Öllum til vegsauka Sigtryggur Baldursson skrifar 2. nóvember 2013 06:00 Í nýframlögðu frumvarpi til fjárlaga kemur fram að ríkisstjórnin hefur ákveðið að fella niður fjárfestingaráætlun í skapandi greinum, sem komið var á fót á síðasta ári, einkum í formi smærri sjóða. Tónlistarsjóður mennta- og menningarmálaráðuneytis var og færður til móts við verðlagshækkanir úr 43 milljónum í 86 milljónir. Þá var komið á fót afar mikilvægum, en hófstilltum 20 milljóna króna útflutningssjóði. Þessar aukningar hafa verið teknar af dagskrá.Aftur til fortíðar? Þetta er miður í ljósi þess árangurs sem náðst hefur í útflutningi íslenskrar tónlistar á síðustu árum en nú stefnir í liðlega 100% aukningu á tónleikahaldi íslenskra tónlistarmanna á erlendri grundu milli áranna 2012 og 2013. Alls voru 720 tónleikar haldnir árið 2012 en eru nú komnir yfir 1024 tónleika það sem af er árinu 2013. Þetta er mikill vöxtur. Vaxtarbrodds íslenskrar tónlistar er helst að vænta að utan, þar sem innanlandsmarkaður er einfaldlega of lítill. Þess utan skapar allur þessi útflutningur tónlistar afleiddan arð í formi kynningar á landinu til ferðamennsku og upplifunar. Heildarframlag ríkisins til útflutnings tónlistar nemur í dag aðeins um 40 milljónum króna sem er mjög lág tala miðað við aðrar atvinnugreinar. Að óbreyttu mundi sú upphæð lækka um helming sem væri afar dapurleg lokaniðurstaða. ÚTÓN vinnur að útflutningi á íslenskri tónlist og styrkingu íslenskra tónlistarhátíða og á IA sem annast rekstur Iceland Airwaves-tónlistarhátíðarinnar sem veltir rúmum milljarði í hagkerfinu á innan við viku í byrjun nóvember á ári hverju. Efling annarra tónlistarhátíða á Íslandi, m.a. til markaðssóknar á mið erlends tónlistaráhugafólks er forgangsmál í menningartengdri ferðaþjónustu. Þar ber að byggja á þeirri reynslu sem fyrir er hjá Iceland Airwaves og nýta má frekar til að hjálpa öðrum tónlistarhátíðum að nálgast hinn tónlistarþyrsta ferðamann, en slíkum fer stöðugt fjölgandi. Tónlistin og aðrar skapandi greinar hafa reynst afar vel til þess að bæta ímynd þjóðarinnar á alþjóðavettvangi eftir hrun og hefur það vakið heimsathygli að hér hafi verið hlúð sérstaklega að listum til að byggja samfélagið upp að nýju.Mannleg mistök? Skapandi greinar hafa vaxið mjög á undanförnum árum og því er illskiljanleg með öllu sú fyrirhugaða ákvörðun ríkisstjórnarinnar að kippa til baka jafn smáum fjárfestingum í geirum sem skapa jafn mikinn vöxt og raun ber vitni. Til að endurgreiða megi skuldir þjóðarinnar verður að hlúa að þeim atvinnugreinum sem best virðast dafna á eigin forsendum. Útflutningur tónlistar er afar mikilvægur hlekkur í stækkandi keðju íslenskra atvinnugreina sem skapa verðmæti og gjaldeyristekjur án mengunar eða fórna náttúruverðmæta og eiga að auki stóran þátt í að efla þjóðartekjur á vettvangi ferðaþjónustu. Að strika fyrirvaralaust út þá hóflegu fjárfestingar sem í greinina fara eftir áralanga tilvistarbaráttu væri vísbending um alvarlegan skort á heilbrigðri, nútímalegri framtíðarsýn. Slíkt væri fljótlegt og auðvelt að leiðrétta, öllum til vegsauka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Í nýframlögðu frumvarpi til fjárlaga kemur fram að ríkisstjórnin hefur ákveðið að fella niður fjárfestingaráætlun í skapandi greinum, sem komið var á fót á síðasta ári, einkum í formi smærri sjóða. Tónlistarsjóður mennta- og menningarmálaráðuneytis var og færður til móts við verðlagshækkanir úr 43 milljónum í 86 milljónir. Þá var komið á fót afar mikilvægum, en hófstilltum 20 milljóna króna útflutningssjóði. Þessar aukningar hafa verið teknar af dagskrá.Aftur til fortíðar? Þetta er miður í ljósi þess árangurs sem náðst hefur í útflutningi íslenskrar tónlistar á síðustu árum en nú stefnir í liðlega 100% aukningu á tónleikahaldi íslenskra tónlistarmanna á erlendri grundu milli áranna 2012 og 2013. Alls voru 720 tónleikar haldnir árið 2012 en eru nú komnir yfir 1024 tónleika það sem af er árinu 2013. Þetta er mikill vöxtur. Vaxtarbrodds íslenskrar tónlistar er helst að vænta að utan, þar sem innanlandsmarkaður er einfaldlega of lítill. Þess utan skapar allur þessi útflutningur tónlistar afleiddan arð í formi kynningar á landinu til ferðamennsku og upplifunar. Heildarframlag ríkisins til útflutnings tónlistar nemur í dag aðeins um 40 milljónum króna sem er mjög lág tala miðað við aðrar atvinnugreinar. Að óbreyttu mundi sú upphæð lækka um helming sem væri afar dapurleg lokaniðurstaða. ÚTÓN vinnur að útflutningi á íslenskri tónlist og styrkingu íslenskra tónlistarhátíða og á IA sem annast rekstur Iceland Airwaves-tónlistarhátíðarinnar sem veltir rúmum milljarði í hagkerfinu á innan við viku í byrjun nóvember á ári hverju. Efling annarra tónlistarhátíða á Íslandi, m.a. til markaðssóknar á mið erlends tónlistaráhugafólks er forgangsmál í menningartengdri ferðaþjónustu. Þar ber að byggja á þeirri reynslu sem fyrir er hjá Iceland Airwaves og nýta má frekar til að hjálpa öðrum tónlistarhátíðum að nálgast hinn tónlistarþyrsta ferðamann, en slíkum fer stöðugt fjölgandi. Tónlistin og aðrar skapandi greinar hafa reynst afar vel til þess að bæta ímynd þjóðarinnar á alþjóðavettvangi eftir hrun og hefur það vakið heimsathygli að hér hafi verið hlúð sérstaklega að listum til að byggja samfélagið upp að nýju.Mannleg mistök? Skapandi greinar hafa vaxið mjög á undanförnum árum og því er illskiljanleg með öllu sú fyrirhugaða ákvörðun ríkisstjórnarinnar að kippa til baka jafn smáum fjárfestingum í geirum sem skapa jafn mikinn vöxt og raun ber vitni. Til að endurgreiða megi skuldir þjóðarinnar verður að hlúa að þeim atvinnugreinum sem best virðast dafna á eigin forsendum. Útflutningur tónlistar er afar mikilvægur hlekkur í stækkandi keðju íslenskra atvinnugreina sem skapa verðmæti og gjaldeyristekjur án mengunar eða fórna náttúruverðmæta og eiga að auki stóran þátt í að efla þjóðartekjur á vettvangi ferðaþjónustu. Að strika fyrirvaralaust út þá hóflegu fjárfestingar sem í greinina fara eftir áralanga tilvistarbaráttu væri vísbending um alvarlegan skort á heilbrigðri, nútímalegri framtíðarsýn. Slíkt væri fljótlegt og auðvelt að leiðrétta, öllum til vegsauka.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun