Opið bréf til ritstjórnar Ólafur Haukur Árnason skrifar 6. júní 2013 12:00 Ágætu ritstjórar, Þegar ég leit inn á fréttavefinn Vísi 28. maí sá ég að mest lesna fréttin var undir fyrirsögninni: „Vatíkanið leiðréttir misskilning páfa: Trúlausir fara til helvítis“. Fréttina skrifaði Jóhannes Stefánsson og við hana gefur að líta ýmis miður geðsleg ummæli fólks á kommentakerfinu auk þess sem nærri því 1800 einstaklingum hefur nú (3. júní) „líkað við“ fréttina á Facebook og þar með deilt henni áfram - líkast til með köldum kveðjum. Sem kaþólskum manni þótti mér fréttin öll hin furðulegasta eins og gengur og gerist með fréttir af kaþólsku kirkjunni í meðförum íslenskra fjölmiðla, en þó óvenjulega slæm í þetta skiptið. Þegar ég grennslaðist fyrir um hlutina fann ég (eins og ég hafði búist við) ekki nokkurn skapaðan hlut frá Páfagarði um málið. Kanadíski presturinn Thomas Rosica, sem blaðamaður Vísis kallar „talsmann úr Vatíkaninu“, reyndist ekki heldur vera talsmaður Vatíkansins, og jafnvel þó að svo væri jafngiltu einkahugleiðingar hans ekki yfirlýsingum frá Páfagarði, eins og blaðamaður Vísis fullyrðir. Umrædd frétt á Vísi virðist vera unnin upp úr bloggi á vefsíðunni Examiner.com, sem blaðamaður Vísis tengir á. Sú umfjöllun er svo aftur unnin upp úr trúleysisbloggi á vefsíðunni Patheos, sem er svo aftur unnið (og skreytt) upp úr bloggi á vef CNN, en þar er grein Rosica fyrst sögð koma frá Vatíkaninu. Lengra aftur er ekki hægt að rekja sig og hvergi er að finna tengil á upprunalegu greinina. Greinina sem um ræðir reyndist Rosica að lokum hafa skrifað á eigið blogg og birt á vefritinu Zenit og er hún mjög persónulega skrifuð. Að einhver skyldi skilja bloggfærsluna sem yfirlýsingu frá Páfagarði er því svo gjörsamlega óskiljanlegt að nánast öruggt má telja að um vísvitandi rógburð sé að ræða. Og það sem meira er: Í bloggfærslunni á vef CNN er vitnað ranglega til orða Rosica, sem segir alls ekki að trúlausir geti ekki hlotið hjálpræði, svo að fréttin á Vísi stæðist ekki einu sinni skoðun þó svo að um yfirlýsingu frá Vatíkaninu hefði verið að ræða! Ég vil nota tækifærið og segja að mér finnst Fréttablaðið og Vísir jafnan fjalla um kaþólsku kirkjunna einhliða og af gífurlegu þekkingarleysi. Svokölluð „fréttaskýring“ sem birtist í Fréttablaðinu 23. mars sl., „Kaþólskir gegn kirkju páfans“ eftir Guðstein Bjarnason, er t.a.m. ágætis dæmi um algjörlega einhliða skrif og á meira skylt við áróðurspistil en fréttaskýringu. Millifyrirsagnirnar einar segja sína sögu: „Umdeildur heima fyrir“ - „Afturhald“ - „Einstrengingsháttur“ - „Hneyksli“ - „Andóf“. Hvorki er svo mikið sem velt fyrir sér hvernig kaþólska kirkjan myndi svara þessum áburði, sem er settur fram sem upptalning á neikvæðum staðreyndum, né er þeim möguleika velt upp hvort einhver atriðin séu mistúlkuð, ekki eins svart-hvít og blaðamaður ykkar fullyrðir eða hreinlega röng (allt þetta á við ef út í það er farið). Í ljósi skrifa sem þessara líta siðareglur 365 miðla í besta falli út eins og lélegur brandari (t.d. þessi klausa: „Ritstjórnir skulu því nálgast efnistök með hlutleysi og virðingu fyrir öllum hliðum máls þar sem ekki er dreginn taumur málsaðila.“). Fréttin frá því um daginn er þó öllu verri. Hún nær ekki einu sinni þeim standard að vera ósanngjörn áróðursskrif eins og hin svokallaða „fréttaskýring“, heldur er hún hrein ósannindi frá upphafi til enda og þar að auki með æsilegri, ósannri fyrirsögn sem er til þess fallin að sýna hve grimm og vond kaþólska kirkjan sé og hve vitlausir kaþólikkar hljóti að vera að trúa slíkum hlutum. Það virðist hafa tekist ágætlega og þið náð prýðilega til markhóps ykkar, sem fer hamförum í hatri sínu og fyrirlitningu á kirkjunni og kaþólsku fólki á kommentakerfinu. (Svo ég vitni að gamni aftur í siðareglur ykkar í ljósi alls þessa: „Ritstjórnir leitast við að hafa staðreyndir máls réttar og heimildavinnu vandaða og passa sérstaklega upp á að gerður sé skýr greinarmunur á milli staðreyndar og skoðunar. Ávallt skal leiðrétta mistök svo fljótt sem verða má.“) Kaþólskir á Íslandi eru ekki margir og mestmegnis innflytjendur. Biskup, prestar, systur og nunnur eru öll af erlendum uppruna (að einum presti undanskildum) og eiga því mjög erfitt með að andmæla vitleysu sem þessari. Kaþólskt fólk finnur fyrir töluverðum fordómum á Íslandi og er einhliða og ósanngjarn fréttaflutningur þar stór þáttur og áhrifavaldur. Ég skora því á ykkur að fylgja eigin siðareglum og þar með: 1) Draga fréttina til baka með leiðréttingu og afsökunarbeiðni. 2) Ganga framvegis úr skugga um hvort páfi eða Páfagarður hafi í raun látið það frá sér fara sem Huffington Post og einhver blogg úti í heimi fullyrða. Vatíkanið heldur t.d. úti vefsíðunum www.vatican.va og www.news.va þar sem nálgast má allar ræður páfa og yfirlýsingar Páfagarðs á aðgengilegan hátt (ensk þýðing skilar sér yfirleitt samdægurs). Eða er til of mikils ætlast af blaðamönnum ykkar að leggja á sig nokkra músarsmelli til viðbótar næst þegar Fréttablaðið og Vísir taka að sér að úrskurða um það hvern kaþólska kirkjan dæmir til helvítis? Þar sem mér þykja siðareglur ykkar í sjálfu sér ágætt og metnaðarfullt plagg vonast ég til að þið fylgið þeim hér með í umfjöllun ykkar um kaþólsku kirkjuna. Með kveðju og von um bætt vinnubrögð auk örlítillar virðingar og sanngirni gagnvart kaþólskum samborgurum ykkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Ágætu ritstjórar, Þegar ég leit inn á fréttavefinn Vísi 28. maí sá ég að mest lesna fréttin var undir fyrirsögninni: „Vatíkanið leiðréttir misskilning páfa: Trúlausir fara til helvítis“. Fréttina skrifaði Jóhannes Stefánsson og við hana gefur að líta ýmis miður geðsleg ummæli fólks á kommentakerfinu auk þess sem nærri því 1800 einstaklingum hefur nú (3. júní) „líkað við“ fréttina á Facebook og þar með deilt henni áfram - líkast til með köldum kveðjum. Sem kaþólskum manni þótti mér fréttin öll hin furðulegasta eins og gengur og gerist með fréttir af kaþólsku kirkjunni í meðförum íslenskra fjölmiðla, en þó óvenjulega slæm í þetta skiptið. Þegar ég grennslaðist fyrir um hlutina fann ég (eins og ég hafði búist við) ekki nokkurn skapaðan hlut frá Páfagarði um málið. Kanadíski presturinn Thomas Rosica, sem blaðamaður Vísis kallar „talsmann úr Vatíkaninu“, reyndist ekki heldur vera talsmaður Vatíkansins, og jafnvel þó að svo væri jafngiltu einkahugleiðingar hans ekki yfirlýsingum frá Páfagarði, eins og blaðamaður Vísis fullyrðir. Umrædd frétt á Vísi virðist vera unnin upp úr bloggi á vefsíðunni Examiner.com, sem blaðamaður Vísis tengir á. Sú umfjöllun er svo aftur unnin upp úr trúleysisbloggi á vefsíðunni Patheos, sem er svo aftur unnið (og skreytt) upp úr bloggi á vef CNN, en þar er grein Rosica fyrst sögð koma frá Vatíkaninu. Lengra aftur er ekki hægt að rekja sig og hvergi er að finna tengil á upprunalegu greinina. Greinina sem um ræðir reyndist Rosica að lokum hafa skrifað á eigið blogg og birt á vefritinu Zenit og er hún mjög persónulega skrifuð. Að einhver skyldi skilja bloggfærsluna sem yfirlýsingu frá Páfagarði er því svo gjörsamlega óskiljanlegt að nánast öruggt má telja að um vísvitandi rógburð sé að ræða. Og það sem meira er: Í bloggfærslunni á vef CNN er vitnað ranglega til orða Rosica, sem segir alls ekki að trúlausir geti ekki hlotið hjálpræði, svo að fréttin á Vísi stæðist ekki einu sinni skoðun þó svo að um yfirlýsingu frá Vatíkaninu hefði verið að ræða! Ég vil nota tækifærið og segja að mér finnst Fréttablaðið og Vísir jafnan fjalla um kaþólsku kirkjunna einhliða og af gífurlegu þekkingarleysi. Svokölluð „fréttaskýring“ sem birtist í Fréttablaðinu 23. mars sl., „Kaþólskir gegn kirkju páfans“ eftir Guðstein Bjarnason, er t.a.m. ágætis dæmi um algjörlega einhliða skrif og á meira skylt við áróðurspistil en fréttaskýringu. Millifyrirsagnirnar einar segja sína sögu: „Umdeildur heima fyrir“ - „Afturhald“ - „Einstrengingsháttur“ - „Hneyksli“ - „Andóf“. Hvorki er svo mikið sem velt fyrir sér hvernig kaþólska kirkjan myndi svara þessum áburði, sem er settur fram sem upptalning á neikvæðum staðreyndum, né er þeim möguleika velt upp hvort einhver atriðin séu mistúlkuð, ekki eins svart-hvít og blaðamaður ykkar fullyrðir eða hreinlega röng (allt þetta á við ef út í það er farið). Í ljósi skrifa sem þessara líta siðareglur 365 miðla í besta falli út eins og lélegur brandari (t.d. þessi klausa: „Ritstjórnir skulu því nálgast efnistök með hlutleysi og virðingu fyrir öllum hliðum máls þar sem ekki er dreginn taumur málsaðila.“). Fréttin frá því um daginn er þó öllu verri. Hún nær ekki einu sinni þeim standard að vera ósanngjörn áróðursskrif eins og hin svokallaða „fréttaskýring“, heldur er hún hrein ósannindi frá upphafi til enda og þar að auki með æsilegri, ósannri fyrirsögn sem er til þess fallin að sýna hve grimm og vond kaþólska kirkjan sé og hve vitlausir kaþólikkar hljóti að vera að trúa slíkum hlutum. Það virðist hafa tekist ágætlega og þið náð prýðilega til markhóps ykkar, sem fer hamförum í hatri sínu og fyrirlitningu á kirkjunni og kaþólsku fólki á kommentakerfinu. (Svo ég vitni að gamni aftur í siðareglur ykkar í ljósi alls þessa: „Ritstjórnir leitast við að hafa staðreyndir máls réttar og heimildavinnu vandaða og passa sérstaklega upp á að gerður sé skýr greinarmunur á milli staðreyndar og skoðunar. Ávallt skal leiðrétta mistök svo fljótt sem verða má.“) Kaþólskir á Íslandi eru ekki margir og mestmegnis innflytjendur. Biskup, prestar, systur og nunnur eru öll af erlendum uppruna (að einum presti undanskildum) og eiga því mjög erfitt með að andmæla vitleysu sem þessari. Kaþólskt fólk finnur fyrir töluverðum fordómum á Íslandi og er einhliða og ósanngjarn fréttaflutningur þar stór þáttur og áhrifavaldur. Ég skora því á ykkur að fylgja eigin siðareglum og þar með: 1) Draga fréttina til baka með leiðréttingu og afsökunarbeiðni. 2) Ganga framvegis úr skugga um hvort páfi eða Páfagarður hafi í raun látið það frá sér fara sem Huffington Post og einhver blogg úti í heimi fullyrða. Vatíkanið heldur t.d. úti vefsíðunum www.vatican.va og www.news.va þar sem nálgast má allar ræður páfa og yfirlýsingar Páfagarðs á aðgengilegan hátt (ensk þýðing skilar sér yfirleitt samdægurs). Eða er til of mikils ætlast af blaðamönnum ykkar að leggja á sig nokkra músarsmelli til viðbótar næst þegar Fréttablaðið og Vísir taka að sér að úrskurða um það hvern kaþólska kirkjan dæmir til helvítis? Þar sem mér þykja siðareglur ykkar í sjálfu sér ágætt og metnaðarfullt plagg vonast ég til að þið fylgið þeim hér með í umfjöllun ykkar um kaþólsku kirkjuna. Með kveðju og von um bætt vinnubrögð auk örlítillar virðingar og sanngirni gagnvart kaþólskum samborgurum ykkar.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun