Ósk um sérbýli, garð og rólegt umhverfi dregur fólk frá höfuðborgarsvæðinu Margrét Þóra Sæmundsdóttir skrifar 6. júní 2025 13:01 Viðfangsefni nýrrar meistararitgerðar í skipulagsfræði frá Landbúnaðarháskóla Íslands kannar hvers vegna fólk ákveður að flytja frá höfuðborgarsvæðinu til nálægra þéttbýlisstaða innan vinnusóknarsvæðis þess og hvaða þættir tengdir búsetuóskum og vali á ferðamáta skipta mestu máli við þá ákvörðun. Rannsóknin beindist að Selfossi sem tilvik rannsóknarinnar, en bærinn hefur vaxið ört á undanförnum árum. Af hverju er viðfangsefnið mikilvægt fyrir skipulagsmál á Íslandi? Á síðustu tíu árum hefur íbúum sveitarfélaga á þéttbýlisstöðum í jaðri vinnusóknarsvæðis höfuðborgarsvæðisins fjölgað hraðar en innan borgarinnar. Í sveitarfélaginu Árborg, þar sem Selfoss er stærsti þéttbýlisstaðurinn, hefur íbúum fjölgað um 49%, úr rúmlega 8.000 í 12.000 íbúa, á meðan fjölgunin hefur aðeins verið 19% á höfuðborgarsvæðinu. Samhliða hefur umferð á stofnbrautum frá höfuðborgarsvæðinu yfir vetrartímann aukist verulega með tilheyrandi álagi á vegakerfið, en til dæmis hefur umferð aukist um 88% á Suðurlandsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss. Þessi þróun vekur upp spurningar um á hvaða forsendum íbúar á þéttbýlisstöðum í kringum höfuðborgarsvæðið taka ákvörðun um að búa lengra frá vinnustað og hvort búsetuóskir þeirra vegi þyngra en aðrir þættir, svo sem lengri ferðatími til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðið. Markmið og aðferð Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvaða þættir tengdir búsetuóskum skipta mestu máli þegar tekin er ákvörðun um að flytja til nærliggjandi sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins innan vinnusóknarsvæðis þess og hvernig val á ferðamáta til og frá vinnu hefur áhrif á þá ákvörðun. Leitast var við að svara því að hvaða marki búsetuóskir hafa áhrif á flutninga til þéttbýlisstaða í jaðri vinnusóknarsvæðis höfuðborgarsvæðisins á Íslandi og hvernig þær tengjast ferðamöguleikum til og frá vinnu. Spurningakönnun var lögð fyrir nýaðflutta íbúa Selfoss, sem flutt höfðu frá höfuðborgarsvæðinu á árunum 2020 til 2024. 48 íbúar svöruðu könnunni á þeim tíu dögum sem hún var opin og svarhlutfallið var 22%. Auk þess voru tekin viðtöl við þrjá íbúa til að fá dýpri innsýn í viðhorf þeirra og til frekari skýringa á svörum sem vöktu sérstaka athygli við greiningu svara úr könnuninni. Svarendur samanstóðu að mestu leyti að barnafjölskyldum og eldri hjónum. Helstu niðurstöður Niðurstöður sýna að búsetuóskir um sérbýli, einkagarð og rólegt og fjölskylduvænt umhverfi voru meginástæður flutnings. Margir nefndu að stærra húsnæði á lægra verði en á höfuðborgarsvæðinu hefði skipti miklu máli og samkvæmt niðurstöðum búa nú 88% íbúa í sérbýli, svo sem einbýli, par- eða raðhúsi, en 68% íbúa bjuggu áður í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu. Flestir íbúar voru tilbúnir að sætta sig við lengri ferðatíma á einkabíl til vinnu á höfuðborgarsvæðinu til að uppfylla þessar óskir og einfalda daglegt líf fjölskyldunnar. Almenningssamgöngur voru almennt ekki taldar raunhæfur valkostur til vinnuferða vegna takmarkaðs aðgengis, langs ferðatíma og lítillar tíðni. Þýðing niðurstaðna fyrir skipulagsmál á Íslandi Rannsóknin varpar ljósi á hvernig mismunandi persónulegar óskir og kerfislægir þættir móta búsetuóskir og val á ferðamáta íbúa á jaðri vinnusóknarsvæðisins. Hún undirstrikar mikilvægi þess að stefnumótun í skipulags- og samgöngumálum á Íslandi taki mið af fjölbreyttum búsetuóskum og ólíkum þörfum íbúa, ef ætlunin er að draga úr útþenslu byggðar, álagi á vegakerfi og stuðla að sjálfbærri þróun byggðar með vistvænum ferðamátum. Mikilvægt er að skipulags- og húsnæðisstefna á höfuðborgarsvæðinu taki meira tillit til fjölbreyttra húsnæðisþarfa, sérstaklega barnafjölskyldna ef ætlunin er að halda þeim á höfuðborgarsvæðinu. Ef ætlunin er að draga úr álagi á stofnbrautir til höfuðborgarsvæðisins og draga úr umferðarröðum við sitthvorn endann við Ölfusárbrú og Rauðavatn, þegar fleiri ferðast til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu á einkabíl, þá þarf að hvetja til sjálfbærari ferðavenja, meðal annars með því að efla almenningssamgöngur. Þar mætti horfa til nýrra lausna, svo sem uppbyggingar hagkvæmra tengimiðstöðva (e. park and ride system) við borgarmörkin, þar sem íbúar frá nærliggjandi þéttbýlisstöðum geta lagt bílnum við bílastæðahús og haldið svo ferð sinni áfram með almenningssamgöngum á forgangsakreinum inn á helstu atvinnusvæði höfuðborgarsvæðisins. Slíkt myndi stytta ferðatíma, bæta nýtingu strætó og létta á umferð. Af niðurstöðum þessarar rannsóknar með Selfoss sem tilvik má leiða líkum að því að til að sporna við frekari aukningu umferðar þarf að bregðast við rót vandans og afleiðingum hans. Vandamálið felst meðal annars í skorti á fjölbreyttum og fjölskylduvænum búsetukostum innan höfuðborgarsvæðisins og veikri stöðu almenningssamgangna sem raunhæfs valkostar gagnvart einkabílnum. Til að ná árangri þarf að samþætta samgöngustefnu, húsnæðisstefnu og skipulagstefnu þannig að þær styðji hver við aðra og leiði til raunverulegra valkosta fyrir íbúa. Ef sambærileg búsetugæði og á Selfossi væru í vaxandi mæli í boði í borginni þá má draga þá ályktun að líklega myndu færri flytja út fyrir borgarmörkin, þar sem flestir virðast vilja vinna á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma er mikilvægt að sveitarfélög eins og Árborg skipuleggi uppbyggingu með hagkvæmum og sjálfbærum hætti. Þar skiptir máli að byggð verði samfelld, fjölbreytt og tengd skilvirkum samgöngum, ef draga á úr notkun á einkabílnum og hvetja fleiri til að nota aðra raunhæfa ferðamáta. Rannsóknin gefur mikilvægar vísbendingar um þá þróun sem hefur átt sér stað á síðustu árum. Í framtíðarverkefnum væri áhugavert að skoða fleiri þéttbýlisstaði á jaðri vinnusóknarsvæðis höfuðborgarsvæðisins, svo sem Hveragerði, Þorlákshöfn, Reykjanesbæ og Akranes til að greina hvort sambærileg mynstur komi fram milli sveitarfélaga eða landshluta. Það myndi einnig stækka úrtakið og efla áreiðanleika niðurstaðna enn frekari með fjölbreyttari innsýn í upplifun íbúa. Um ritgerðina Grein þessi byggir á meistararitgerð sem unnin var við námsbraut í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Rannsóknin var styrkt af rannsóknasjóði Vegagerðarinnar og tekur til samspils búsetuóska og vali á ferðamáta í íslensku samhengi utan höfuðborgarsvæðisins. Ritgerðin verður birt á Skemmunni við útskrift 6. júní næstkomandi. Höfundur er skipulagsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Húsnæðismál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Viðfangsefni nýrrar meistararitgerðar í skipulagsfræði frá Landbúnaðarháskóla Íslands kannar hvers vegna fólk ákveður að flytja frá höfuðborgarsvæðinu til nálægra þéttbýlisstaða innan vinnusóknarsvæðis þess og hvaða þættir tengdir búsetuóskum og vali á ferðamáta skipta mestu máli við þá ákvörðun. Rannsóknin beindist að Selfossi sem tilvik rannsóknarinnar, en bærinn hefur vaxið ört á undanförnum árum. Af hverju er viðfangsefnið mikilvægt fyrir skipulagsmál á Íslandi? Á síðustu tíu árum hefur íbúum sveitarfélaga á þéttbýlisstöðum í jaðri vinnusóknarsvæðis höfuðborgarsvæðisins fjölgað hraðar en innan borgarinnar. Í sveitarfélaginu Árborg, þar sem Selfoss er stærsti þéttbýlisstaðurinn, hefur íbúum fjölgað um 49%, úr rúmlega 8.000 í 12.000 íbúa, á meðan fjölgunin hefur aðeins verið 19% á höfuðborgarsvæðinu. Samhliða hefur umferð á stofnbrautum frá höfuðborgarsvæðinu yfir vetrartímann aukist verulega með tilheyrandi álagi á vegakerfið, en til dæmis hefur umferð aukist um 88% á Suðurlandsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss. Þessi þróun vekur upp spurningar um á hvaða forsendum íbúar á þéttbýlisstöðum í kringum höfuðborgarsvæðið taka ákvörðun um að búa lengra frá vinnustað og hvort búsetuóskir þeirra vegi þyngra en aðrir þættir, svo sem lengri ferðatími til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðið. Markmið og aðferð Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvaða þættir tengdir búsetuóskum skipta mestu máli þegar tekin er ákvörðun um að flytja til nærliggjandi sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins innan vinnusóknarsvæðis þess og hvernig val á ferðamáta til og frá vinnu hefur áhrif á þá ákvörðun. Leitast var við að svara því að hvaða marki búsetuóskir hafa áhrif á flutninga til þéttbýlisstaða í jaðri vinnusóknarsvæðis höfuðborgarsvæðisins á Íslandi og hvernig þær tengjast ferðamöguleikum til og frá vinnu. Spurningakönnun var lögð fyrir nýaðflutta íbúa Selfoss, sem flutt höfðu frá höfuðborgarsvæðinu á árunum 2020 til 2024. 48 íbúar svöruðu könnunni á þeim tíu dögum sem hún var opin og svarhlutfallið var 22%. Auk þess voru tekin viðtöl við þrjá íbúa til að fá dýpri innsýn í viðhorf þeirra og til frekari skýringa á svörum sem vöktu sérstaka athygli við greiningu svara úr könnuninni. Svarendur samanstóðu að mestu leyti að barnafjölskyldum og eldri hjónum. Helstu niðurstöður Niðurstöður sýna að búsetuóskir um sérbýli, einkagarð og rólegt og fjölskylduvænt umhverfi voru meginástæður flutnings. Margir nefndu að stærra húsnæði á lægra verði en á höfuðborgarsvæðinu hefði skipti miklu máli og samkvæmt niðurstöðum búa nú 88% íbúa í sérbýli, svo sem einbýli, par- eða raðhúsi, en 68% íbúa bjuggu áður í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu. Flestir íbúar voru tilbúnir að sætta sig við lengri ferðatíma á einkabíl til vinnu á höfuðborgarsvæðinu til að uppfylla þessar óskir og einfalda daglegt líf fjölskyldunnar. Almenningssamgöngur voru almennt ekki taldar raunhæfur valkostur til vinnuferða vegna takmarkaðs aðgengis, langs ferðatíma og lítillar tíðni. Þýðing niðurstaðna fyrir skipulagsmál á Íslandi Rannsóknin varpar ljósi á hvernig mismunandi persónulegar óskir