Það þarf heilt þorp Matthías Freyr Matthíasson skrifar 9. janúar 2013 06:00 Fyrirsögnin á þessari grein er fengin úr ensku og hafa flestir heyrt hana, „It takes a village“, en með henni er átt við það að það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Ég ritaði grein er birtist á visir.is og í Fréttablaðinu þann 21. desember síðastliðinn um einelti. Greinin og viðbrögðin við henni sem ég fékk, símleiðis og í gegnum Facebook, hvöttu mig til umhugsunar um málefnið og í kjölfarið setti ég mér það markmið að árið 2013 yrði tileinkað aukinni umræðu um einelti. Umræðu sem vonandi myndi leiða til þjóðfélagsumræðna um meinsemd eineltis og hversu alvarlegar afleiðingarnar geta orðið fyrir þolendur eineltis. Ég á 5 ára gamla dóttur og ég horfi til þess hvers konar manneskja ég vil að hún sé. Ég tel mig einnig vita það að flestir foreldrar vilji börnum sínum vel, vilji að börnin þeirra verði góðar og gildar manneskjur í samfélaginu. Nái árangri í því sem þau taka sér fyrir hendur. En það er ekki nóg að horfa til þess hvernig við sem foreldrar og/eða uppalendur ölum börnin okkar upp, því að þau verða fyrir áhrifum alls staðar frá og sérstaklega í nútímasamfélagi þar sem netið og tæknin eru svo stór þáttur í lífi okkar flestra. Tvöföld skilaboð Þegar börnin heyra foreldra sína ræða saman á neikvæðan hátt um heimilisaðstæður samnemenda, foreldra samnemenda eða um samkynhneigð o.s.frv. tekur barnið það með sér út í daglegt líf. Þegar barn verður vitni að því að fullorðinn einstaklingur lætur frá sér neikvæð (og allt að andstyggileg) ummæli á kommentakerfum fjölmiðlanna tekur barnið það með sér út í sitt daglega líf. Ef barn heyrir niðrandi orð um einstakling tekur barnið það með sér út í sitt daglega líf. Þegar barn sér fjölmiðla hampa glæpamönnum sem einhvers konar and-hetjum tekur barnið það með sér út í hið daglega líf. Þegar barn heyrir alþingismann kalla einhvern bjána tekur barnið það með sér út í hið daglega líf. Þá skiptir engu máli hversu vel haldið er utan um barnið á heimavelli ef það fær endurtekið í sífellu tvöföld skilaboð frá þjóðfélaginu. Að það sé í lagi að tala illa um einhvern, hver sem hann er. Ég hef þó ekki lausnirnar við því hvernig við útrýmum einelti, hvort sem um er að ræða í skólum eða á vinnustöðum. Ég er þó viss um það í hjarta mínu að við sem þjóðfélag verðum að átta okkur á því að við ölum börnin okkar upp í sameiningu. Ekki undir neinum kringumstæðum megum við sópa einelti undir teppið sem „lítilvægu“ vandamáli. Við þurfum að horfast í augu við hvernig orðræðan hefur verið að þróast síðustu ár. Sú þróun leiðir ekki til neins nema vandræða. Fyrsta skrefið sem við verðum að taka til þess að bregðast við því vandamáli sem einelti er, er að hugsa um það hvers konar þjóðfélag og einstaklinga við viljum sjá og vera í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrirsögnin á þessari grein er fengin úr ensku og hafa flestir heyrt hana, „It takes a village“, en með henni er átt við það að það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Ég ritaði grein er birtist á visir.is og í Fréttablaðinu þann 21. desember síðastliðinn um einelti. Greinin og viðbrögðin við henni sem ég fékk, símleiðis og í gegnum Facebook, hvöttu mig til umhugsunar um málefnið og í kjölfarið setti ég mér það markmið að árið 2013 yrði tileinkað aukinni umræðu um einelti. Umræðu sem vonandi myndi leiða til þjóðfélagsumræðna um meinsemd eineltis og hversu alvarlegar afleiðingarnar geta orðið fyrir þolendur eineltis. Ég á 5 ára gamla dóttur og ég horfi til þess hvers konar manneskja ég vil að hún sé. Ég tel mig einnig vita það að flestir foreldrar vilji börnum sínum vel, vilji að börnin þeirra verði góðar og gildar manneskjur í samfélaginu. Nái árangri í því sem þau taka sér fyrir hendur. En það er ekki nóg að horfa til þess hvernig við sem foreldrar og/eða uppalendur ölum börnin okkar upp, því að þau verða fyrir áhrifum alls staðar frá og sérstaklega í nútímasamfélagi þar sem netið og tæknin eru svo stór þáttur í lífi okkar flestra. Tvöföld skilaboð Þegar börnin heyra foreldra sína ræða saman á neikvæðan hátt um heimilisaðstæður samnemenda, foreldra samnemenda eða um samkynhneigð o.s.frv. tekur barnið það með sér út í daglegt líf. Þegar barn verður vitni að því að fullorðinn einstaklingur lætur frá sér neikvæð (og allt að andstyggileg) ummæli á kommentakerfum fjölmiðlanna tekur barnið það með sér út í sitt daglega líf. Ef barn heyrir niðrandi orð um einstakling tekur barnið það með sér út í sitt daglega líf. Þegar barn sér fjölmiðla hampa glæpamönnum sem einhvers konar and-hetjum tekur barnið það með sér út í hið daglega líf. Þegar barn heyrir alþingismann kalla einhvern bjána tekur barnið það með sér út í hið daglega líf. Þá skiptir engu máli hversu vel haldið er utan um barnið á heimavelli ef það fær endurtekið í sífellu tvöföld skilaboð frá þjóðfélaginu. Að það sé í lagi að tala illa um einhvern, hver sem hann er. Ég hef þó ekki lausnirnar við því hvernig við útrýmum einelti, hvort sem um er að ræða í skólum eða á vinnustöðum. Ég er þó viss um það í hjarta mínu að við sem þjóðfélag verðum að átta okkur á því að við ölum börnin okkar upp í sameiningu. Ekki undir neinum kringumstæðum megum við sópa einelti undir teppið sem „lítilvægu“ vandamáli. Við þurfum að horfast í augu við hvernig orðræðan hefur verið að þróast síðustu ár. Sú þróun leiðir ekki til neins nema vandræða. Fyrsta skrefið sem við verðum að taka til þess að bregðast við því vandamáli sem einelti er, er að hugsa um það hvers konar þjóðfélag og einstaklinga við viljum sjá og vera í framtíðinni.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun