Útlit. Innlit Pétur Gunnarsson skrifar 7. júní 2013 08:44 Ég átti þess kost að heimsækja Helsinki á dögunum. Mikið sem það er áreynslulaus borg, samræmisfull með stílhreinum hverfum og höfn sem dregur að sér mannfjölda með markaðstorgi, ferjum í háhýsastærð og minnibátaferðum út í eyjarnar. Athygli vakti hvað umferð bíla um borgina er strjál, minnti á Reykjavík kringum 1970. Það skýrist væntanlega af hinu öfluga almenningssamgangnaneti: strætisvagnar, sporvagnar og lestar eru stöðugt og jafnt að anna erindagjörðum fólksins. Vorið var nýútsprungið í sumar og svipmót manna passaði engan veginn við staðalmyndina um hinn þungbúna Finna. Mesta athygli vakti þó hvað borgin var ýkt snyrtileg. Hvar sem á hana var litið. Hvergi sást svo mikið sem snifsi af rusli á víðavangi og nálgaðist óraunveruleika á útihátíð sem við vorum viðstödd. Hanami heitir sú upp á japönsku, en það virðist vera einhver leyniþráður á milli Japana og Finna. Mér skildist að hér væri verið að fagna blómgun kirsuberjatrésins, mikill mannfjöldi sat flötum beinum á víðáttustórri grasflöt og maulaði nestið sitt, en fyrir endanum var upphækkað svið þar sem japanskar geisjur stigu þokkafullan dans og plokkuðu strengi. Að samkomu lokinni reis fólkið á fætur og þá brá svo við að ekki var svo mikið sem ein krumpuð servétta eftir skilin, allur úrgangur hafði ratað í snyrtilega svarta kassa á stangli innan um mannfjöldann. Sama var raunar uppi á teningnum á torgflæminu framan við aðalbrautarstöðina. Já, hvert sem litið var!Sálarkröm Kannski þess vegna sem viðbrigðin voru svo mikil að koma heim til Reykjavíkur. Að líta öll þau ógrynni af rusli sem borgarbúar megna að kasta frá sér á víðavangi og vindurinn sér um að hengja í tré og runna og bólstra með girðingar. En í skotum hlaðast upp haugar sem geta náð meðalmanni í mitti. Hvaða eiginlega sálarkröm býr hér að baki? Þetta nær þeim hæðum að slær eiginlega yfir í ofbeldisverknað. Hvaða innibyrgða reiði fær hér útrás? Íslendingar eru þjóð sem sjaldan eða aldrei gefst tækifæri til að líta í spegil. Áhrifamesti fjölmiðillinn beinir helst aldrei myndavélinni að umhverfi okkar. Og maður sem hefði aldrei litið í spegil, hvernig liti hann eiginlega út? Einstaklingur sem hefði aldrei fengið viðmót, sem enginn hefði brugðist við, hvernig væri komið fyrir honum? Oft og iðulega er talað um „þjóðirnar sem við viljum bera okkur saman við“. En hvernig væri að bera okkur saman við þessar þjóðir? Láta útsendara okkar í höfuðborgum Norðurlanda gera úttektir á þessum stöðum og við hér heima bera jafnóðum saman við það sem tíðkast okkar á meðal. Vetur sumar vor og haust. Fyrir fram leyfi ég mér að fullyrða að engin þjóð á byggðu bóli norðan Alpa sýni sjálfri sér jafn djúprætta lítilsvirðingu og Íslendingar þegar kemur að umgengni. Við svo búið má ekki standa. Við hljótum að þurfa að taka okkur tak. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Ég átti þess kost að heimsækja Helsinki á dögunum. Mikið sem það er áreynslulaus borg, samræmisfull með stílhreinum hverfum og höfn sem dregur að sér mannfjölda með markaðstorgi, ferjum í háhýsastærð og minnibátaferðum út í eyjarnar. Athygli vakti hvað umferð bíla um borgina er strjál, minnti á Reykjavík kringum 1970. Það skýrist væntanlega af hinu öfluga almenningssamgangnaneti: strætisvagnar, sporvagnar og lestar eru stöðugt og jafnt að anna erindagjörðum fólksins. Vorið var nýútsprungið í sumar og svipmót manna passaði engan veginn við staðalmyndina um hinn þungbúna Finna. Mesta athygli vakti þó hvað borgin var ýkt snyrtileg. Hvar sem á hana var litið. Hvergi sást svo mikið sem snifsi af rusli á víðavangi og nálgaðist óraunveruleika á útihátíð sem við vorum viðstödd. Hanami heitir sú upp á japönsku, en það virðist vera einhver leyniþráður á milli Japana og Finna. Mér skildist að hér væri verið að fagna blómgun kirsuberjatrésins, mikill mannfjöldi sat flötum beinum á víðáttustórri grasflöt og maulaði nestið sitt, en fyrir endanum var upphækkað svið þar sem japanskar geisjur stigu þokkafullan dans og plokkuðu strengi. Að samkomu lokinni reis fólkið á fætur og þá brá svo við að ekki var svo mikið sem ein krumpuð servétta eftir skilin, allur úrgangur hafði ratað í snyrtilega svarta kassa á stangli innan um mannfjöldann. Sama var raunar uppi á teningnum á torgflæminu framan við aðalbrautarstöðina. Já, hvert sem litið var!Sálarkröm Kannski þess vegna sem viðbrigðin voru svo mikil að koma heim til Reykjavíkur. Að líta öll þau ógrynni af rusli sem borgarbúar megna að kasta frá sér á víðavangi og vindurinn sér um að hengja í tré og runna og bólstra með girðingar. En í skotum hlaðast upp haugar sem geta náð meðalmanni í mitti. Hvaða eiginlega sálarkröm býr hér að baki? Þetta nær þeim hæðum að slær eiginlega yfir í ofbeldisverknað. Hvaða innibyrgða reiði fær hér útrás? Íslendingar eru þjóð sem sjaldan eða aldrei gefst tækifæri til að líta í spegil. Áhrifamesti fjölmiðillinn beinir helst aldrei myndavélinni að umhverfi okkar. Og maður sem hefði aldrei litið í spegil, hvernig liti hann eiginlega út? Einstaklingur sem hefði aldrei fengið viðmót, sem enginn hefði brugðist við, hvernig væri komið fyrir honum? Oft og iðulega er talað um „þjóðirnar sem við viljum bera okkur saman við“. En hvernig væri að bera okkur saman við þessar þjóðir? Láta útsendara okkar í höfuðborgum Norðurlanda gera úttektir á þessum stöðum og við hér heima bera jafnóðum saman við það sem tíðkast okkar á meðal. Vetur sumar vor og haust. Fyrir fram leyfi ég mér að fullyrða að engin þjóð á byggðu bóli norðan Alpa sýni sjálfri sér jafn djúprætta lítilsvirðingu og Íslendingar þegar kemur að umgengni. Við svo búið má ekki standa. Við hljótum að þurfa að taka okkur tak.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun