Góðan daginn, borgarfulltrúar Reykjavíkur Þóra Andrésdóttir skrifar 14. júní 2013 08:44 Í Fréttablaðinu á laugardaginn reyndu borgarfulltrúar Besta flokksins að sannfæra fólk og réttlæta afstöðu sína um að reisa hótel á Landsímareit og rífa niður Nasasalinn. Þeir virðast nú þegar vera búnir að taka ákvörðun, þrátt fyrir allar athugasemdir sem hafa verið sendar inn. Ég hélt að Betri Reykjavík væri til að sýna að í borginni ríkti íbúalýðræði. Til hvers að láta fólk senda inn athugasemdir ef ekki er tekið tillit til þeirra? Er íbúalýðræðið bara til að sýnast, bara í orði en ekki á borði? Yfir 17.000 manns hafa nú þegar mótmælt þessum áformum á ekkihotel.is. Borgarfulltrúar Besta flokks koma ekkert inn á neikvæðar hliðar á þessu máli. Eru þær engar? Þrjú gömul hús eru friðuð á þessum reit. Friðað hús þarf rými til þess að það njóti sín. Það þolir ekki að það sé byggt alveg upp að því, tala ekki um eitthvað sem er hærra en það sjálft. Á Tryggvagötunni fyrir aftan gamla Naustið er t.d. stór dökk bygging í nýjum stíl sem grúfir yfir lágreist timburhús í gömlum stíl. Er það svoleiðis sem þið viljið hafa það? Það er kannski ekki skrýtið þar sem sá sem teiknaði það hús er með ykkur í liði. Á líkan hátt munu nýju húsin sem ætluð eru í Vallarstræti gnæfa yfir friðuðu timburhúsin sem fyrir eru, en það verður byggt alveg upp við þau. Miðbæjarmarkaðurinn, Aðalstræti 9, er t.d. algjört skipulagsslys á þessum stað. Er svo bara engin umferð sem fylgir þessu hóteli? Hvað með aðföng, þvott, losun sorps, hótelgesti, starfsmenn og ég tala nú ekki um rútur og ferðajeppa? Hvar á sú aðkoma að vera, þegar búið er að byggja yfir bílastæðin við Kirkjustrætið? Þið ætlið að leysa umferðarmálin með því að leggja elstu götu borgarinnar, það er Aðalstrætið, undir rútur. Á þessari stuttu og mikilvægu götu eru nú þrjú stór rútustæði, en eitt stæði fyrir okkur borgarbúa. Á að útrýma okkur úr borginni fyrir túrista? Aukið skuggavarp verður á þrjú mikilvæg útivistarsvæði okkar borgarbúa, þ.e. Austurvöll, Fógetagarð, og Ingólfstorg. Þar sem við búum svo norðarlega er okkur hver sólargeisli mikils virði. Til hvers eruð þið eiginlega? Eigið þið ekki að að gæta hagsmuna okkar borgarbúa? Hugsa til framtíðar borgarinnar og skila henni til afkomenda okkar svo þeir geti verið stoltir af henni og sjái ekki eftir ýmsum verðmætum sem verða ekki afturkræf? Varðveita menningararfinn og sögu byggðar? Gott er að rifja upp hvað átti að gera við Bernhöftstorfuna. Ég vænti mikils af þessari borgarstjórn þegar hún tók við. Í henni er fólk sem hafði haft mikinn áhuga á menningu, hvort sem það var á tónlist eða skipulagsmálum og gömlum byggingum. En hvað gerðist? Það er eins og þið hafið algjörlega umsnúist við það að setjast að völdum. Ég hélt og vonaði að þið væruð öðruvísi en fyrirrennarar ykkar, sem hafa verið meira og minna í hagsmunapólitík. Ég spyr: Af hverju vilja borgarfulltrúar frekar styðja lóðareiganda en okkur borgarbúa í þessu máli? Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er lóðareigandinn, Pétur Þór Sigurðsson, nú ákærður af sérstökum saksóknara fyrir skattsvik. Borgarstjórn hlýtur að sjá hvað Austurvöllur er dýrmætur reitur fyrir okkur öll, ekki bara sem borgarbúa heldur líka sem þjóð. Þetta svæði er í raun þjóðareign, þjóðargersemi, sem ekki má hrófla við eða varpa á stærri skuggum. Eins er með Nasasalinn. Í borgarstjórn eru menn sem hafa spilað á þessum stað og vita hvað hann er mikilvægur í tónlistarmenningu þjóðarinnar. Þarna hafa margar hljómsveitir sem eru núna að gera garðinn frægan stigið sín fyrstu spor. Ekkert kemur í staðinn fyrir þennan stað. Hann hefur verið valinn einn af 15 bestu tónlistarstöðum heims á CNN. Tónlistin er orðin mikilvæg grein, jafnvel útflutningsgrein. Þetta vitið þið í Besta flokknum. Vilja þeir borgarfulltrúar sem hafa þekkingu og reynslu í tónlistarbransanum ekki styrkja þá grósku sem er í tónlistarflórunni og hlúa að henni? Eins og þeir vita manna best spila hljómsveitir ekki sína fyrstu tónleika í Hörpunni. Búið er að loka Sirkús og nú á líka að loka Hemma og Valda og rífa Faktorý. Hvar á tónlistin að blómstra og nýgræðingar að fá æfingu í að stíga á svið? Ávísun á nýjan hótelsal gæti reynst innistæðulaus og þar getur aldrei þrifist tónlist með sama hætti. Sýnið nú kjark og snúist á sveif með íbúum þessa lands. Ég skora á ykkur að hætta við þessa tillögu. Takið tillit til allra þeirra athugasemda sem hafa verið sendar inn á skipulag.is. Takið saman höndum við Alþingi og leysið málið í sátt og samlyndi. Er ekki einhver ykkar nú á báðum stöðum? Það veit ekki á gott ef ríki og borg geta ekki unnið saman að svona mikilvægum málum. Eruð þið í borgarstjórn til að gæta þess að lóðareigandi græði sem mest á sinni fjárfestingu eða til að vernda borgina okkar, og þá meðal annars akkúrat fyrir svona bröskurum? Gott væri að vita það fyrir næstu kosningar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Gott kvöld, Reykvíkingar "Hvernig stendur á því að svona margar frábærar hljómsveitir koma frá Íslandi?“ Þetta er oft fyrsta spurningin sem við í Gusgus fáum frá erlendu fjölmiðlafólki. 14. júní 2013 08:44 Góðan daginn, Reykvíkingar 8. júní 2013 06:00 Elsku bestu Reykvíkingar Borgarfulltrúar Besta flokksins skrifuðu stórskemmtilega grein í Fréttablaðið um skipulag á Landsímareitnum. Margt í greininni var ekki bara skemmtilegt heldur bráðfyndið. 12. júní 2013 08:52 Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu á laugardaginn reyndu borgarfulltrúar Besta flokksins að sannfæra fólk og réttlæta afstöðu sína um að reisa hótel á Landsímareit og rífa niður Nasasalinn. Þeir virðast nú þegar vera búnir að taka ákvörðun, þrátt fyrir allar athugasemdir sem hafa verið sendar inn. Ég hélt að Betri Reykjavík væri til að sýna að í borginni ríkti íbúalýðræði. Til hvers að láta fólk senda inn athugasemdir ef ekki er tekið tillit til þeirra? Er íbúalýðræðið bara til að sýnast, bara í orði en ekki á borði? Yfir 17.000 manns hafa nú þegar mótmælt þessum áformum á ekkihotel.is. Borgarfulltrúar Besta flokks koma ekkert inn á neikvæðar hliðar á þessu máli. Eru þær engar? Þrjú gömul hús eru friðuð á þessum reit. Friðað hús þarf rými til þess að það njóti sín. Það þolir ekki að það sé byggt alveg upp að því, tala ekki um eitthvað sem er hærra en það sjálft. Á Tryggvagötunni fyrir aftan gamla Naustið er t.d. stór dökk bygging í nýjum stíl sem grúfir yfir lágreist timburhús í gömlum stíl. Er það svoleiðis sem þið viljið hafa það? Það er kannski ekki skrýtið þar sem sá sem teiknaði það hús er með ykkur í liði. Á líkan hátt munu nýju húsin sem ætluð eru í Vallarstræti gnæfa yfir friðuðu timburhúsin sem fyrir eru, en það verður byggt alveg upp við þau. Miðbæjarmarkaðurinn, Aðalstræti 9, er t.d. algjört skipulagsslys á þessum stað. Er svo bara engin umferð sem fylgir þessu hóteli? Hvað með aðföng, þvott, losun sorps, hótelgesti, starfsmenn og ég tala nú ekki um rútur og ferðajeppa? Hvar á sú aðkoma að vera, þegar búið er að byggja yfir bílastæðin við Kirkjustrætið? Þið ætlið að leysa umferðarmálin með því að leggja elstu götu borgarinnar, það er Aðalstrætið, undir rútur. Á þessari stuttu og mikilvægu götu eru nú þrjú stór rútustæði, en eitt stæði fyrir okkur borgarbúa. Á að útrýma okkur úr borginni fyrir túrista? Aukið skuggavarp verður á þrjú mikilvæg útivistarsvæði okkar borgarbúa, þ.e. Austurvöll, Fógetagarð, og Ingólfstorg. Þar sem við búum svo norðarlega er okkur hver sólargeisli mikils virði. Til hvers eruð þið eiginlega? Eigið þið ekki að að gæta hagsmuna okkar borgarbúa? Hugsa til framtíðar borgarinnar og skila henni til afkomenda okkar svo þeir geti verið stoltir af henni og sjái ekki eftir ýmsum verðmætum sem verða ekki afturkræf? Varðveita menningararfinn og sögu byggðar? Gott er að rifja upp hvað átti að gera við Bernhöftstorfuna. Ég vænti mikils af þessari borgarstjórn þegar hún tók við. Í henni er fólk sem hafði haft mikinn áhuga á menningu, hvort sem það var á tónlist eða skipulagsmálum og gömlum byggingum. En hvað gerðist? Það er eins og þið hafið algjörlega umsnúist við það að setjast að völdum. Ég hélt og vonaði að þið væruð öðruvísi en fyrirrennarar ykkar, sem hafa verið meira og minna í hagsmunapólitík. Ég spyr: Af hverju vilja borgarfulltrúar frekar styðja lóðareiganda en okkur borgarbúa í þessu máli? Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er lóðareigandinn, Pétur Þór Sigurðsson, nú ákærður af sérstökum saksóknara fyrir skattsvik. Borgarstjórn hlýtur að sjá hvað Austurvöllur er dýrmætur reitur fyrir okkur öll, ekki bara sem borgarbúa heldur líka sem þjóð. Þetta svæði er í raun þjóðareign, þjóðargersemi, sem ekki má hrófla við eða varpa á stærri skuggum. Eins er með Nasasalinn. Í borgarstjórn eru menn sem hafa spilað á þessum stað og vita hvað hann er mikilvægur í tónlistarmenningu þjóðarinnar. Þarna hafa margar hljómsveitir sem eru núna að gera garðinn frægan stigið sín fyrstu spor. Ekkert kemur í staðinn fyrir þennan stað. Hann hefur verið valinn einn af 15 bestu tónlistarstöðum heims á CNN. Tónlistin er orðin mikilvæg grein, jafnvel útflutningsgrein. Þetta vitið þið í Besta flokknum. Vilja þeir borgarfulltrúar sem hafa þekkingu og reynslu í tónlistarbransanum ekki styrkja þá grósku sem er í tónlistarflórunni og hlúa að henni? Eins og þeir vita manna best spila hljómsveitir ekki sína fyrstu tónleika í Hörpunni. Búið er að loka Sirkús og nú á líka að loka Hemma og Valda og rífa Faktorý. Hvar á tónlistin að blómstra og nýgræðingar að fá æfingu í að stíga á svið? Ávísun á nýjan hótelsal gæti reynst innistæðulaus og þar getur aldrei þrifist tónlist með sama hætti. Sýnið nú kjark og snúist á sveif með íbúum þessa lands. Ég skora á ykkur að hætta við þessa tillögu. Takið tillit til allra þeirra athugasemda sem hafa verið sendar inn á skipulag.is. Takið saman höndum við Alþingi og leysið málið í sátt og samlyndi. Er ekki einhver ykkar nú á báðum stöðum? Það veit ekki á gott ef ríki og borg geta ekki unnið saman að svona mikilvægum málum. Eruð þið í borgarstjórn til að gæta þess að lóðareigandi græði sem mest á sinni fjárfestingu eða til að vernda borgina okkar, og þá meðal annars akkúrat fyrir svona bröskurum? Gott væri að vita það fyrir næstu kosningar!
Gott kvöld, Reykvíkingar "Hvernig stendur á því að svona margar frábærar hljómsveitir koma frá Íslandi?“ Þetta er oft fyrsta spurningin sem við í Gusgus fáum frá erlendu fjölmiðlafólki. 14. júní 2013 08:44
Elsku bestu Reykvíkingar Borgarfulltrúar Besta flokksins skrifuðu stórskemmtilega grein í Fréttablaðið um skipulag á Landsímareitnum. Margt í greininni var ekki bara skemmtilegt heldur bráðfyndið. 12. júní 2013 08:52
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar