Eru jöfn kynjahlutföll til skemmtunar? Guðrún Halla Finnsdóttir skrifar 13. júní 2013 06:00 Opið bréf til forsætisráðherra. Kæri Sigmundur Davíð, forsætisráðherra Íslands. Um mig fór ónotahrollur þegar ég las um viðbrögð þín við kynjahlutfalli nýskipaðra nefnda Alþingis. Ekki nóg með það að ENGIN kona sé í efnahags- og viðskiptanefnd heldur virðist forsætisráðherra það ásættanlegt, en að það sé „alltaf skemmtilegra ef nefndir eða aðrir hópar fólks samanstanda af fólki úr ólíkum áttum, með ólíka reynslu og af sitt hvoru kyninu“. Skemmtilegra. Nú er minna en mánuður síðan ríkistjórnin var valin og svar þitt við athugasemdum um ójafnan hlut kynjanna í henni var svipað: „Auðvitað er alltaf skemmtilegast að hafa sem jafnast[an] hlut kynjanna.“ Skemmtilegast. Ekki nóg með að það gæti verið skemmtilegra að jafna hlut kynjanna, þá eru lög sem eiga að tryggja slíkt. Kannski væri skemmtilegra að fara að lögum. Ég bý í Bandaríkjunum um þessar mundir og er oft spurð að því hvort það sé rétt að Ísland sé besta land í heimi fyrir konur. Ég svara því stolt að svo sé og að Bandaríkin gætu lært margt af Íslandi. Hins vegar skammast ég mín mikið fyrir það að núverandi forsætisráðherra þyki það ekki óásættanlegt að engin kona sé í efnahags- og viðskiptanefnd. Íslendingar geta verið stoltir af því hversu vel þeim hefur tekist að jafna rétt kynjanna, en það þýðir ekki að hægt sé að slaka á kröfunum. Þar sem þú situr í ráðherranefnd um jafnréttismál, sem lýsir einu af sínum helstu verkefnum sem eftirfylgni með jafnréttismálum, þá finnst mér frammistöðu þinni ábótavant. „Auðvitað er æskilegra að það sé miklu meiri blöndun. Það hlýtur að vera stefna allra að reyna að koma því á.“ Hvernig stendur á því að þér finnist það vera æskilegt en ekki nauðsynlegt? Ef það „hlýtur að vera stefna allra“, er það stefna þín? Því það lítur svo sannarlega ekki út fyrir að vera svo. Ef það er hins vegar stefna þín, hvernig nákvæmlega ætlarðu að bregðast við núverandi stöðu sem forsætisráðherra, flokksformaður, og þingmaður? Tilvitnanir eru teknar úr fréttum af visir.is og ruv.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Opið bréf til forsætisráðherra. Kæri Sigmundur Davíð, forsætisráðherra Íslands. Um mig fór ónotahrollur þegar ég las um viðbrögð þín við kynjahlutfalli nýskipaðra nefnda Alþingis. Ekki nóg með það að ENGIN kona sé í efnahags- og viðskiptanefnd heldur virðist forsætisráðherra það ásættanlegt, en að það sé „alltaf skemmtilegra ef nefndir eða aðrir hópar fólks samanstanda af fólki úr ólíkum áttum, með ólíka reynslu og af sitt hvoru kyninu“. Skemmtilegra. Nú er minna en mánuður síðan ríkistjórnin var valin og svar þitt við athugasemdum um ójafnan hlut kynjanna í henni var svipað: „Auðvitað er alltaf skemmtilegast að hafa sem jafnast[an] hlut kynjanna.“ Skemmtilegast. Ekki nóg með að það gæti verið skemmtilegra að jafna hlut kynjanna, þá eru lög sem eiga að tryggja slíkt. Kannski væri skemmtilegra að fara að lögum. Ég bý í Bandaríkjunum um þessar mundir og er oft spurð að því hvort það sé rétt að Ísland sé besta land í heimi fyrir konur. Ég svara því stolt að svo sé og að Bandaríkin gætu lært margt af Íslandi. Hins vegar skammast ég mín mikið fyrir það að núverandi forsætisráðherra þyki það ekki óásættanlegt að engin kona sé í efnahags- og viðskiptanefnd. Íslendingar geta verið stoltir af því hversu vel þeim hefur tekist að jafna rétt kynjanna, en það þýðir ekki að hægt sé að slaka á kröfunum. Þar sem þú situr í ráðherranefnd um jafnréttismál, sem lýsir einu af sínum helstu verkefnum sem eftirfylgni með jafnréttismálum, þá finnst mér frammistöðu þinni ábótavant. „Auðvitað er æskilegra að það sé miklu meiri blöndun. Það hlýtur að vera stefna allra að reyna að koma því á.“ Hvernig stendur á því að þér finnist það vera æskilegt en ekki nauðsynlegt? Ef það „hlýtur að vera stefna allra“, er það stefna þín? Því það lítur svo sannarlega ekki út fyrir að vera svo. Ef það er hins vegar stefna þín, hvernig nákvæmlega ætlarðu að bregðast við núverandi stöðu sem forsætisráðherra, flokksformaður, og þingmaður? Tilvitnanir eru teknar úr fréttum af visir.is og ruv.is.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun