Það sem við gefum gerir okkur rík Bjarni Gíslason skrifar 10. janúar 2013 06:00 Á nýju ári vill Hjálparstarf kirkjunnar þakka fyrir stuðning og velvild Íslendinga. Jólasöfnun fyrir vatnsverkefni í Afríku er enn í gangi og tölur liggja ekki fyrir en samt er ljóst að stuðningurinn er mikill, jafnframt er mikill stuðningur við starfið á Íslandi. Einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir og samtök hafa lagt lið með myndarlegum hætti, sem ber að þakka. Henry Ward Beecher sagði: „Í þessum heimi er það ekki það sem við tökum okkur, heldur það sem við gefum frá okkur, sem gerir okkur rík." Samkvæmt þessu er íslenska þjóðin mjög rík. Í byrjun árs er gott að líta til baka og læra af reynslunni en um leið horfa til framtíðar og hyggja að og reyna að tryggja betri tíð. „Stór stóll býr ekki til konung" segir spakmæli frá Súdan, sem minnir okkur á að huga að innihaldi og manneskjum en ekki ytri auði og mikilleika. Annað afrískt spakmæli segir: „Farið yfir ána saman í hóp, þá mun krókódíllinn ekki éta ykkur". Það er einmitt grundvöllurinn að öllum verkefnum Hjálparstarfsins. Við viljum standa með þeim sem á að liðsinna og saman vinna að betri framtíð, ekki fyrir heldur með þeim sem stefna á betra líf. Hindranirnar og erfiðleikarnir eru af mörgum toga, t.d. vatnsskortur, barnaþrælkun, sjúkdómar og fátækt, en ekkert af þessu er ómögulegt að yfirvinna – saman. Á nýju ári vill Hjálparstarfið með frábærum stuðningi Íslendinga horfa til framtíðar þar sem fleiri fá aðgang að hreinu vatni í Malaví, Eþíópíu og Úganda, börn á Indlandi eru leyst undan vinnuþrælkun og íslenskar fjölskyldur losna úr viðjum fátæktar. En um leið megum við ekki gleyma að allt starf þarf að vinna faglega og skipulega, árangur næst ekki á einni nóttu. Gleymum heldur ekki afrísku spakmælunum: „Ef þið viljið komast hratt yfir farið ein, ef þið viljið ná langt, farið saman" og „Að vera alltaf að flýta sér kemur ekki í veg fyrir dauða, að fara sér hægar kemur heldur ekki í veg fyrir líf". Áfram að markinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á nýju ári vill Hjálparstarf kirkjunnar þakka fyrir stuðning og velvild Íslendinga. Jólasöfnun fyrir vatnsverkefni í Afríku er enn í gangi og tölur liggja ekki fyrir en samt er ljóst að stuðningurinn er mikill, jafnframt er mikill stuðningur við starfið á Íslandi. Einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir og samtök hafa lagt lið með myndarlegum hætti, sem ber að þakka. Henry Ward Beecher sagði: „Í þessum heimi er það ekki það sem við tökum okkur, heldur það sem við gefum frá okkur, sem gerir okkur rík." Samkvæmt þessu er íslenska þjóðin mjög rík. Í byrjun árs er gott að líta til baka og læra af reynslunni en um leið horfa til framtíðar og hyggja að og reyna að tryggja betri tíð. „Stór stóll býr ekki til konung" segir spakmæli frá Súdan, sem minnir okkur á að huga að innihaldi og manneskjum en ekki ytri auði og mikilleika. Annað afrískt spakmæli segir: „Farið yfir ána saman í hóp, þá mun krókódíllinn ekki éta ykkur". Það er einmitt grundvöllurinn að öllum verkefnum Hjálparstarfsins. Við viljum standa með þeim sem á að liðsinna og saman vinna að betri framtíð, ekki fyrir heldur með þeim sem stefna á betra líf. Hindranirnar og erfiðleikarnir eru af mörgum toga, t.d. vatnsskortur, barnaþrælkun, sjúkdómar og fátækt, en ekkert af þessu er ómögulegt að yfirvinna – saman. Á nýju ári vill Hjálparstarfið með frábærum stuðningi Íslendinga horfa til framtíðar þar sem fleiri fá aðgang að hreinu vatni í Malaví, Eþíópíu og Úganda, börn á Indlandi eru leyst undan vinnuþrælkun og íslenskar fjölskyldur losna úr viðjum fátæktar. En um leið megum við ekki gleyma að allt starf þarf að vinna faglega og skipulega, árangur næst ekki á einni nóttu. Gleymum heldur ekki afrísku spakmælunum: „Ef þið viljið komast hratt yfir farið ein, ef þið viljið ná langt, farið saman" og „Að vera alltaf að flýta sér kemur ekki í veg fyrir dauða, að fara sér hægar kemur heldur ekki í veg fyrir líf". Áfram að markinu.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun