Fleiri fréttir

Auður án innstæðu

Helgi Magnússon skrifar

Frá því að Auður Hallgrímsdóttir var ekki valin til áframhaldandi setu í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins vorið 2012 hefur hún lýst óánægju með það að hún skuli ekki hafa hlotið áframhaldandi stuðning til stjórnarsetu þar. Þetta hefur komið fram í samtölum við ýmsa og á fundum þar sem hún hefur gert grein fyrir margháttuðum samsæriskenningum sínum sem eiga það allar sammerkt að ekki er fótur fyrir þeim. Dylgjur hennar og rangfærslur eru innstæðulausar með öllu.

Opið bréf til Björns Zoëga og framkvæmdastjórnar LSH

Það hefur ekki farið framhjá neinum að álag á Landspítalanum hefur aukist til muna sl. ár og heldur bara áfram að aukast án þess að í sjónmáli sé breyting þar á. Lyflækningasvið Landspítala er stærsta sviðið með miklu sjúklingaflæði. Þar er daglegt brauð að ekki finnist pláss fyrir sjúklinga sem leggja á inn og er því oft gripið til þess að leggja þá á ganga og þeim sinnt þar fárveikum. Það er orðið svo að álagið er mikið allan sólarhringinn, á vöktum sem í dagvinnu.

Veiðigjaldið er lang- hagkvæmasta tekjulindin

Jón Steinsson skrifar

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um lækkun veiðigjaldsins á komandi fiskveiðiári. Samkvæmt frumvarpinu verður veiðigjaldið 9,8 ma.kr en núverandi lög gera ráð fyrir veiðigjaldi upp á 13,8 ma.kr á komandi fiskveiðiári.

Sætir sigrar – beisk töp

Sverrir Björnsson skrifar

Borgarbúar hafa löngum þurft að berjast við borgaryfirvöld til að verja sjarma Reykjavíkur, gömlu húsin. Sumar orrustur hafa tapast, aðrar unnist.

Til varnar vísindunum

Ómar Harðarson skrifar

Nýlega bárust fréttir af því að Íslensk erfðagreining hefði brotið gegn reglum um vernd og vinnslu persónuupplýsinga með því að tilreikna (e. impute) eða áætla erfðaeinkenni umtalsverðs fjölda manna annarra en beinar erfðaupplýsingar eru til um.

Kæru Reykvíkingar og aðrir landsmenn

Eva Einarsdóttir skrifar

Nú styttist í 168. dag ársins. Fyrir marga hefur það svo sem ekki mikla þýðingu en þann dag þekkjum við betur sem 17. júní, þjóðhátíðardag Íslendinga

Hver er "forsendubresturinn"?

Þorbergur Steinn Leifsson skrifar

"Forsendubrestur“ er sennilega algengasta og örugglega afdrifaríkasta orðið sem notað var í umræðunni á Íslandi í aðdraganda síðustu alþingiskosninga. Var þá vitaskuld verið að tala um verðtryggð húsnæðislán. En hvað er átt við með "forsendubresti“?

Opið bréf til sjávarútvegsráðherra

Atli Hermannsson skrifar

Sæll Sigurður Ingi. Ég hlustaði á þig í þættinum Á Sprengisandi síðastliðinn sunnudag þar sem þú ræddir um sjávarútveginn, stöðu hans og framtíð.

Tossarnir okkar

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar

"Æ, maður verður nú að geta sýnt fram á að maður geti klárað fleira en morgunmatinn sinn,“ sagði við mig náungi sem ég hitti í gær.

Gott kvöld, Reykvíkingar

Birgir Þórarinsson skrifar

"Hvernig stendur á því að svona margar frábærar hljómsveitir koma frá Íslandi?“ Þetta er oft fyrsta spurningin sem við í Gusgus fáum frá erlendu fjölmiðlafólki.

Eru jöfn kynjahlutföll til skemmtunar?

Guðrún Halla Finnsdóttir skrifar

Opið bréf til forsætisráðherra. Kæri Sigmundur Davíð, forsætisráðherra Íslands. Um mig fór ónotahrollur þegar ég las um viðbrögð þín við kynjahlutfalli nýskipaðra nefnda Alþingis.

Hver ber ábyrgð á börnunum?

Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar

Átta ára drengur er að leik í frímínútum í skólanum og fær þá hugmynd að príla upp á vegg sem skilur að skólalóð og kirkjulóð.

Fremst í heiminum í baráttunni gegn skattaundanskotum

Dagfinn Høybråten skrifar

Leiðtogar ESB hittust 22. maí síðastliðinn til að ræða verðmætasköpun í Evrópu í skuldavanda. Eitt af aðalumræðuefnunum var skattaundanskot og baráttan gegn svonefndum „skattaskjólum“.

Burt með flokkspólitík úr Helguvík

Kristján Gunnarsson skrifar

Það er sorglegt að horfa upp á sjónarspil öfgafólks sem hamast gegn álveri í Helguvík. Aðfarirnar eru vel skipulegar og slóttugar. Án þess að blikna er fullyrt að næga orku sé ekki að finna fyrir álverið þó svo að samkvæmt rammaáætlun sé borðleggjandi að yfirdrifin orka er til staðar.

Verkaskipti

Hannes Pétursson skrifar

Samkvæmt skilningi nýja forsætisráðherrans á stjórnskipun Íslands eru svonefnd fullveldismál hvorki hefðbundin utanríkismál né innanríkismál, heldur mynda þau nýjan málaflokk handa forsetanum (og þinginu svona meðfram).

Hvað ert þú að hanna?

María Lovísa Árnadóttir skrifar

Líttu upp frá þessum pistli um stund og horfðu í kringum þig. Allt sem fyrir augu ber er á einn eða annan máta hannað.

Höfuðsafn hvalamenningar í Evrópu

Örlygur Hnefill Örlygsson skrifar

Árið 1995 var byrjað að bjóða upp á hvalaskoðunarferðir frá Húsavík. Það sumar komu um tvö þúsund ferðamenn til landsins til að fara í hvalaskoðun frá Húsavík. Hraður vöxtur varð á næstu árum og er fjöldi ferðamanna sem koma til Húsavíkur í hvalaskoðun nú hátt í 70 þúsund á ári hverju. Hartnær 20 árum eftir að farið var af stað með einn bát starfa hér á Húsavík þrjú öflug hvalaskoðunarfyrirtæki sem gera út 14 hvalaskoðunarbáta.

Svo öllu sé til haga haldið

Árni Þór Sigurðsson skrifar

Nú þegar nýkjörið þing kemur saman að loknum þingkosningum hefur nokkur umræða orðið um samstarf stjórnar og stjórnarandstöðu og fyrirheit í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar um að gera betur í þeim efnum en áður.

Tilgangurinn helgar meðalið!

Anna Berg Samúelsdóttir skrifar

Refa- og minkaveiðar eru hitamál á Íslandi. Báðar tegundirnar eru sagðar skaðvaldar í íslensku vistkerfi, skaði t.d. fuglalíf. Kröfur um útrýmingu minks eða minnkun á stofnstærð refs er ekki megininntak þessarar greinar heldur veiðiaðferðirnar sem tíðkast hérlendis og siðferði þeirra.

68 sekúndur

Eva Brá Önnudóttir og María Rut Kristinsdóttir skrifar

Í nýafstaðinni kosningabaráttu stjórnmálaflokkanna til Alþingis var einn umræðuþáttur á RÚV tileinkaður velferðar- og menntamálum. Af rúmlega 87 mínútna löngum þætti töluðu fulltrúar allra flokka samanlagt í 13 mínútur og 40 sekúndur um menntamál, það gera 68 sekúndur á hvert framboð. Á 68 sekúndum getur maður svo sem sagt ýmislegt. Þulið upp uppskrift að súkkulaðiköku, farið með þrjár ferskeytlur og jafnvel náð að lesa kreditlistann í Borgen.

Iðngrein framtíðarinnar

Ingólfur Sverrisson skrifar

Málm- og véltækniiðnaðurinn býr við traustan gjaldmiðil og góð ytri starfskilyrði. Höft hafa verið afnumin, verðbólga lítil, stöðugleiki ríkir og skattaumhverfið hagstætt. Allt leikur í lyndi í þessari tæknigrein og hún stækkar sem aldrei fyrr, þróast ört og er í flokki helstu útflutningsgreina Íslands.

Stefna eða stefnuleysi

Ásta Hafberg S. skrifar

Ísland hefur ekki þörf fyrir að hér verði hver einasta lækjarspræna virkjuð og stóriðja rísi hægri vinstri.

Elsku bestu Reykvíkingar

BIN-hópurinn skrifar

Borgarfulltrúar Besta flokksins skrifuðu stórskemmtilega grein í Fréttablaðið um skipulag á Landsímareitnum. Margt í greininni var ekki bara skemmtilegt heldur bráðfyndið.

Fríverslun en áfram tvítollun

Margrét Kristmannsdóttir skrifar

Íslensk verslun og íslenskir neytendur hafa í langan tíma búið við tvítollun á mörgum vörum. Til að útskýra ástæðu þess í örstuttu máli þá leggur ESB verndartolla á margar vörur sem fluttar eru inn til Evrópu.

Hvað gerir forsetinn?

Bolli Héðinsson skrifar

Í Icesave-samningunum, sem vísað var til í þjóðaratkvæðagreiðslu, var tekist á um hvort almenningur tæki á sig ábyrgð á fjárskuldbindingum sem samið hafði verið um við erlenda aðila ef eignir þrotabús Landsbankans dygðu ekki til. Þjóðin hafnaði ábyrgð á þeirri fjárskuldbindingu.

Fleiri staðreyndir um skuldavanda heimila

Konráð Guðjónsson skrifar

Í aðdraganda kosninga skrifaði undirritaður grein á visir.is: „Staðreyndir um skuldavanda heimila“. Hún fjallaði um það að forsendur þess að ráðast nú í almennar skuldaleiðréttingar væru í besta falli vafasamar en í versta falli engar. Í ljósi þess að forsætisráðherra hefur nú tilkynnt að ráðist verði í tíu liða áætlun um lausn vanda (sumra) heimila, sem þó kann að hafa ljósa punkta, er rétt að bæta við nokkrum atriðum.

Laun stjórnarformanns FME

Aðalsteinn Leifsson skrifar

Eygló Harðardóttir, félagsmála- og húsnæðismálaráðherra, skrifar pistil undir fyrirsögninni „Alþingi og kyn“ á vef sinn. Þar vekur hún athygli á því að konur velja fremur störf við velferðarmál og að störf á því sviði eru verr launuð en ýmis störf þar sem karlmenn eru í meirihluta. Þessu þurfi að breyta.

Opið bréf til Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra

Kristín Elva Viðarsdóttir skrifar

Virðulegi heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson. Sálfræðingar á Norður- og Austurlandi hafa miklar áhyggjur af stöðu mála í geðheilbrigðisþjónustu barna og unglinga á svæðinu. Eins og vitað er hefur enginn barna- og unglingageðlæknir verið starfandi utan höfuðborgarsvæðisins frá því í mars síðastliðnum. Þetta hefur nú þegar haft slæm áhrif.

Lausn á skuldavanda heimila byggir á stöðugleika

Hannes G. Sigurðsson skrifar

Varanleg lausn á skuldavanda heimila felst í ábyrgri efnahagsstefnu og efnahagslegum stöðugleika með lágri verðbólgu og lágum vöxtum. Verðtrygging íbúðalána er ekki rót vanda heimilanna heldur óstöðugt efnahagslíf og afleiðingar þess. Samanburður á sambærilegum heimilum sem hefðu tekið jafn há verðtryggð og óverðtryggð lán fyrir áratug sýnir að þau síðarnefndu hefðu allan tímann síðan verið mun líklegri til að lenda í vanskilum.

Útlit. Innlit

Pétur Gunnarsson skrifar

Ég átti þess kost að heimsækja Helsinki á dögunum. Mikið sem það er áreynslulaus borg, samræmisfull með stílhreinum hverfum og höfn sem dregur að sér mannfjölda með markaðstorgi, ferjum í háhýsastærð og minnibátaferðum út í eyjarnar. Athygli vakti hvað umferð bíla um borgina er strjál, minnti á Reykjavík kringum 1970.

Ferðin til framtíðar

Oddný Sturludóttir skrifar

Sjónvarpsþátturinn Tossarnir hefur skapað mikla umræðu um brotthvarf og þá sóun sem í því felst að ungt fólk flosnar upp úr námi. Mér finnst freistandi að tengja menntun barna í heild sinni við þá umræðu og hvet til þess að fyrsta skólastigið, leikskólinn, gleymist ekki. Þar á metnaður okkar að vera jafn mikill og í grunn- og framhaldsskólum því í leikskólanum eru mikil tækifæri til að treysta grunn barna í frumþáttum skapandi starfs, læsis, mál- og félagsþroska.

Eru hvalveiðar nauðsynlegar?

Birna Björk Árnadóttir skrifar

Árið 1947 var fyrirtækið Hvalur hf. stofnað og hvalveiðar voru stundaðar til ársins 1989. Veiðar og vinnsla hvalaafurða fyrirtækisins skapaði fjölda starfa og mikilvægar tekjur. Hvalveiðibannið 1989 kom til vegna mikillar andstöðu við hvalveiðar á alþjóðavettvangi, m.a. í helstu markaðslöndum Íslendinga, og óvissu um ástand hvalastofna. Hvalveiðibannið stóð í 20 ár en árið 2009 var gefin heimild til að veiða langreyði út árið 2013. Í ár er heimilt að skjóta að hámarki 154 langreyðar og þessi dýr ætlar Hvalur hf. að veiða í sumar.

Framsókn og fasteignamarkaðurinn

Kristján Baldursson skrifar

Framsóknarflokkurinn skaust nýverið upp á stjörnuhimininn með loforði sínu um endurútreikning verðtryggðra húsnæðislána. Væntingastuðullinn hjá þjóðinni er gríðarhár og fólk bíður í ofvæni eftir að fá tékka inn um lúguna hjá sér. Ljóst er að ef væntingar fólks ganga eftir á það eftir að hafa góð áhrif á samfélagið.

Opið bréf til ritstjórnar

Ólafur Haukur Árnason skrifar

Þegar ég leit inn á fréttavefinn Vísi 28. maí sá ég að mest lesna fréttin var undir fyrirsögninni: "Vatíkanið leiðréttir misskilning páfa: Trúlausir fara til helvítis“. Fréttina skrifaði Jóhannes Stefánsson og við hana gefur að líta ýmis miður geðsleg ummæli fólks á kommentakerfinu auk þess sem nærri því 1800 einstaklingum hefur nú (3. júní) "líkað við“ fréttina á Facebook og þar með deilt henni áfram - líkast til með köldum kveðjum.

Þrískipt valdníðsla

Einar Guðmundsson skrifar

Þrískipting valdsins, ríkisstjórn, Alþingi og Hæstiréttur, byggist á gömlum erlendum hugmyndum um að valddreifing dragi úr, eða jafnvel hindri valdníðslu hins opinbera gagnvart almenningi. Þessar hugmyndir vaxa fram í samfélögum, sem þó bjuggu við eins konar þrískiptingu valdsins, þ.e. konungur, aðall og kirkjan. Þessar þrjár stofnanir þeirra tíma stunduðu víða þvílíka valdníðslu, samkrull og spillingu að almenningur þurfti að rísa upp með byltingu og minna á, að allt vald er almennings og að öll opinber embætti eru almenningi til þjónustu.

Hæfni foreldra er auður þjóðar

Helgi Viborg og Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar

Fátt er mikilvægara í hverju þjóðfélagi en uppeldi barna. Í börnunum liggur auðlegð þjóðfélagsins, grundvölluð á heilbrigði, hamingju og velferð hvers einstaklings. Það er því mikilvægt verkefni samfélagsins að sjá til þess að foreldrum séu tryggð skilyrði til að þeim gangi sem allra best í uppeldishlutverkinu.

Hagsmunir Reykvíkinga

Björn B. Björnsson skrifar

Ástæða mótmæla gegn áformum borgaryfirvalda um að breyta deiliskipulagi á þann veg að leyfilegt verði að byggja risahótel á Landssímareitnum er sú að bygging hótelsins er andstæð hagsmunum borgarbúa.

Blekkingar Þríhnúka ehf

Björn Guðmundsson skrifar

Í fréttum RÚV 4. júní kom fram að OR vill draga úr umferð á vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Orkuveitunnar, segir: „Mikil uppbygging í ferðaþjónustu á ákomusvæði vatnsbólanna veldur okkur áhyggjum, meðal annars vegna mikillar umferðar sem er fyrirhuguð inn á það svæði í tengslum við þessar framkvæmdir.“ Hólmfríður vísar til framkvæmda á vegum Þríhnúka ehf sem vilja leggja veg frá Bláfjöllum að Þríhnúkagíg og bora inn í gíginn í nafni náttúruverndar. Þríhnúkamenn hika ekki við að segja svart vera hvítt.

Á tímamótum

Einar Benediktsson skrifar

Í efnahagslegu tilliti er öryggi Íslands háð því að stjórnvöld standi vörð um þau markaðs- og efnahagstengsl sem tryggja lífsafkomu þjóðarinnar. Við erum háðari útflutningi en nágrannaþjóðirnar sem eru markaðslönd okkar. Um 87% alls útflutningsins mæta eftirspurn hátekjumarkaða EES-landa og Bandaríkjanna.

Blóðgjafar gefa líf

Jórunn Frímannsdóttir skrifar

Blóðgjafahópur Blóðbankans á landinu öllu er um 10.000 manns, en blóðgjafar eru á aldrinum 18–70 ára. Til þess að viðhalda blóðgjafahópnum í þeirri stærð sem nauðsynleg er þarf Blóðbankinn að fá um 2.000 nýja blóðgjafa á ári. Við fyrstu komu í Blóðbankann er farið yfir heilsufarssögu, mældur blóðþrýstingur og púls og tekin blóðsýni. Á blóðsýnum eru gerð blóðflokkun, veiruskimun, járnbirgðamæling og almenn blóðrannsókn. Ef niðurstöður blóðrannsókna eru í lagi getur einstaklingurinn komið aftur eftir 14 daga og gefið blóð í fyrsta sinn. Karlar mega gefa blóð á þriggja mánaða fresti og konur á fjögurra mánaða fresti.

Sjá næstu 50 greinar