Blóðgjafar gefa líf Jórunn Frímannsdóttir skrifar 6. júní 2013 08:50 Blóðgjafahópur Blóðbankans á landinu öllu er um 10.000 manns, en blóðgjafar eru á aldrinum 18–70 ára. Til þess að viðhalda blóðgjafahópnum í þeirri stærð sem nauðsynleg er þarf Blóðbankinn að fá um 2.000 nýja blóðgjafa á ári. Við fyrstu komu í Blóðbankann er farið yfir heilsufarssögu, mældur blóðþrýstingur og púls og tekin blóðsýni. Á blóðsýnum eru gerð blóðflokkun, veiruskimun, járnbirgðamæling og almenn blóðrannsókn. Ef niðurstöður blóðrannsókna eru í lagi getur einstaklingurinn komið aftur eftir 14 daga og gefið blóð í fyrsta sinn. Karlar mega gefa blóð á þriggja mánaða fresti og konur á fjögurra mánaða fresti. Blóðgjafahópurinn er í stöðugri endurnýjun. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að einstaklingur getur ekki gefið blóð hvort sem er tímabundið eða til lengri tíma. Helstu ástæður eru ferðalög, lyfjataka, veikindi og sjúkdómar, lífsstílstengd hegðun og járnskortur. Vert er að hafa í huga að sjúkdómar geta borist frá blóðgjafa til blóðþega. Jafnvel þótt blóðgjafi finni ekki mikil einkenni, t.d. vegna frunsu eða kvefs, getur blóðþegi með skert ónæmiskerfi veikst alvarlega við blóðgjöf frá slíkum einstaklingi. Lyf sem blóðgjafi tekur geta líka skaðað blóðþegann, t.d. sýklalyf eða verkjalyf. Einnig geta lyf haft áhrif á viðbrögð líkamans við blóðgjöf. Því er afar mikilvægt að fara vel yfir þessi atriði við hverja blóðgjöf og láta hjúkrunarfræðing vita. Mikilvægi sjálfboðaliða Blóðbankinn er banki sem alltaf verður að hafa næga innistæðu. Það er þó ekki sjálfgefið að alltaf séu til nægar blóðbirgðir í Blóðbankanum. Þar kemur tryggur blóðgjafahópur til skjalanna. Blóðgjafar koma sjálfviljugir til okkar og gefa 450 ml blóðs í hvert sinn, eða um 10-15% þess blóðmagns sem einstaklingur hefur að jafnaði. Fæstir finna til nokkurra óþæginda eftir blóðgjöf og margir reglulegir blóðgjafar tala reyndar um að þeim líði sérstaklega vel á eftir. Ef ekki væri fyrir alla þessa sjálfboðaliða sem koma reglulega í Blóðbankann gæti Blóðbankinn ekki rækt hlutverk sitt, sem er m.a. að útvega alla þá blóðhluta sem meðferð sjúkdóma og slysa krefst. Einstaklingur getur gerst blóðgjafi við 18 ára aldur og sumir bíða þess í ofvæni að geta byrjað að gefa blóð. Það eru yfirleitt einstaklingar sem hafa áður fylgst með foreldrum sínum gefa blóð eða eiga ættingja sem hafa þurft á blóðgjöf að halda.Blóðbankabíllinn Blóðbankinn á einn stóran blóðsöfnunarbíl. Í bílnum eru fjórir blóðtökustólar, setustofa fyrir blóðgjafa, móttaka og viðtalsherbergi, auk kaffiaðstöðu fyrir starfsfólk. Það er notalegt andrúmsloft í bílnum, getur verið þröngt á þingi en léttur og skemmtilegur andi. Blóðbankabíllinn er afar mikilvægur liður í því að auðvelda blóðgjöfum að koma til okkar. Við náum í marga nýja blóðgjafa í gegnum blóðbankabílinn. Við förum víða með bílinn, s.s. fyrir utan framhaldsskóla, stofnanir, verslanir og fyrirtæki, og gerum okkar ýtrasta til að vekja athygli á því í nágrenninu. Bíllinn fer auk þess víða um landið bæði að vori og hausti, þegar þetta er skrifað er bíllinn í Grundarfirði. Það er þó eitt af okkar markmiðum að fá annan minni bíl sem ætti auðveldara með að ferðast um landið og gæti t.d. þjónað Norðaustur- og Suðausturlandi betur og komist til Vestmannaeyja. Auðvelt er að fylgjast með því hvar bíllinn er á vef okkar www.blodbankinn.is. Nú er sumarið fram undan og fólk mikið að ferðast og rútínan breytist. Það breytir ekki stöðu okkar og við þurfum að geta rækt hlutverk okkar. Sjúkdómar og slys gera ekki boð á undan sér hvort sem er sumar, vetur, vor eða haust. Fimmtudaginn 13. júní verður mikið um að vera hjá okkur í Blóðbankanum. Þá er Alþjóðlegi blóðgjafadagurinn og ætlar Blóðgjafafélag Íslands að standa fyrir ýmsum uppákomum af því tilefni. Til dæmis mun Bangsaspítalinn vera í tjaldi fyrir utan Blóðbankann. Láttu ekki þitt eftir liggja og komdu við hjá okkur í Blóðbankanum eða Blóðbankabílnum og kannaðu hvort þú getir orðið blóðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Blóðgjafahópur Blóðbankans á landinu öllu er um 10.000 manns, en blóðgjafar eru á aldrinum 18–70 ára. Til þess að viðhalda blóðgjafahópnum í þeirri stærð sem nauðsynleg er þarf Blóðbankinn að fá um 2.000 nýja blóðgjafa á ári. Við fyrstu komu í Blóðbankann er farið yfir heilsufarssögu, mældur blóðþrýstingur og púls og tekin blóðsýni. Á blóðsýnum eru gerð blóðflokkun, veiruskimun, járnbirgðamæling og almenn blóðrannsókn. Ef niðurstöður blóðrannsókna eru í lagi getur einstaklingurinn komið aftur eftir 14 daga og gefið blóð í fyrsta sinn. Karlar mega gefa blóð á þriggja mánaða fresti og konur á fjögurra mánaða fresti. Blóðgjafahópurinn er í stöðugri endurnýjun. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að einstaklingur getur ekki gefið blóð hvort sem er tímabundið eða til lengri tíma. Helstu ástæður eru ferðalög, lyfjataka, veikindi og sjúkdómar, lífsstílstengd hegðun og járnskortur. Vert er að hafa í huga að sjúkdómar geta borist frá blóðgjafa til blóðþega. Jafnvel þótt blóðgjafi finni ekki mikil einkenni, t.d. vegna frunsu eða kvefs, getur blóðþegi með skert ónæmiskerfi veikst alvarlega við blóðgjöf frá slíkum einstaklingi. Lyf sem blóðgjafi tekur geta líka skaðað blóðþegann, t.d. sýklalyf eða verkjalyf. Einnig geta lyf haft áhrif á viðbrögð líkamans við blóðgjöf. Því er afar mikilvægt að fara vel yfir þessi atriði við hverja blóðgjöf og láta hjúkrunarfræðing vita. Mikilvægi sjálfboðaliða Blóðbankinn er banki sem alltaf verður að hafa næga innistæðu. Það er þó ekki sjálfgefið að alltaf séu til nægar blóðbirgðir í Blóðbankanum. Þar kemur tryggur blóðgjafahópur til skjalanna. Blóðgjafar koma sjálfviljugir til okkar og gefa 450 ml blóðs í hvert sinn, eða um 10-15% þess blóðmagns sem einstaklingur hefur að jafnaði. Fæstir finna til nokkurra óþæginda eftir blóðgjöf og margir reglulegir blóðgjafar tala reyndar um að þeim líði sérstaklega vel á eftir. Ef ekki væri fyrir alla þessa sjálfboðaliða sem koma reglulega í Blóðbankann gæti Blóðbankinn ekki rækt hlutverk sitt, sem er m.a. að útvega alla þá blóðhluta sem meðferð sjúkdóma og slysa krefst. Einstaklingur getur gerst blóðgjafi við 18 ára aldur og sumir bíða þess í ofvæni að geta byrjað að gefa blóð. Það eru yfirleitt einstaklingar sem hafa áður fylgst með foreldrum sínum gefa blóð eða eiga ættingja sem hafa þurft á blóðgjöf að halda.Blóðbankabíllinn Blóðbankinn á einn stóran blóðsöfnunarbíl. Í bílnum eru fjórir blóðtökustólar, setustofa fyrir blóðgjafa, móttaka og viðtalsherbergi, auk kaffiaðstöðu fyrir starfsfólk. Það er notalegt andrúmsloft í bílnum, getur verið þröngt á þingi en léttur og skemmtilegur andi. Blóðbankabíllinn er afar mikilvægur liður í því að auðvelda blóðgjöfum að koma til okkar. Við náum í marga nýja blóðgjafa í gegnum blóðbankabílinn. Við förum víða með bílinn, s.s. fyrir utan framhaldsskóla, stofnanir, verslanir og fyrirtæki, og gerum okkar ýtrasta til að vekja athygli á því í nágrenninu. Bíllinn fer auk þess víða um landið bæði að vori og hausti, þegar þetta er skrifað er bíllinn í Grundarfirði. Það er þó eitt af okkar markmiðum að fá annan minni bíl sem ætti auðveldara með að ferðast um landið og gæti t.d. þjónað Norðaustur- og Suðausturlandi betur og komist til Vestmannaeyja. Auðvelt er að fylgjast með því hvar bíllinn er á vef okkar www.blodbankinn.is. Nú er sumarið fram undan og fólk mikið að ferðast og rútínan breytist. Það breytir ekki stöðu okkar og við þurfum að geta rækt hlutverk okkar. Sjúkdómar og slys gera ekki boð á undan sér hvort sem er sumar, vetur, vor eða haust. Fimmtudaginn 13. júní verður mikið um að vera hjá okkur í Blóðbankanum. Þá er Alþjóðlegi blóðgjafadagurinn og ætlar Blóðgjafafélag Íslands að standa fyrir ýmsum uppákomum af því tilefni. Til dæmis mun Bangsaspítalinn vera í tjaldi fyrir utan Blóðbankann. Láttu ekki þitt eftir liggja og komdu við hjá okkur í Blóðbankanum eða Blóðbankabílnum og kannaðu hvort þú getir orðið blóðgjafi.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun