Öllum til vegsauka Sigtryggur Baldursson skrifar 2. nóvember 2013 06:00 Í nýframlögðu frumvarpi til fjárlaga kemur fram að ríkisstjórnin hefur ákveðið að fella niður fjárfestingaráætlun í skapandi greinum, sem komið var á fót á síðasta ári, einkum í formi smærri sjóða. Tónlistarsjóður mennta- og menningarmálaráðuneytis var og færður til móts við verðlagshækkanir úr 43 milljónum í 86 milljónir. Þá var komið á fót afar mikilvægum, en hófstilltum 20 milljóna króna útflutningssjóði. Þessar aukningar hafa verið teknar af dagskrá.Aftur til fortíðar? Þetta er miður í ljósi þess árangurs sem náðst hefur í útflutningi íslenskrar tónlistar á síðustu árum en nú stefnir í liðlega 100% aukningu á tónleikahaldi íslenskra tónlistarmanna á erlendri grundu milli áranna 2012 og 2013. Alls voru 720 tónleikar haldnir árið 2012 en eru nú komnir yfir 1024 tónleika það sem af er árinu 2013. Þetta er mikill vöxtur. Vaxtarbrodds íslenskrar tónlistar er helst að vænta að utan, þar sem innanlandsmarkaður er einfaldlega of lítill. Þess utan skapar allur þessi útflutningur tónlistar afleiddan arð í formi kynningar á landinu til ferðamennsku og upplifunar. Heildarframlag ríkisins til útflutnings tónlistar nemur í dag aðeins um 40 milljónum króna sem er mjög lág tala miðað við aðrar atvinnugreinar. Að óbreyttu mundi sú upphæð lækka um helming sem væri afar dapurleg lokaniðurstaða. ÚTÓN vinnur að útflutningi á íslenskri tónlist og styrkingu íslenskra tónlistarhátíða og á IA sem annast rekstur Iceland Airwaves-tónlistarhátíðarinnar sem veltir rúmum milljarði í hagkerfinu á innan við viku í byrjun nóvember á ári hverju. Efling annarra tónlistarhátíða á Íslandi, m.a. til markaðssóknar á mið erlends tónlistaráhugafólks er forgangsmál í menningartengdri ferðaþjónustu. Þar ber að byggja á þeirri reynslu sem fyrir er hjá Iceland Airwaves og nýta má frekar til að hjálpa öðrum tónlistarhátíðum að nálgast hinn tónlistarþyrsta ferðamann, en slíkum fer stöðugt fjölgandi. Tónlistin og aðrar skapandi greinar hafa reynst afar vel til þess að bæta ímynd þjóðarinnar á alþjóðavettvangi eftir hrun og hefur það vakið heimsathygli að hér hafi verið hlúð sérstaklega að listum til að byggja samfélagið upp að nýju.Mannleg mistök? Skapandi greinar hafa vaxið mjög á undanförnum árum og því er illskiljanleg með öllu sú fyrirhugaða ákvörðun ríkisstjórnarinnar að kippa til baka jafn smáum fjárfestingum í geirum sem skapa jafn mikinn vöxt og raun ber vitni. Til að endurgreiða megi skuldir þjóðarinnar verður að hlúa að þeim atvinnugreinum sem best virðast dafna á eigin forsendum. Útflutningur tónlistar er afar mikilvægur hlekkur í stækkandi keðju íslenskra atvinnugreina sem skapa verðmæti og gjaldeyristekjur án mengunar eða fórna náttúruverðmæta og eiga að auki stóran þátt í að efla þjóðartekjur á vettvangi ferðaþjónustu. Að strika fyrirvaralaust út þá hóflegu fjárfestingar sem í greinina fara eftir áralanga tilvistarbaráttu væri vísbending um alvarlegan skort á heilbrigðri, nútímalegri framtíðarsýn. Slíkt væri fljótlegt og auðvelt að leiðrétta, öllum til vegsauka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýframlögðu frumvarpi til fjárlaga kemur fram að ríkisstjórnin hefur ákveðið að fella niður fjárfestingaráætlun í skapandi greinum, sem komið var á fót á síðasta ári, einkum í formi smærri sjóða. Tónlistarsjóður mennta- og menningarmálaráðuneytis var og færður til móts við verðlagshækkanir úr 43 milljónum í 86 milljónir. Þá var komið á fót afar mikilvægum, en hófstilltum 20 milljóna króna útflutningssjóði. Þessar aukningar hafa verið teknar af dagskrá.Aftur til fortíðar? Þetta er miður í ljósi þess árangurs sem náðst hefur í útflutningi íslenskrar tónlistar á síðustu árum en nú stefnir í liðlega 100% aukningu á tónleikahaldi íslenskra tónlistarmanna á erlendri grundu milli áranna 2012 og 2013. Alls voru 720 tónleikar haldnir árið 2012 en eru nú komnir yfir 1024 tónleika það sem af er árinu 2013. Þetta er mikill vöxtur. Vaxtarbrodds íslenskrar tónlistar er helst að vænta að utan, þar sem innanlandsmarkaður er einfaldlega of lítill. Þess utan skapar allur þessi útflutningur tónlistar afleiddan arð í formi kynningar á landinu til ferðamennsku og upplifunar. Heildarframlag ríkisins til útflutnings tónlistar nemur í dag aðeins um 40 milljónum króna sem er mjög lág tala miðað við aðrar atvinnugreinar. Að óbreyttu mundi sú upphæð lækka um helming sem væri afar dapurleg lokaniðurstaða. ÚTÓN vinnur að útflutningi á íslenskri tónlist og styrkingu íslenskra tónlistarhátíða og á IA sem annast rekstur Iceland Airwaves-tónlistarhátíðarinnar sem veltir rúmum milljarði í hagkerfinu á innan við viku í byrjun nóvember á ári hverju. Efling annarra tónlistarhátíða á Íslandi, m.a. til markaðssóknar á mið erlends tónlistaráhugafólks er forgangsmál í menningartengdri ferðaþjónustu. Þar ber að byggja á þeirri reynslu sem fyrir er hjá Iceland Airwaves og nýta má frekar til að hjálpa öðrum tónlistarhátíðum að nálgast hinn tónlistarþyrsta ferðamann, en slíkum fer stöðugt fjölgandi. Tónlistin og aðrar skapandi greinar hafa reynst afar vel til þess að bæta ímynd þjóðarinnar á alþjóðavettvangi eftir hrun og hefur það vakið heimsathygli að hér hafi verið hlúð sérstaklega að listum til að byggja samfélagið upp að nýju.Mannleg mistök? Skapandi greinar hafa vaxið mjög á undanförnum árum og því er illskiljanleg með öllu sú fyrirhugaða ákvörðun ríkisstjórnarinnar að kippa til baka jafn smáum fjárfestingum í geirum sem skapa jafn mikinn vöxt og raun ber vitni. Til að endurgreiða megi skuldir þjóðarinnar verður að hlúa að þeim atvinnugreinum sem best virðast dafna á eigin forsendum. Útflutningur tónlistar er afar mikilvægur hlekkur í stækkandi keðju íslenskra atvinnugreina sem skapa verðmæti og gjaldeyristekjur án mengunar eða fórna náttúruverðmæta og eiga að auki stóran þátt í að efla þjóðartekjur á vettvangi ferðaþjónustu. Að strika fyrirvaralaust út þá hóflegu fjárfestingar sem í greinina fara eftir áralanga tilvistarbaráttu væri vísbending um alvarlegan skort á heilbrigðri, nútímalegri framtíðarsýn. Slíkt væri fljótlegt og auðvelt að leiðrétta, öllum til vegsauka.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun