Opið bréf til Björns Zoëga og framkvæmdastjórnar LSH 17. júní 2013 10:00 Það hefur ekki farið framhjá neinum að álag á Landspítalanum hefur aukist til muna sl. ár og heldur bara áfram að aukast án þess að í sjónmáli sé breyting þar á. Lyflækningasvið Landspítala er stærsta sviðið með miklu sjúklingaflæði. Þar er daglegt brauð að ekki finnist pláss fyrir sjúklinga sem leggja á inn og er því oft gripið til þess að leggja þá á ganga og þeim sinnt þar fárveikum. Það er orðið svo að álagið er mikið allan sólarhringinn, á vöktum sem í dagvinnu. Læknateymi á sjúkradeild skv. skilgreiningunni samanstendur af sérfræðingi, deildarlækni, aðstoðarlækni og læknanemum. Hins vegar er það orðið normið að einungis sé einn almennur læknir (annaðhvort aðstoðarlæknir eða deildarlæknir, eða jafnvel læknastúdent í aðstoðarlæknisstöðu) ásamt sérfræðingi starfandi á teymi á hverjum tíma. Þýðir það að sú vinna sem áður deildist á 3-4 lækna leggst nú á 1-2 lækna. Þar fyrir utan hefur stærð teyma aukist, meðaltal var ekki fyrir alls löngu 12-14 sjúklingar á teymi en er nú orðið 14-18 sjúklingar að meðaltali. Þegar frádregnir eru þeir sjúklingar sem eru í bið eftir öðrum úrlausnum er oftar en ekki fárveikt fólk, sem þarf mikla umönnun og tíma. Því má ekki gleyma að aðstoðarlæknar eru í námsstöðu á LSH, spítalinn er jú háskólasjúkrahús. Hafa þeir lokið 6 ára háskólanámi og er tilgangur kandídatsársins að hljóta grunnþjálfun og kennslu í því hvað er að vinna sem læknir. Þeir eru mikilvægir, sérstaklega í ljósi ofangreinds, þ.e. vaxandi álags og manneklu. Þeir eru að stíga sín fyrstu spor á ferlinum sem læknar og eiga því að geta leitað til sér reyndari deildarlæknis eða sérfræðings og fundið fyrir stuðningi í starfi, svokölluðu „backup“, sem því miður hefur verið ábótavant sl. ár.Slæm þróun Deildarlæknar hafa lokið 6 ára háskólanámi og kandídatsári og eru því að byrja sitt sérnám, þeir hafa allt frá 1-4 ára starfsreynslu að meðaltali. Á lyflækningasviði, sem og fleiri sviðum LSH, er starfrækt framhaldsmenntunarprógramm í almennum lyflækningum þar sem tilgangurinn er að veita góðan grunn í öllum sérgreinum sviðsins áður en haldið er til frekari sérhæfingar. Um er að ræða 3ja ára prógramm þar sem deildarlæknar flakka milli sérgreina og sinna þar teymisvinnu með þeim tilgangi að hljóta grunnmenntun í þeirri sérgrein. Því lengra sem líður á prógrammið er ætlast til meiri ábyrgðar af deildarlæknum, er ætlast til að þeir vaxi í starfi, hins vegar er staðan svo að vinnudagurinn gengur út á reddingar og hlaup, þannig að lítill tími er afgangs til lærdóms. Þar fyrir utan má nefna að ætlast er til að deildarlæknar sinni rannsóknarvinnu, sem er að mestu sinnt í frítíma. Léleg vinnuaðstaða, lítill tími til kennslu ásamt miklu vinnuálagi – allt veldur þetta því að aðstoðarlæknar hafa upp á síðkastið í minni mæli sótt um vinnu á lyflækningasviði Landspítala. Þetta er slæm þróun, þar sem almennir læknar eru sérfræðingar framtíðarinnar og mikilvægur hlekkur í starfi LSH. Þykir ljóst að framkvæmdastjórn LSH verður að grípa til aðgerða til að bæta hag almennra lækna og sýna í verki virðingu sína fyrir sér yngri kollegum og þeirri miklu vinnu sem þeir framkvæma til að halda Lyflækningasviði LSH gangandi. Deildarlæknar lyflækningasviðs eru nú sem endranær viljugir til samvinnu til úrbóta á sviðinu. Þykir okkur leitt að forstjóri LSH virðist ekki sjá hversu mikilvægur starfskraftur almennir læknar eru, sérstaklega í ljósi þess að eitt sinn var hann sjálfur almennur læknir að stíga sín fyrstu spor, vonandi með nægilegum stuðningi eldri og reyndari kollega.Ingibjörg KristjánsdóttirSara Bjarney JónsdóttirBjarki Þór AlexanderssonSara S. JónsdóttirÖssur Ingi EmilssonMargrét Ólafía TómasdóttirJóhanna Hildur JónsdóttirSigríður Birna ElíasdóttirHrönn ÓlafsdóttirMargrét Làra JónsdóttirÞórir Már BjörgúlfssonHrafnkell Stefánsson deildarlæknar Lyflækningasvið Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið framhjá neinum að álag á Landspítalanum hefur aukist til muna sl. ár og heldur bara áfram að aukast án þess að í sjónmáli sé breyting þar á. Lyflækningasvið Landspítala er stærsta sviðið með miklu sjúklingaflæði. Þar er daglegt brauð að ekki finnist pláss fyrir sjúklinga sem leggja á inn og er því oft gripið til þess að leggja þá á ganga og þeim sinnt þar fárveikum. Það er orðið svo að álagið er mikið allan sólarhringinn, á vöktum sem í dagvinnu. Læknateymi á sjúkradeild skv. skilgreiningunni samanstendur af sérfræðingi, deildarlækni, aðstoðarlækni og læknanemum. Hins vegar er það orðið normið að einungis sé einn almennur læknir (annaðhvort aðstoðarlæknir eða deildarlæknir, eða jafnvel læknastúdent í aðstoðarlæknisstöðu) ásamt sérfræðingi starfandi á teymi á hverjum tíma. Þýðir það að sú vinna sem áður deildist á 3-4 lækna leggst nú á 1-2 lækna. Þar fyrir utan hefur stærð teyma aukist, meðaltal var ekki fyrir alls löngu 12-14 sjúklingar á teymi en er nú orðið 14-18 sjúklingar að meðaltali. Þegar frádregnir eru þeir sjúklingar sem eru í bið eftir öðrum úrlausnum er oftar en ekki fárveikt fólk, sem þarf mikla umönnun og tíma. Því má ekki gleyma að aðstoðarlæknar eru í námsstöðu á LSH, spítalinn er jú háskólasjúkrahús. Hafa þeir lokið 6 ára háskólanámi og er tilgangur kandídatsársins að hljóta grunnþjálfun og kennslu í því hvað er að vinna sem læknir. Þeir eru mikilvægir, sérstaklega í ljósi ofangreinds, þ.e. vaxandi álags og manneklu. Þeir eru að stíga sín fyrstu spor á ferlinum sem læknar og eiga því að geta leitað til sér reyndari deildarlæknis eða sérfræðings og fundið fyrir stuðningi í starfi, svokölluðu „backup“, sem því miður hefur verið ábótavant sl. ár.Slæm þróun Deildarlæknar hafa lokið 6 ára háskólanámi og kandídatsári og eru því að byrja sitt sérnám, þeir hafa allt frá 1-4 ára starfsreynslu að meðaltali. Á lyflækningasviði, sem og fleiri sviðum LSH, er starfrækt framhaldsmenntunarprógramm í almennum lyflækningum þar sem tilgangurinn er að veita góðan grunn í öllum sérgreinum sviðsins áður en haldið er til frekari sérhæfingar. Um er að ræða 3ja ára prógramm þar sem deildarlæknar flakka milli sérgreina og sinna þar teymisvinnu með þeim tilgangi að hljóta grunnmenntun í þeirri sérgrein. Því lengra sem líður á prógrammið er ætlast til meiri ábyrgðar af deildarlæknum, er ætlast til að þeir vaxi í starfi, hins vegar er staðan svo að vinnudagurinn gengur út á reddingar og hlaup, þannig að lítill tími er afgangs til lærdóms. Þar fyrir utan má nefna að ætlast er til að deildarlæknar sinni rannsóknarvinnu, sem er að mestu sinnt í frítíma. Léleg vinnuaðstaða, lítill tími til kennslu ásamt miklu vinnuálagi – allt veldur þetta því að aðstoðarlæknar hafa upp á síðkastið í minni mæli sótt um vinnu á lyflækningasviði Landspítala. Þetta er slæm þróun, þar sem almennir læknar eru sérfræðingar framtíðarinnar og mikilvægur hlekkur í starfi LSH. Þykir ljóst að framkvæmdastjórn LSH verður að grípa til aðgerða til að bæta hag almennra lækna og sýna í verki virðingu sína fyrir sér yngri kollegum og þeirri miklu vinnu sem þeir framkvæma til að halda Lyflækningasviði LSH gangandi. Deildarlæknar lyflækningasviðs eru nú sem endranær viljugir til samvinnu til úrbóta á sviðinu. Þykir okkur leitt að forstjóri LSH virðist ekki sjá hversu mikilvægur starfskraftur almennir læknar eru, sérstaklega í ljósi þess að eitt sinn var hann sjálfur almennur læknir að stíga sín fyrstu spor, vonandi með nægilegum stuðningi eldri og reyndari kollega.Ingibjörg KristjánsdóttirSara Bjarney JónsdóttirBjarki Þór AlexanderssonSara S. JónsdóttirÖssur Ingi EmilssonMargrét Ólafía TómasdóttirJóhanna Hildur JónsdóttirSigríður Birna ElíasdóttirHrönn ÓlafsdóttirMargrét Làra JónsdóttirÞórir Már BjörgúlfssonHrafnkell Stefánsson deildarlæknar Lyflækningasvið
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun