Að kryfja mál og komast að kjarnanum Einar Þór Karlsson skrifar 2. nóvember 2013 06:00 Laugardaginn 19. október birti Mikael Torfason í Fréttablaðinu grein um kennara og skóla sem hann nefnir „Vonlaus skóli“. Flest sem þar misferst hefur nú þegar verið leiðrétt en ég ætla hér að benda á nokkur atriði í viðbót og auka við og um leið vil ég ítreka þá kröfu sem ég hef áður sett fram í Fréttablaðinu „að hver sem ætlar sér að fjalla um kennslu geri það á gagnrýninn hátt og forðist alhæfingar, órökstuddar fullyrðingar og skoðanir, fordóma og sleggjudóma“. Fyrst skal taka fram að skólar eru menntastofnanir og þannig á að tala um þá, við þá starfa kennarar sem eru sérfræðingar á sínu sviði og þeirra starf er fyrst og fremst að mennta nemendur. Að mæla hvernig þar tekst til er ekki auðvelt ef vel á að vera en Mikael talar um að nemendur okkar standi illa í samanburði við jafnaldra í löndum sem við viljum bera okkur saman við. Eitt sem horft hefur verið til í þeim efnum, hvað varðar grunnskólana, eru PISA kannanir. Árið 2009 var Ísland í 15-17 sæti af 65 þjóðum í lestri, meðal annars fyrir ofan Svíþjóð, Danmörku, Þýskaland, Frakkland og Bretland, jafnt Bandaríkjunum. Í stærðfræði erum við í 17. sæti, stöndum okkur betur en Bandaríkin, Frakkland, Noregur, Svíþjóð og Danmörk. Hvaða lönd vill Mikael meina að við berum okkur helst saman við? Kannski Shanghæ-Kína, sem er á toppnum í könnuninni, þar sem barnaþrælkun viðgengst, samkvæmt þessari grein;https://ihscslnews.org/view_article.php?id=331 frá 2009, árinu sem PISA niðurstaðan er birt, - við ættum kannski að setja upp skóverksmiðju fyrir nemendur sem eru ekki á bókina, þá myndum við örugglega koma betur út í samanburði. Eða Singapore, þar sem, samkvæmt upplýsingum á humanium.org/en/singapore, fátæk börn fara ekki í skóla heldur þurfa að vinna til að hjálpa til við að framfleyta fjölskyldunni, þar sem ekki er gert ráð fyrir að börn með einhverjar hamlanir fari í skóla og nemendur sem ekki standa sig í skóla eða hegða sér illa eru lamdir og „yfirvöld beita aga þannig að börnin þora ekki að hafa skoðanir heldur finnst þau stöðugt lögð í einelti“. Það er ekki nóg að vanda til verka við allan samanburð heldur verður einnig að vanda sig við að lesa úr niðurstöðum, það þarf kanna málin til botns ekki bara skima yfirborðið. Eins er þegar Mikael heldur því fram að kennurum hafi fjölgað um tuttugu prósent síðan 1998. Það er rétt að kennarar eru um 20 prósent fleiri 2012 en 1998 en þeim hefur ekki fjölgað stöðugt síðan 1998. Frá 2008 til 2011 fækkaði kennurum, í raun er fjöldi kennara nokkuð í takt við fjölda nemenda, nokkuð en ekki alveg. Það væri nær að skoða stöðugildi kennara, en þeim hefur fækkað stöðugt síðan 2008, líkt og nemendum hefur fækkað. Þannig að það er full ástæða til að skoða af hverju stöðugildum kennara fækkar en kennurum fjölgar - getur verið að það sé vegna þess að kennarar vilja kenna en hafa ekki efni á því að vera í fullu starfi sem kennarar? Þá er einnig athyglisvert, að á þeim fjórtán árum frá því grunnskólakennari varð lögverndað starfsheiti hefur aðeins tekist að fækka þeim sem starfa án réttinda úr 709 í 198. Hvað ætli þau séu mörg sem starfa sem arkitektar, byggingafræðingar, hjúkrunarfræðingar eða lögmenn án þess að hafa til þess réttindi? (Mér dettur í hug Mál leyfislausa Landspítalamannsins … sem ég las um á visir.is.) Í grein sinni er Mikael mest að fjalla um grunnskólana en víkur einnig að framhaldsskólunum og eitt af því sem hann talar um er að það taki íslenska krakka fjórtán ár að komast í háskóla en tólf og þrettán ár í öðrum löndum. Þetta er einfaldlega rangt. Hið rétta er, að samkvæmt lögum getur nemandi lokið grunnskóla á minna en 10 árum og samkvæmt lögum er ekkert sem segir að nemandi eigi að vera 4 ár í framhaldsskóla heldur aðeins að nemandi eigi að ljúka ákveðnum einingum. Staðreyndin er því sú að ef nemandi vill og getur þá þarf hann ekki nema tólf ár að komast í háskóla. Það veltur sem sagt á einstaklingnum ekki kerfinu hvenær nemendur ljúka grunnskóla og framhaldsskóla. Og er það ekki þannig sem við viljum hafa það frekar en að reyna alltaf að troða öllum í sama kassann. Enn og aftur; skólar eru menntastofnanir þar sem nemendur eiga að fá menntun við hæfi - ekki verksmiðjur sem nemendur eiga að renna í gegnum á færiböndum stimplaðir A, B, C eða D þegar þeir koma út. Að lokum er það þetta sem Mikael segir: „Samt hljótum við öll að vera sammála um að kennarar eru ekki ofaldir á launum sínum og í raun kæmi engu okkar á óvart þótt hér myndi fljótlega allt loga í kjaradeilum og verkföllum kennara - það vofir yfir.“ Enginn sem vit hefur á getur mælt á móti því að laun kennara þurfi að hækka. Kennurum finnst reyndar skrýtið að það hafi ekki gerst nú þegar, að laun þeirra séu orðin mun lægri heldur en þeirra stétta sem þeir bera sig saman við. Skýrslur OECD, sem svo margir vitna til þegar skólamál eru rædd, sýna að laun kennara á Íslandi eru á „botn 10“. Það segir kannski ekki allt en þegar laun kennara eru borin saman við laun þeirra sem hafa lokið menntun umfram framhaldsskóla verður myndin skýrari. Laun kennara í flestum löndum eru hærri eða nálægt öðrum umframmenntuðum en laun kennara á Íslandi eru ekki nema helmingur þess sem sá hópur hefur. Við svo verður ekki búið og þetta á að sjálfsögðu að leiðrétta – sá er kjarni málsins. Það á ekki að þurfa deilur eða verkföll til þess að vel menntaðir sérfræðingar, kennarar í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og tónmenntaskólum, fái laun sem eru þeim samboðin og sambærileg við það sem gerist meðal annarra sérfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Laugardaginn 19. október birti Mikael Torfason í Fréttablaðinu grein um kennara og skóla sem hann nefnir „Vonlaus skóli“. Flest sem þar misferst hefur nú þegar verið leiðrétt en ég ætla hér að benda á nokkur atriði í viðbót og auka við og um leið vil ég ítreka þá kröfu sem ég hef áður sett fram í Fréttablaðinu „að hver sem ætlar sér að fjalla um kennslu geri það á gagnrýninn hátt og forðist alhæfingar, órökstuddar fullyrðingar og skoðanir, fordóma og sleggjudóma“. Fyrst skal taka fram að skólar eru menntastofnanir og þannig á að tala um þá, við þá starfa kennarar sem eru sérfræðingar á sínu sviði og þeirra starf er fyrst og fremst að mennta nemendur. Að mæla hvernig þar tekst til er ekki auðvelt ef vel á að vera en Mikael talar um að nemendur okkar standi illa í samanburði við jafnaldra í löndum sem við viljum bera okkur saman við. Eitt sem horft hefur verið til í þeim efnum, hvað varðar grunnskólana, eru PISA kannanir. Árið 2009 var Ísland í 15-17 sæti af 65 þjóðum í lestri, meðal annars fyrir ofan Svíþjóð, Danmörku, Þýskaland, Frakkland og Bretland, jafnt Bandaríkjunum. Í stærðfræði erum við í 17. sæti, stöndum okkur betur en Bandaríkin, Frakkland, Noregur, Svíþjóð og Danmörk. Hvaða lönd vill Mikael meina að við berum okkur helst saman við? Kannski Shanghæ-Kína, sem er á toppnum í könnuninni, þar sem barnaþrælkun viðgengst, samkvæmt þessari grein;https://ihscslnews.org/view_article.php?id=331 frá 2009, árinu sem PISA niðurstaðan er birt, - við ættum kannski að setja upp skóverksmiðju fyrir nemendur sem eru ekki á bókina, þá myndum við örugglega koma betur út í samanburði. Eða Singapore, þar sem, samkvæmt upplýsingum á humanium.org/en/singapore, fátæk börn fara ekki í skóla heldur þurfa að vinna til að hjálpa til við að framfleyta fjölskyldunni, þar sem ekki er gert ráð fyrir að börn með einhverjar hamlanir fari í skóla og nemendur sem ekki standa sig í skóla eða hegða sér illa eru lamdir og „yfirvöld beita aga þannig að börnin þora ekki að hafa skoðanir heldur finnst þau stöðugt lögð í einelti“. Það er ekki nóg að vanda til verka við allan samanburð heldur verður einnig að vanda sig við að lesa úr niðurstöðum, það þarf kanna málin til botns ekki bara skima yfirborðið. Eins er þegar Mikael heldur því fram að kennurum hafi fjölgað um tuttugu prósent síðan 1998. Það er rétt að kennarar eru um 20 prósent fleiri 2012 en 1998 en þeim hefur ekki fjölgað stöðugt síðan 1998. Frá 2008 til 2011 fækkaði kennurum, í raun er fjöldi kennara nokkuð í takt við fjölda nemenda, nokkuð en ekki alveg. Það væri nær að skoða stöðugildi kennara, en þeim hefur fækkað stöðugt síðan 2008, líkt og nemendum hefur fækkað. Þannig að það er full ástæða til að skoða af hverju stöðugildum kennara fækkar en kennurum fjölgar - getur verið að það sé vegna þess að kennarar vilja kenna en hafa ekki efni á því að vera í fullu starfi sem kennarar? Þá er einnig athyglisvert, að á þeim fjórtán árum frá því grunnskólakennari varð lögverndað starfsheiti hefur aðeins tekist að fækka þeim sem starfa án réttinda úr 709 í 198. Hvað ætli þau séu mörg sem starfa sem arkitektar, byggingafræðingar, hjúkrunarfræðingar eða lögmenn án þess að hafa til þess réttindi? (Mér dettur í hug Mál leyfislausa Landspítalamannsins … sem ég las um á visir.is.) Í grein sinni er Mikael mest að fjalla um grunnskólana en víkur einnig að framhaldsskólunum og eitt af því sem hann talar um er að það taki íslenska krakka fjórtán ár að komast í háskóla en tólf og þrettán ár í öðrum löndum. Þetta er einfaldlega rangt. Hið rétta er, að samkvæmt lögum getur nemandi lokið grunnskóla á minna en 10 árum og samkvæmt lögum er ekkert sem segir að nemandi eigi að vera 4 ár í framhaldsskóla heldur aðeins að nemandi eigi að ljúka ákveðnum einingum. Staðreyndin er því sú að ef nemandi vill og getur þá þarf hann ekki nema tólf ár að komast í háskóla. Það veltur sem sagt á einstaklingnum ekki kerfinu hvenær nemendur ljúka grunnskóla og framhaldsskóla. Og er það ekki þannig sem við viljum hafa það frekar en að reyna alltaf að troða öllum í sama kassann. Enn og aftur; skólar eru menntastofnanir þar sem nemendur eiga að fá menntun við hæfi - ekki verksmiðjur sem nemendur eiga að renna í gegnum á færiböndum stimplaðir A, B, C eða D þegar þeir koma út. Að lokum er það þetta sem Mikael segir: „Samt hljótum við öll að vera sammála um að kennarar eru ekki ofaldir á launum sínum og í raun kæmi engu okkar á óvart þótt hér myndi fljótlega allt loga í kjaradeilum og verkföllum kennara - það vofir yfir.“ Enginn sem vit hefur á getur mælt á móti því að laun kennara þurfi að hækka. Kennurum finnst reyndar skrýtið að það hafi ekki gerst nú þegar, að laun þeirra séu orðin mun lægri heldur en þeirra stétta sem þeir bera sig saman við. Skýrslur OECD, sem svo margir vitna til þegar skólamál eru rædd, sýna að laun kennara á Íslandi eru á „botn 10“. Það segir kannski ekki allt en þegar laun kennara eru borin saman við laun þeirra sem hafa lokið menntun umfram framhaldsskóla verður myndin skýrari. Laun kennara í flestum löndum eru hærri eða nálægt öðrum umframmenntuðum en laun kennara á Íslandi eru ekki nema helmingur þess sem sá hópur hefur. Við svo verður ekki búið og þetta á að sjálfsögðu að leiðrétta – sá er kjarni málsins. Það á ekki að þurfa deilur eða verkföll til þess að vel menntaðir sérfræðingar, kennarar í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og tónmenntaskólum, fái laun sem eru þeim samboðin og sambærileg við það sem gerist meðal annarra sérfræðinga.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun