
Regnbogalisti í vor
Skylda félagshyggjuafla
Með því að sameinast um framboð í borginni munu VG, Samfylking og Björt framtíð brjóta af sér tilvistarkreppuna sem kjósendur skópu þeim í alþingiskosningunum í vor. Verði inntakið rétt. Framboð um bætt lýðræði, umhverfi, jafnrétti og batnandi borg á mikla möguleika í vor. Sé það ekki byggt á niðurnjörvuðum hugmyndum um „flokkasamstarf“ heldur einlægum vilja til að bjóða borgarbúum öllum (sem upp til hópa eru ekki í stjórnmálaflokki) til uppbyggilegrar samræðu og samráðs um hvert beri að stefna. Og skapa til þess tæki sem dugar út næsta kjörtímabil og áfram.
Nú hafa félagshyggjuflokkarnir tækifæri til að læra af útreiðinni í síðustu borgarstjórnarkosningum og aftur í vor leið þegar þeim var hafnað í alþingiskosningum. Umbreyta sjálfum sér og endurheimta traust og umboð til góðra verka.
Ef ekki núna – þá hvenær?
Ég horfði á „kappræður“ forystumanna kvöldið fyrir kosningar í vor. Kata Jak, Árni Páll, Gummi Steingríms. Hvers vegna keppir þetta fólk hvert við annað þegar svo margt sameinar þau? Bætum við Lýðræðisvaktinni, Dögun og Pírötum auk nokkurra í viðbót og við höfum breiða fylkingu samfélagslega þenkjandi fólks sem í pólitísku eðli sínu er hugsjónafólk fyrir almannahagsmunum, jafnræði og frjálslyndu samfélagi sem byggir á jöfnuði.
Ólíkt fólk, vissulega. Já, en, þúsundir atkvæða falla dauð, fleiri en nokkru sinni fyrr vegna þess að hin ýmsu framborðsform eru yfirsterkari inntakinu. Þetta er móðgun við allt félagslega þenkjandi fólk. Nú bíður borgin eftir breyttu mynstri.
Reykjavíkurlisti – Regnbogalisti?
Í vor verða 20 ár frá því ég tók þátt í að skapa Reykjavíkurlista, ásamt hundruðum manna innan fjögurra flokka og utan. Sögulegur sigur fór í hönd og þrjú kjörtímabil sem breyttu borginni. Tveimur árum eftir sigur Reykjavíkurlistans bauð kjarni þess hóps fram sundraður í alþingiskosningum og beið afhroð sem er svipað því sem álíka öfl fengu í vor leið. Endalaus ríkisstjórn Framsóknar og íhalds tók við.
Er ekki lærdómur í þessu fólginn? Erum við dæmd til að endurtaka stöðugt sömu mistökin og einkenndu nánast alla tuttugustu öldina á þeirri tuttugustu og fyrstu? Regnbogalistinn bíður þess að verða borinn fram í vor.
Hvernig?
Ég vil ekki eyðileggja hugmyndina með því að útfæra hana. Segi aðeins að þessir þrír flokkar eigi að ákveða framboð og bjóða fleirum með sér að því frágengnu. Breiða út faðm, brosa og boða nýja tíð. Laða fram það besta í öllum og sýna örlæti við hvert annað.
Samkvæmt nýjstu skoðanakönnun á landsvísu hafa Samfylking, VG, BF og Píratar samtals um 50% fylgi. Ég mæli af talsverðri reynslu þegar ég fullyrði að þessu sé hægt að breyta í 55-60% fylgi í borgarstjórnarkosningum. Ekki með því að leggja saman rýran höfuðstól hvers og eins heldur með því að skapa nýja heild sem er stærri en summan af pörtunum. Af því að það er það sem fólkið vill.
Skoðun

Disabled Women and Violence: Access to Justice
Eliona Gjecaj skrifar

Of lítil framleiðni er stjórnunarvandi
Jón Ingi Hákonarson skrifar

Menning og fjárlög
Jódís Skúladóttir skrifar

Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan
Steinar B. Aðalbjörnsson skrifar

Eldri og einmana
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Gagnrýni á grein Ernu Mistar um íslenska menningu
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Myndaskýrsla um COP28
Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar

Samviskusáttmálinn
Stefán Halldórsson skrifar

Höldum áfram að brjóta niður manngerða múra!
Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar

Tillögugerð um lagareglur, Réttlæti hins sterka
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Alþjóðadagur fatlaðs fólks
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Zonta segja nei við kynbundnu ofbeldi
Sigríður Björk Guðjónsdóttir,Eygló Harðardóttir skrifar

Furðulegar áhyggjur formanns
Gabríela Bryndís Ernudóttir skrifar

Skrímsli eða venjulegir strákar?
Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Ábyrgð og auðlindir
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Orkugjöf í nýsköpun – mikilvægi Vísindasjóðs Orkuveitu Reykjavíkur
Hera Grímsdóttir skrifar

Þurfa kennarar að að vera lögfróðir?
Elísabet Pétursdóttir skrifar

Hvernig hefur aukin fræðsla áhrif á ungmenni?
Vigdis Kristin Rohleder skrifar

Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð
Laufey Tryggvadóttir skrifar

Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkerfi 2
Viðar Hreinsson skrifar

Okkur blæðir hjúkrunarfræðingum
Guðlaug Ásta Gunnarsdóttir skrifar

Ljósið og myrkrið
Árni Már Jensson skrifar

Hvers vegna erum við ófær um að læra af sögunni?
Bergljót Davíðsdóttir skrifar

Alþjóðasamtök ljúga að Palestínumönnum
Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar

Hnefarétturinn
Sigurður Örn Hilmarsson skrifar

Fullveldið og undirgefnin
Jakob Frímann Magnússon skrifar

Strætó þarf að taka handbremsubeygju
Ragnhildur Alda M. Vilhjálmsdóttir skrifar

„Konan mín þarf ekki að vinna“
Karen Birna V. Ómarsdóttir skrifar

Rás 2 fyrst og fremst í 40 ár
Matthías Már Magnússon skrifar

Gjaldskrárhækkanir í óþökk allra
Orri Páll Jóhannsson skrifar