Reykjavík á að vera borg fyrir fólk – ekki bíla Eva H. Baldursdóttir skrifar 4. nóvember 2013 07:00 Fjöldi ökutækja í Reykjavík slagar upp í fjölda íbúa borgarinnar. Á Íslandi árið 2012 voru til að mynda 303.901 skráð ökutæki á öllu landinu. Í Reykjavík voru sama ár 96.980 skráð ökutæki en fjöldi íbúa í borginni var um 118.000, þar af voru margir sem höfðu ekki ökuréttindi. Meðaltal ökutækja á hvert heimili var á árinu 2012 því ríflega tvö og að öllum líkindum nær þremur, en spurning er hvort það sé heilbrigt viðmið innan borgarsamfélags. Þegar ökutækin eru næstum jafn mörg og íbúar borgarinnar er óumflýjanlegt að vandamál skapist í samgöngum. Staðan er að nærri 80% af þeim sem ferðast í vinnu eða skóla úr austurhluta borgarinnar á morgnana fara á einkabílum og hátt í 70% eru einir í bíl. Lausnin á umferðarteppum á háannatíma í borginni mun því til framtíðar ekki felast í því að byggja fleiri akreinar, mislæg gatnamót og fleiri stokka. Lausnin felst meðal annars í breyttri afstöðu okkar til samgangna – heilbrigðari og umhverfisvænni afstöðu – sem felst í því að minnka notkun bílsins og í auknum mæli að nota okkar góðu almenningssamgöngur, ganga, taka strætó eða hjóla til vinnu.Meginstefið Lausnin felst enn fremur í að gera fólki kleift að búa nær vinnustöðum sínum, sem oft á tíðum eru í vesturhluta borgarinnar, og jafnframt að auka atvinnustarfsemi í austurhlutanum, til að stytta þennan langa ferðatíma. Til þess þurfum við að skipuleggja borgina með skynsamlegri hætti en ekki að byggja ný og ný úthverfi. Reykjavík á að vera borg fyrir fólk – ekki bíla. Það er einmitt meginstefið í nýsamþykktu aðalskipulagi, sem byggist m.a. á að leysa samgönguvandann með því að þétta byggð – þar sem manneskjan er sett í öndvegi í átt til betra borgarskipulags. Skilvirkni samgangna eykst því með auknum almenningssamgöngum, og þá hafa akandi vegfarendur einnig meira pláss á götunum! Loks má benda á að það er ekki aðeins lausn á samgönguvanda borgarinnar að auka almenningssamgöngur – heldur er það stór sparnaðaraðgerð á hverju heimili. Að kaupa bensín á bíl á ári, miðað við 15.000 km akstur, og meðalstóran fólksbíl, kostar 353.700 kr., en ofan á þann kostnað kemur viðhaldskostnaður, tryggingar, þrif og skattar, svo heildarfjárhæðin við rekstur bíls á hverju ári getur numið hátt í 600.000 kr. (skv. tölum FÍB). Að kaupa sér níu mánaða kort í Strætó kostar hins vegar 49.900 kr. Það er um tólf prósent af heildarkostnaði þess að reka bíl á ári, að þremur mánuðum viðbættum. Bæta má við að í mörgum tilvikum er Strætó a.m.k. ekki lengur en einkabíll á leið úr austurborginni í vesturborgina á háannatímum. Að breyta viðhorfi sínu til samgangna heimilisins er pínu eins og að taka upp flokkunarkerfi á ruslinu, það tekur tíma og hefur í för með sér aðeins meira vesen á nútímaheimili – en í lok dagsins er það gjöfult verkefni. Það gerir okkur að betri manneskjum og betri fyrirmyndum fyrir börnin okkar að ganga betur um umhverfið, spara peninga og auka hreyfingu. Það gerir Reykjavík einnig að betri borg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Fjöldi ökutækja í Reykjavík slagar upp í fjölda íbúa borgarinnar. Á Íslandi árið 2012 voru til að mynda 303.901 skráð ökutæki á öllu landinu. Í Reykjavík voru sama ár 96.980 skráð ökutæki en fjöldi íbúa í borginni var um 118.000, þar af voru margir sem höfðu ekki ökuréttindi. Meðaltal ökutækja á hvert heimili var á árinu 2012 því ríflega tvö og að öllum líkindum nær þremur, en spurning er hvort það sé heilbrigt viðmið innan borgarsamfélags. Þegar ökutækin eru næstum jafn mörg og íbúar borgarinnar er óumflýjanlegt að vandamál skapist í samgöngum. Staðan er að nærri 80% af þeim sem ferðast í vinnu eða skóla úr austurhluta borgarinnar á morgnana fara á einkabílum og hátt í 70% eru einir í bíl. Lausnin á umferðarteppum á háannatíma í borginni mun því til framtíðar ekki felast í því að byggja fleiri akreinar, mislæg gatnamót og fleiri stokka. Lausnin felst meðal annars í breyttri afstöðu okkar til samgangna – heilbrigðari og umhverfisvænni afstöðu – sem felst í því að minnka notkun bílsins og í auknum mæli að nota okkar góðu almenningssamgöngur, ganga, taka strætó eða hjóla til vinnu.Meginstefið Lausnin felst enn fremur í að gera fólki kleift að búa nær vinnustöðum sínum, sem oft á tíðum eru í vesturhluta borgarinnar, og jafnframt að auka atvinnustarfsemi í austurhlutanum, til að stytta þennan langa ferðatíma. Til þess þurfum við að skipuleggja borgina með skynsamlegri hætti en ekki að byggja ný og ný úthverfi. Reykjavík á að vera borg fyrir fólk – ekki bíla. Það er einmitt meginstefið í nýsamþykktu aðalskipulagi, sem byggist m.a. á að leysa samgönguvandann með því að þétta byggð – þar sem manneskjan er sett í öndvegi í átt til betra borgarskipulags. Skilvirkni samgangna eykst því með auknum almenningssamgöngum, og þá hafa akandi vegfarendur einnig meira pláss á götunum! Loks má benda á að það er ekki aðeins lausn á samgönguvanda borgarinnar að auka almenningssamgöngur – heldur er það stór sparnaðaraðgerð á hverju heimili. Að kaupa bensín á bíl á ári, miðað við 15.000 km akstur, og meðalstóran fólksbíl, kostar 353.700 kr., en ofan á þann kostnað kemur viðhaldskostnaður, tryggingar, þrif og skattar, svo heildarfjárhæðin við rekstur bíls á hverju ári getur numið hátt í 600.000 kr. (skv. tölum FÍB). Að kaupa sér níu mánaða kort í Strætó kostar hins vegar 49.900 kr. Það er um tólf prósent af heildarkostnaði þess að reka bíl á ári, að þremur mánuðum viðbættum. Bæta má við að í mörgum tilvikum er Strætó a.m.k. ekki lengur en einkabíll á leið úr austurborginni í vesturborgina á háannatímum. Að breyta viðhorfi sínu til samgangna heimilisins er pínu eins og að taka upp flokkunarkerfi á ruslinu, það tekur tíma og hefur í för með sér aðeins meira vesen á nútímaheimili – en í lok dagsins er það gjöfult verkefni. Það gerir okkur að betri manneskjum og betri fyrirmyndum fyrir börnin okkar að ganga betur um umhverfið, spara peninga og auka hreyfingu. Það gerir Reykjavík einnig að betri borg.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun