Útlit. Innlit Pétur Gunnarsson skrifar 7. júní 2013 08:44 Ég átti þess kost að heimsækja Helsinki á dögunum. Mikið sem það er áreynslulaus borg, samræmisfull með stílhreinum hverfum og höfn sem dregur að sér mannfjölda með markaðstorgi, ferjum í háhýsastærð og minnibátaferðum út í eyjarnar. Athygli vakti hvað umferð bíla um borgina er strjál, minnti á Reykjavík kringum 1970. Það skýrist væntanlega af hinu öfluga almenningssamgangnaneti: strætisvagnar, sporvagnar og lestar eru stöðugt og jafnt að anna erindagjörðum fólksins. Vorið var nýútsprungið í sumar og svipmót manna passaði engan veginn við staðalmyndina um hinn þungbúna Finna. Mesta athygli vakti þó hvað borgin var ýkt snyrtileg. Hvar sem á hana var litið. Hvergi sást svo mikið sem snifsi af rusli á víðavangi og nálgaðist óraunveruleika á útihátíð sem við vorum viðstödd. Hanami heitir sú upp á japönsku, en það virðist vera einhver leyniþráður á milli Japana og Finna. Mér skildist að hér væri verið að fagna blómgun kirsuberjatrésins, mikill mannfjöldi sat flötum beinum á víðáttustórri grasflöt og maulaði nestið sitt, en fyrir endanum var upphækkað svið þar sem japanskar geisjur stigu þokkafullan dans og plokkuðu strengi. Að samkomu lokinni reis fólkið á fætur og þá brá svo við að ekki var svo mikið sem ein krumpuð servétta eftir skilin, allur úrgangur hafði ratað í snyrtilega svarta kassa á stangli innan um mannfjöldann. Sama var raunar uppi á teningnum á torgflæminu framan við aðalbrautarstöðina. Já, hvert sem litið var!Sálarkröm Kannski þess vegna sem viðbrigðin voru svo mikil að koma heim til Reykjavíkur. Að líta öll þau ógrynni af rusli sem borgarbúar megna að kasta frá sér á víðavangi og vindurinn sér um að hengja í tré og runna og bólstra með girðingar. En í skotum hlaðast upp haugar sem geta náð meðalmanni í mitti. Hvaða eiginlega sálarkröm býr hér að baki? Þetta nær þeim hæðum að slær eiginlega yfir í ofbeldisverknað. Hvaða innibyrgða reiði fær hér útrás? Íslendingar eru þjóð sem sjaldan eða aldrei gefst tækifæri til að líta í spegil. Áhrifamesti fjölmiðillinn beinir helst aldrei myndavélinni að umhverfi okkar. Og maður sem hefði aldrei litið í spegil, hvernig liti hann eiginlega út? Einstaklingur sem hefði aldrei fengið viðmót, sem enginn hefði brugðist við, hvernig væri komið fyrir honum? Oft og iðulega er talað um „þjóðirnar sem við viljum bera okkur saman við“. En hvernig væri að bera okkur saman við þessar þjóðir? Láta útsendara okkar í höfuðborgum Norðurlanda gera úttektir á þessum stöðum og við hér heima bera jafnóðum saman við það sem tíðkast okkar á meðal. Vetur sumar vor og haust. Fyrir fram leyfi ég mér að fullyrða að engin þjóð á byggðu bóli norðan Alpa sýni sjálfri sér jafn djúprætta lítilsvirðingu og Íslendingar þegar kemur að umgengni. Við svo búið má ekki standa. Við hljótum að þurfa að taka okkur tak. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Ég átti þess kost að heimsækja Helsinki á dögunum. Mikið sem það er áreynslulaus borg, samræmisfull með stílhreinum hverfum og höfn sem dregur að sér mannfjölda með markaðstorgi, ferjum í háhýsastærð og minnibátaferðum út í eyjarnar. Athygli vakti hvað umferð bíla um borgina er strjál, minnti á Reykjavík kringum 1970. Það skýrist væntanlega af hinu öfluga almenningssamgangnaneti: strætisvagnar, sporvagnar og lestar eru stöðugt og jafnt að anna erindagjörðum fólksins. Vorið var nýútsprungið í sumar og svipmót manna passaði engan veginn við staðalmyndina um hinn þungbúna Finna. Mesta athygli vakti þó hvað borgin var ýkt snyrtileg. Hvar sem á hana var litið. Hvergi sást svo mikið sem snifsi af rusli á víðavangi og nálgaðist óraunveruleika á útihátíð sem við vorum viðstödd. Hanami heitir sú upp á japönsku, en það virðist vera einhver leyniþráður á milli Japana og Finna. Mér skildist að hér væri verið að fagna blómgun kirsuberjatrésins, mikill mannfjöldi sat flötum beinum á víðáttustórri grasflöt og maulaði nestið sitt, en fyrir endanum var upphækkað svið þar sem japanskar geisjur stigu þokkafullan dans og plokkuðu strengi. Að samkomu lokinni reis fólkið á fætur og þá brá svo við að ekki var svo mikið sem ein krumpuð servétta eftir skilin, allur úrgangur hafði ratað í snyrtilega svarta kassa á stangli innan um mannfjöldann. Sama var raunar uppi á teningnum á torgflæminu framan við aðalbrautarstöðina. Já, hvert sem litið var!Sálarkröm Kannski þess vegna sem viðbrigðin voru svo mikil að koma heim til Reykjavíkur. Að líta öll þau ógrynni af rusli sem borgarbúar megna að kasta frá sér á víðavangi og vindurinn sér um að hengja í tré og runna og bólstra með girðingar. En í skotum hlaðast upp haugar sem geta náð meðalmanni í mitti. Hvaða eiginlega sálarkröm býr hér að baki? Þetta nær þeim hæðum að slær eiginlega yfir í ofbeldisverknað. Hvaða innibyrgða reiði fær hér útrás? Íslendingar eru þjóð sem sjaldan eða aldrei gefst tækifæri til að líta í spegil. Áhrifamesti fjölmiðillinn beinir helst aldrei myndavélinni að umhverfi okkar. Og maður sem hefði aldrei litið í spegil, hvernig liti hann eiginlega út? Einstaklingur sem hefði aldrei fengið viðmót, sem enginn hefði brugðist við, hvernig væri komið fyrir honum? Oft og iðulega er talað um „þjóðirnar sem við viljum bera okkur saman við“. En hvernig væri að bera okkur saman við þessar þjóðir? Láta útsendara okkar í höfuðborgum Norðurlanda gera úttektir á þessum stöðum og við hér heima bera jafnóðum saman við það sem tíðkast okkar á meðal. Vetur sumar vor og haust. Fyrir fram leyfi ég mér að fullyrða að engin þjóð á byggðu bóli norðan Alpa sýni sjálfri sér jafn djúprætta lítilsvirðingu og Íslendingar þegar kemur að umgengni. Við svo búið má ekki standa. Við hljótum að þurfa að taka okkur tak.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun