Kynjajafnréttið og sveitarstjórnirnar Kristín Ástgeirsdóttir skrifar 1. nóvember 2013 06:00 Í síðustu viku var að venju haldið upp á kvennafrídaginn 24. október með fundum og afhendingu styrkja. Í þessari viku er boðað til jafnréttisþings í Reykjavík sem er öllum opið. Á fyrsta kvennafrídeginum árið 1975 var bent á hve lítils vinna kvenna væri metin sem sýndi sig í lægri launum fyrir sömu störf og karlar unnu, láglaunastörfum, skorti á félagslegri þjónustu og ýmsu fleiru. Nú 38 árum síðar glímum við enn við launamisréttið og láglaunastörfin sem og ýmis mál sem ekki voru komin á dagskrá fyrir alvöru á kvennaárinu 1975. Þar má nefna efnahagsleg völd kvenna og áhrif í atvinnulífinu sem enn eru áberandi minni en áhrif karla, kynbundið ofbeldi og hlut kvenna sem kjörinna fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum, að ekki sé minnst á hefðbundnar staðalmyndir kynjanna sem hamra á eldgömlum og oft niðurlægjandi gildum sem birtast okkur nánast dag hvern í ummælum, auglýsingum, kvikmyndum og klámefni. Við stígum ekki bara skref fram heldur líka aftur á bak og það er margt sem þarf að ræða. Konum fækkaði í ríkisstjórn og á þingi eftir síðustu alþingiskosningar. Eftir rúmlega hálft ár göngum við til sveitarstjórnarkosninga og það verður spennandi að sjá hvað þá gerist. Í kosningunum árið 2010 fjölgaði konum í sveitarstjórnum og urðu þær 40% kjörinna fulltrúa. Það kjörtímabil sem nú er að enda hefur verið gríðarlega erfitt. Mjög mörg sveitarfélög hafa glímt við mikla fjárhagslega erfiðleika í kjölfar hrunsins, minni tekjur, mikið álag á félagsþjónustu og sívaxandi fjárhagsaðstoð við þá sem höllum standa fæti. Álagið hefur verið mikið á sveitarstjórnarfólk í glímunni við efnahagsástandið og því verður mjög fróðlegt að sjá hverjir munu halda áfram og hverjir hætta.Reynsla glatast Sannleikurinn er sá að kjör flestra sveitarstjórnarmanna eru óviðunandi og taka ekkert mið af því álagi sem fylgir störfunum. Seta í sveitarstjórn er yfirleitt aukastarf eða hlutastarf með annarri vinnu, launin lág og mikið um fundi utan hefðbundins vinnutíma. Það er því þrautin þyngri að samræma fjölskyldulíf, atvinnu og þátttöku í stjórnmálum. Þar sem konur bera enn almennt meiri ábyrgð á heimili og börnum en karlar reynist stjórnmálaþátttaka þeim oft þung í skauti. Þar af leiðandi hefur endurnýjunin í sveitarstjórnunum verið óeðlilega mikil með þeim afleiðingum að þekking og reynsla glatast. Þessu þarf að breyta og gera störf í sveitarstjórnum eftirsóknarverð og auðsótt þannig að gott fólk, bæði konur og karlar, gefi kost á sér og geti sinnt þeim störfum með sóma. Störfin og kjörin innan sveitarstjórna eru eitt, að ná kjöri er annað. Ein helsta skýringin á þeim mun sem enn er að finna á tölu karla og kvenna í sveitarstjórnum er sú staðreynd að karlar verma mun oftar en konur efsta sæti viðkomandi lista. Mjög víða fá framboðslistar aðeins einn fulltrúa og það er þá karl. Stjórnmálaflokkar og framboð af ýmsu tagi verða að bregðast við og setja sér reglur eða viðmið til að tryggja sem allra mest jafnrétti kynjanna. Það má gera með fléttulistum, kvótum og skiptum milli kjörtímabila þannig að konur og karlar skiptist á um að leiða lista. Rannsóknir og reynslan hafa leitt í ljós að það skiptir máli að bæði konur og karlar komi að stjórn sveitarfélaga og það er ekkert annað en eðlilegt og lýðræðislegt. Áhugamál og áherslur kynjanna eru oft mismunandi og það skiptir máli að alls konar reynsla, þekking og skoðanir komi við sögu þegar stefna er mótuð og ákvarðanir teknar. Mestu skiptir þó að fólk sem hefur raunverulegan áhuga á stöðu kynjanna og aðgerðum til að jafna hana og bæta bjóði sig fram og nái kjöri. Kynjajafnrétti er mannréttindamál og ein af grunnforsendum þess að samfélag okkar þróist áfram í átt til aukins lýðræðis, almennrar þátttöku við mótun samfélagsins, sjálfbærni og verndunar móður jarðar. Sjáumst á jafnréttisþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var að venju haldið upp á kvennafrídaginn 24. október með fundum og afhendingu styrkja. Í þessari viku er boðað til jafnréttisþings í Reykjavík sem er öllum opið. Á fyrsta kvennafrídeginum árið 1975 var bent á hve lítils vinna kvenna væri metin sem sýndi sig í lægri launum fyrir sömu störf og karlar unnu, láglaunastörfum, skorti á félagslegri þjónustu og ýmsu fleiru. Nú 38 árum síðar glímum við enn við launamisréttið og láglaunastörfin sem og ýmis mál sem ekki voru komin á dagskrá fyrir alvöru á kvennaárinu 1975. Þar má nefna efnahagsleg völd kvenna og áhrif í atvinnulífinu sem enn eru áberandi minni en áhrif karla, kynbundið ofbeldi og hlut kvenna sem kjörinna fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum, að ekki sé minnst á hefðbundnar staðalmyndir kynjanna sem hamra á eldgömlum og oft niðurlægjandi gildum sem birtast okkur nánast dag hvern í ummælum, auglýsingum, kvikmyndum og klámefni. Við stígum ekki bara skref fram heldur líka aftur á bak og það er margt sem þarf að ræða. Konum fækkaði í ríkisstjórn og á þingi eftir síðustu alþingiskosningar. Eftir rúmlega hálft ár göngum við til sveitarstjórnarkosninga og það verður spennandi að sjá hvað þá gerist. Í kosningunum árið 2010 fjölgaði konum í sveitarstjórnum og urðu þær 40% kjörinna fulltrúa. Það kjörtímabil sem nú er að enda hefur verið gríðarlega erfitt. Mjög mörg sveitarfélög hafa glímt við mikla fjárhagslega erfiðleika í kjölfar hrunsins, minni tekjur, mikið álag á félagsþjónustu og sívaxandi fjárhagsaðstoð við þá sem höllum standa fæti. Álagið hefur verið mikið á sveitarstjórnarfólk í glímunni við efnahagsástandið og því verður mjög fróðlegt að sjá hverjir munu halda áfram og hverjir hætta.Reynsla glatast Sannleikurinn er sá að kjör flestra sveitarstjórnarmanna eru óviðunandi og taka ekkert mið af því álagi sem fylgir störfunum. Seta í sveitarstjórn er yfirleitt aukastarf eða hlutastarf með annarri vinnu, launin lág og mikið um fundi utan hefðbundins vinnutíma. Það er því þrautin þyngri að samræma fjölskyldulíf, atvinnu og þátttöku í stjórnmálum. Þar sem konur bera enn almennt meiri ábyrgð á heimili og börnum en karlar reynist stjórnmálaþátttaka þeim oft þung í skauti. Þar af leiðandi hefur endurnýjunin í sveitarstjórnunum verið óeðlilega mikil með þeim afleiðingum að þekking og reynsla glatast. Þessu þarf að breyta og gera störf í sveitarstjórnum eftirsóknarverð og auðsótt þannig að gott fólk, bæði konur og karlar, gefi kost á sér og geti sinnt þeim störfum með sóma. Störfin og kjörin innan sveitarstjórna eru eitt, að ná kjöri er annað. Ein helsta skýringin á þeim mun sem enn er að finna á tölu karla og kvenna í sveitarstjórnum er sú staðreynd að karlar verma mun oftar en konur efsta sæti viðkomandi lista. Mjög víða fá framboðslistar aðeins einn fulltrúa og það er þá karl. Stjórnmálaflokkar og framboð af ýmsu tagi verða að bregðast við og setja sér reglur eða viðmið til að tryggja sem allra mest jafnrétti kynjanna. Það má gera með fléttulistum, kvótum og skiptum milli kjörtímabila þannig að konur og karlar skiptist á um að leiða lista. Rannsóknir og reynslan hafa leitt í ljós að það skiptir máli að bæði konur og karlar komi að stjórn sveitarfélaga og það er ekkert annað en eðlilegt og lýðræðislegt. Áhugamál og áherslur kynjanna eru oft mismunandi og það skiptir máli að alls konar reynsla, þekking og skoðanir komi við sögu þegar stefna er mótuð og ákvarðanir teknar. Mestu skiptir þó að fólk sem hefur raunverulegan áhuga á stöðu kynjanna og aðgerðum til að jafna hana og bæta bjóði sig fram og nái kjöri. Kynjajafnrétti er mannréttindamál og ein af grunnforsendum þess að samfélag okkar þróist áfram í átt til aukins lýðræðis, almennrar þátttöku við mótun samfélagsins, sjálfbærni og verndunar móður jarðar. Sjáumst á jafnréttisþingi.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar