Þrískipt valdníðsla Einar Guðmundsson skrifar 6. júní 2013 08:51 Þrískipting valdsins, ríkisstjórn, Alþingi og Hæstiréttur, byggist á gömlum erlendum hugmyndum um að valddreifing dragi úr, eða jafnvel hindri valdníðslu hins opinbera gagnvart almenningi. Þessar hugmyndir vaxa fram í samfélögum, sem þó bjuggu við eins konar þrískiptingu valdsins, þ.e. konungur, aðall og kirkjan. Þessar þrjár stofnanir þeirra tíma stunduðu víða þvílíka valdníðslu, samkrull og spillingu að almenningur þurfti að rísa upp með byltingu og minna á, að allt vald er almennings og að öll opinber embætti eru almenningi til þjónustu. Áréttað var að almenningur er ekki þjónar yfirstéttar og embættismanna, heldur öfugt. Þrískipting valds í Lýðveldinu Ísland hefur því miður ekki getað varið almenning nægjanlega fyrir valdníðslu, samkrulli og spillingu valdsins þrátt fyrir góðan ásetning. Á síðustu árum hefur hið þrískipta vald á Íslandi stundað valdníðslu með eftirminnilegum hætti og eru dæmin því miður fleiri en hér verða tekin. Má þar fyrst nefna valdníðslu framkvæmdarvalds þegar tveir ráðherrar upp á sitt eindæmi brutu eina af helgustu siðareglum þessarar þjóðar, sem er; að Ísland fari aldrei með hernaði á hendur annarri þjóð. Hér er auðvitað átt við stuðning við Íraksstríðið. Í öðru lagi má nefna valdníðslu löggjafarvaldsins, sem í fornum anda aðalsmanna skenkir sér yfirstéttareftirlaun, algerlega úr samhengi við eftirlaun almúgans. Nýlega varð svo þjóðin átakanlega vör við valdníðslu dómsvaldsins, þegar Hæstiréttur felldi úr gildi skýran vilja þjóðarinnar, sem komið hafði fram í kosningum til stjórnlagaráðs. Þar velur Hæstiréttur að hengja sig í minniháttar tæknilega ágalla kosninganna, sem enginn hefur þó fært haldbær rök fyrir að hafi haft einhver áhrif á lokaniðurstöðuna. Þannig hunsar Hæstiréttur þjóðarviljann.Féll á prófinu Það er ekki oft, sem Hæstarétti er falið að fjalla um mál, sem þjóðin hefur tjáð sig um, og ekki er hægt að segja annað en að Hæstiréttur hafi fallið illa á prófinu. Aldrei fyrr hafa kenningar um að Hæstiréttur geti ekki verið hlutlaus vegna tengsla dómaranna við einn og sama stjórnmálaflokk fengið slíkan meðbyr. Engin af ofannefndum dæmum hafa orðið almenningi til góðs, nema síður sé. Hvernig gat þessi valdníðsla átt sér stað? Við vitum að bak við valdníðslu býr venjulega valdhroki, eða í besta falli heimska. Það, að ekki hefur verið tekið á ofannefndu, bendir til óeðlilegs samkrulls hins þrískipta valds. Langlundargeð íslensku þjóðarinnar er mikið. Auðvitað verður að lokum tekið á spillingu og valdníðslu í íslenskum stjórnmálum, en varla í fyrirsjáanlegri framtíð, kannski ekki á þessari öld. Margir óttast hins vegar að aðild að ESB gæti takmarkað svigrúm hinna spilltu. Þeir munu hafna aðild óháð niðurstöðu samninga og tryggja sér þannig óbreytt ástand enn um sinn. Innst inni held ég þó að við séum öll sammála um að spillingu og valdníðslu eigi ekki að líða, en það er mismunandi djúpt á því hjá okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Þrískipting valdsins, ríkisstjórn, Alþingi og Hæstiréttur, byggist á gömlum erlendum hugmyndum um að valddreifing dragi úr, eða jafnvel hindri valdníðslu hins opinbera gagnvart almenningi. Þessar hugmyndir vaxa fram í samfélögum, sem þó bjuggu við eins konar þrískiptingu valdsins, þ.e. konungur, aðall og kirkjan. Þessar þrjár stofnanir þeirra tíma stunduðu víða þvílíka valdníðslu, samkrull og spillingu að almenningur þurfti að rísa upp með byltingu og minna á, að allt vald er almennings og að öll opinber embætti eru almenningi til þjónustu. Áréttað var að almenningur er ekki þjónar yfirstéttar og embættismanna, heldur öfugt. Þrískipting valds í Lýðveldinu Ísland hefur því miður ekki getað varið almenning nægjanlega fyrir valdníðslu, samkrulli og spillingu valdsins þrátt fyrir góðan ásetning. Á síðustu árum hefur hið þrískipta vald á Íslandi stundað valdníðslu með eftirminnilegum hætti og eru dæmin því miður fleiri en hér verða tekin. Má þar fyrst nefna valdníðslu framkvæmdarvalds þegar tveir ráðherrar upp á sitt eindæmi brutu eina af helgustu siðareglum þessarar þjóðar, sem er; að Ísland fari aldrei með hernaði á hendur annarri þjóð. Hér er auðvitað átt við stuðning við Íraksstríðið. Í öðru lagi má nefna valdníðslu löggjafarvaldsins, sem í fornum anda aðalsmanna skenkir sér yfirstéttareftirlaun, algerlega úr samhengi við eftirlaun almúgans. Nýlega varð svo þjóðin átakanlega vör við valdníðslu dómsvaldsins, þegar Hæstiréttur felldi úr gildi skýran vilja þjóðarinnar, sem komið hafði fram í kosningum til stjórnlagaráðs. Þar velur Hæstiréttur að hengja sig í minniháttar tæknilega ágalla kosninganna, sem enginn hefur þó fært haldbær rök fyrir að hafi haft einhver áhrif á lokaniðurstöðuna. Þannig hunsar Hæstiréttur þjóðarviljann.Féll á prófinu Það er ekki oft, sem Hæstarétti er falið að fjalla um mál, sem þjóðin hefur tjáð sig um, og ekki er hægt að segja annað en að Hæstiréttur hafi fallið illa á prófinu. Aldrei fyrr hafa kenningar um að Hæstiréttur geti ekki verið hlutlaus vegna tengsla dómaranna við einn og sama stjórnmálaflokk fengið slíkan meðbyr. Engin af ofannefndum dæmum hafa orðið almenningi til góðs, nema síður sé. Hvernig gat þessi valdníðsla átt sér stað? Við vitum að bak við valdníðslu býr venjulega valdhroki, eða í besta falli heimska. Það, að ekki hefur verið tekið á ofannefndu, bendir til óeðlilegs samkrulls hins þrískipta valds. Langlundargeð íslensku þjóðarinnar er mikið. Auðvitað verður að lokum tekið á spillingu og valdníðslu í íslenskum stjórnmálum, en varla í fyrirsjáanlegri framtíð, kannski ekki á þessari öld. Margir óttast hins vegar að aðild að ESB gæti takmarkað svigrúm hinna spilltu. Þeir munu hafna aðild óháð niðurstöðu samninga og tryggja sér þannig óbreytt ástand enn um sinn. Innst inni held ég þó að við séum öll sammála um að spillingu og valdníðslu eigi ekki að líða, en það er mismunandi djúpt á því hjá okkur.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun