Öllum til vegsauka Sigtryggur Baldursson skrifar 2. nóvember 2013 06:00 Í nýframlögðu frumvarpi til fjárlaga kemur fram að ríkisstjórnin hefur ákveðið að fella niður fjárfestingaráætlun í skapandi greinum, sem komið var á fót á síðasta ári, einkum í formi smærri sjóða. Tónlistarsjóður mennta- og menningarmálaráðuneytis var og færður til móts við verðlagshækkanir úr 43 milljónum í 86 milljónir. Þá var komið á fót afar mikilvægum, en hófstilltum 20 milljóna króna útflutningssjóði. Þessar aukningar hafa verið teknar af dagskrá.Aftur til fortíðar? Þetta er miður í ljósi þess árangurs sem náðst hefur í útflutningi íslenskrar tónlistar á síðustu árum en nú stefnir í liðlega 100% aukningu á tónleikahaldi íslenskra tónlistarmanna á erlendri grundu milli áranna 2012 og 2013. Alls voru 720 tónleikar haldnir árið 2012 en eru nú komnir yfir 1024 tónleika það sem af er árinu 2013. Þetta er mikill vöxtur. Vaxtarbrodds íslenskrar tónlistar er helst að vænta að utan, þar sem innanlandsmarkaður er einfaldlega of lítill. Þess utan skapar allur þessi útflutningur tónlistar afleiddan arð í formi kynningar á landinu til ferðamennsku og upplifunar. Heildarframlag ríkisins til útflutnings tónlistar nemur í dag aðeins um 40 milljónum króna sem er mjög lág tala miðað við aðrar atvinnugreinar. Að óbreyttu mundi sú upphæð lækka um helming sem væri afar dapurleg lokaniðurstaða. ÚTÓN vinnur að útflutningi á íslenskri tónlist og styrkingu íslenskra tónlistarhátíða og á IA sem annast rekstur Iceland Airwaves-tónlistarhátíðarinnar sem veltir rúmum milljarði í hagkerfinu á innan við viku í byrjun nóvember á ári hverju. Efling annarra tónlistarhátíða á Íslandi, m.a. til markaðssóknar á mið erlends tónlistaráhugafólks er forgangsmál í menningartengdri ferðaþjónustu. Þar ber að byggja á þeirri reynslu sem fyrir er hjá Iceland Airwaves og nýta má frekar til að hjálpa öðrum tónlistarhátíðum að nálgast hinn tónlistarþyrsta ferðamann, en slíkum fer stöðugt fjölgandi. Tónlistin og aðrar skapandi greinar hafa reynst afar vel til þess að bæta ímynd þjóðarinnar á alþjóðavettvangi eftir hrun og hefur það vakið heimsathygli að hér hafi verið hlúð sérstaklega að listum til að byggja samfélagið upp að nýju.Mannleg mistök? Skapandi greinar hafa vaxið mjög á undanförnum árum og því er illskiljanleg með öllu sú fyrirhugaða ákvörðun ríkisstjórnarinnar að kippa til baka jafn smáum fjárfestingum í geirum sem skapa jafn mikinn vöxt og raun ber vitni. Til að endurgreiða megi skuldir þjóðarinnar verður að hlúa að þeim atvinnugreinum sem best virðast dafna á eigin forsendum. Útflutningur tónlistar er afar mikilvægur hlekkur í stækkandi keðju íslenskra atvinnugreina sem skapa verðmæti og gjaldeyristekjur án mengunar eða fórna náttúruverðmæta og eiga að auki stóran þátt í að efla þjóðartekjur á vettvangi ferðaþjónustu. Að strika fyrirvaralaust út þá hóflegu fjárfestingar sem í greinina fara eftir áralanga tilvistarbaráttu væri vísbending um alvarlegan skort á heilbrigðri, nútímalegri framtíðarsýn. Slíkt væri fljótlegt og auðvelt að leiðrétta, öllum til vegsauka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í nýframlögðu frumvarpi til fjárlaga kemur fram að ríkisstjórnin hefur ákveðið að fella niður fjárfestingaráætlun í skapandi greinum, sem komið var á fót á síðasta ári, einkum í formi smærri sjóða. Tónlistarsjóður mennta- og menningarmálaráðuneytis var og færður til móts við verðlagshækkanir úr 43 milljónum í 86 milljónir. Þá var komið á fót afar mikilvægum, en hófstilltum 20 milljóna króna útflutningssjóði. Þessar aukningar hafa verið teknar af dagskrá.Aftur til fortíðar? Þetta er miður í ljósi þess árangurs sem náðst hefur í útflutningi íslenskrar tónlistar á síðustu árum en nú stefnir í liðlega 100% aukningu á tónleikahaldi íslenskra tónlistarmanna á erlendri grundu milli áranna 2012 og 2013. Alls voru 720 tónleikar haldnir árið 2012 en eru nú komnir yfir 1024 tónleika það sem af er árinu 2013. Þetta er mikill vöxtur. Vaxtarbrodds íslenskrar tónlistar er helst að vænta að utan, þar sem innanlandsmarkaður er einfaldlega of lítill. Þess utan skapar allur þessi útflutningur tónlistar afleiddan arð í formi kynningar á landinu til ferðamennsku og upplifunar. Heildarframlag ríkisins til útflutnings tónlistar nemur í dag aðeins um 40 milljónum króna sem er mjög lág tala miðað við aðrar atvinnugreinar. Að óbreyttu mundi sú upphæð lækka um helming sem væri afar dapurleg lokaniðurstaða. ÚTÓN vinnur að útflutningi á íslenskri tónlist og styrkingu íslenskra tónlistarhátíða og á IA sem annast rekstur Iceland Airwaves-tónlistarhátíðarinnar sem veltir rúmum milljarði í hagkerfinu á innan við viku í byrjun nóvember á ári hverju. Efling annarra tónlistarhátíða á Íslandi, m.a. til markaðssóknar á mið erlends tónlistaráhugafólks er forgangsmál í menningartengdri ferðaþjónustu. Þar ber að byggja á þeirri reynslu sem fyrir er hjá Iceland Airwaves og nýta má frekar til að hjálpa öðrum tónlistarhátíðum að nálgast hinn tónlistarþyrsta ferðamann, en slíkum fer stöðugt fjölgandi. Tónlistin og aðrar skapandi greinar hafa reynst afar vel til þess að bæta ímynd þjóðarinnar á alþjóðavettvangi eftir hrun og hefur það vakið heimsathygli að hér hafi verið hlúð sérstaklega að listum til að byggja samfélagið upp að nýju.Mannleg mistök? Skapandi greinar hafa vaxið mjög á undanförnum árum og því er illskiljanleg með öllu sú fyrirhugaða ákvörðun ríkisstjórnarinnar að kippa til baka jafn smáum fjárfestingum í geirum sem skapa jafn mikinn vöxt og raun ber vitni. Til að endurgreiða megi skuldir þjóðarinnar verður að hlúa að þeim atvinnugreinum sem best virðast dafna á eigin forsendum. Útflutningur tónlistar er afar mikilvægur hlekkur í stækkandi keðju íslenskra atvinnugreina sem skapa verðmæti og gjaldeyristekjur án mengunar eða fórna náttúruverðmæta og eiga að auki stóran þátt í að efla þjóðartekjur á vettvangi ferðaþjónustu. Að strika fyrirvaralaust út þá hóflegu fjárfestingar sem í greinina fara eftir áralanga tilvistarbaráttu væri vísbending um alvarlegan skort á heilbrigðri, nútímalegri framtíðarsýn. Slíkt væri fljótlegt og auðvelt að leiðrétta, öllum til vegsauka.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun