Það þarf heilt þorp Matthías Freyr Matthíasson skrifar 9. janúar 2013 06:00 Fyrirsögnin á þessari grein er fengin úr ensku og hafa flestir heyrt hana, „It takes a village“, en með henni er átt við það að það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Ég ritaði grein er birtist á visir.is og í Fréttablaðinu þann 21. desember síðastliðinn um einelti. Greinin og viðbrögðin við henni sem ég fékk, símleiðis og í gegnum Facebook, hvöttu mig til umhugsunar um málefnið og í kjölfarið setti ég mér það markmið að árið 2013 yrði tileinkað aukinni umræðu um einelti. Umræðu sem vonandi myndi leiða til þjóðfélagsumræðna um meinsemd eineltis og hversu alvarlegar afleiðingarnar geta orðið fyrir þolendur eineltis. Ég á 5 ára gamla dóttur og ég horfi til þess hvers konar manneskja ég vil að hún sé. Ég tel mig einnig vita það að flestir foreldrar vilji börnum sínum vel, vilji að börnin þeirra verði góðar og gildar manneskjur í samfélaginu. Nái árangri í því sem þau taka sér fyrir hendur. En það er ekki nóg að horfa til þess hvernig við sem foreldrar og/eða uppalendur ölum börnin okkar upp, því að þau verða fyrir áhrifum alls staðar frá og sérstaklega í nútímasamfélagi þar sem netið og tæknin eru svo stór þáttur í lífi okkar flestra. Tvöföld skilaboð Þegar börnin heyra foreldra sína ræða saman á neikvæðan hátt um heimilisaðstæður samnemenda, foreldra samnemenda eða um samkynhneigð o.s.frv. tekur barnið það með sér út í daglegt líf. Þegar barn verður vitni að því að fullorðinn einstaklingur lætur frá sér neikvæð (og allt að andstyggileg) ummæli á kommentakerfum fjölmiðlanna tekur barnið það með sér út í sitt daglega líf. Ef barn heyrir niðrandi orð um einstakling tekur barnið það með sér út í sitt daglega líf. Þegar barn sér fjölmiðla hampa glæpamönnum sem einhvers konar and-hetjum tekur barnið það með sér út í hið daglega líf. Þegar barn heyrir alþingismann kalla einhvern bjána tekur barnið það með sér út í hið daglega líf. Þá skiptir engu máli hversu vel haldið er utan um barnið á heimavelli ef það fær endurtekið í sífellu tvöföld skilaboð frá þjóðfélaginu. Að það sé í lagi að tala illa um einhvern, hver sem hann er. Ég hef þó ekki lausnirnar við því hvernig við útrýmum einelti, hvort sem um er að ræða í skólum eða á vinnustöðum. Ég er þó viss um það í hjarta mínu að við sem þjóðfélag verðum að átta okkur á því að við ölum börnin okkar upp í sameiningu. Ekki undir neinum kringumstæðum megum við sópa einelti undir teppið sem „lítilvægu“ vandamáli. Við þurfum að horfast í augu við hvernig orðræðan hefur verið að þróast síðustu ár. Sú þróun leiðir ekki til neins nema vandræða. Fyrsta skrefið sem við verðum að taka til þess að bregðast við því vandamáli sem einelti er, er að hugsa um það hvers konar þjóðfélag og einstaklinga við viljum sjá og vera í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrirsögnin á þessari grein er fengin úr ensku og hafa flestir heyrt hana, „It takes a village“, en með henni er átt við það að það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Ég ritaði grein er birtist á visir.is og í Fréttablaðinu þann 21. desember síðastliðinn um einelti. Greinin og viðbrögðin við henni sem ég fékk, símleiðis og í gegnum Facebook, hvöttu mig til umhugsunar um málefnið og í kjölfarið setti ég mér það markmið að árið 2013 yrði tileinkað aukinni umræðu um einelti. Umræðu sem vonandi myndi leiða til þjóðfélagsumræðna um meinsemd eineltis og hversu alvarlegar afleiðingarnar geta orðið fyrir þolendur eineltis. Ég á 5 ára gamla dóttur og ég horfi til þess hvers konar manneskja ég vil að hún sé. Ég tel mig einnig vita það að flestir foreldrar vilji börnum sínum vel, vilji að börnin þeirra verði góðar og gildar manneskjur í samfélaginu. Nái árangri í því sem þau taka sér fyrir hendur. En það er ekki nóg að horfa til þess hvernig við sem foreldrar og/eða uppalendur ölum börnin okkar upp, því að þau verða fyrir áhrifum alls staðar frá og sérstaklega í nútímasamfélagi þar sem netið og tæknin eru svo stór þáttur í lífi okkar flestra. Tvöföld skilaboð Þegar börnin heyra foreldra sína ræða saman á neikvæðan hátt um heimilisaðstæður samnemenda, foreldra samnemenda eða um samkynhneigð o.s.frv. tekur barnið það með sér út í daglegt líf. Þegar barn verður vitni að því að fullorðinn einstaklingur lætur frá sér neikvæð (og allt að andstyggileg) ummæli á kommentakerfum fjölmiðlanna tekur barnið það með sér út í sitt daglega líf. Ef barn heyrir niðrandi orð um einstakling tekur barnið það með sér út í sitt daglega líf. Þegar barn sér fjölmiðla hampa glæpamönnum sem einhvers konar and-hetjum tekur barnið það með sér út í hið daglega líf. Þegar barn heyrir alþingismann kalla einhvern bjána tekur barnið það með sér út í hið daglega líf. Þá skiptir engu máli hversu vel haldið er utan um barnið á heimavelli ef það fær endurtekið í sífellu tvöföld skilaboð frá þjóðfélaginu. Að það sé í lagi að tala illa um einhvern, hver sem hann er. Ég hef þó ekki lausnirnar við því hvernig við útrýmum einelti, hvort sem um er að ræða í skólum eða á vinnustöðum. Ég er þó viss um það í hjarta mínu að við sem þjóðfélag verðum að átta okkur á því að við ölum börnin okkar upp í sameiningu. Ekki undir neinum kringumstæðum megum við sópa einelti undir teppið sem „lítilvægu“ vandamáli. Við þurfum að horfast í augu við hvernig orðræðan hefur verið að þróast síðustu ár. Sú þróun leiðir ekki til neins nema vandræða. Fyrsta skrefið sem við verðum að taka til þess að bregðast við því vandamáli sem einelti er, er að hugsa um það hvers konar þjóðfélag og einstaklinga við viljum sjá og vera í framtíðinni.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun