Opið bréf til Björns Zoëga og framkvæmdastjórnar LSH 17. júní 2013 10:00 Það hefur ekki farið framhjá neinum að álag á Landspítalanum hefur aukist til muna sl. ár og heldur bara áfram að aukast án þess að í sjónmáli sé breyting þar á. Lyflækningasvið Landspítala er stærsta sviðið með miklu sjúklingaflæði. Þar er daglegt brauð að ekki finnist pláss fyrir sjúklinga sem leggja á inn og er því oft gripið til þess að leggja þá á ganga og þeim sinnt þar fárveikum. Það er orðið svo að álagið er mikið allan sólarhringinn, á vöktum sem í dagvinnu. Læknateymi á sjúkradeild skv. skilgreiningunni samanstendur af sérfræðingi, deildarlækni, aðstoðarlækni og læknanemum. Hins vegar er það orðið normið að einungis sé einn almennur læknir (annaðhvort aðstoðarlæknir eða deildarlæknir, eða jafnvel læknastúdent í aðstoðarlæknisstöðu) ásamt sérfræðingi starfandi á teymi á hverjum tíma. Þýðir það að sú vinna sem áður deildist á 3-4 lækna leggst nú á 1-2 lækna. Þar fyrir utan hefur stærð teyma aukist, meðaltal var ekki fyrir alls löngu 12-14 sjúklingar á teymi en er nú orðið 14-18 sjúklingar að meðaltali. Þegar frádregnir eru þeir sjúklingar sem eru í bið eftir öðrum úrlausnum er oftar en ekki fárveikt fólk, sem þarf mikla umönnun og tíma. Því má ekki gleyma að aðstoðarlæknar eru í námsstöðu á LSH, spítalinn er jú háskólasjúkrahús. Hafa þeir lokið 6 ára háskólanámi og er tilgangur kandídatsársins að hljóta grunnþjálfun og kennslu í því hvað er að vinna sem læknir. Þeir eru mikilvægir, sérstaklega í ljósi ofangreinds, þ.e. vaxandi álags og manneklu. Þeir eru að stíga sín fyrstu spor á ferlinum sem læknar og eiga því að geta leitað til sér reyndari deildarlæknis eða sérfræðings og fundið fyrir stuðningi í starfi, svokölluðu „backup“, sem því miður hefur verið ábótavant sl. ár.Slæm þróun Deildarlæknar hafa lokið 6 ára háskólanámi og kandídatsári og eru því að byrja sitt sérnám, þeir hafa allt frá 1-4 ára starfsreynslu að meðaltali. Á lyflækningasviði, sem og fleiri sviðum LSH, er starfrækt framhaldsmenntunarprógramm í almennum lyflækningum þar sem tilgangurinn er að veita góðan grunn í öllum sérgreinum sviðsins áður en haldið er til frekari sérhæfingar. Um er að ræða 3ja ára prógramm þar sem deildarlæknar flakka milli sérgreina og sinna þar teymisvinnu með þeim tilgangi að hljóta grunnmenntun í þeirri sérgrein. Því lengra sem líður á prógrammið er ætlast til meiri ábyrgðar af deildarlæknum, er ætlast til að þeir vaxi í starfi, hins vegar er staðan svo að vinnudagurinn gengur út á reddingar og hlaup, þannig að lítill tími er afgangs til lærdóms. Þar fyrir utan má nefna að ætlast er til að deildarlæknar sinni rannsóknarvinnu, sem er að mestu sinnt í frítíma. Léleg vinnuaðstaða, lítill tími til kennslu ásamt miklu vinnuálagi – allt veldur þetta því að aðstoðarlæknar hafa upp á síðkastið í minni mæli sótt um vinnu á lyflækningasviði Landspítala. Þetta er slæm þróun, þar sem almennir læknar eru sérfræðingar framtíðarinnar og mikilvægur hlekkur í starfi LSH. Þykir ljóst að framkvæmdastjórn LSH verður að grípa til aðgerða til að bæta hag almennra lækna og sýna í verki virðingu sína fyrir sér yngri kollegum og þeirri miklu vinnu sem þeir framkvæma til að halda Lyflækningasviði LSH gangandi. Deildarlæknar lyflækningasviðs eru nú sem endranær viljugir til samvinnu til úrbóta á sviðinu. Þykir okkur leitt að forstjóri LSH virðist ekki sjá hversu mikilvægur starfskraftur almennir læknar eru, sérstaklega í ljósi þess að eitt sinn var hann sjálfur almennur læknir að stíga sín fyrstu spor, vonandi með nægilegum stuðningi eldri og reyndari kollega.Ingibjörg KristjánsdóttirSara Bjarney JónsdóttirBjarki Þór AlexanderssonSara S. JónsdóttirÖssur Ingi EmilssonMargrét Ólafía TómasdóttirJóhanna Hildur JónsdóttirSigríður Birna ElíasdóttirHrönn ÓlafsdóttirMargrét Làra JónsdóttirÞórir Már BjörgúlfssonHrafnkell Stefánsson deildarlæknar Lyflækningasvið Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið framhjá neinum að álag á Landspítalanum hefur aukist til muna sl. ár og heldur bara áfram að aukast án þess að í sjónmáli sé breyting þar á. Lyflækningasvið Landspítala er stærsta sviðið með miklu sjúklingaflæði. Þar er daglegt brauð að ekki finnist pláss fyrir sjúklinga sem leggja á inn og er því oft gripið til þess að leggja þá á ganga og þeim sinnt þar fárveikum. Það er orðið svo að álagið er mikið allan sólarhringinn, á vöktum sem í dagvinnu. Læknateymi á sjúkradeild skv. skilgreiningunni samanstendur af sérfræðingi, deildarlækni, aðstoðarlækni og læknanemum. Hins vegar er það orðið normið að einungis sé einn almennur læknir (annaðhvort aðstoðarlæknir eða deildarlæknir, eða jafnvel læknastúdent í aðstoðarlæknisstöðu) ásamt sérfræðingi starfandi á teymi á hverjum tíma. Þýðir það að sú vinna sem áður deildist á 3-4 lækna leggst nú á 1-2 lækna. Þar fyrir utan hefur stærð teyma aukist, meðaltal var ekki fyrir alls löngu 12-14 sjúklingar á teymi en er nú orðið 14-18 sjúklingar að meðaltali. Þegar frádregnir eru þeir sjúklingar sem eru í bið eftir öðrum úrlausnum er oftar en ekki fárveikt fólk, sem þarf mikla umönnun og tíma. Því má ekki gleyma að aðstoðarlæknar eru í námsstöðu á LSH, spítalinn er jú háskólasjúkrahús. Hafa þeir lokið 6 ára háskólanámi og er tilgangur kandídatsársins að hljóta grunnþjálfun og kennslu í því hvað er að vinna sem læknir. Þeir eru mikilvægir, sérstaklega í ljósi ofangreinds, þ.e. vaxandi álags og manneklu. Þeir eru að stíga sín fyrstu spor á ferlinum sem læknar og eiga því að geta leitað til sér reyndari deildarlæknis eða sérfræðings og fundið fyrir stuðningi í starfi, svokölluðu „backup“, sem því miður hefur verið ábótavant sl. ár.Slæm þróun Deildarlæknar hafa lokið 6 ára háskólanámi og kandídatsári og eru því að byrja sitt sérnám, þeir hafa allt frá 1-4 ára starfsreynslu að meðaltali. Á lyflækningasviði, sem og fleiri sviðum LSH, er starfrækt framhaldsmenntunarprógramm í almennum lyflækningum þar sem tilgangurinn er að veita góðan grunn í öllum sérgreinum sviðsins áður en haldið er til frekari sérhæfingar. Um er að ræða 3ja ára prógramm þar sem deildarlæknar flakka milli sérgreina og sinna þar teymisvinnu með þeim tilgangi að hljóta grunnmenntun í þeirri sérgrein. Því lengra sem líður á prógrammið er ætlast til meiri ábyrgðar af deildarlæknum, er ætlast til að þeir vaxi í starfi, hins vegar er staðan svo að vinnudagurinn gengur út á reddingar og hlaup, þannig að lítill tími er afgangs til lærdóms. Þar fyrir utan má nefna að ætlast er til að deildarlæknar sinni rannsóknarvinnu, sem er að mestu sinnt í frítíma. Léleg vinnuaðstaða, lítill tími til kennslu ásamt miklu vinnuálagi – allt veldur þetta því að aðstoðarlæknar hafa upp á síðkastið í minni mæli sótt um vinnu á lyflækningasviði Landspítala. Þetta er slæm þróun, þar sem almennir læknar eru sérfræðingar framtíðarinnar og mikilvægur hlekkur í starfi LSH. Þykir ljóst að framkvæmdastjórn LSH verður að grípa til aðgerða til að bæta hag almennra lækna og sýna í verki virðingu sína fyrir sér yngri kollegum og þeirri miklu vinnu sem þeir framkvæma til að halda Lyflækningasviði LSH gangandi. Deildarlæknar lyflækningasviðs eru nú sem endranær viljugir til samvinnu til úrbóta á sviðinu. Þykir okkur leitt að forstjóri LSH virðist ekki sjá hversu mikilvægur starfskraftur almennir læknar eru, sérstaklega í ljósi þess að eitt sinn var hann sjálfur almennur læknir að stíga sín fyrstu spor, vonandi með nægilegum stuðningi eldri og reyndari kollega.Ingibjörg KristjánsdóttirSara Bjarney JónsdóttirBjarki Þór AlexanderssonSara S. JónsdóttirÖssur Ingi EmilssonMargrét Ólafía TómasdóttirJóhanna Hildur JónsdóttirSigríður Birna ElíasdóttirHrönn ÓlafsdóttirMargrét Làra JónsdóttirÞórir Már BjörgúlfssonHrafnkell Stefánsson deildarlæknar Lyflækningasvið
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun