Faglegt mat eða lukka? I: Frá kennslustofu til stafbókar Bogi Ragnarsson skrifar 6. júní 2025 08:01 Árið 2014 hóf ég störf sem kennari í félagsfræði við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Strax eftir fyrstu önnina varð mér ljóst að hefðbundið námsefni stóð ekki undir þeim hraða og dýpt sem samfélagsbreytingar krefjast. Það vantaði efni sem náði tengingu við líf nemenda í samtímanum – efni sem horfði fram á við samhliða því að nýta það besta úr fortíðinni. Upphaflega stóð til að fylgja hefðbundnu kennsluformi með áherslu á grunnatriði félagsfræðinnar og klassískar kenningar. En í stað þess fór ég að þróa eigið námsefni – með það að markmiði að fanga veruleika samtímans og nýta nýjustu strauma í alþjóðlegri félagsfræðikennslu. Ég bjó til nýja áfanga og fór að uppfæra efni reglulega, byggt á hugmyndum sem ég hljóðritaði jafnóðum í símann og vann svo inn í kennslukerfið. Þetta varð að lifandi þróunarferli þar sem ég prófaði, betrumbætti og lagaði að þörfum nemenda. Þegar sonur minn var ekki hjá mér – aðra hverja viku – sat ég oft langt fram á kvöld við skrifborðið mitt, að skrifa, móta og prófa. Árið 2018 hafði ég skrifað sex bækur í félagsvísindum. Ég hafði líka þróað fjölbreytt verkefni sem höfðu það markmið að fá nemendur til að lesa, hugsa og vinna sjálfstætt. Ég kallaði fyrstu sjálfvirku verkefnin mín þekkingarverkefni – og þau urðu yfir 30 talsins. Þau byggja á leikrænum aðferðum sem hvetja nemendur til virkni og sjálfstæðrar hugsunar. Þar má nefna verkefni eins og innfyllingar, lykilorð, lykilsetningar, dulmál, hengimann, orðapýramída, fjórflokka, flokkanir, paranir, krossaspurningar, myndainnfyllingar, falda mynd, orðaleiki, slönguspil og fjölmörg fleiri. Allt eru þetta sjálfvirk verkefni, nemendur fá endurgjöf strax sem hefur þann tilgang að hjálpa nemendum að tileinka sér efni með virkri þátttöku og leik. Jafnframt þróaði ég önnur verkefni sem kalla má leikni- og færniverkefni – þau krefjast dýpri úrvinnslu, samræðu og beitingar kunnáttu. Dæmi um slík verkefni eru heimasíðugreiningar, myndbandagreiningar, gagnagreiningar, rökræður, málstofur og ritunarverkefni. Þessi verkefni voru öll prófuð í kennslu og síðan aðlöguð út frá viðbrögðum nemenda. Þau sem virkuðu vel voru þróuð áfram – með það að markmiði að styrkja lærdómsferlið og auka þátttöku nemenda. Á árunum 2019 til 2021 skrifaði ég tvær bækur til viðbótar. Samhliða því fór ég að þróa þá hugmynd að hægt væri að tengja saman kennslubækur og verkefni í sameiginlegt kerfi sem fleiri kennarar gætu notað og tekið þátt í. Ég sá fyrir mér að tengja námsumsjónarkerfi við Microsoft þannig að kennarar gætu sent inn efni, komið með ábendingar og unnið sameiginlega að þróun námsefnis. Þótt þessi tæknilega útfærsla hafi reynst flókin þá varð hugmyndin grunnur að áframhaldandi vinnu. Frá árinu 2021 hef ég skrifað fleiri bækur og verkefni sem saman mynda nú safn 13 bóka í félagsvísindum. Þar af eru átta sjálfstæðar bækur fyrir almennt nám, þrjár einfaldaðar bækur fyrir starfsbraut og einstaklinga með erlendan bakgrunn og tvær safnbækur. Haustið 2024 stofnaði ég svo stafbok.is og útgáfufélagið Stafbók slf. Í framhaldinu bætti ég við verkefnabok.is, þar sem aðgengileg og fjölbreytt verkefni fylgja efninu og kennarar geta bætt við eða aðlagað verkefni. Þegar ég reikna út alla þá vinnu sem hefur farið í þetta verkefni tel ég að tímarnir nemi um 10.000 – þó það hljómi ótrúlega. Í næstu grein, sem birtist á morgun, lýsi ég ferli umsóknar í Þróunarsjóð námsgagna sem varð kveikjan að greinaröðinni. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bogi Ragnarsson Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Árið 2014 hóf ég störf sem kennari í félagsfræði við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Strax eftir fyrstu önnina varð mér ljóst að hefðbundið námsefni stóð ekki undir þeim hraða og dýpt sem samfélagsbreytingar krefjast. Það vantaði efni sem náði tengingu við líf nemenda í samtímanum – efni sem horfði fram á við samhliða því að nýta það besta úr fortíðinni. Upphaflega stóð til að fylgja hefðbundnu kennsluformi með áherslu á grunnatriði félagsfræðinnar og klassískar kenningar. En í stað þess fór ég að þróa eigið námsefni – með það að markmiði að fanga veruleika samtímans og nýta nýjustu strauma í alþjóðlegri félagsfræðikennslu. Ég bjó til nýja áfanga og fór að uppfæra efni reglulega, byggt á hugmyndum sem ég hljóðritaði jafnóðum í símann og vann svo inn í kennslukerfið. Þetta varð að lifandi þróunarferli þar sem ég prófaði, betrumbætti og lagaði að þörfum nemenda. Þegar sonur minn var ekki hjá mér – aðra hverja viku – sat ég oft langt fram á kvöld við skrifborðið mitt, að skrifa, móta og prófa. Árið 2018 hafði ég skrifað sex bækur í félagsvísindum. Ég hafði líka þróað fjölbreytt verkefni sem höfðu það markmið að fá nemendur til að lesa, hugsa og vinna sjálfstætt. Ég kallaði fyrstu sjálfvirku verkefnin mín þekkingarverkefni – og þau urðu yfir 30 talsins. Þau byggja á leikrænum aðferðum sem hvetja nemendur til virkni og sjálfstæðrar hugsunar. Þar má nefna verkefni eins og innfyllingar, lykilorð, lykilsetningar, dulmál, hengimann, orðapýramída, fjórflokka, flokkanir, paranir, krossaspurningar, myndainnfyllingar, falda mynd, orðaleiki, slönguspil og fjölmörg fleiri. Allt eru þetta sjálfvirk verkefni, nemendur fá endurgjöf strax sem hefur þann tilgang að hjálpa nemendum að tileinka sér efni með virkri þátttöku og leik. Jafnframt þróaði ég önnur verkefni sem kalla má leikni- og færniverkefni – þau krefjast dýpri úrvinnslu, samræðu og beitingar kunnáttu. Dæmi um slík verkefni eru heimasíðugreiningar, myndbandagreiningar, gagnagreiningar, rökræður, málstofur og ritunarverkefni. Þessi verkefni voru öll prófuð í kennslu og síðan aðlöguð út frá viðbrögðum nemenda. Þau sem virkuðu vel voru þróuð áfram – með það að markmiði að styrkja lærdómsferlið og auka þátttöku nemenda. Á árunum 2019 til 2021 skrifaði ég tvær bækur til viðbótar. Samhliða því fór ég að þróa þá hugmynd að hægt væri að tengja saman kennslubækur og verkefni í sameiginlegt kerfi sem fleiri kennarar gætu notað og tekið þátt í. Ég sá fyrir mér að tengja námsumsjónarkerfi við Microsoft þannig að kennarar gætu sent inn efni, komið með ábendingar og unnið sameiginlega að þróun námsefnis. Þótt þessi tæknilega útfærsla hafi reynst flókin þá varð hugmyndin grunnur að áframhaldandi vinnu. Frá árinu 2021 hef ég skrifað fleiri bækur og verkefni sem saman mynda nú safn 13 bóka í félagsvísindum. Þar af eru átta sjálfstæðar bækur fyrir almennt nám, þrjár einfaldaðar bækur fyrir starfsbraut og einstaklinga með erlendan bakgrunn og tvær safnbækur. Haustið 2024 stofnaði ég svo stafbok.is og útgáfufélagið Stafbók slf. Í framhaldinu bætti ég við verkefnabok.is, þar sem aðgengileg og fjölbreytt verkefni fylgja efninu og kennarar geta bætt við eða aðlagað verkefni. Þegar ég reikna út alla þá vinnu sem hefur farið í þetta verkefni tel ég að tímarnir nemi um 10.000 – þó það hljómi ótrúlega. Í næstu grein, sem birtist á morgun, lýsi ég ferli umsóknar í Þróunarsjóð námsgagna sem varð kveikjan að greinaröðinni. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun