Eru borgir barnvænar? Þétting byggðar og staða barna í skipulagi Lára Ingimundardóttir skrifar 6. júní 2025 11:00 Á síðustu árum hefur áhersla á þéttingu byggðar orðið sífellt meira áberandi í íslensku skipulagi. Þétting er oft talin leið til að stuðla að sjálfbærari þróun, draga úr útþenslu og nýta betur þá innviði sem fyrir eru. En þrátt fyrir góð markmið um sjálfbærni og betri nýtingu lands, þá gleymist stundum hverjir það eru sem búa í borgum og hvaða þarfir þeir hafa. Í þessarigrein er sjónum beint að einum af viðkvæmustu hópum samfélagsins, börnum. Börn eru sérstaklega háð nánasta umhverfi sínu. Þau þurfa öruggar leiðir að leikskóla, skóla, leiksvæðum, tómstundum og afþreyingu. Þau þurfa rými til hreyfingar, leikja, sköpunar og hvíldar. Þarfir barna eru oft látnar víkja fyrir þörfum fullorðinna og skapast því óhentugt umhverfi fyrir þarfir þeirra. Ef borgarumhverfið hentar ekki börnum getur það haft áhrif á heilsu þeirra,félagsþroska og almennavellíðan. Það sem meira er að ef borgir eru barnvænar ættu þær einnig að vera ákjósanlegur kostur og góðar fyrir aðra íbúa. Barnvænt umhverfi í borgum. King’s Crescent, London (Lewis Ronald). Í meistararitgerð minni í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands lagði ég upp með að skoða hvernig tekið er tillit til þarfa barna í skipulagi nýrra þéttingarreita í Reykjavík. Ég hef unnið með með börnum í mörg ár og skiptir það mig miklu máli hvernig búið er að þeim og tel þetta mikilvægt viðfangsefni. Ég þróaði því matsramma sem hægt er að beita til að meta hversu barnvæn hverfi eru. Markmið rammans var að útbúa einfalten gagnlegt verkfærisem getur nýst fagfólki og sveitarfélögum til að tryggja gæði borgarumhverfis út frá sjónarhorni barna. Verkefnið er liður í aukinni umræðu um barnvæna borgarhönnun og hvernig tryggja megi að borgarumhverfi styðji við þroska, öryggi og vellíðan barna. Rannsóknin var eigindleg tilviksrannsókn þar sem bæði fyrirliggjandi gögn og vettvangsathuganir voru nýttar. Greind voru opinber skipulagsgögn, svo sem Aðalskipulag Reykjavíkur og deiliskipulag. Á vettvangi skoðaði ég með matsrammanum að hvaða marki borgarumhverfið tekur tillit til þarfa barna. Hver þáttur rammans var metinnmeð tilliti til gilda og fýsileika. Þettaveitti dýpri innsýní hvernig hverfiðstyður eða hindrar daglegt líf barna. Matsramminn byggir á fjórum áþreifanlegum grunnþáttum sem rannsóknir sýna að þurfa að vera til staðar svo umhverfið teljist barnvænt: 1) umferð og öryggi, 2) græn svæði, 3) leiksvæði og 4) möguleikar til athafna, hvatar og vegalengdir. Þessir grunnþættir urðu fyrir valinuvegna þess að þeir eru skipulagsþættir sem hægt er að meta á vettvangi eða með rýni á skipulagsgögnum. Hver þáttur var greindur með tilliti til þess hvernig hann birtist í raun í skipulaginu og hvernig hann þjónar börnum í daglegu lífi. Til að prófa matsrammann var honum beitt á tvö dæmi um nýlega þéttingarreiti í Reykjavík: Hlíðarenda og Vogabyggð. Þessihverfi voru valinþar sem þau endurspegla vel þá stefnu sem Reykjavíkurborg hefur tekið í skipulagsmálum undanfarin ár, að þétta byggð innan núverandi byggðra hverfa. Heildarniðurstöður verkefnisins benda til þess að Reykjavíkurborg hafi í einhverjum mæli tekið tillit til þarfa barna í þéttingarreitaskipulagi. Að vissu leyti hefur verið tekið tillit til þarfa þeirra en þau ekki verið höfð í forgrunni við skipulagsgerð reitanna. Til að mynda hefur nær alveg farist fyrir að taka tillit til unglinga og þeirra þarfa og það mætti bæta. Þrátt fyrirað bæði Hlíðarendi og Vogabyggð hafi að geymasterka þætti þegarkemur að skipulagi og hönnun, vantar oft heildstæða nálgun sem samþættir öll þau einkenni sem barnvænt umhverfi krefst. Þetta sýnir að barnvænt skipulag í þéttu borgarumhverfi er flókið og krefst markvissrar vinnu og skýrrar stefnumótunar. Það skiptir verulegu máli hvar og hvernig skipulag er nýtt þar sem verið er að þétta byggð og hvernig það umhverfi er sem reitirnir eru staðsettir í. Það getur haft mikil áhrif á heildarniðurstöðu skipulagsins og hvernig það kemur til móts við íbúana og þarfir þeirra,þar á meðal börn. Þétt byggðgetur vel verið barnvæn, engu síður en dreifð byggð, svo lengi sem grunnþættir barnvæns umhverfis eru uppfylltir. Matsramminn er framlag höfundar og innlegg á þessu fræðasviði. Hann má auðvitað þróa og bæta og að mati höfundar væri nauðsynlegt að börn tækju þátt í matinu. Börn ættu að vera í forgrunni frá upphafi við skipulagsgerð og fá tækifæritil að koma meira að skipulagi umhverfis síns. Leitaðværi til þeirraog sjónarmið þeirraværu tekin með líkt og gert er ráð fyrir í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það ætti að vera einn af lykilþáttum þegar umhverfi tengt börnum er skipulagt. Slík nálgun er nauðsynleg til að stuðla að aukinni samfélagslegri ábyrgð í borgarskipulagi sem miðar að því að tryggja jöfnuð, aðgengi og velferð barna til framtíðar. Greinin byggir á meistaraverkefni í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands: „Gæði barnvæns umhverfis á þéttingarreitum í Reykjavík - þróun matsramma fyrir barnvænt borgarumhverfi-“. Höfundur er skipulagsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur áhersla á þéttingu byggðar orðið sífellt meira áberandi í íslensku skipulagi. Þétting er oft talin leið til að stuðla að sjálfbærari þróun, draga úr útþenslu og nýta betur þá innviði sem fyrir eru. En þrátt fyrir góð markmið um sjálfbærni og betri nýtingu lands, þá gleymist stundum hverjir það eru sem búa í borgum og hvaða þarfir þeir hafa. Í þessarigrein er sjónum beint að einum af viðkvæmustu hópum samfélagsins, börnum. Börn eru sérstaklega háð nánasta umhverfi sínu. Þau þurfa öruggar leiðir að leikskóla, skóla, leiksvæðum, tómstundum og afþreyingu. Þau þurfa rými til hreyfingar, leikja, sköpunar og hvíldar. Þarfir barna eru oft látnar víkja fyrir þörfum fullorðinna og skapast því óhentugt umhverfi fyrir þarfir þeirra. Ef borgarumhverfið hentar ekki börnum getur það haft áhrif á heilsu þeirra,félagsþroska og almennavellíðan. Það sem meira er að ef borgir eru barnvænar ættu þær einnig að vera ákjósanlegur kostur og góðar fyrir aðra íbúa. Barnvænt umhverfi í borgum. King’s Crescent, London (Lewis Ronald). Í meistararitgerð minni í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands lagði ég upp með að skoða hvernig tekið er tillit til þarfa barna í skipulagi nýrra þéttingarreita í Reykjavík. Ég hef unnið með með börnum í mörg ár og skiptir það mig miklu máli hvernig búið er að þeim og tel þetta mikilvægt viðfangsefni. Ég þróaði því matsramma sem hægt er að beita til að meta hversu barnvæn hverfi eru. Markmið rammans var að útbúa einfalten gagnlegt verkfærisem getur nýst fagfólki og sveitarfélögum til að tryggja gæði borgarumhverfis út frá sjónarhorni barna. Verkefnið er liður í aukinni umræðu um barnvæna borgarhönnun og hvernig tryggja megi að borgarumhverfi styðji við þroska, öryggi og vellíðan barna. Rannsóknin var eigindleg tilviksrannsókn þar sem bæði fyrirliggjandi gögn og vettvangsathuganir voru nýttar. Greind voru opinber skipulagsgögn, svo sem Aðalskipulag Reykjavíkur og deiliskipulag. Á vettvangi skoðaði ég með matsrammanum að hvaða marki borgarumhverfið tekur tillit til þarfa barna. Hver þáttur rammans var metinnmeð tilliti til gilda og fýsileika. Þettaveitti dýpri innsýní hvernig hverfiðstyður eða hindrar daglegt líf barna. Matsramminn byggir á fjórum áþreifanlegum grunnþáttum sem rannsóknir sýna að þurfa að vera til staðar svo umhverfið teljist barnvænt: 1) umferð og öryggi, 2) græn svæði, 3) leiksvæði og 4) möguleikar til athafna, hvatar og vegalengdir. Þessir grunnþættir urðu fyrir valinuvegna þess að þeir eru skipulagsþættir sem hægt er að meta á vettvangi eða með rýni á skipulagsgögnum. Hver þáttur var greindur með tilliti til þess hvernig hann birtist í raun í skipulaginu og hvernig hann þjónar börnum í daglegu lífi. Til að prófa matsrammann var honum beitt á tvö dæmi um nýlega þéttingarreiti í Reykjavík: Hlíðarenda og Vogabyggð. Þessihverfi voru valinþar sem þau endurspegla vel þá stefnu sem Reykjavíkurborg hefur tekið í skipulagsmálum undanfarin ár, að þétta byggð innan núverandi byggðra hverfa. Heildarniðurstöður verkefnisins benda til þess að Reykjavíkurborg hafi í einhverjum mæli tekið tillit til þarfa barna í þéttingarreitaskipulagi. Að vissu leyti hefur verið tekið tillit til þarfa þeirra en þau ekki verið höfð í forgrunni við skipulagsgerð reitanna. Til að mynda hefur nær alveg farist fyrir að taka tillit til unglinga og þeirra þarfa og það mætti bæta. Þrátt fyrirað bæði Hlíðarendi og Vogabyggð hafi að geymasterka þætti þegarkemur að skipulagi og hönnun, vantar oft heildstæða nálgun sem samþættir öll þau einkenni sem barnvænt umhverfi krefst. Þetta sýnir að barnvænt skipulag í þéttu borgarumhverfi er flókið og krefst markvissrar vinnu og skýrrar stefnumótunar. Það skiptir verulegu máli hvar og hvernig skipulag er nýtt þar sem verið er að þétta byggð og hvernig það umhverfi er sem reitirnir eru staðsettir í. Það getur haft mikil áhrif á heildarniðurstöðu skipulagsins og hvernig það kemur til móts við íbúana og þarfir þeirra,þar á meðal börn. Þétt byggðgetur vel verið barnvæn, engu síður en dreifð byggð, svo lengi sem grunnþættir barnvæns umhverfis eru uppfylltir. Matsramminn er framlag höfundar og innlegg á þessu fræðasviði. Hann má auðvitað þróa og bæta og að mati höfundar væri nauðsynlegt að börn tækju þátt í matinu. Börn ættu að vera í forgrunni frá upphafi við skipulagsgerð og fá tækifæritil að koma meira að skipulagi umhverfis síns. Leitaðværi til þeirraog sjónarmið þeirraværu tekin með líkt og gert er ráð fyrir í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það ætti að vera einn af lykilþáttum þegar umhverfi tengt börnum er skipulagt. Slík nálgun er nauðsynleg til að stuðla að aukinni samfélagslegri ábyrgð í borgarskipulagi sem miðar að því að tryggja jöfnuð, aðgengi og velferð barna til framtíðar. Greinin byggir á meistaraverkefni í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands: „Gæði barnvæns umhverfis á þéttingarreitum í Reykjavík - þróun matsramma fyrir barnvænt borgarumhverfi-“. Höfundur er skipulagsfræðingur.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun