Höfuðsafn hvalamenningar í Evrópu Örlygur Hnefill Örlygsson skrifar 12. júní 2013 08:52 Árið 1995 var byrjað að bjóða upp á hvalaskoðunarferðir frá Húsavík. Það sumar komu um tvö þúsund ferðamenn til landsins til að fara í hvalaskoðun frá Húsavík. Hraður vöxtur varð á næstu árum og er fjöldi ferðamanna sem koma til Húsavíkur í hvalaskoðun nú hátt í 70 þúsund á ári hverju. Hartnær 20 árum eftir að farið var af stað með einn bát starfa hér á Húsavík þrjú öflug hvalaskoðunarfyrirtæki sem gera út 14 hvalaskoðunarbáta. Hvalaskoðun kom okkar litla bæ vel á kortið. Húsavík er ekki lengur stutt stopp á leiðinni að Ásbyrgi, heldur alvöru áfangastaður fyrir ferðafólk og einn af þeim vinsælli á Íslandi í dag. Stærstan þátt í þeirri breytingu eigum við að þakka uppbyggingu í hvalaskoðun og opnun Hvalasafnsins á Húsavík.Einstakt safn á Íslandi Hvalasafnið á Húsavík er hið eina sinnar tegundar hér á landi og eitt af fáum slíkum söfnum í heiminum. Safnið er alhliða fræðslu- og upplýsingamiðstöð um hvali og hvalamenningu. Í safninu er að finna beinagrindur af átta tegundum hvala auk fróðleiks um sögu og líffræði hvala, bæði við strendur Íslands og einnig víðar um heim. Safnið hefur frá því það var stofnað árið 1997 hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga fyrir starf sitt. Þá starfar safnið náið með Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Húsavík sem staðsett er við hlið safnsins. Þar stunda innlendir og erlendir fræðimenn og nemar rannsóknir á hvölum og öðrum sjávarspendýrum. Ég hef sem formaður stjórnar Húsavíkurstofu fengið að kynnast vel því öfluga starfi sem unnið er í Hvalasafninu í samvinnu við Háskóla Íslands. Í sumar skapar hvalamenning hér á Húsavík alls 143 störf í bænum. Eru þá aðeins taldir þeir sem vinna hjá hvalaskoðunarfyrirtækjum, hvalasafninu og við rannsóknarsetrið. Þar að auki verða til afleidd störf sem skipta mörgum tugum vegna gistingar, verslana og veitingastaða sem þjónusta það fólk sem hingað kemur í hvalaskoðun.Hvalahagkerfið á Húsavík Ég þori að fullyrða að ekkert samfélag í heiminum byggir afkomu sína að jafn stórum hluta á hvalamenningu og raunin er hér á Húsavík. Undanfarin ár hefur verið unnið ötullega að því að efla þetta starf yfir vetrartímann, enda hefur vetrarferðamönnum hér fjölgað jafnt og þétt síðastliðin tíu ár. Ég vona að hvalasafnið fái tækifæri til að vaxa og dafna um ókomin ár, sem höfuðsafn hvalamenningar í Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Árið 1995 var byrjað að bjóða upp á hvalaskoðunarferðir frá Húsavík. Það sumar komu um tvö þúsund ferðamenn til landsins til að fara í hvalaskoðun frá Húsavík. Hraður vöxtur varð á næstu árum og er fjöldi ferðamanna sem koma til Húsavíkur í hvalaskoðun nú hátt í 70 þúsund á ári hverju. Hartnær 20 árum eftir að farið var af stað með einn bát starfa hér á Húsavík þrjú öflug hvalaskoðunarfyrirtæki sem gera út 14 hvalaskoðunarbáta. Hvalaskoðun kom okkar litla bæ vel á kortið. Húsavík er ekki lengur stutt stopp á leiðinni að Ásbyrgi, heldur alvöru áfangastaður fyrir ferðafólk og einn af þeim vinsælli á Íslandi í dag. Stærstan þátt í þeirri breytingu eigum við að þakka uppbyggingu í hvalaskoðun og opnun Hvalasafnsins á Húsavík.Einstakt safn á Íslandi Hvalasafnið á Húsavík er hið eina sinnar tegundar hér á landi og eitt af fáum slíkum söfnum í heiminum. Safnið er alhliða fræðslu- og upplýsingamiðstöð um hvali og hvalamenningu. Í safninu er að finna beinagrindur af átta tegundum hvala auk fróðleiks um sögu og líffræði hvala, bæði við strendur Íslands og einnig víðar um heim. Safnið hefur frá því það var stofnað árið 1997 hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga fyrir starf sitt. Þá starfar safnið náið með Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Húsavík sem staðsett er við hlið safnsins. Þar stunda innlendir og erlendir fræðimenn og nemar rannsóknir á hvölum og öðrum sjávarspendýrum. Ég hef sem formaður stjórnar Húsavíkurstofu fengið að kynnast vel því öfluga starfi sem unnið er í Hvalasafninu í samvinnu við Háskóla Íslands. Í sumar skapar hvalamenning hér á Húsavík alls 143 störf í bænum. Eru þá aðeins taldir þeir sem vinna hjá hvalaskoðunarfyrirtækjum, hvalasafninu og við rannsóknarsetrið. Þar að auki verða til afleidd störf sem skipta mörgum tugum vegna gistingar, verslana og veitingastaða sem þjónusta það fólk sem hingað kemur í hvalaskoðun.Hvalahagkerfið á Húsavík Ég þori að fullyrða að ekkert samfélag í heiminum byggir afkomu sína að jafn stórum hluta á hvalamenningu og raunin er hér á Húsavík. Undanfarin ár hefur verið unnið ötullega að því að efla þetta starf yfir vetrartímann, enda hefur vetrarferðamönnum hér fjölgað jafnt og þétt síðastliðin tíu ár. Ég vona að hvalasafnið fái tækifæri til að vaxa og dafna um ókomin ár, sem höfuðsafn hvalamenningar í Evrópu.
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar