Höfuðsafn hvalamenningar í Evrópu Örlygur Hnefill Örlygsson skrifar 12. júní 2013 08:52 Árið 1995 var byrjað að bjóða upp á hvalaskoðunarferðir frá Húsavík. Það sumar komu um tvö þúsund ferðamenn til landsins til að fara í hvalaskoðun frá Húsavík. Hraður vöxtur varð á næstu árum og er fjöldi ferðamanna sem koma til Húsavíkur í hvalaskoðun nú hátt í 70 þúsund á ári hverju. Hartnær 20 árum eftir að farið var af stað með einn bát starfa hér á Húsavík þrjú öflug hvalaskoðunarfyrirtæki sem gera út 14 hvalaskoðunarbáta. Hvalaskoðun kom okkar litla bæ vel á kortið. Húsavík er ekki lengur stutt stopp á leiðinni að Ásbyrgi, heldur alvöru áfangastaður fyrir ferðafólk og einn af þeim vinsælli á Íslandi í dag. Stærstan þátt í þeirri breytingu eigum við að þakka uppbyggingu í hvalaskoðun og opnun Hvalasafnsins á Húsavík.Einstakt safn á Íslandi Hvalasafnið á Húsavík er hið eina sinnar tegundar hér á landi og eitt af fáum slíkum söfnum í heiminum. Safnið er alhliða fræðslu- og upplýsingamiðstöð um hvali og hvalamenningu. Í safninu er að finna beinagrindur af átta tegundum hvala auk fróðleiks um sögu og líffræði hvala, bæði við strendur Íslands og einnig víðar um heim. Safnið hefur frá því það var stofnað árið 1997 hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga fyrir starf sitt. Þá starfar safnið náið með Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Húsavík sem staðsett er við hlið safnsins. Þar stunda innlendir og erlendir fræðimenn og nemar rannsóknir á hvölum og öðrum sjávarspendýrum. Ég hef sem formaður stjórnar Húsavíkurstofu fengið að kynnast vel því öfluga starfi sem unnið er í Hvalasafninu í samvinnu við Háskóla Íslands. Í sumar skapar hvalamenning hér á Húsavík alls 143 störf í bænum. Eru þá aðeins taldir þeir sem vinna hjá hvalaskoðunarfyrirtækjum, hvalasafninu og við rannsóknarsetrið. Þar að auki verða til afleidd störf sem skipta mörgum tugum vegna gistingar, verslana og veitingastaða sem þjónusta það fólk sem hingað kemur í hvalaskoðun.Hvalahagkerfið á Húsavík Ég þori að fullyrða að ekkert samfélag í heiminum byggir afkomu sína að jafn stórum hluta á hvalamenningu og raunin er hér á Húsavík. Undanfarin ár hefur verið unnið ötullega að því að efla þetta starf yfir vetrartímann, enda hefur vetrarferðamönnum hér fjölgað jafnt og þétt síðastliðin tíu ár. Ég vona að hvalasafnið fái tækifæri til að vaxa og dafna um ókomin ár, sem höfuðsafn hvalamenningar í Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1995 var byrjað að bjóða upp á hvalaskoðunarferðir frá Húsavík. Það sumar komu um tvö þúsund ferðamenn til landsins til að fara í hvalaskoðun frá Húsavík. Hraður vöxtur varð á næstu árum og er fjöldi ferðamanna sem koma til Húsavíkur í hvalaskoðun nú hátt í 70 þúsund á ári hverju. Hartnær 20 árum eftir að farið var af stað með einn bát starfa hér á Húsavík þrjú öflug hvalaskoðunarfyrirtæki sem gera út 14 hvalaskoðunarbáta. Hvalaskoðun kom okkar litla bæ vel á kortið. Húsavík er ekki lengur stutt stopp á leiðinni að Ásbyrgi, heldur alvöru áfangastaður fyrir ferðafólk og einn af þeim vinsælli á Íslandi í dag. Stærstan þátt í þeirri breytingu eigum við að þakka uppbyggingu í hvalaskoðun og opnun Hvalasafnsins á Húsavík.Einstakt safn á Íslandi Hvalasafnið á Húsavík er hið eina sinnar tegundar hér á landi og eitt af fáum slíkum söfnum í heiminum. Safnið er alhliða fræðslu- og upplýsingamiðstöð um hvali og hvalamenningu. Í safninu er að finna beinagrindur af átta tegundum hvala auk fróðleiks um sögu og líffræði hvala, bæði við strendur Íslands og einnig víðar um heim. Safnið hefur frá því það var stofnað árið 1997 hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga fyrir starf sitt. Þá starfar safnið náið með Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Húsavík sem staðsett er við hlið safnsins. Þar stunda innlendir og erlendir fræðimenn og nemar rannsóknir á hvölum og öðrum sjávarspendýrum. Ég hef sem formaður stjórnar Húsavíkurstofu fengið að kynnast vel því öfluga starfi sem unnið er í Hvalasafninu í samvinnu við Háskóla Íslands. Í sumar skapar hvalamenning hér á Húsavík alls 143 störf í bænum. Eru þá aðeins taldir þeir sem vinna hjá hvalaskoðunarfyrirtækjum, hvalasafninu og við rannsóknarsetrið. Þar að auki verða til afleidd störf sem skipta mörgum tugum vegna gistingar, verslana og veitingastaða sem þjónusta það fólk sem hingað kemur í hvalaskoðun.Hvalahagkerfið á Húsavík Ég þori að fullyrða að ekkert samfélag í heiminum byggir afkomu sína að jafn stórum hluta á hvalamenningu og raunin er hér á Húsavík. Undanfarin ár hefur verið unnið ötullega að því að efla þetta starf yfir vetrartímann, enda hefur vetrarferðamönnum hér fjölgað jafnt og þétt síðastliðin tíu ár. Ég vona að hvalasafnið fái tækifæri til að vaxa og dafna um ókomin ár, sem höfuðsafn hvalamenningar í Evrópu.
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun