Hvað ert þú að hanna? María Lovísa Árnadóttir skrifar 12. júní 2013 11:00 Líttu upp frá þessum pistli um stund og horfðu í kringum þig. Allt sem fyrir augu ber er á einn eða annan máta hannað; umhverfið, húsgögn, lýsing, merkingar, tækni- og hugbúnaður sem og kaffibollinn sem þú drekkur úr. Fyrir utan glugga má sjá götur, gangstéttir og landslag sem einnig er hannað og uppsett á fyrir fram ákveðinn máta. Hvort sem við gefum því sérstakan gaum eður ei þá er meira og minna allt í okkar daglega lífi afrakstur hönnunar og erum við öll í sífelldri hönnunarvinnu, bæði í lífi okkar og starfi.Víðtæk áhrif hönnunarÁn hönnunar væri heimur okkar ekki eins og hann er. Hönnunarhugsun ýtir undir nýsköpun, ögrar norminu, horfir til framtíðar og bætir tækni og ferla. Hönnunarhugsun skoðar hluti í stóru samhengi, vegur og metur óteljandi möguleika og brýtur aðgerðir niður í skipulegar einingar svo hægt sé að láta bjartari framtíðarsýn verða að veruleika. Flestir meðvitaðir stjórnendur gera sér vel grein fyrir þessu og nýta sér hönnunarhæfileika í sínum rekstri. Þeir skilja að viðskiptaumhverfi samtímans væri einfaldlega ekki það sem það er nú án tilkomu hönnunar.Viðskiptavinir vænta hönnunarGóð og vel útfærð hönnun er ekki lengur forréttindi sem aðeins útvaldir hafa aðgang að heldur er úthugsuð hönnun nokkuð sem viðskiptavinir eru farnir að vænta. Með því að nýta sér færni góðra hönnuða má gera lítil sem stór fyrirtæki eftirsóknarverðari og enn meira áberandi. Einnig skapar góð og vel útfærð hönnun traust til fyrirtækja og til þeirrar vöru og þjónustu sem þau hafa upp á að bjóða. Þau fyrirtæki sem skara fram úr á markaði eru einmitt þau fyrirtæki sem sjá hönnun sem lykilhluta af sínum rekstri. Apple væri ekki það alþjóðlega sterka auðkenni sem það nú er án sterkrar og óhaggandi áherslu á hönnun og hönnunarhugsun, enda er hönnunarhugsun viðriðin alla snertifleti, hvort sem það varðar vörumerkið, umhverfi rekstursins, vörurnar sjálfar, umbúðir, vefviðmót, ferla, þjónustu eða viðmót starfsfólks. Öld hönnunarinnar Á síðustu áratugum hefur vegur hönnunar aukist til muna og mun án efa halda áfram út þessa öld enda fara væntingar viðskiptavina ekki minnkandi. Hefur hönnun og hönnunarhugsun því aldrei skipt fyrirtæki meira máli en nú og ætti enginn sem vill starfa í framsæknum rekstri að horfa fram hjá mikilvægi þess að starfa með fólki sem hefur færni til þess að hugsa frá þessu skapandi og lausnamiðaða sjónarmiði. Þegar kemur að hönnun og viðskiptum þá eru þetta ekki tveir aðskildir pólar heldur tvær hliðar á sama peningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Sjá meira
Líttu upp frá þessum pistli um stund og horfðu í kringum þig. Allt sem fyrir augu ber er á einn eða annan máta hannað; umhverfið, húsgögn, lýsing, merkingar, tækni- og hugbúnaður sem og kaffibollinn sem þú drekkur úr. Fyrir utan glugga má sjá götur, gangstéttir og landslag sem einnig er hannað og uppsett á fyrir fram ákveðinn máta. Hvort sem við gefum því sérstakan gaum eður ei þá er meira og minna allt í okkar daglega lífi afrakstur hönnunar og erum við öll í sífelldri hönnunarvinnu, bæði í lífi okkar og starfi.Víðtæk áhrif hönnunarÁn hönnunar væri heimur okkar ekki eins og hann er. Hönnunarhugsun ýtir undir nýsköpun, ögrar norminu, horfir til framtíðar og bætir tækni og ferla. Hönnunarhugsun skoðar hluti í stóru samhengi, vegur og metur óteljandi möguleika og brýtur aðgerðir niður í skipulegar einingar svo hægt sé að láta bjartari framtíðarsýn verða að veruleika. Flestir meðvitaðir stjórnendur gera sér vel grein fyrir þessu og nýta sér hönnunarhæfileika í sínum rekstri. Þeir skilja að viðskiptaumhverfi samtímans væri einfaldlega ekki það sem það er nú án tilkomu hönnunar.Viðskiptavinir vænta hönnunarGóð og vel útfærð hönnun er ekki lengur forréttindi sem aðeins útvaldir hafa aðgang að heldur er úthugsuð hönnun nokkuð sem viðskiptavinir eru farnir að vænta. Með því að nýta sér færni góðra hönnuða má gera lítil sem stór fyrirtæki eftirsóknarverðari og enn meira áberandi. Einnig skapar góð og vel útfærð hönnun traust til fyrirtækja og til þeirrar vöru og þjónustu sem þau hafa upp á að bjóða. Þau fyrirtæki sem skara fram úr á markaði eru einmitt þau fyrirtæki sem sjá hönnun sem lykilhluta af sínum rekstri. Apple væri ekki það alþjóðlega sterka auðkenni sem það nú er án sterkrar og óhaggandi áherslu á hönnun og hönnunarhugsun, enda er hönnunarhugsun viðriðin alla snertifleti, hvort sem það varðar vörumerkið, umhverfi rekstursins, vörurnar sjálfar, umbúðir, vefviðmót, ferla, þjónustu eða viðmót starfsfólks. Öld hönnunarinnar Á síðustu áratugum hefur vegur hönnunar aukist til muna og mun án efa halda áfram út þessa öld enda fara væntingar viðskiptavina ekki minnkandi. Hefur hönnun og hönnunarhugsun því aldrei skipt fyrirtæki meira máli en nú og ætti enginn sem vill starfa í framsæknum rekstri að horfa fram hjá mikilvægi þess að starfa með fólki sem hefur færni til þess að hugsa frá þessu skapandi og lausnamiðaða sjónarmiði. Þegar kemur að hönnun og viðskiptum þá eru þetta ekki tveir aðskildir pólar heldur tvær hliðar á sama peningi.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar