Dagur myndlistar haldinn hátíðlegur Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar 2. nóvember 2013 06:00 Í dag, laugardaginn 2. nóvember, er Dagur myndlistar haldinn hátíðlegur í fimmta sinn hjá aðildarfélögum SÍM – Sambands íslenskra myndlistarmanna. Á þeim degi opnar fjöldi myndlistarmanna vinnustofur sínar fyrir almenningi og útskýrir fyrir gestum og gangandi vinnu sína og afrakstur hennar. Á þessum fimm árum hafa þúsundir gesta fyllt vinnustofur þeirra rúmlega 100 listamanna sem bjóða gesti velkomna hverju sinni. Í tilefni Dags myndlistar bjóða myndlistarmenn auk þess grunn- og framhaldsskólum landsins að taka á móti listamanni, sem kynnir starf sitt fyrir nemendum. Þetta hefur gefist mjög vel og hafa skólarnir tekið listamönnunum fagnandi, enda kynningin endurgjaldslaus. Listamennirnir hafa einnig verið ánægðir með framtakið, að geta sagt nemendum frá hvernig starfi þeirra er háttað og sýnt þeim myndverk sín. Það er von SÍM að þessar kynningar á opnum vinnustofum sem og í skólum, verði til að opna augu fólks á að starf myndlistarmannsins er alvörustarf – þó kaupið sé lágt.Breyta þarf hugarfari Talandi um kaup, þá þurfum við öll að lifa. Flestir myndlistarmenn þurfa í dag að sinna aukastarfi til að hafa ofan í sig og á, því annars ná þeir ekki endum saman. Það er eitt af hlutverkum SÍM að vinna að því að breyta þeirri staðreynd svo fleiri og fleiri sjái sér fært að lifa á listinni eingöngu. Þar er átt við að myndlistarmenn fái greitt fyrir vinnuframlag sitt á hinum ýmsu sviðum, sem í dag þykir sjálfsagt að þeir vinni í sjálfboðavinnu eða einfaldlega gefi eftir. Þetta er meðal annars vinna vegna upphengingar á eigin listaverkum, útlán á listaverkum á sýningar án leigugjalds og birting og prentun á hugverkum myndlistarmanna án þess að þiggja fyrir það þóknun. Þetta þykir allt sjálfsagt í dag, en er hugarfar sem þarf að breyta. Myndlistarmenn geta ekki lengur lifað í voninni um sölu á stöku listaverki til að framfleyta sér, heldur þurfa þeir að fá greitt fyrir allt sitt vinnuframlag í þágu listarinnar í landinu. Sem betur fer hafa opinber stjórnvöld, hvort heldur sem er ríki, borg eða bæir, stutt við myndlistarmenn í gegnum tíðina. Það hafa þau gert með launasjóði og styrkjasjóðum og nú síðast með stofnun Myndlistarsjóðs, samanber ný Myndlistarlög frá 2012. Myndlist stendur því loks jafnfætis öðrum listgreinum sem hafa samsvarandi sjóði að leita til. Þessir styrkjasjóðir standa þó ekki undir nema lítilli prósentu (innan við 5%) af veltu skapandi greina í landinu, styrkir sem sannað hefur verið að fyrir hverja eina krónu sem veitt er til skapandi greina koma minnst tvær tilbaka. Það er því óskandi að stjórnvöld styðji enn frekar við myndlistarmenn sem og aðra listamenn í landinu í framtíðinni, með því að auka þessa styrki enn frekar, en falli ekki í freistni niðurskurðar, af því að það er svo auðvelt að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Samband íslenskra myndlistarmanna hvetur landsmenn til að kynna sér dagskrá Dags myndlistar á dagurmyndlistar.is og sækja okkur heim, hvort heldur sem er hér í SÍM-húsið, í vinnustofuhús SÍM á Seljavegi, Nýlendugötu, Súðarvogi, Korpúlfsstöðum eða Lyngási í Garðabæ eða þær fjölmörgu vinnustofur sem myndlistarmenn reka einir bæði á höfuðborgarsvæðinu sem og á allri landsbyggðinni. Til hamingju með daginn, myndlistarmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Í dag, laugardaginn 2. nóvember, er Dagur myndlistar haldinn hátíðlegur í fimmta sinn hjá aðildarfélögum SÍM – Sambands íslenskra myndlistarmanna. Á þeim degi opnar fjöldi myndlistarmanna vinnustofur sínar fyrir almenningi og útskýrir fyrir gestum og gangandi vinnu sína og afrakstur hennar. Á þessum fimm árum hafa þúsundir gesta fyllt vinnustofur þeirra rúmlega 100 listamanna sem bjóða gesti velkomna hverju sinni. Í tilefni Dags myndlistar bjóða myndlistarmenn auk þess grunn- og framhaldsskólum landsins að taka á móti listamanni, sem kynnir starf sitt fyrir nemendum. Þetta hefur gefist mjög vel og hafa skólarnir tekið listamönnunum fagnandi, enda kynningin endurgjaldslaus. Listamennirnir hafa einnig verið ánægðir með framtakið, að geta sagt nemendum frá hvernig starfi þeirra er háttað og sýnt þeim myndverk sín. Það er von SÍM að þessar kynningar á opnum vinnustofum sem og í skólum, verði til að opna augu fólks á að starf myndlistarmannsins er alvörustarf – þó kaupið sé lágt.Breyta þarf hugarfari Talandi um kaup, þá þurfum við öll að lifa. Flestir myndlistarmenn þurfa í dag að sinna aukastarfi til að hafa ofan í sig og á, því annars ná þeir ekki endum saman. Það er eitt af hlutverkum SÍM að vinna að því að breyta þeirri staðreynd svo fleiri og fleiri sjái sér fært að lifa á listinni eingöngu. Þar er átt við að myndlistarmenn fái greitt fyrir vinnuframlag sitt á hinum ýmsu sviðum, sem í dag þykir sjálfsagt að þeir vinni í sjálfboðavinnu eða einfaldlega gefi eftir. Þetta er meðal annars vinna vegna upphengingar á eigin listaverkum, útlán á listaverkum á sýningar án leigugjalds og birting og prentun á hugverkum myndlistarmanna án þess að þiggja fyrir það þóknun. Þetta þykir allt sjálfsagt í dag, en er hugarfar sem þarf að breyta. Myndlistarmenn geta ekki lengur lifað í voninni um sölu á stöku listaverki til að framfleyta sér, heldur þurfa þeir að fá greitt fyrir allt sitt vinnuframlag í þágu listarinnar í landinu. Sem betur fer hafa opinber stjórnvöld, hvort heldur sem er ríki, borg eða bæir, stutt við myndlistarmenn í gegnum tíðina. Það hafa þau gert með launasjóði og styrkjasjóðum og nú síðast með stofnun Myndlistarsjóðs, samanber ný Myndlistarlög frá 2012. Myndlist stendur því loks jafnfætis öðrum listgreinum sem hafa samsvarandi sjóði að leita til. Þessir styrkjasjóðir standa þó ekki undir nema lítilli prósentu (innan við 5%) af veltu skapandi greina í landinu, styrkir sem sannað hefur verið að fyrir hverja eina krónu sem veitt er til skapandi greina koma minnst tvær tilbaka. Það er því óskandi að stjórnvöld styðji enn frekar við myndlistarmenn sem og aðra listamenn í landinu í framtíðinni, með því að auka þessa styrki enn frekar, en falli ekki í freistni niðurskurðar, af því að það er svo auðvelt að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Samband íslenskra myndlistarmanna hvetur landsmenn til að kynna sér dagskrá Dags myndlistar á dagurmyndlistar.is og sækja okkur heim, hvort heldur sem er hér í SÍM-húsið, í vinnustofuhús SÍM á Seljavegi, Nýlendugötu, Súðarvogi, Korpúlfsstöðum eða Lyngási í Garðabæ eða þær fjölmörgu vinnustofur sem myndlistarmenn reka einir bæði á höfuðborgarsvæðinu sem og á allri landsbyggðinni. Til hamingju með daginn, myndlistarmenn.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun