Reykjavík á að vera borg fyrir fólk – ekki bíla Eva H. Baldursdóttir skrifar 4. nóvember 2013 07:00 Fjöldi ökutækja í Reykjavík slagar upp í fjölda íbúa borgarinnar. Á Íslandi árið 2012 voru til að mynda 303.901 skráð ökutæki á öllu landinu. Í Reykjavík voru sama ár 96.980 skráð ökutæki en fjöldi íbúa í borginni var um 118.000, þar af voru margir sem höfðu ekki ökuréttindi. Meðaltal ökutækja á hvert heimili var á árinu 2012 því ríflega tvö og að öllum líkindum nær þremur, en spurning er hvort það sé heilbrigt viðmið innan borgarsamfélags. Þegar ökutækin eru næstum jafn mörg og íbúar borgarinnar er óumflýjanlegt að vandamál skapist í samgöngum. Staðan er að nærri 80% af þeim sem ferðast í vinnu eða skóla úr austurhluta borgarinnar á morgnana fara á einkabílum og hátt í 70% eru einir í bíl. Lausnin á umferðarteppum á háannatíma í borginni mun því til framtíðar ekki felast í því að byggja fleiri akreinar, mislæg gatnamót og fleiri stokka. Lausnin felst meðal annars í breyttri afstöðu okkar til samgangna – heilbrigðari og umhverfisvænni afstöðu – sem felst í því að minnka notkun bílsins og í auknum mæli að nota okkar góðu almenningssamgöngur, ganga, taka strætó eða hjóla til vinnu.Meginstefið Lausnin felst enn fremur í að gera fólki kleift að búa nær vinnustöðum sínum, sem oft á tíðum eru í vesturhluta borgarinnar, og jafnframt að auka atvinnustarfsemi í austurhlutanum, til að stytta þennan langa ferðatíma. Til þess þurfum við að skipuleggja borgina með skynsamlegri hætti en ekki að byggja ný og ný úthverfi. Reykjavík á að vera borg fyrir fólk – ekki bíla. Það er einmitt meginstefið í nýsamþykktu aðalskipulagi, sem byggist m.a. á að leysa samgönguvandann með því að þétta byggð – þar sem manneskjan er sett í öndvegi í átt til betra borgarskipulags. Skilvirkni samgangna eykst því með auknum almenningssamgöngum, og þá hafa akandi vegfarendur einnig meira pláss á götunum! Loks má benda á að það er ekki aðeins lausn á samgönguvanda borgarinnar að auka almenningssamgöngur – heldur er það stór sparnaðaraðgerð á hverju heimili. Að kaupa bensín á bíl á ári, miðað við 15.000 km akstur, og meðalstóran fólksbíl, kostar 353.700 kr., en ofan á þann kostnað kemur viðhaldskostnaður, tryggingar, þrif og skattar, svo heildarfjárhæðin við rekstur bíls á hverju ári getur numið hátt í 600.000 kr. (skv. tölum FÍB). Að kaupa sér níu mánaða kort í Strætó kostar hins vegar 49.900 kr. Það er um tólf prósent af heildarkostnaði þess að reka bíl á ári, að þremur mánuðum viðbættum. Bæta má við að í mörgum tilvikum er Strætó a.m.k. ekki lengur en einkabíll á leið úr austurborginni í vesturborgina á háannatímum. Að breyta viðhorfi sínu til samgangna heimilisins er pínu eins og að taka upp flokkunarkerfi á ruslinu, það tekur tíma og hefur í för með sér aðeins meira vesen á nútímaheimili – en í lok dagsins er það gjöfult verkefni. Það gerir okkur að betri manneskjum og betri fyrirmyndum fyrir börnin okkar að ganga betur um umhverfið, spara peninga og auka hreyfingu. Það gerir Reykjavík einnig að betri borg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Fjöldi ökutækja í Reykjavík slagar upp í fjölda íbúa borgarinnar. Á Íslandi árið 2012 voru til að mynda 303.901 skráð ökutæki á öllu landinu. Í Reykjavík voru sama ár 96.980 skráð ökutæki en fjöldi íbúa í borginni var um 118.000, þar af voru margir sem höfðu ekki ökuréttindi. Meðaltal ökutækja á hvert heimili var á árinu 2012 því ríflega tvö og að öllum líkindum nær þremur, en spurning er hvort það sé heilbrigt viðmið innan borgarsamfélags. Þegar ökutækin eru næstum jafn mörg og íbúar borgarinnar er óumflýjanlegt að vandamál skapist í samgöngum. Staðan er að nærri 80% af þeim sem ferðast í vinnu eða skóla úr austurhluta borgarinnar á morgnana fara á einkabílum og hátt í 70% eru einir í bíl. Lausnin á umferðarteppum á háannatíma í borginni mun því til framtíðar ekki felast í því að byggja fleiri akreinar, mislæg gatnamót og fleiri stokka. Lausnin felst meðal annars í breyttri afstöðu okkar til samgangna – heilbrigðari og umhverfisvænni afstöðu – sem felst í því að minnka notkun bílsins og í auknum mæli að nota okkar góðu almenningssamgöngur, ganga, taka strætó eða hjóla til vinnu.Meginstefið Lausnin felst enn fremur í að gera fólki kleift að búa nær vinnustöðum sínum, sem oft á tíðum eru í vesturhluta borgarinnar, og jafnframt að auka atvinnustarfsemi í austurhlutanum, til að stytta þennan langa ferðatíma. Til þess þurfum við að skipuleggja borgina með skynsamlegri hætti en ekki að byggja ný og ný úthverfi. Reykjavík á að vera borg fyrir fólk – ekki bíla. Það er einmitt meginstefið í nýsamþykktu aðalskipulagi, sem byggist m.a. á að leysa samgönguvandann með því að þétta byggð – þar sem manneskjan er sett í öndvegi í átt til betra borgarskipulags. Skilvirkni samgangna eykst því með auknum almenningssamgöngum, og þá hafa akandi vegfarendur einnig meira pláss á götunum! Loks má benda á að það er ekki aðeins lausn á samgönguvanda borgarinnar að auka almenningssamgöngur – heldur er það stór sparnaðaraðgerð á hverju heimili. Að kaupa bensín á bíl á ári, miðað við 15.000 km akstur, og meðalstóran fólksbíl, kostar 353.700 kr., en ofan á þann kostnað kemur viðhaldskostnaður, tryggingar, þrif og skattar, svo heildarfjárhæðin við rekstur bíls á hverju ári getur numið hátt í 600.000 kr. (skv. tölum FÍB). Að kaupa sér níu mánaða kort í Strætó kostar hins vegar 49.900 kr. Það er um tólf prósent af heildarkostnaði þess að reka bíl á ári, að þremur mánuðum viðbættum. Bæta má við að í mörgum tilvikum er Strætó a.m.k. ekki lengur en einkabíll á leið úr austurborginni í vesturborgina á háannatímum. Að breyta viðhorfi sínu til samgangna heimilisins er pínu eins og að taka upp flokkunarkerfi á ruslinu, það tekur tíma og hefur í för með sér aðeins meira vesen á nútímaheimili – en í lok dagsins er það gjöfult verkefni. Það gerir okkur að betri manneskjum og betri fyrirmyndum fyrir börnin okkar að ganga betur um umhverfið, spara peninga og auka hreyfingu. Það gerir Reykjavík einnig að betri borg.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar