Nýtt kennaranám, tækifæri og áskoranir Jóhanna Einarsdóttir skrifar 6. nóvember 2013 00:00 Árið 2008 sameinuðust Kennaraháskóli Íslands og Háskóli Íslands (HÍ) og þar með varð til Menntavísindasvið (MVS) sem eitt af fimm fræðasviðum HÍ. Á MVS eru þrjár deildir: Kennaradeild, sem menntar leik-, grunn- og framhaldsskólakennara, Uppeldis- og menntunarfræðideild og Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild. Við MVS starfa helstu sérfræðingar þjóðarinnar í menntamálum og gegna þeir mikilvægu hlutverki við mótun íslensks samfélags. Akademískir starfsmenn á Menntavísindasviði stunda rannsóknir sem geta haft mikla þýðingu fyrir starfshætti í skólum og stefnumótun í menntamálum. Þeir leggja sig fram um að birta rannsóknarniðurstöður sínar, ekki einungis í ritrýndum erlendum tímaritum, heldur ekki síður á innlendum vettvangi svo niðurstöðurnar geti betur nýst íslenskum kennurum og samfélaginu í heild. Kennarar við MVS eru höfundar námsefnis sem kennt er í skólum landsins, þeir taka þátt í þróun aðalnámskrár og eru kallaðir til ráðgjafar í skólum, á vettvangi sveitarfélaga og menntamálaráðuneytis.Betri kennarar Með lögum frá Alþingi árið 2008 var nám kennara á öllum skólastigum lengt í fimm ára meistaranám. Sú lagasetning endurspeglar skilning yfirvalda á mikilvægi menntunar kennara fyrir gæði skólastarfs og með þeim lögum skipuðu Íslendingar sér í forystusveit í menntamálum á Norðurlöndum, ásamt Finnum. Samhliða lengingu kennaranámsins og sameiningu KHÍ við Háskóla Íslands hefur námið verið endurskoðað. Auk áherslu á kennslufræði og tengsla við skólakerfið eru rannsóknir og fræðileg vinnubrögð ríkur þáttur í náminu, einkum á meistarastigi. Einnig stunda nú um áttatíu kandídatar doktorsnám við sviðið. Samstarf milli sviða og deilda HÍ hefur aukist og sömuleiðis samstarf við erlenda háskóla og eiga nemendur þess kost að sækja hluta af námi sínu við erlenda samstarfsháskóla.Færri umsækjendur Samfara lengingu kennaranámsins fækkaði töluvert umsóknum um nám við Kennaradeild. Á árunum 2003-2007 hófu að meðaltali 235 nemendur grunnskólakennaranám árlega og 102 leikskólakennaranám. Ef tímabilið frá 2008-2012 er skoðað til samanburðar, kemur í ljós að veruleg fækkun hefur orðið en á því tímabili innrituðust að meðaltali 174 nemendur árlega í grunnskólakennaranám og að meðaltali 51 í leikskólakennaranám. Þetta eru uggvænlegar tölur sem sýna að fækkun nýnema í grunnskólakennaranámi nemur 35% og 50% meðal nýnema í leikskólakennaranámi. Á sama tíma hefur börnum á leik- og grunnskólaaldri fjölgað hratt. Á næstu árum munum við jafnframt kveðja stóra árganga af starfandi kennurum sem fara munu á eftirlaun.Snúum vörn í sókn Öllum sem til þekkja má vera ljós brýn nauðsyn þess að tryggja nægilegt framboð af vel menntuðum kennurum á næstu árum. Hér þarf að snúa vörn í sókn. Allir foreldrar vilja vel menntaða kennara fyrir börnin sín og stjórnvöld vilja góða skóla. Til að svo megi verða þarf að tryggja nægilega nýliðun í þeim stéttum sem mennta börn og ungmenni þessa lands. Til þess þarf að breyta viðhorfum til kennarastarfsins. Afar áríðandi er að kennaramenntastofnanir, sveitarfélög, fræðsluyfirvöld og samtök kennara taki höndum saman um átak til að vekja athygli ungs fólks á þeim fjölbreyttu og mikilvægu störfum sem kennarar vinna. Hér eru ótal sóknarfæri í þágu barna í þessu landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Árið 2008 sameinuðust Kennaraháskóli Íslands og Háskóli Íslands (HÍ) og þar með varð til Menntavísindasvið (MVS) sem eitt af fimm fræðasviðum HÍ. Á MVS eru þrjár deildir: Kennaradeild, sem menntar leik-, grunn- og framhaldsskólakennara, Uppeldis- og menntunarfræðideild og Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild. Við MVS starfa helstu sérfræðingar þjóðarinnar í menntamálum og gegna þeir mikilvægu hlutverki við mótun íslensks samfélags. Akademískir starfsmenn á Menntavísindasviði stunda rannsóknir sem geta haft mikla þýðingu fyrir starfshætti í skólum og stefnumótun í menntamálum. Þeir leggja sig fram um að birta rannsóknarniðurstöður sínar, ekki einungis í ritrýndum erlendum tímaritum, heldur ekki síður á innlendum vettvangi svo niðurstöðurnar geti betur nýst íslenskum kennurum og samfélaginu í heild. Kennarar við MVS eru höfundar námsefnis sem kennt er í skólum landsins, þeir taka þátt í þróun aðalnámskrár og eru kallaðir til ráðgjafar í skólum, á vettvangi sveitarfélaga og menntamálaráðuneytis.Betri kennarar Með lögum frá Alþingi árið 2008 var nám kennara á öllum skólastigum lengt í fimm ára meistaranám. Sú lagasetning endurspeglar skilning yfirvalda á mikilvægi menntunar kennara fyrir gæði skólastarfs og með þeim lögum skipuðu Íslendingar sér í forystusveit í menntamálum á Norðurlöndum, ásamt Finnum. Samhliða lengingu kennaranámsins og sameiningu KHÍ við Háskóla Íslands hefur námið verið endurskoðað. Auk áherslu á kennslufræði og tengsla við skólakerfið eru rannsóknir og fræðileg vinnubrögð ríkur þáttur í náminu, einkum á meistarastigi. Einnig stunda nú um áttatíu kandídatar doktorsnám við sviðið. Samstarf milli sviða og deilda HÍ hefur aukist og sömuleiðis samstarf við erlenda háskóla og eiga nemendur þess kost að sækja hluta af námi sínu við erlenda samstarfsháskóla.Færri umsækjendur Samfara lengingu kennaranámsins fækkaði töluvert umsóknum um nám við Kennaradeild. Á árunum 2003-2007 hófu að meðaltali 235 nemendur grunnskólakennaranám árlega og 102 leikskólakennaranám. Ef tímabilið frá 2008-2012 er skoðað til samanburðar, kemur í ljós að veruleg fækkun hefur orðið en á því tímabili innrituðust að meðaltali 174 nemendur árlega í grunnskólakennaranám og að meðaltali 51 í leikskólakennaranám. Þetta eru uggvænlegar tölur sem sýna að fækkun nýnema í grunnskólakennaranámi nemur 35% og 50% meðal nýnema í leikskólakennaranámi. Á sama tíma hefur börnum á leik- og grunnskólaaldri fjölgað hratt. Á næstu árum munum við jafnframt kveðja stóra árganga af starfandi kennurum sem fara munu á eftirlaun.Snúum vörn í sókn Öllum sem til þekkja má vera ljós brýn nauðsyn þess að tryggja nægilegt framboð af vel menntuðum kennurum á næstu árum. Hér þarf að snúa vörn í sókn. Allir foreldrar vilja vel menntaða kennara fyrir börnin sín og stjórnvöld vilja góða skóla. Til að svo megi verða þarf að tryggja nægilega nýliðun í þeim stéttum sem mennta börn og ungmenni þessa lands. Til þess þarf að breyta viðhorfum til kennarastarfsins. Afar áríðandi er að kennaramenntastofnanir, sveitarfélög, fræðsluyfirvöld og samtök kennara taki höndum saman um átak til að vekja athygli ungs fólks á þeim fjölbreyttu og mikilvægu störfum sem kennarar vinna. Hér eru ótal sóknarfæri í þágu barna í þessu landi.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar