Útlit. Innlit Pétur Gunnarsson skrifar 7. júní 2013 08:44 Ég átti þess kost að heimsækja Helsinki á dögunum. Mikið sem það er áreynslulaus borg, samræmisfull með stílhreinum hverfum og höfn sem dregur að sér mannfjölda með markaðstorgi, ferjum í háhýsastærð og minnibátaferðum út í eyjarnar. Athygli vakti hvað umferð bíla um borgina er strjál, minnti á Reykjavík kringum 1970. Það skýrist væntanlega af hinu öfluga almenningssamgangnaneti: strætisvagnar, sporvagnar og lestar eru stöðugt og jafnt að anna erindagjörðum fólksins. Vorið var nýútsprungið í sumar og svipmót manna passaði engan veginn við staðalmyndina um hinn þungbúna Finna. Mesta athygli vakti þó hvað borgin var ýkt snyrtileg. Hvar sem á hana var litið. Hvergi sást svo mikið sem snifsi af rusli á víðavangi og nálgaðist óraunveruleika á útihátíð sem við vorum viðstödd. Hanami heitir sú upp á japönsku, en það virðist vera einhver leyniþráður á milli Japana og Finna. Mér skildist að hér væri verið að fagna blómgun kirsuberjatrésins, mikill mannfjöldi sat flötum beinum á víðáttustórri grasflöt og maulaði nestið sitt, en fyrir endanum var upphækkað svið þar sem japanskar geisjur stigu þokkafullan dans og plokkuðu strengi. Að samkomu lokinni reis fólkið á fætur og þá brá svo við að ekki var svo mikið sem ein krumpuð servétta eftir skilin, allur úrgangur hafði ratað í snyrtilega svarta kassa á stangli innan um mannfjöldann. Sama var raunar uppi á teningnum á torgflæminu framan við aðalbrautarstöðina. Já, hvert sem litið var!Sálarkröm Kannski þess vegna sem viðbrigðin voru svo mikil að koma heim til Reykjavíkur. Að líta öll þau ógrynni af rusli sem borgarbúar megna að kasta frá sér á víðavangi og vindurinn sér um að hengja í tré og runna og bólstra með girðingar. En í skotum hlaðast upp haugar sem geta náð meðalmanni í mitti. Hvaða eiginlega sálarkröm býr hér að baki? Þetta nær þeim hæðum að slær eiginlega yfir í ofbeldisverknað. Hvaða innibyrgða reiði fær hér útrás? Íslendingar eru þjóð sem sjaldan eða aldrei gefst tækifæri til að líta í spegil. Áhrifamesti fjölmiðillinn beinir helst aldrei myndavélinni að umhverfi okkar. Og maður sem hefði aldrei litið í spegil, hvernig liti hann eiginlega út? Einstaklingur sem hefði aldrei fengið viðmót, sem enginn hefði brugðist við, hvernig væri komið fyrir honum? Oft og iðulega er talað um „þjóðirnar sem við viljum bera okkur saman við“. En hvernig væri að bera okkur saman við þessar þjóðir? Láta útsendara okkar í höfuðborgum Norðurlanda gera úttektir á þessum stöðum og við hér heima bera jafnóðum saman við það sem tíðkast okkar á meðal. Vetur sumar vor og haust. Fyrir fram leyfi ég mér að fullyrða að engin þjóð á byggðu bóli norðan Alpa sýni sjálfri sér jafn djúprætta lítilsvirðingu og Íslendingar þegar kemur að umgengni. Við svo búið má ekki standa. Við hljótum að þurfa að taka okkur tak. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ég átti þess kost að heimsækja Helsinki á dögunum. Mikið sem það er áreynslulaus borg, samræmisfull með stílhreinum hverfum og höfn sem dregur að sér mannfjölda með markaðstorgi, ferjum í háhýsastærð og minnibátaferðum út í eyjarnar. Athygli vakti hvað umferð bíla um borgina er strjál, minnti á Reykjavík kringum 1970. Það skýrist væntanlega af hinu öfluga almenningssamgangnaneti: strætisvagnar, sporvagnar og lestar eru stöðugt og jafnt að anna erindagjörðum fólksins. Vorið var nýútsprungið í sumar og svipmót manna passaði engan veginn við staðalmyndina um hinn þungbúna Finna. Mesta athygli vakti þó hvað borgin var ýkt snyrtileg. Hvar sem á hana var litið. Hvergi sást svo mikið sem snifsi af rusli á víðavangi og nálgaðist óraunveruleika á útihátíð sem við vorum viðstödd. Hanami heitir sú upp á japönsku, en það virðist vera einhver leyniþráður á milli Japana og Finna. Mér skildist að hér væri verið að fagna blómgun kirsuberjatrésins, mikill mannfjöldi sat flötum beinum á víðáttustórri grasflöt og maulaði nestið sitt, en fyrir endanum var upphækkað svið þar sem japanskar geisjur stigu þokkafullan dans og plokkuðu strengi. Að samkomu lokinni reis fólkið á fætur og þá brá svo við að ekki var svo mikið sem ein krumpuð servétta eftir skilin, allur úrgangur hafði ratað í snyrtilega svarta kassa á stangli innan um mannfjöldann. Sama var raunar uppi á teningnum á torgflæminu framan við aðalbrautarstöðina. Já, hvert sem litið var!Sálarkröm Kannski þess vegna sem viðbrigðin voru svo mikil að koma heim til Reykjavíkur. Að líta öll þau ógrynni af rusli sem borgarbúar megna að kasta frá sér á víðavangi og vindurinn sér um að hengja í tré og runna og bólstra með girðingar. En í skotum hlaðast upp haugar sem geta náð meðalmanni í mitti. Hvaða eiginlega sálarkröm býr hér að baki? Þetta nær þeim hæðum að slær eiginlega yfir í ofbeldisverknað. Hvaða innibyrgða reiði fær hér útrás? Íslendingar eru þjóð sem sjaldan eða aldrei gefst tækifæri til að líta í spegil. Áhrifamesti fjölmiðillinn beinir helst aldrei myndavélinni að umhverfi okkar. Og maður sem hefði aldrei litið í spegil, hvernig liti hann eiginlega út? Einstaklingur sem hefði aldrei fengið viðmót, sem enginn hefði brugðist við, hvernig væri komið fyrir honum? Oft og iðulega er talað um „þjóðirnar sem við viljum bera okkur saman við“. En hvernig væri að bera okkur saman við þessar þjóðir? Láta útsendara okkar í höfuðborgum Norðurlanda gera úttektir á þessum stöðum og við hér heima bera jafnóðum saman við það sem tíðkast okkar á meðal. Vetur sumar vor og haust. Fyrir fram leyfi ég mér að fullyrða að engin þjóð á byggðu bóli norðan Alpa sýni sjálfri sér jafn djúprætta lítilsvirðingu og Íslendingar þegar kemur að umgengni. Við svo búið má ekki standa. Við hljótum að þurfa að taka okkur tak.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun