Eru hvalveiðar nauðsynlegar? Birna Björk Árnadóttir skrifar 7. júní 2013 08:44 Árið 1947 var fyrirtækið Hvalur hf. stofnað og hvalveiðar voru stundaðar til ársins 1989. Veiðar og vinnsla hvalaafurða fyrirtækisins skapaði fjölda starfa og mikilvægar tekjur. Hvalveiðibannið 1989 kom til vegna mikillar andstöðu við hvalveiðar á alþjóðavettvangi, m.a. í helstu markaðslöndum Íslendinga, og óvissu um ástand hvalastofna. Hvalveiðibannið stóð í 20 ár en árið 2009 var gefin heimild til að veiða langreyði út árið 2013. Í ár er heimilt að skjóta að hámarki 154 langreyðar og þessi dýr ætlar Hvalur hf. að veiða í sumar. Lengi vel var ég hlynnt hvalveiðum með þeim rökum sem hvalveiðar eru oftast réttlættar með: Tegundirnar sem við veiðum eru ekki í útrýmingarhættu, það er réttur fullvalda þjóðar að nýta auðlindir á sjálfbæran hátt, hvalurinn er að éta okkur út á gaddinn og síðast en ekki síst eru hvalveiðar arðbær grein sem skilar útflutningstekjum í þjóðarbúið. Ég er búin að skipta um skoðun og það hafa líklega fleiri gert. Þrátt fyrir að tilteknir hvalastofnar séu ekki lengur á bláþröskuldi útrýmingar eru hvalveiðarnar hluti af fortíð okkar en ekki framtíð. Rökin um að við eigum að veiða hvali af því að við megum það og getum það eru bæði úrelt og hallærisleg í alþjóðasamfélaginu sem við búum í. Þess vegna er sorglegt að heyra nýjan ráðherra sjávarútvegsmála vísa til aldagamallar hefðar við nýtingu auðlinda og skorts á skilningi þegar hvalveiðar eru gagnrýndar í erlendum fjölmiðlum. Vegna samkeppni um fæðuna í sjónum má benda á að aðrar hvalategundir stunda einnig fiska- og krabbadýraát, auk þess sem ýmsir aðrir þættir ógna lífríkinu umhverfis landið, svo sem hlýnun og súrnun hafsins vegna loftslagsbreytinga.Dræm sala En hversu nauðsynlegt og skynsamlegt er að veiða 154 langreyðar? Við erum náttúrulega ekki að stunda frumbyggjaveiðar og því er þetta ekki spurning um byggðasjónarmið þó að tímabundin atvinna skapist í Hvalfirðinum. Einhverra hluta vegna stendur íslenskum almenningi ekki til boða að kaupa afurðir af langreyðum en allt kjötið er flutt út. Engar vörur eru fullunnar hér á landi og því er í raun um að ræða hráefnisútflutning. Eina markaðslandið er Japan og þar gengur ekki betur að selja kjötið en svo að hluti aflans frá vertíðunum 2009-10 er enn óseldur og geymdur í frystigeymslum þar í landi. Þetta er staðan þrátt fyrir fjölmargar söluferðir til Japans á umliðnum árum og reglulegar fullyrðingar um að markaðurinn sé að glæðast. Svörin við dræmri sölu eru samdráttur í japanska efnahagslífinu vegna jarðskjálftans árið 2011. Sá hörmulegi atburður veikti japanskt efnahagslíf og einkaneyslu, en getur ekki líka verið að nýjar kynslóðir Japana hafi breyttan matarsmekk og kjósi aðrar matvörur fram yfir langreyðina? Líklega hefur þrýstingur frá umhverfis- og dýraverndunarsamtökum haft sitt að segja en nýlega bárust fréttir frá Japan um að framleiðslu á lúxushundamat úr hvalkjöti hafi verið hætt. Hvað það er sem drífur stjórn Hvals hf. áfram til hvalveiða í óþökk heimsbyggðarinnar er með öllu óskiljanlegt. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa engan áhuga á að upplýsa um kostnaðinn við hvalveiðarnar eða hversu miklum fjármunum á yfirleitt að fórna til að koma hvalkjötinu ofan í Japani. Erum við ef til vill að fórna meiri hagsmunum fyrir minni? Gleymum ekki að þær þjóðir sem við eigum í mestum viðskiptum við leggjast gegn hvalveiðum í atvinnuskyni og viðskiptum með hvalaafurðir. Eins og staðan er í dag er aðeins einn maður sem hefur það í hendi sér hvort þessar langreyðar verða veiddar eða ekki. Mikið vildi ég óska að hann léti af þessari hvalveiðiþrjósku og fyndi kröftum sínum og fjármunum annan farveg. Braggabyggðin í Hvalfirði og gömlu hvalveiðiskipin bjóða nefnilega upp á ótal tækifæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Árið 1947 var fyrirtækið Hvalur hf. stofnað og hvalveiðar voru stundaðar til ársins 1989. Veiðar og vinnsla hvalaafurða fyrirtækisins skapaði fjölda starfa og mikilvægar tekjur. Hvalveiðibannið 1989 kom til vegna mikillar andstöðu við hvalveiðar á alþjóðavettvangi, m.a. í helstu markaðslöndum Íslendinga, og óvissu um ástand hvalastofna. Hvalveiðibannið stóð í 20 ár en árið 2009 var gefin heimild til að veiða langreyði út árið 2013. Í ár er heimilt að skjóta að hámarki 154 langreyðar og þessi dýr ætlar Hvalur hf. að veiða í sumar. Lengi vel var ég hlynnt hvalveiðum með þeim rökum sem hvalveiðar eru oftast réttlættar með: Tegundirnar sem við veiðum eru ekki í útrýmingarhættu, það er réttur fullvalda þjóðar að nýta auðlindir á sjálfbæran hátt, hvalurinn er að éta okkur út á gaddinn og síðast en ekki síst eru hvalveiðar arðbær grein sem skilar útflutningstekjum í þjóðarbúið. Ég er búin að skipta um skoðun og það hafa líklega fleiri gert. Þrátt fyrir að tilteknir hvalastofnar séu ekki lengur á bláþröskuldi útrýmingar eru hvalveiðarnar hluti af fortíð okkar en ekki framtíð. Rökin um að við eigum að veiða hvali af því að við megum það og getum það eru bæði úrelt og hallærisleg í alþjóðasamfélaginu sem við búum í. Þess vegna er sorglegt að heyra nýjan ráðherra sjávarútvegsmála vísa til aldagamallar hefðar við nýtingu auðlinda og skorts á skilningi þegar hvalveiðar eru gagnrýndar í erlendum fjölmiðlum. Vegna samkeppni um fæðuna í sjónum má benda á að aðrar hvalategundir stunda einnig fiska- og krabbadýraát, auk þess sem ýmsir aðrir þættir ógna lífríkinu umhverfis landið, svo sem hlýnun og súrnun hafsins vegna loftslagsbreytinga.Dræm sala En hversu nauðsynlegt og skynsamlegt er að veiða 154 langreyðar? Við erum náttúrulega ekki að stunda frumbyggjaveiðar og því er þetta ekki spurning um byggðasjónarmið þó að tímabundin atvinna skapist í Hvalfirðinum. Einhverra hluta vegna stendur íslenskum almenningi ekki til boða að kaupa afurðir af langreyðum en allt kjötið er flutt út. Engar vörur eru fullunnar hér á landi og því er í raun um að ræða hráefnisútflutning. Eina markaðslandið er Japan og þar gengur ekki betur að selja kjötið en svo að hluti aflans frá vertíðunum 2009-10 er enn óseldur og geymdur í frystigeymslum þar í landi. Þetta er staðan þrátt fyrir fjölmargar söluferðir til Japans á umliðnum árum og reglulegar fullyrðingar um að markaðurinn sé að glæðast. Svörin við dræmri sölu eru samdráttur í japanska efnahagslífinu vegna jarðskjálftans árið 2011. Sá hörmulegi atburður veikti japanskt efnahagslíf og einkaneyslu, en getur ekki líka verið að nýjar kynslóðir Japana hafi breyttan matarsmekk og kjósi aðrar matvörur fram yfir langreyðina? Líklega hefur þrýstingur frá umhverfis- og dýraverndunarsamtökum haft sitt að segja en nýlega bárust fréttir frá Japan um að framleiðslu á lúxushundamat úr hvalkjöti hafi verið hætt. Hvað það er sem drífur stjórn Hvals hf. áfram til hvalveiða í óþökk heimsbyggðarinnar er með öllu óskiljanlegt. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa engan áhuga á að upplýsa um kostnaðinn við hvalveiðarnar eða hversu miklum fjármunum á yfirleitt að fórna til að koma hvalkjötinu ofan í Japani. Erum við ef til vill að fórna meiri hagsmunum fyrir minni? Gleymum ekki að þær þjóðir sem við eigum í mestum viðskiptum við leggjast gegn hvalveiðum í atvinnuskyni og viðskiptum með hvalaafurðir. Eins og staðan er í dag er aðeins einn maður sem hefur það í hendi sér hvort þessar langreyðar verða veiddar eða ekki. Mikið vildi ég óska að hann léti af þessari hvalveiðiþrjósku og fyndi kröftum sínum og fjármunum annan farveg. Braggabyggðin í Hvalfirði og gömlu hvalveiðiskipin bjóða nefnilega upp á ótal tækifæri.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun