Tilgangurinn helgar meðalið! Anna Berg Samúelsdóttir skrifar 12. júní 2013 08:52 Refa- og minkaveiðar eru hitamál á Íslandi. Báðar tegundirnar eru sagðar skaðvaldar í íslensku vistkerfi, skaði t.d. fuglalíf. Kröfur um útrýmingu minks eða minnkun á stofnstærð refs er ekki megininntak þessarar greinar heldur veiðiaðferðirnar sem tíðkast hérlendis og siðferði þeirra.Veiðin Skoðum aðstæður nágranna okkar Dana, þeir hafa líkt og við bæði ref og mink í vistkerfi sínu. Barátta þeirra gegn fjölgun minksins er líkt og hér mjög mikilvæg og síðustu ár hafa þeir verið með verkefni er kallast „Minkbekæmpelsen1“ eða baráttan við minkinn. En það er skýrt í danskri löggjöf að við veiðar skulu minkar fá skjótan og sem sársaukaminnstan dauða. Þeir sem ganga til veiða með deyðandi vopn líkt og skotvopn skulu hafa þreytt veiðipróf, skriflegt og verklegt. Noti danskur veiðimaður gildru til veiða verður gildran að vera þannig útbúin að skepnan veiðist lifandi. Fari rangt dýr í gildruna er einfalt að sleppa því aftur út í náttúruna. Dauðagildrur á borð við dýraboga og drekkingargildrur eru með öllu bannaðar hjá Dönum. Ein undantekning frá reglunni er felligildran, nýtt af fagfólki. Engar hæfniskröfur eru gerðar til minka- og refaveiðimanna hérlendis, það eina sem þeir þurfa til veiðanna er veiðikort og skotvopnaleyfi, noti þeir slíkt. Tegundir leyfðra veiðigildra hérlendis eru t.d fótbogi og dauðagildrur3. Dauðagildrur geta t.d. verið drekkingargildrur (minkasíur) og dýrabogar. Skepnur er lenda í fyrrgreindum gildrum ýmist drepast strax eða festast. Drepist dýrið ekki heldur festist, veldur það mikilli þjáningu fyrir skepnuna á meðan dauðastríðinu stendur. Einnig geta önnur dýr lent í gildrunum. Íslensk reglugerð um refa- og minkaveiðar segir að drepa skuli dýrið á sem skjótvirkastan hátt, en það getur reynst erfitt samkvæmt ofantöldu. Rétt er að taka fram að notkun á fótbogagildrum á refaveiðum á einungis við um yrðlinga og að skylt er að hafa umsjón með bogunum.Óargadýr drepur Í umræðunni í dag er minkur sagður skepna sem engu eiri, drepi bara til að drepa. Hagsmunaðilar krefjast þess að fá leyfi til þess að verja sig og sín svæði fyrir ágangi minks og refs, það er skiljanlegt. En er það virkilega þannig að tilgangurinn helgi meðalið og að við getum leyft okkur að drepa skepnurnar með hvaða tólum og tækjum sem við viljum? Er réttlætanlegt að drepa skepnu með bogagildru eða drekkja henni? Hver eru siðferðilegu rökin sem réttlæta að drepa skepnu á kvalafullan hátt? Skipir það kannski engu máli hvernig minkur eða refur er drepinn, bara að dýrið drepist, því það er hvort sem er að okkar mati grimmt og óvægið? Er það réttlætingin? Maðurinn er talinn vera siðferðisvera og einn af grunneiginleikum siðferðis er skynsemi. Dýr eru ekki talin hafa siðferðisvitund heldur skynvit og frumhvöt. Samkvæmt þessu þá er ekki réttlætanlegt að drepa dýr á kvalafullan hátt þrátt fyrir að við teljum rándýrin, sem drepa skal, vera grimm og óvægin. Í reglugerðum um slátrun dýra eiga dýr rétt á því að vera aflífuð með sómsamlegum hætti. Á það ekki líka við um villt dýr? Til að stöðva illa meðferð á dýrum þarf góða löggjöf. Núverandi lög hamla ekki drekkingum á mink og það gera nýju lögin (nr. 55/2013) ekki heldur sem er umhugsunarvert. Heimildir: 1. Naturstyrelsen, á.á. Minkbekæmpelsen. Skoðað á vef 23.09.2012: http://www.naturstyrelsen.dk/Naturbeskyttelse/invasivearter/Myndighed/Minkprojekt/ 2. Bekendtgørelse om vildtskader nr. 259/2011 3. Reglugerð um refa- og minkaveiðar nr. 437/1995. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Refa- og minkaveiðar eru hitamál á Íslandi. Báðar tegundirnar eru sagðar skaðvaldar í íslensku vistkerfi, skaði t.d. fuglalíf. Kröfur um útrýmingu minks eða minnkun á stofnstærð refs er ekki megininntak þessarar greinar heldur veiðiaðferðirnar sem tíðkast hérlendis og siðferði þeirra.Veiðin Skoðum aðstæður nágranna okkar Dana, þeir hafa líkt og við bæði ref og mink í vistkerfi sínu. Barátta þeirra gegn fjölgun minksins er líkt og hér mjög mikilvæg og síðustu ár hafa þeir verið með verkefni er kallast „Minkbekæmpelsen1“ eða baráttan við minkinn. En það er skýrt í danskri löggjöf að við veiðar skulu minkar fá skjótan og sem sársaukaminnstan dauða. Þeir sem ganga til veiða með deyðandi vopn líkt og skotvopn skulu hafa þreytt veiðipróf, skriflegt og verklegt. Noti danskur veiðimaður gildru til veiða verður gildran að vera þannig útbúin að skepnan veiðist lifandi. Fari rangt dýr í gildruna er einfalt að sleppa því aftur út í náttúruna. Dauðagildrur á borð við dýraboga og drekkingargildrur eru með öllu bannaðar hjá Dönum. Ein undantekning frá reglunni er felligildran, nýtt af fagfólki. Engar hæfniskröfur eru gerðar til minka- og refaveiðimanna hérlendis, það eina sem þeir þurfa til veiðanna er veiðikort og skotvopnaleyfi, noti þeir slíkt. Tegundir leyfðra veiðigildra hérlendis eru t.d fótbogi og dauðagildrur3. Dauðagildrur geta t.d. verið drekkingargildrur (minkasíur) og dýrabogar. Skepnur er lenda í fyrrgreindum gildrum ýmist drepast strax eða festast. Drepist dýrið ekki heldur festist, veldur það mikilli þjáningu fyrir skepnuna á meðan dauðastríðinu stendur. Einnig geta önnur dýr lent í gildrunum. Íslensk reglugerð um refa- og minkaveiðar segir að drepa skuli dýrið á sem skjótvirkastan hátt, en það getur reynst erfitt samkvæmt ofantöldu. Rétt er að taka fram að notkun á fótbogagildrum á refaveiðum á einungis við um yrðlinga og að skylt er að hafa umsjón með bogunum.Óargadýr drepur Í umræðunni í dag er minkur sagður skepna sem engu eiri, drepi bara til að drepa. Hagsmunaðilar krefjast þess að fá leyfi til þess að verja sig og sín svæði fyrir ágangi minks og refs, það er skiljanlegt. En er það virkilega þannig að tilgangurinn helgi meðalið og að við getum leyft okkur að drepa skepnurnar með hvaða tólum og tækjum sem við viljum? Er réttlætanlegt að drepa skepnu með bogagildru eða drekkja henni? Hver eru siðferðilegu rökin sem réttlæta að drepa skepnu á kvalafullan hátt? Skipir það kannski engu máli hvernig minkur eða refur er drepinn, bara að dýrið drepist, því það er hvort sem er að okkar mati grimmt og óvægið? Er það réttlætingin? Maðurinn er talinn vera siðferðisvera og einn af grunneiginleikum siðferðis er skynsemi. Dýr eru ekki talin hafa siðferðisvitund heldur skynvit og frumhvöt. Samkvæmt þessu þá er ekki réttlætanlegt að drepa dýr á kvalafullan hátt þrátt fyrir að við teljum rándýrin, sem drepa skal, vera grimm og óvægin. Í reglugerðum um slátrun dýra eiga dýr rétt á því að vera aflífuð með sómsamlegum hætti. Á það ekki líka við um villt dýr? Til að stöðva illa meðferð á dýrum þarf góða löggjöf. Núverandi lög hamla ekki drekkingum á mink og það gera nýju lögin (nr. 55/2013) ekki heldur sem er umhugsunarvert. Heimildir: 1. Naturstyrelsen, á.á. Minkbekæmpelsen. Skoðað á vef 23.09.2012: http://www.naturstyrelsen.dk/Naturbeskyttelse/invasivearter/Myndighed/Minkprojekt/ 2. Bekendtgørelse om vildtskader nr. 259/2011 3. Reglugerð um refa- og minkaveiðar nr. 437/1995.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun