Alvara leiksins Ólafur Björn Tómasson skrifar 2. nóvember 2013 06:00 Frá blautu barnsbeini hefur fátt reynst mér jafn fjarstæðukennt og fótbolti. Óþrjótandi áhugi kynbræðra minna hefur ætíð verkað sem eilíft hringsól kringum þá grunnhugmynd að negla bolta í net. Það er þessi ofureinfaldleiki sem flækist fyrir mér og hefur það gerst oftar en einu sinni að ég hef hökt á spurningunni: „Hvaða liði heldurðu með í ensku?“ og þar með bind ég enda á mögulegan félagsskap við hvern sem spyr. Eftir á velti ég því fyrir mér hvort ég hafi tapað vin eða grætt tíma sem annars yrði varið í vangaveltur um hvernig Brasilíumanni muni ganga að sparka knetti í átt að fölum Hollendingi á laugardögum. Haffi í vinnunni vill meina að ef þú getur talað um fótbolta getir þú talað við hvern sem er, að sparkspjall sé hið raunverulega lingua franca vorra tíma. Það er alls ekki galin hugmynd heldur þegar maður sér tvo gjörsamlega ókunnuga menn ræða um „leikinn“ eins og þeir hafi fæðst hlið við hlið. Síðan er sú staðreynd að fótboltamállýsku er að finna í daglegu máli jafnt sem í málefnum líðandi stundar hjá fréttaveitum landsins. Boltinn er víst farinn að rúlla, það er allt að gerast í boltanum, hlutum er snúið úr vörn í sókn þar til allt heila klabbið er flautað af. En nú er ég farinn að missa marks og það ber að senda mig beint á bekkinn. Strax í fyrsta bekk grunnskóla voru áhrif fótbolta í daglegu lífi áberandi. Annaðhvort hélstu með Manchester eða Liverpool, svo einfalt var það. Fyrir strák sem fylgdist ekki með íþróttinni og meira að segja æfði samkvæmisdans varð hann að ansi auðveldu skotmarki í frímínútum. Heiðarleg tilraun var gerð til að halda með Manchester, síðan Liverpool, síðan Arsenal af því þeir voru með fallbyssu í merkinu sínu. Fátt annað gerðist en að ég kveikti á sjónvarpinu eftir hádegi nokkra laugardaga í röð, sá gæja í rauðum treyjum hlaupa grænt grasið niður og fannst það leiðinlegt. Eftir jólin sá ég „The Empire Strikes Back“ í fyrsta skipti og hætti frekari tilraunum til að berja áhugasvið mitt til hlýðni við óskir bekkjarbræðra minna. Hins vegar þar sem ég var Star Wars-njörður sem æfði samkvæmisdansa var ég frekar oft barinn af bekkjarbræðrum mínum. Fótbolti er mér ekki hitamál, hatursmál eða eitthvað sem vekur upp slæmar minningar um einelti af hálfu HK-inga (sem voru meira en hálfur bekkurinn). Það er algjört áhugaleysi sem vekur hjá mér forvitni um hvernig ég get ekki tekið heils hugar þátt í iðju svo rótgróinni í kringum mig. En að sjálfsögðu ver ég ekki of miklum tíma í slíkar vangaveltur. Þannig spila ég ekki leikinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Frá blautu barnsbeini hefur fátt reynst mér jafn fjarstæðukennt og fótbolti. Óþrjótandi áhugi kynbræðra minna hefur ætíð verkað sem eilíft hringsól kringum þá grunnhugmynd að negla bolta í net. Það er þessi ofureinfaldleiki sem flækist fyrir mér og hefur það gerst oftar en einu sinni að ég hef hökt á spurningunni: „Hvaða liði heldurðu með í ensku?“ og þar með bind ég enda á mögulegan félagsskap við hvern sem spyr. Eftir á velti ég því fyrir mér hvort ég hafi tapað vin eða grætt tíma sem annars yrði varið í vangaveltur um hvernig Brasilíumanni muni ganga að sparka knetti í átt að fölum Hollendingi á laugardögum. Haffi í vinnunni vill meina að ef þú getur talað um fótbolta getir þú talað við hvern sem er, að sparkspjall sé hið raunverulega lingua franca vorra tíma. Það er alls ekki galin hugmynd heldur þegar maður sér tvo gjörsamlega ókunnuga menn ræða um „leikinn“ eins og þeir hafi fæðst hlið við hlið. Síðan er sú staðreynd að fótboltamállýsku er að finna í daglegu máli jafnt sem í málefnum líðandi stundar hjá fréttaveitum landsins. Boltinn er víst farinn að rúlla, það er allt að gerast í boltanum, hlutum er snúið úr vörn í sókn þar til allt heila klabbið er flautað af. En nú er ég farinn að missa marks og það ber að senda mig beint á bekkinn. Strax í fyrsta bekk grunnskóla voru áhrif fótbolta í daglegu lífi áberandi. Annaðhvort hélstu með Manchester eða Liverpool, svo einfalt var það. Fyrir strák sem fylgdist ekki með íþróttinni og meira að segja æfði samkvæmisdans varð hann að ansi auðveldu skotmarki í frímínútum. Heiðarleg tilraun var gerð til að halda með Manchester, síðan Liverpool, síðan Arsenal af því þeir voru með fallbyssu í merkinu sínu. Fátt annað gerðist en að ég kveikti á sjónvarpinu eftir hádegi nokkra laugardaga í röð, sá gæja í rauðum treyjum hlaupa grænt grasið niður og fannst það leiðinlegt. Eftir jólin sá ég „The Empire Strikes Back“ í fyrsta skipti og hætti frekari tilraunum til að berja áhugasvið mitt til hlýðni við óskir bekkjarbræðra minna. Hins vegar þar sem ég var Star Wars-njörður sem æfði samkvæmisdansa var ég frekar oft barinn af bekkjarbræðrum mínum. Fótbolti er mér ekki hitamál, hatursmál eða eitthvað sem vekur upp slæmar minningar um einelti af hálfu HK-inga (sem voru meira en hálfur bekkurinn). Það er algjört áhugaleysi sem vekur hjá mér forvitni um hvernig ég get ekki tekið heils hugar þátt í iðju svo rótgróinni í kringum mig. En að sjálfsögðu ver ég ekki of miklum tíma í slíkar vangaveltur. Þannig spila ég ekki leikinn.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun