbíur hafi verið líflátin þar í landi frá því í klerkabyltingunni árið 1979. Sem sagt tekin af lífi af hinu opinbera fyrir að vera samkynhneigð.
Árið 2008 sameinuðust Kennaraháskóli Íslands og Háskóli Íslands (HÍ) og þar með varð til Menntavísindasvið (MVS) sem eitt af fimm fræðasviðum HÍ.
Árið 2000 sendi ég fjármálaráðuneytinu afrit af greinargerð sem gerð hafði verið að beiðni Clintons þáverandi Bandaríkaforseta. Í þeirri greinargerð kom fram að stór hluti hagvaxtar Bandaríkjanna væri kominn til vegna fjárfestingar í grunnvísindum og nýsköpun.
Skuldir A-hluta borgarsjóðs hafa aukist um 26 milljarða á kjörtímabilinu. Það jafngildir aukningu upp á 6,5 milljarða ár hvert, 18.000.000 á dag eða 750.000 á hverri klukkustund.
Þegar ég er spurður að því að hvers konar samfélagi ég vil lifa í þá svara ég oftast á þann veg að ég vilji búa í veraldlegu, lýðræðislegu samfélagi sem byggir gildi sín á mannréttindum. Búum við í slíku samfélagi? Ríkir hér fullkomið trúfrelsi?
Óþreyja er meðal hjúkrunarfræðinga á öldrunarstofnunum og öðrum stofnunum á velferðarsviði þar sem hjúkrunarfræðingar starfa. Nú er mælirinn að verða fullur, á tímum samdráttar þar sem laun sumra hjúkrunarfræðinga hafa verið lækkuð
Ríkisstjórn Íslands vekur náttúruverndarfólki ugg. Ýmislegt sem gert var til varnar náttúru landsins á síðustu árum hefur verið tekið til baka. Fólk minnist með hryllingi mestu umhverfisspjalla Íslandssögunnar
Fyrir liggur forhönnun að nýjum og glæsilegum Landspítala, háskólasjúkrahúsi. Um hönnunina má lesa á:http://www.nyrlandspitali.is/nyrlandspitali/islenska/forsida/.
Enn er ekki útilokað að stjórnarliðar sjái að sér við vinnslu fjárlagafrumvarpsins á Alþingi og taki upp stefnu fyrri ríkisstjórnar í byggðamálum. Slík stefnubreyting bæri vott um raunsæi og skynsemi og blési krafti í byggðirnar úti um landið sem eiga undir högg að sækja.
Á glæsilegu Smáþingi sem haldið var þann 10. október var fjallað um málefni lítilla og meðalstórra fyrirtækja frá ýmsum sjónarhornum. Smáþingið og fréttir í aðdraganda þess hefur vafalítið sannfært flesta um nauðsyn aðgerða til að skapa þessum fyrirtækjum eðlilegt starfsumhverfi. Mikið liggur við, enda gætu þau orðið drifkraftur hagvaxtar á næstu árum ef vel tekst til.
Í dag, laugardaginn 2. nóvember, er Dagur myndlistar haldinn hátíðlegur í fimmta sinn hjá aðildarfélögum SÍM – Sambands íslenskra myndlistarmanna. Á þeim degi opnar fjöldi myndlistarmanna vinnustofur sínar fyrir almenningi
Frá blautu barnsbeini hefur fátt reynst mér jafn fjarstæðukennt og fótbolti. Óþrjótandi áhugi kynbræðra minna hefur ætíð verkað sem eilíft hringsól kringum þá grunnhugmynd að negla bolta í net.
Í nýframlögðu frumvarpi til fjárlaga kemur fram að ríkisstjórnin hefur ákveðið að fella niður fjárfestingaráætlun í skapandi greinum, sem komið var á fót á síðasta ári, einkum í formi smærri sjóða.
„Hér er maður á 53 sem hugsar ekki um börnin í Afríku, neyð annarra skiptir hann engu máli,“ kallar drengur í gjallarhorn á tröppum manns sem hikar við að gefa pening í fötu sem hann réttir að honum
Á einum degi breyttust stjórnmálin í höfuðborginni. Stórt óvissugap tók við þar sem áður stóð skrifað að Besti flokkurinn undir forystu Jóns Gnarr stæði sterkastur allra. Enginn augljós kraftur fyllir þetta tóm sjálfkrafa. Nú er veður til að skapa.
Laugardaginn 19. október birti Mikael Torfason í Fréttablaðinu grein um kennara og skóla sem hann nefnir „Vonlaus skóli“. Flest sem þar misferst hefur nú þegar verið leiðrétt en ég ætla hér að benda á nokkur atriði í viðbót
Þann 10. október síðastliðinn fylgdi Fréttablaðinu sérblaðið Gengur vel. Þar var heilsíðuauglýsing frá fyrirtækinu Heilsanheim.is. Auglýst var greiningartækið Food Detective sem á með mælingu á IgG4 mótefninu í blóði að geta greint óþolsvalda úr fæðu.
Í síðustu viku var að venju haldið upp á kvennafrídaginn 24. október með fundum og afhendingu styrkja. Í þessari viku er boðað til jafnréttisþings í Reykjavík sem er öllum opið.
Öryggisdagar Strætó og VÍS hefjast í dag. Þetta er í fjórða sinn sem dagarnir eru haldnir og reynslan sýnir, svo ekki verður um villst, að átak sem þetta skilar verulegum árangri.
Flestir Íslendingar vilja standa vörð um rétt allra landsmanna til að njóta góðrar og öflugrar heilbrigðisþjónustu, óháð búsetu og efnahag.
Allraheilagra- og allrasálnamessa hafa fengið nýtt líf í kirkju og samfélagi síðustu árin sem minningardagar látinna. Sá siður hefur breiðst út í kirkjustarfi hér á landi að gefa þeim sem hafa misst einhvern nákominn tækifæri til að koma og heiðra minningu þeirra
Síðasta ríkisstjórn glímdi við mikla erfiðleika en hún fékk líka betra tækifæri til þess en nokkur önnur ríkisstjórn að umbylta valdakerfi fámennrar yfirstéttar og að jafna byrðarnar á þegna landsins með sanngjörnum og réttlátum hætti.
Afskiptaleysi er alveg jafn afdráttarlaus stefna og aðgerðir. Afskiptaleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum leigjenda er til dæmis mjög meðvituð ákvörðun. Í fjárlögum er ekki að sjá þess stað að boðað hafi verið til aðgerða á leigumarkaði.
Í þættinum Vikulokin á Rás 1 sl. sunnudag var komið inn á skipulagsmál sem eru að mínu mati gríðarlega stór og mikilvægur málaflokkur í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu öllu.
Í dag legg ég fyrir lögbundið jafnréttisþing skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála 2011-2013. Á þinginu verður fjallað um fjölmargar hliðar jafnréttismála en megináhersla lögð á jafnrétti á vinnumarkaði.