og kerfislægir þættir móta búsetuóskir og val á ferðamáta íbúa á jaðri vinnusóknarsvæðisins. Hún undirstrikar mikilvægi þess að stefnumótun í skipulags- og samgöngumálum á Íslandi taki mið af fjölbreyttum búsetuóskum og ólíkum þörfum íbúa, ef ætlunin er að draga úr útþenslu byggðar, álagi á vegakerfi og stuðla að sjálfbærri þróun byggðar með vistvænum ferðamátum. Mikilvægt er að skipulags- og húsnæðisstefna á höfuðborgarsvæðinu taki meira tillit til fjölbreyttra húsnæðisþarfa, sérstaklega barnafjölskyldna ef ætlunin er að halda þeim á höfuðborgarsvæðinu. Ef ætlunin er að draga úr álagi á stofnbrautir til höfuðborgarsvæðisins og draga úr umferðarröðum við sitthvorn endann við Ölfusárbrú og Rauðavatn, þegar fleiri ferðast til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu á einkabíl, þá þarf að hvetja til sjálfbærari ferðavenja, meðal annars með því að efla almenningssamgöngur. Þar mætti horfa til nýrra lausna, svo sem uppbyggingar hagkvæmra tengimiðstöðva (e. park and ride system) við borgarmörkin, þar sem íbúar frá nærliggjandi þéttbýlisstöðum geta lagt bílnum við bílastæðahús og haldið svo ferð sinni áfram með almenningssamgöngum á forgangsakreinum inn á helstu atvinnusvæði höfuðborgarsvæðisins. Slíkt myndi stytta ferðatíma, bæta nýtingu strætó og létta á umferð. Af niðurstöðum þessarar rannsóknar með Selfoss sem tilvik má leiða líkum að því að til að sporna við frekari aukningu umferðar þarf að bregðast við rót vandans og afleiðingum hans. Vandamálið felst meðal annars í skorti á fjölbreyttum og fjölskylduvænum búsetukostum innan höfuðborgarsvæðisins og veikri stöðu almenningssamgangna sem raunhæfs valkostar gagnvart einkabílnum. Til að ná árangri þarf að samþætta samgöngustefnu, húsnæðisstefnu og skipulagstefnu þannig að þær styðji hver við aðra og leiði til raunverulegra valkosta fyrir íbúa. Ef sambærileg búsetugæði og á Selfossi væru í vaxandi mæli í boði í borginni þá má draga þá ályktun að líklega myndu færri flytja út fyrir borgarmörkin, þar sem flestir virðast vilja vinna á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma er mikilvægt að sveitarfélög eins og Árborg skipuleggi uppbyggingu með hagkvæmum og sjálfbærum hætti. Þar skiptir máli að byggð verði samfelld, fjölbreytt og tengd skilvirkum samgöngum, ef draga á úr notkun á einkabílnum og hvetja fleiri til að nota aðra raunhæfa ferðamáta. Rannsóknin gefur mikilvægar vísbendingar um þá þróun sem hefur átt sér stað á síðustu árum. Í framtíðarverkefnum væri áhugavert að skoða fleiri þéttbýlisstaði á jaðri vinnusóknarsvæðis höfuðborgarsvæðisins, svo sem Hveragerði, Þorlákshöfn, Reykjanesbæ og Akranes til að greina hvort sambærileg mynstur komi fram milli sveitarfélaga eða landshluta. Það myndi einnig stækka úrtakið og efla áreiðanleika niðurstaðna enn frekari með fjölbreyttari innsýn í upplifun íbúa. Um ritgerðina Grein þessi byggir á meistararitgerð sem unnin var við námsbraut í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Rannsóknin var styrkt af rannsóknasjóði Vegagerðarinnar og tekur til samspils búsetuóska og vali á ferðamáta í íslensku samhengi utan höfuðborgarsvæðisins. Ritgerðin verður birt á Skemmunni við útskrift 6. júní næstkomandi. Höfundur er skipulagsfræðingur.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun