Veraldlegt samfélag Bjarni Jónsson skrifar 5. nóvember 2013 06:00 Þegar ég er spurður að því að hvers konar samfélagi ég vil lifa í þá svara ég oftast á þann veg að ég vilji búa í veraldlegu, lýðræðislegu samfélagi sem byggir gildi sín á mannréttindum. Búum við í slíku samfélagi? Ríkir hér fullkomið trúfrelsi? Er ofangreind skilgreining kannski útópía? Hvað þýðir þessi skilgreining? Fyrst og fremst er þarna um að ræða yfirlýsingu um að hið opinbera eigi að starfa eftir veraldlegum leikreglum án sérstakra trúarlegra merkimiða. Hið opinbera er þingið, dómskerfið, skólar, heilbrigðiskerfið og slíkt. Trúfrelsi, sannfæringar- og tjáningarfrelsi eru mikilvægir þættir slíks samfélags og þar með ættu engin tengsl eða afskipti ríkisins að vera af trúar- og lífsskoðunum fólks ólíkt því sem nú er. Opinberar stofnanir eiga ekki að standa fyrir áróðri lífsskoðunarfélaga hvort sem þau eru trúarleg eða veraldleg. Hvernig er staðan á Íslandi miðað við ofangreinda skilgreiningu? Margt jákvætt hefur gerst en því miður er enn töluvert í land. Einfaldast er að benda á að í stjórnarskránni er ákvæði um trúfrelsi en síðan er kveðið á um ríkiskirkju sem stangast algjörlega á. Enn er víða sá háttur á að prestar umgangast leik- og grunnskóla sem um væri að ræða vettvang fyrir barnastarf kirkjunnar en ekki opinbera skóla. Einnig er það sérkennilegt að þing samfélags sem telur sig veraldlegt skuli hefjast með messu og trúarleiðtogi gangi með forseta og þingmönnum á milli kirkju og þings líkt og um trúræðisríki væri að ræða en Siðmennt hefur krafist breytinga þar á og telur að slíkt samrýmist ekki fjölbreytilegu samfélagi sem ríkir hér á landi. Helsti talsmaður veraldlegs samfélags á undanförnum tveimur áratugum hefur verið Siðmennt. Félagið hefur farið fremst í gagnrýni á nánast óheftan aðgang presta að börnum í skólum, verið í forsvari fyrir auknum mannréttindum og hvatt til breytinga á aðalnámsskrá skóla og lagt til að öflug kennsla fari fram um heimspeki, lífsskoðanir og trúarbrögð. Kennsluefnið verði óhlutdrægt og kennt á fræðilegum forsendum en ekki hvað sé „okkar“ og hvað sé „annarra“. Óhætt er að segja að árangur hafi orðið og margt af því sem félagið hefur haldið fram hefur náðst m.a. fyrir atbeina félagsins. Reykjavíkurborg setti sér reglur um samstarf skóla og trúar- og lífsskoðunarhópa þar sem m.a. er óheimilt að reka trúboð í skólum borgarinnar og börn og foreldrar þeirra verði ekki sett í þá aðstöðu að þurfa stöðugt að gefa upp lífsskoðanir sínar. Hafnarfjarðarbær hefur einnig innleitt sambærilegar reglur. Í framhaldinu hvatti menntamálaráðuneytið önnur sveitarfélög til að fara sömu leið. Ný námsskrá inniheldur áherslu á trúarbragðafræði í stað kristinfræði auk þess sem gagnrýnin hugsun, siðfræði og heimspeki hafa fengið aukna áherslu. Það er því mikilvægt að þeir sem styðja viðleitni Siðmenntar til þess að hér ríki veraldlegt samfélag sem byggir gildi sín á mannréttindum styðji félagið með því að skrá sig í félagið hjá Þjóðskrá. Þannig er tryggt að unnið verði ötullega að þeim markmiðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Þegar ég er spurður að því að hvers konar samfélagi ég vil lifa í þá svara ég oftast á þann veg að ég vilji búa í veraldlegu, lýðræðislegu samfélagi sem byggir gildi sín á mannréttindum. Búum við í slíku samfélagi? Ríkir hér fullkomið trúfrelsi? Er ofangreind skilgreining kannski útópía? Hvað þýðir þessi skilgreining? Fyrst og fremst er þarna um að ræða yfirlýsingu um að hið opinbera eigi að starfa eftir veraldlegum leikreglum án sérstakra trúarlegra merkimiða. Hið opinbera er þingið, dómskerfið, skólar, heilbrigðiskerfið og slíkt. Trúfrelsi, sannfæringar- og tjáningarfrelsi eru mikilvægir þættir slíks samfélags og þar með ættu engin tengsl eða afskipti ríkisins að vera af trúar- og lífsskoðunum fólks ólíkt því sem nú er. Opinberar stofnanir eiga ekki að standa fyrir áróðri lífsskoðunarfélaga hvort sem þau eru trúarleg eða veraldleg. Hvernig er staðan á Íslandi miðað við ofangreinda skilgreiningu? Margt jákvætt hefur gerst en því miður er enn töluvert í land. Einfaldast er að benda á að í stjórnarskránni er ákvæði um trúfrelsi en síðan er kveðið á um ríkiskirkju sem stangast algjörlega á. Enn er víða sá háttur á að prestar umgangast leik- og grunnskóla sem um væri að ræða vettvang fyrir barnastarf kirkjunnar en ekki opinbera skóla. Einnig er það sérkennilegt að þing samfélags sem telur sig veraldlegt skuli hefjast með messu og trúarleiðtogi gangi með forseta og þingmönnum á milli kirkju og þings líkt og um trúræðisríki væri að ræða en Siðmennt hefur krafist breytinga þar á og telur að slíkt samrýmist ekki fjölbreytilegu samfélagi sem ríkir hér á landi. Helsti talsmaður veraldlegs samfélags á undanförnum tveimur áratugum hefur verið Siðmennt. Félagið hefur farið fremst í gagnrýni á nánast óheftan aðgang presta að börnum í skólum, verið í forsvari fyrir auknum mannréttindum og hvatt til breytinga á aðalnámsskrá skóla og lagt til að öflug kennsla fari fram um heimspeki, lífsskoðanir og trúarbrögð. Kennsluefnið verði óhlutdrægt og kennt á fræðilegum forsendum en ekki hvað sé „okkar“ og hvað sé „annarra“. Óhætt er að segja að árangur hafi orðið og margt af því sem félagið hefur haldið fram hefur náðst m.a. fyrir atbeina félagsins. Reykjavíkurborg setti sér reglur um samstarf skóla og trúar- og lífsskoðunarhópa þar sem m.a. er óheimilt að reka trúboð í skólum borgarinnar og börn og foreldrar þeirra verði ekki sett í þá aðstöðu að þurfa stöðugt að gefa upp lífsskoðanir sínar. Hafnarfjarðarbær hefur einnig innleitt sambærilegar reglur. Í framhaldinu hvatti menntamálaráðuneytið önnur sveitarfélög til að fara sömu leið. Ný námsskrá inniheldur áherslu á trúarbragðafræði í stað kristinfræði auk þess sem gagnrýnin hugsun, siðfræði og heimspeki hafa fengið aukna áherslu. Það er því mikilvægt að þeir sem styðja viðleitni Siðmenntar til þess að hér ríki veraldlegt samfélag sem byggir gildi sín á mannréttindum styðji félagið með því að skrá sig í félagið hjá Þjóðskrá. Þannig er tryggt að unnið verði ötullega að þeim markmiðum.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun