Áskorun til innanríkisráðherra um aðgerðir gegn ofbeldi Guðrún Jónsdóttir skrifar 9. janúar 2013 06:00 Ágæti innanríkisráðherra. Á Stígamótum finnst okkur við hæfi á áramótunum að hnippa í þig og benda á að kjörtímabilið er að renna út. Enginn veit hver mun fara með húsbóndavaldið í þínu ráðuneyti frá og með sumrinu. Það er enn tími til þess að kippa í lag ýmsu því sem betur mætti fara og okkur langar að minna þig á nokkrar uppástungur sem við höfum áður stungið að þér.Vændiskaup og klámbúllur Það var á vakt þessarar ríkisstjórnar árið 2009 sem sá metnaðarfulli árangur náðist að banna kaup á vændi og í mars árið 2010 voru sett lög sem tryggja áttu lokun klámbúlla í landinu. Fyrirmyndarlög sem endurspegla skilning á tengslum vændis, kláms og ofbeldis og sem vakið hafa aðdáun og eftirtekt kvennahreyfingarinnar um allan heim. Það sem er erfiðara að útskýra fyrir umheiminum er að fyrirmyndarlögunum er ekki beitt. Hér eru enn starfræktar klámbúllur og á Stígamótum hafa of margar konur leitað sér hjálpar vegna grófs kynferðisofbeldis sem átt hefur sér stað í tengslum við slíka staði. Stígamót koma ekki auga á nokkrar þær afsakanir sem hindra ættu lokun staðanna. Þrátt fyrir þann anda laganna að vændi sé í raun ofbeldi og þrátt fyrir að forsvarsmenn lögreglu viðurkenni að vændi og mansal þrífist á Íslandi virðist ríkja þegjandi samkomulag um að hreyfa ekki við umfangsmikilli vændisstarfsemi hér á landi. Dómar í vændiskaupamálum eru teljandi á fingrunum og féllu flestir árið 2010 í einu máli, málinu gegn Catalinu. Fjölmiðlar hafa ítrekað birt augljósar vændisauglýsingar og komist upp með það. Netsíðan Einkamál.is þar sem umfangsmikil vændisstarfsemi þrífst er látin óáreitt. Forsvarsmenn lögreglumanna á Íslandi hafa kvartað undan því í fjölmiðlum að það sé svo erfitt að framfylgja lögunum að það sé bara ekki gerandi. Undarlegt viðhorf þegar það er borið saman við 334 kærur fyrir vændiskaup í Noregi árið 2011 þar sem lögin eru nokkurn veginn samhljóða. Þar í landi er talið að tölurnar séu fyrst og fremst mælikvarði á störf lögreglunnar. Undarlegt líka þegar rifjað er upp að aðgerðahópurinn Stóra systir fann á örskömmum tíma nöfn á 56 vændiskaupendum, 117 óskráða síma og 26 netföng og tilkynnti til lögreglu árið 2010. Það þarf lögreglumenn sem hafa það skilgreinda hlutverk að rannsaka vændi og mansal til þess að árangur náist. Til þess að svo megi verða þarf pólitísk forysta og lögreglan að forgangsraða þannig að fjármagn og mannafli nýtist. Á Stígamótum ætlum við ekki að taka þátt í samsæri þagnarinnar. Við skorum á innanríkisráðherra að nota tímann vel fram að kosningum og sýna þann dug að sporna við umfangsmiklu vændi á Íslandi. Það er létt verk og þarft og í anda þeirra laga sem þessi ríkisstjórn setti.Sérstakur saksóknari og dómstóll? Innanríkisráðherra er þekktur fyrir aðdáunarverða baráttu sína fyrir mannréttindum. Þegar Navanetham Pillay, mannréttindafulltrúi SÞ, heimsótti Ísland fyrir örfáum árum sagði hún að helsta brotalömin í mannréttindamálum á Íslandi væri meðferð kynferðisbrotamála. Brotaflokkurinn er auðvitað erfiður, þar sem sjaldnast liggja fyrir játningar og vitnum er ekki til að dreifa. Fáir einstaklingar treysta sér til þess að kæra og það er mikið brottfall mála hjá lögreglu, saksóknara og hjá dómstólum. Æpandi fá mál enda með dómi og við það er ekki hægt að una í landinu sem þykir best í heimi í jafnréttismálum. Við verðum að vera viss um að eins vel sé að verki staðið og hugsast getur. Þegar efnahagshrunið varð á Íslandi var augljóst að gera yrði sérstakt átak í rannsókn og meðferð efnahagsbrotamála. Sett var á laggirnar embætti sérstaks saksóknara með sérþekkingu á málaflokknum. Samkvæmt ársskýrslu ríkissaksóknaraembættisins 2008 eru kynferðisbrot um 40-50% þeirra brota sem embættinu berast. Það væri verulega áhugavert að skoða það hvort koma ætti á laggirnar embætti sérstaks saksóknara og jafnvel sérstökum dómstól til þess að sinna kynferðisbrotamálunum sem við náum svo illa utan um. Þá þyrfti að þjálfa og sérmennta fólk til þess að sinna þessum málum. Hugmyndin er ekki úr lausu lofti gripin. Þegar vinstri stjórn tók við völdum á Spáni fyrir nokkrum árum tilkynnti þáverandi forsætisráðherra að kynbundið ofbeldi yrði forgangsmál stjórnarinnar og stóð við það. Sett var á laggirnar vararáðherraembætti sem eingöngu sinnti kynferðisbrotamálum og annað vararáðherraembætti sem sinnti jafnréttismálum. Embættin heyrðu undir velferðarráðherra. Þar var jafnframt sett á laggirnar embætti sérstaks saksóknara og sérstakur dómstóll dæmir í kynferðisbrotamálum, sem þarlendir segja að hafi bætt ástandið til muna. Það má sækja hugmyndir til fleiri staða, til dæmis til Bandaríkjanna og Írlands. Ágæti innanríkisráðherra. Á Stígamótum deilum við áhyggjum mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna. Við þykjumst vita að þú sættir þig ekki við að gróf mannréttindabrot þrífist á Íslandi. Þú hefur völdin og aðstöðuna til þess að taka til hendi, við skorum á þig að gera það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Ágæti innanríkisráðherra. Á Stígamótum finnst okkur við hæfi á áramótunum að hnippa í þig og benda á að kjörtímabilið er að renna út. Enginn veit hver mun fara með húsbóndavaldið í þínu ráðuneyti frá og með sumrinu. Það er enn tími til þess að kippa í lag ýmsu því sem betur mætti fara og okkur langar að minna þig á nokkrar uppástungur sem við höfum áður stungið að þér.Vændiskaup og klámbúllur Það var á vakt þessarar ríkisstjórnar árið 2009 sem sá metnaðarfulli árangur náðist að banna kaup á vændi og í mars árið 2010 voru sett lög sem tryggja áttu lokun klámbúlla í landinu. Fyrirmyndarlög sem endurspegla skilning á tengslum vændis, kláms og ofbeldis og sem vakið hafa aðdáun og eftirtekt kvennahreyfingarinnar um allan heim. Það sem er erfiðara að útskýra fyrir umheiminum er að fyrirmyndarlögunum er ekki beitt. Hér eru enn starfræktar klámbúllur og á Stígamótum hafa of margar konur leitað sér hjálpar vegna grófs kynferðisofbeldis sem átt hefur sér stað í tengslum við slíka staði. Stígamót koma ekki auga á nokkrar þær afsakanir sem hindra ættu lokun staðanna. Þrátt fyrir þann anda laganna að vændi sé í raun ofbeldi og þrátt fyrir að forsvarsmenn lögreglu viðurkenni að vændi og mansal þrífist á Íslandi virðist ríkja þegjandi samkomulag um að hreyfa ekki við umfangsmikilli vændisstarfsemi hér á landi. Dómar í vændiskaupamálum eru teljandi á fingrunum og féllu flestir árið 2010 í einu máli, málinu gegn Catalinu. Fjölmiðlar hafa ítrekað birt augljósar vændisauglýsingar og komist upp með það. Netsíðan Einkamál.is þar sem umfangsmikil vændisstarfsemi þrífst er látin óáreitt. Forsvarsmenn lögreglumanna á Íslandi hafa kvartað undan því í fjölmiðlum að það sé svo erfitt að framfylgja lögunum að það sé bara ekki gerandi. Undarlegt viðhorf þegar það er borið saman við 334 kærur fyrir vændiskaup í Noregi árið 2011 þar sem lögin eru nokkurn veginn samhljóða. Þar í landi er talið að tölurnar séu fyrst og fremst mælikvarði á störf lögreglunnar. Undarlegt líka þegar rifjað er upp að aðgerðahópurinn Stóra systir fann á örskömmum tíma nöfn á 56 vændiskaupendum, 117 óskráða síma og 26 netföng og tilkynnti til lögreglu árið 2010. Það þarf lögreglumenn sem hafa það skilgreinda hlutverk að rannsaka vændi og mansal til þess að árangur náist. Til þess að svo megi verða þarf pólitísk forysta og lögreglan að forgangsraða þannig að fjármagn og mannafli nýtist. Á Stígamótum ætlum við ekki að taka þátt í samsæri þagnarinnar. Við skorum á innanríkisráðherra að nota tímann vel fram að kosningum og sýna þann dug að sporna við umfangsmiklu vændi á Íslandi. Það er létt verk og þarft og í anda þeirra laga sem þessi ríkisstjórn setti.Sérstakur saksóknari og dómstóll? Innanríkisráðherra er þekktur fyrir aðdáunarverða baráttu sína fyrir mannréttindum. Þegar Navanetham Pillay, mannréttindafulltrúi SÞ, heimsótti Ísland fyrir örfáum árum sagði hún að helsta brotalömin í mannréttindamálum á Íslandi væri meðferð kynferðisbrotamála. Brotaflokkurinn er auðvitað erfiður, þar sem sjaldnast liggja fyrir játningar og vitnum er ekki til að dreifa. Fáir einstaklingar treysta sér til þess að kæra og það er mikið brottfall mála hjá lögreglu, saksóknara og hjá dómstólum. Æpandi fá mál enda með dómi og við það er ekki hægt að una í landinu sem þykir best í heimi í jafnréttismálum. Við verðum að vera viss um að eins vel sé að verki staðið og hugsast getur. Þegar efnahagshrunið varð á Íslandi var augljóst að gera yrði sérstakt átak í rannsókn og meðferð efnahagsbrotamála. Sett var á laggirnar embætti sérstaks saksóknara með sérþekkingu á málaflokknum. Samkvæmt ársskýrslu ríkissaksóknaraembættisins 2008 eru kynferðisbrot um 40-50% þeirra brota sem embættinu berast. Það væri verulega áhugavert að skoða það hvort koma ætti á laggirnar embætti sérstaks saksóknara og jafnvel sérstökum dómstól til þess að sinna kynferðisbrotamálunum sem við náum svo illa utan um. Þá þyrfti að þjálfa og sérmennta fólk til þess að sinna þessum málum. Hugmyndin er ekki úr lausu lofti gripin. Þegar vinstri stjórn tók við völdum á Spáni fyrir nokkrum árum tilkynnti þáverandi forsætisráðherra að kynbundið ofbeldi yrði forgangsmál stjórnarinnar og stóð við það. Sett var á laggirnar vararáðherraembætti sem eingöngu sinnti kynferðisbrotamálum og annað vararáðherraembætti sem sinnti jafnréttismálum. Embættin heyrðu undir velferðarráðherra. Þar var jafnframt sett á laggirnar embætti sérstaks saksóknara og sérstakur dómstóll dæmir í kynferðisbrotamálum, sem þarlendir segja að hafi bætt ástandið til muna. Það má sækja hugmyndir til fleiri staða, til dæmis til Bandaríkjanna og Írlands. Ágæti innanríkisráðherra. Á Stígamótum deilum við áhyggjum mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna. Við þykjumst vita að þú sættir þig ekki við að gróf mannréttindabrot þrífist á Íslandi. Þú hefur völdin og aðstöðuna til þess að taka til hendi, við skorum á þig að gera það.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun