Auður án innstæðu Helgi Magnússon skrifar 17. júní 2013 10:00 Frá því að Auður Hallgrímsdóttir var ekki valin til áframhaldandi setu í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins vorið 2012 hefur hún lýst óánægju með það að hún skuli ekki hafa hlotið áframhaldandi stuðning til stjórnarsetu þar. Þetta hefur komið fram í samtölum við ýmsa og á fundum þar sem hún hefur gert grein fyrir margháttuðum samsæriskenningum sínum sem eiga það allar sammerkt að ekki er fótur fyrir þeim. Dylgjur hennar og rangfærslur eru innstæðulausar með öllu. Ekki hefur verið tækifæri til að bregðast við þessu fyrr en nú að hún birtir langa grein í Fréttatímanum þann 7. júní þar sem hún hreytir ónotum í ýmsa, þar á meðal mig vegna formennsku minnar í Samtökum iðnaðarins sem ég gegndi frá árinu 2006 til 2012. Ég sit ekki undir tilefnislausum ásökunum af þessu tagi og kem því að eftirfarandi sjónarmiðum varðandi málatilbúnað Auðar. Samtök atvinnulífsins hafa með höndum tilnefningu á fulltrúum atvinnurekenda í stjórnir níu lífeyrissjóða á almennum vinnumarkaði. Um er að ræða val á helmingi stjórnarmanna viðkomandi sjóða í samræmi við lög og reglur sjóðanna. SA skipar einn fulltrúa í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna samkvæmt ábendingu frá Samtökum iðnaðarins en í öllum öðrum tilvikum velur og skipar framkvæmdastjórn SA stjórnarmennina algjörlega á sína ábyrgð en í sem bestu samráði við aðildarfélög í þeim tilvikum sem þau koma með tillögur eða láta sig málið varða.Alrangt Það er því alrangt að framkvæmdastjórar samtakanna taki sér „sjálfskipað tilnefningarvald“ eins og Auður heldur fram í fyrrnefndri grein sinni. Þeirri staðhæfingu hennar er mótmælt sem algjörlega tilhæfulausri. Á þeim tólf árum sem ég átti sæti í stjórn Samtaka iðnaðarins, þar af sem formaður í sex ár, var sú vinnuregla viðhöfð að ákvarðanir um val á stjórnarmönnum sem samtökin komu að voru í höndum stjórnar en ekki framkvæmdastjóra eða annarra starfsmanna. Samtök atvinnurekenda hafa lagt metnað í að velja öflugt og hæft fólk til setu í stjórnum þeirra níu lífeyrissjóða sem hér um ræðir. Kröfur til stjórnarmanna fara vaxandi og hefur FME m.a. sett reglur um hæfisviðtöl sem stjórnarmenn þurfa að gangast undir. Fulltrúum SA hefur sem betur fer vegnað vel í þessum hæfisviðtölum enda hafa samtökin gert sér far um að velja fólk til þessara starfa sem ætla má að rísi undir þeim kröfum sem gerðar eru. Fulltrúar SA eru flestir starfandi í fyrirtækjum en nokkrir eru yfirmenn hjá samtökum í atvinnulífinu. Fyrir því er áralöng hefð og hefur reynsla af störfum þeirra verið með ágætum enda í öllum tilvikum um hæfa og öfluga starfsmenn að ræða. Auði Hallgrímsdóttur var falið að gegna stjórnarstörfum hjá lífeyrissjóði í fjögur ár. Þó að henni mislíki að hafa ekki verið beðin um að gegna þeim störfum lengur getur hún ekki leyft sér að ráðast að stjórnendum samtaka í atvinnulífnu með rangfærslum og innstæðulausum dylgjum. Auður á að geta gert betur en það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Frá því að Auður Hallgrímsdóttir var ekki valin til áframhaldandi setu í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins vorið 2012 hefur hún lýst óánægju með það að hún skuli ekki hafa hlotið áframhaldandi stuðning til stjórnarsetu þar. Þetta hefur komið fram í samtölum við ýmsa og á fundum þar sem hún hefur gert grein fyrir margháttuðum samsæriskenningum sínum sem eiga það allar sammerkt að ekki er fótur fyrir þeim. Dylgjur hennar og rangfærslur eru innstæðulausar með öllu. Ekki hefur verið tækifæri til að bregðast við þessu fyrr en nú að hún birtir langa grein í Fréttatímanum þann 7. júní þar sem hún hreytir ónotum í ýmsa, þar á meðal mig vegna formennsku minnar í Samtökum iðnaðarins sem ég gegndi frá árinu 2006 til 2012. Ég sit ekki undir tilefnislausum ásökunum af þessu tagi og kem því að eftirfarandi sjónarmiðum varðandi málatilbúnað Auðar. Samtök atvinnulífsins hafa með höndum tilnefningu á fulltrúum atvinnurekenda í stjórnir níu lífeyrissjóða á almennum vinnumarkaði. Um er að ræða val á helmingi stjórnarmanna viðkomandi sjóða í samræmi við lög og reglur sjóðanna. SA skipar einn fulltrúa í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna samkvæmt ábendingu frá Samtökum iðnaðarins en í öllum öðrum tilvikum velur og skipar framkvæmdastjórn SA stjórnarmennina algjörlega á sína ábyrgð en í sem bestu samráði við aðildarfélög í þeim tilvikum sem þau koma með tillögur eða láta sig málið varða.Alrangt Það er því alrangt að framkvæmdastjórar samtakanna taki sér „sjálfskipað tilnefningarvald“ eins og Auður heldur fram í fyrrnefndri grein sinni. Þeirri staðhæfingu hennar er mótmælt sem algjörlega tilhæfulausri. Á þeim tólf árum sem ég átti sæti í stjórn Samtaka iðnaðarins, þar af sem formaður í sex ár, var sú vinnuregla viðhöfð að ákvarðanir um val á stjórnarmönnum sem samtökin komu að voru í höndum stjórnar en ekki framkvæmdastjóra eða annarra starfsmanna. Samtök atvinnurekenda hafa lagt metnað í að velja öflugt og hæft fólk til setu í stjórnum þeirra níu lífeyrissjóða sem hér um ræðir. Kröfur til stjórnarmanna fara vaxandi og hefur FME m.a. sett reglur um hæfisviðtöl sem stjórnarmenn þurfa að gangast undir. Fulltrúum SA hefur sem betur fer vegnað vel í þessum hæfisviðtölum enda hafa samtökin gert sér far um að velja fólk til þessara starfa sem ætla má að rísi undir þeim kröfum sem gerðar eru. Fulltrúar SA eru flestir starfandi í fyrirtækjum en nokkrir eru yfirmenn hjá samtökum í atvinnulífinu. Fyrir því er áralöng hefð og hefur reynsla af störfum þeirra verið með ágætum enda í öllum tilvikum um hæfa og öfluga starfsmenn að ræða. Auði Hallgrímsdóttur var falið að gegna stjórnarstörfum hjá lífeyrissjóði í fjögur ár. Þó að henni mislíki að hafa ekki verið beðin um að gegna þeim störfum lengur getur hún ekki leyft sér að ráðast að stjórnendum samtaka í atvinnulífnu með rangfærslum og innstæðulausum dylgjum. Auður á að geta gert betur en það.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun