Fleiri fréttir

Aðeins þeir sem borga?

Margrét S. Björnsdóttir skrifar

Eitt af fimm samfylkingarfélögum í Reykjavík (Samfylkingarfélagið í Reykjavík, SffR), setur greiðslu 4.000 króna sem skilyrði félagsaðildar og þátttöku í kosningum til trúnaðarstarfa. Meginrök fráfarandi og núverandi formanna félagsins virðast þau að fólk meini ekkert með félagsaðild, séu ekki „raunverulegir félagar“, nema það borgi félagsgjöld og að það skuli kosta peninga að hafa áhrif í stjórnmálaflokki. „Réttindum fylgi skyldur“.

Upprifjun – aðvörun

Sverrir Hermannsson skrifar

Fyrir mjög margt löngu gisti undirritaður á gömlu hóteli í Kaupmannahöfn byggðu úr trjáviði, feyskið orðið. Þar rakst hann á aðvörun svohljóðandi ef ske kynni að eldur yrði laus: ?Ved ildebrand bevar ro og omtanke. Gå hen til vinduet og giv dem til kende overfor brandvæsenet på en behersket måde.? Þessi tímabæra ráðlegging rifjaðist upp þegar þeir í Kastljósi áttust við, ráðherra atvinnumála og forseti ASÍ.

Umboðsmaður Alþingis tekur á landlækni

Sölvi Jónsson skrifar

Á heimasíðu umboðsmanns Alþingis, dagsett 17. október, er að finna útdrátt úr bréfi sem hann ritaði velferðarráðuneytinu síðasta sumar vegna vinnubragða landlæknisembættisins í kvörtunarmálum. Þar segir: ?Í ágúst síðastliðnum tilkynnti umboðsmaður Alþingis

Uppbygging kjarkmikillar þjóðar

Jóhanna Sigurðardóttir skrifar

Undanfarin fjögur ár hafa verið einn viðburðaríkasti tími hagsögu Íslands. Þjóðin hefur gengið í gegnum miklar hremmingar.

Ríkisvæðing atvinnuleitenda

Sigurjón Haraldsson skrifar

Í stefnuræðu Jóhönnu Sigurðardóttur segir hún að engin ríkisstjórn í hinum vestræna heimi hafi náð viðlíka árangri og núverandi ríkisstjórn Íslands. Sennilega er þessi árangur helst mælanlegur í huga ríkisstjórnarinnar, því þessi árangur virðist ekki skila sér út í raunveruleikann. Flest hagkerfi reyna að hafa önnur hagkerfi, þar sem vel hefur gengið, sem fyrirmynd. Taka það besta úr öðrum hagkerfum og heimfæra yfir á eigið hagkerfi. En þetta virðist vera öfugsnúið hjá

Jól á Kleppi

Erla Hlynsdóttir skrifar

Vaktin mín byrjaði síðdegis á aðfangadag. Dagvaktin hafði séð um helsta undirbúninginn fyrir jólin, bæði hvað snerti húsakynnin og sjúklingana sjálfa.

Nýtt upphaf án Ólafs Stefánssonar

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar

Handknattleiksmaðurinn Ólafur Stefánsson lék sinn síðasta leik fyrir Íslands hönd og skarð hans verður erfitt að fylla. Ótrúleg sigurganga hjá þýska liðinu Kiel undir stjórn Alfreðs Gíslasonar.

Meðferð kvörtunarmála

Geir Gunnlaugsson skrifar

Þriðja dag jóla birtist í leiðaraopnu Fréttablaðsins grein Árna Richards Árnasonar um málsmeðferð landlæknis á kvörtun hans til embættisins árið 2009. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Árni ber skoðanir sínar á borð fyrir landsmenn og efni hennar því flestum kunnugt. Eðli málsins samkvæmt getur landlæknir ekki fjallað efnislega um kvörtun Árna þar sem mál hans er enn í skoðun. Aftur á móti er í framhaldi greinar Árna Richards full ástæða til að lýsa fyrir lesendum málsmeðferð kvartana hjá Embætti landlæknis.

Reykjavík er hlaupaborg

Hjálmar Sveinsson skrifar

Gamlárshlaup ÍR hefur verið fært úr miðbænum og vesturbænum að ströndinni austur með Sæbraut og niður í iðnaðarhverfin við Sundahöfn. Skipuleggjendum hlaupsins gengur gott eitt til. Þeir vilja tryggja betur öryggi hlaupara og gæslufólks vegna óþolinmóðra bílstjóra. Ég skrifa þessar línur vegna þess að ég er óhress með þessar breytingar.

Framtíðarskóli fyrir alla

Jórunn Tómasdóttir skrifar

Samkvæmt lögum á framhaldsskólinn að vera fyrir alla án aðgreiningar. Mér finnst að okkur hafi ekki tekist nægilega vel til hvað þetta varðar og liggja til þess ýmsar ástæður. Í reynd kristallast vandi menntakerfisins í þeim vandamálum sem við í Fjölbrautaskóla Suðurnesja erum stöðugt að kljást við. FS er skóli fyrir alla án aðgreiningar. Hann tekur við allri nemendaflórunni upp úr grunnskólanum. Í skólanum er unnið gífurlega gott og uppbyggilegt starf fyrir þá sem minna mega sín, bæði í sérdeild og á starfsbraut.

Útrýmum undantekningunum

Einar Magnús Magnússon skrifar

Það er ástæða til að hrósa íslenskum ökumönnum en einhverra hluta vegna hefur of lítið farið fyrir þeirri umræðu. Okkur hættir til að fjalla eingöngu um það sem telja má sem alvarlegt frávik frá þeirri almennu reglu að við séum bara nokkuð góð og vel flest til fyrirmyndar.

Hækkið laun táknmálstúlka

Magnús Sverrisson skrifar

Ég er heyrnarlaus, fyrsta mál mitt er táknmál. Ég tala táknmál dagsdaglega. Táknmál var viðurkennt sem jafnrétthátt íslenskunni í lok maí 2011 eftir langa baráttu. Ég nota táknmálstúlk oft við daglegt líf mitt. Ef táknmálstúlks nyti ekki við þá veit ég ekki hvað ég myndi gera. Starf táknmálstúlka er því mjög mikilvægt í mínu lífi og sjálfsagt margra annarra sem nota táknmál. Það er ekki okkar val að nota táknmál. Það er bara svona sem við fæddumst eða urðum heyrnarlaus/skert með einhverjum hætti.

Það kemur ekkert fyrir mig!

Einar Guðmundsson skrifar

Nú þegar áramótin eru fram undan munu landsmenn fagna nýju ári. Margir njóta áramótanna með því að skála í missterkum veigum. Það tilheyrir á þessum tímamótum. En hvað gerist síðan þegar halda skal heim á leið og erfitt að fá leigubíl? Er ekki í lagi að aka eftir eitt eða tvö glös? Er ég bara ekki betri ökumaður? Mér finnst það að minnsta kosti stundum.

Ánægjuleg og slysalaus áramót

Sigrún A. Þorsteinsdóttir skrifar

Um hver áramót skjóta Íslendingar upp hundruðum tonna af flugeldum sér og öðrum til ánægju. Af og til blossar upp umræða hvort setja eigi allt þetta púður í hendur almennings með þeirri slysahættu sem því fylgir, þar sem hitinn getur til að mynda orðið allt að 1.200 °C. Fæstir litu sennilega áramótin sömu augum ef flugeldanna nyti ekki við og mörgum þætti tímamótin heldur litlaus þannig.

Mannréttindabrot landlæknisembættisins

Árni Richard Árnason skrifar

Árið 2009 kvartaði ég til landlæknisembættisins yfir mistökum í krossbandsaðgerð og endurhæfingu sem ég gekkst undir í Orkuhúsinu. Embættið fékk tvo umsagnaraðila til að gefa álit sitt. Annar þeirra var Magnús Páll Albertsson, meðstofnandi Læknastöðvar Orkuhússins. Hinn var Sigrún Vala Björnsdóttir, lektor við sjúkraþjálfunarskor Háskóla

Með hækkandi sól

Katrín Júlíusdóttir skrifar

Daginn er tekið að lengja að nýju. Smátt og smátt hækkar sólin á lofti svo birtir yfir. En víðar rofar til. Á dögunum samþykkti Alþingi fjárlög fyrir árið 2013. Við höfum þurft að taka mjög erfiðar ákvarðanir um niðurskurð og tekjuöflun til þess að stöðva

Þökkum og njótum

Agnes M. Sigurðardóttir skrifar

Aðfangadagur jóla er í dag. Dagurinn sem yngsta kynslóðin hefur beðið eftir með eftirvæntingu. Dagur sem einhverjir hafa kviðið. Aðstæður fólks eru misjafnar. Sumir tilheyra stórum fjölskyldum, samheldnum fjölskyldum, aðrir ekki. Einsemdin verður aldrei meiri en á þessum degi ef hún er til staðar á annað borð. Sorgin nístir sárar og

Lífsbjörg og framtíðarvon í Gambíu

Nú sjá 42.859 einstaklingar í Gambíu fram á að eiga mat langt fram á næsta ár, þökk sé aðstoð frá almenningi í köldu landi í norðri.

Meiri aga í efnahagsmálum

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Allir stjórnmálamenn í öllum flokkum ásamt öllum svokölluðum álitsgjöfum hafa verið og eru sammála um það einasta eitt, að til þess að ná árangri í þýðingarmestu viðfangsefnum íslensku þjóðarinnar þurfi að beita meiri aga í stjórn efnahagsmála.

Kirkja og klúbbur

Eggert Eggertsson skrifar

Það er vandi að bera saman rekstur, kostnað og tekjur fyrirtækja og þá sérstaklega þegar fyrirtækin eru ólík. Niðurstaðan fer því alveg eftir því hvað höfundurinn velur að bera saman. Örn Bárður hefur í tveimur greinum borið saman tekjur Nesklúbbsins og ríkiskirkjunnar. Þar er saman ólíku að jafna og er fallið til að valda misskilningi og koma á misklíð.

Jafn aðgangur að miðunum

Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson og Þórhildur Hagalín skrifar

Samvinna Evrópusambandsríkja á sviði sjávarútvegs á rætur sínar að rekja til þess að í Rómarsáttmálanum voru afurðir fiskveiða skilgreindar sem landbúnaðarvörur og féllu þar með undir landbúnaðarstefnu sambandsins. Samstarfið fór hægt af stað en þróaðist á nokkrum áratugum í sameiginlega sjávarútvegsstefnu, óháða landbúnaðarstefnunni. Sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB, í því formi sem hún er starfrækt í dag, gekk í gildi árið 1983 og hefur verið endurskoðuð á tíu ára fresti síðan.

Þjóðkirkjan og samkynhneigð

Bára Friðriksdóttir skrifar

Lífsreynsla mín hefur kennt mér að fáfræði um málefni kallar oft á harða dóma. Það á við um mig jafnt og aðra. Áður en ég kynnti mér markvisst málefni samkynhneigðra í guðfræðináminu örlaði á ótta og skeytingarleysi gagnvart þeim. Eftir að ég kynnti mér málin komst ég að mínum eigin fordómum og vann mig í gegnum þá eins og langflestir sem skoða mál þeirra af einurð.

Erasmus-áætlunin 25 ára

Ásgerður Kjartansdóttir og Guðmundur Hálfdánarson skrifar

Tuttugu og fimm ára afmæli Erasmus-áætlunarinnar er haldið hátíðlegt um Evrópu alla í ár, en hún er hluti af menntaáætlun Evrópusambandsins á háskólastigi. Rúmlega 2.500 íslenskir háskólastúdentar hafa tekið hluta af námi sínu við evrópska háskóla á vegum hennar, en íslenskir háskólar fengu aðild að Erasmus-áætluninni árið 1992. Á síðustu árum hafa að meðaltali um 200 íslenskir stúdentar farið utan á hverju ári. Skólaárið 2010-2011 voru yfir 500 erlendir Erasmus-stúdentar við nám í íslensku háskólum og er það metfjöldi.

"Man pabbi þinn eftir þér?“

Diljá Björg Þorvaldsdóttir skrifar

Árið 2009 greindist pabbi minn með Alzheimer-sjúkdóminn, þá aðeins 49 ára gamall. Það var mikið áfall enda ég þá aðeins 19 ára gömul að klára stúdentinn. Ég hafði áður unnið á hjúkrunarheimili og hélt ég væri ágætlega undirbúin undir framhaldið en það kom annað á daginn.

Umræða um einelti á vitlausri braut

Matthías Freyr Matthíasson skrifar

Ég hugsa að það sé best að ég komi með fyrirvara hér. Einelti er nokkuð sem enginn einstaklingur ætti að þurfa að ganga í gegnum. Það er viðurstyggð og þjóðfélagið allt þarf að taka sig saman í andlitinu. Að því sögðu er ég á því að umræðan um einelti sé á miklum villigötum.

Ef táknmálstúlkar segja upp fer líf mitt á hvolf

Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar

Kæru æðstu yfirmenn hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, ég bið ykkur að veita táknmálstúlkum mannsæmandi laun. Ef þeir segja upp fer líf mitt, fjölskyldu minnar, vina minna og margra annarra sem eru mér kærir á hvolf. Nýverið var móðurmál mitt viðurkennt í lögum sem jafnrétthátt íslenskri tungu og er ég stolt af þjóð okkar að stíga það skref.

Regluverk þarf gegn kvótahoppi

Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson skrifar

Við inngöngu í Evrópusambandið, án undanþága eða sérlausna vegna sérstakra aðstæðna hérlendis, mundu íslensk stjórnvöld undantekningalaust þurfa að hlíta reglum ESB um fiskveiðar en aðildarríkin hafa framselt sambandinu mikil völd á því sviði.

Endurteknar rangfærslur um erfðabreytt matvæli

Jón Hallsteinn Hallsson skrifar

Í nýlegri grein í Fréttablaðinu heldur Sandra B. Jónsdóttir (Sandra Best) uppteknum hætti og ber á borð fyrir lesendur rangfærslur um erfðabreytt matvæli.

Hvernig líður þér um jólin?

Heimir Snorrason og Íris Stefánsdóttir skrifar

Jólin eru tími barnanna. Á jólunum gerum við okkur dagamun, klæðum okkur upp og eigum samveru með fjölskyldu og vinum yfir gjöfum, hátíðarmat, bókum og spilum. Væntanlega geta allir foreldrar tekið undir þá ósk að börn fái að njóta hamingjuríkra jóla. Hins vegar getur það reynst snúið í nútíma samfélagi að uppfylla allar þær væntingar sem gerðar eru til jólahaldsins. Margt getur spilað þar inn í, eins og bág fjárhagsstaða, vinnuálag, ýmiss konar vandamál í fjölskyldu eða erfiðar minningar tengdar jólum. Því jólin eru líka tími tilfinninga og minninga.

Misskilningur verður blaðagrein

Sigurður Erlingsson skrifar

Grein Hreiðars Más Hermannssonar í Fréttablaðinu þann 18. desember, „Þegar viðskipti verða fjárfesting“, byggir að miklu leyti á þeim grundvallarmisskilningi að eignir Íbúðalánasjóðs eigi að leigja út á kostnaðarverði.

Allir að hamra inn nagla

Pawel Bartoszek skrifar

Ég er aurvaldssinni. Það er svona míní-auðvaldssinni. Mér finnst það ekki endilega óendanlega magnað að til sé fólk sem hefur orðið ríkt af því að breyta rafmagni í ál eða fundið olíu og tekist að selja hana.

Aukið á réttaróvissu

Guðjón Jensson skrifar

Þjóðlendulögin frá 1998 eru að mörgu leyti einkennileg lagasetning. Megintilgangur þeirra var sá að greiða úr þeirri réttaróvissu sem ríkti um eignarhald á hálendi Íslands, eða eins og segir í 2. grein: „Íslenska ríkið er eigandi lands og hvers konar landsréttinda og hlunninda í þjóðlendum sem ekki eru háð einkaeignarrétti.“ Komið var á sérstakri nefnd, „Óbyggðanefnd“, sem rannsaka skyldi þessi mál og gera kröfur fyrir hönd ríkisins.

Hvað segðu menn þá?

Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Það er hárrétt sem fram kom í grein hér í blaðinu í gær að Orkuveita Reykjavíkur á margt ógert til að endurvinna traust. Við starfsfólkið gerum okkur fulla grein fyrir því og að mörgu leyti höfum við leitað til uppruna veiturekstursins til að finna fjölina okkar.

Að dæma fólk í örbirgð

Guðmundur Magnússon og Sigríður Hanna Ingólfsdóttir skrifar

Mjög erfitt, ef ekki ómögulegt, er fyrir lífeyrisþega og annað lágtekjufólk að láta enda ná saman. Á þetta einkanlega við um þá sem hafa engar eða litlar aðrar tekjur en greiðslur úr almannatryggingakerfinu og félagslega aðstoð. Tekjuskerðingar eru mjög miklar og þá sérstaklega hjá tekjulægsta hópnum. Við þeirri spurningu hvernig fólk á að geta framfleytt sér á ráðstöfunartekjum á bilinu 156-173 þúsundum króna á mánuði fást engin svör. Þá eru ónefndir þeir sem vegna búsetu erlendis fá enn lægri greiðslur.

Nýr áfangi í aðildarviðræðum

Stefán Haukur Jóhannesson og Björg Thorarensen og Þorsteinn Gunnarsson skrifa

Í vikunni fór fram ríkjaráðstefna í Brussel þar sem samningar hófust um sex nýja málaflokka í aðildarviðræðum Íslands og ESB.

Heimsendir 21.12.2012?

Spádómar um að heimsendir sé í nánd hafa fylgt mannkyninu frá órófi alda. Á enskri tungu kallast heimsendir meðal annars „apocalypse“, samanber heiti kvikmyndarinnar Apocalypse Now eftir Coppola. Orðið er komið úr grísku, en löngu fyrir upphaf tímatals okkar voru á reiki heimsendakenningar sem kallast einu orði „apokalyptík“.

Hvað hefur eyðilagt rammaáætlun?

Grunnáhersla Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs er verndun landsins ásamt skynsamlegri og sjálfbærri nýtingu landsins gæða. Oft höfum við sem deilum þeirri lífssýn orðið fyrir óréttlátri gagnrýni og fordómum fyrir skoðanir okkar en þó aldrei í þeim mæli sem á síðustu vikum í umræðu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða eða rammaáætlun.

Húsnæðislán, Svíþjóð og Ísland

Íslendingar búa við léleg lánakjör og lántöku á Íslandi fylgir mikil áhætta. Eftir að hafa búið og átt hús í báðum löndum vil ég gera hér skil á muninum.

Af hverju ekki að tryggja lýðræði í sjóðunum?

Jóhann Páll Símonarson skrifar

Í grein minni þann 21. júlí 2012 undir fyrirsögninni Gegnsæið í lífeyrissjóðum kom fram að 17 milljónir króna renna til Fjármálaeftirlitsins í eftirlitsstörf frá Gildi. Athygli er vakin á þessu þar sem lífeyrissjóðurinn Gildi þarf ekki einu sinni að afhenda fundargerðir síðasta ársfundar, bjóða sjóðsfélögum að hlýða á fundargerðir, eða að láta bera ársreikninga Gildis upp til samþykktar, í skiptum fyrir þessar 17 milljónir króna.

Ungbörn í ótilgreindri stöðu

Sævar Finnbogason skrifar

Sem barn heyrði ég sagt að maður nokkur væri óstaðsettur í hús og spurði ég í sakleysi mínu hvað hefði komið fyrir fyrir hann. Mér var sagt að hann hefði lent í hálfgerðu limbói. Þrátt fyrir ungan aldur grunaði mig strax að hér væri ekki átt við limbódansinn skemmtilega heldur eitthvað öllu alvarlegra. Þetta rifjaðist fyrir mér þegar ég heyrði af því hvað sumum trúfélögum krossbrá við að frétta að nú ættu ungbörn á hættu að lenda í ótilgreindri stöðu ef frumvarp um jafna stöðu trúfélaga verður samþykkt óbreytt.

Opið bréf til alþingismanna

Ég undirrituð, Hafdís Óskarsdóttir, get vart orða bundist eftir að stjórnendur Dróma hf. sáu sér leik að hrósa eigin vinnubrögðum í heilsíðuauglýsingum allra stærstu dagblaðanna. Með tilvísun til úttektar FME á afmörkuðum atriðum, sem varða vinnubrögð Dróma, er því haldið fram að FME staðfesti „faglega og góða starfshætti Dróma“. FME sá hins vegar ástæðu til að árétta að ekki bæri „að skilja þá niðurstöðu svo að allsherjar heilbrigðisvottorð hafi verið gefið út um starfsemi félagsins eða viðskiptahætti þess“.

Bandalag stórfyrirtækja og verkalýðshreyfingar með samþykki allra stjórnmálaflokka

Við hrunið haustið 2008 keypti ég lítið fyrirtæki sem ég hef rekið síðan og gengið ágætlega. Á þeim tíma hef ég kynnst á eigin skinni hvernig bandalag verkalýðshreyfingarinnar og stórfyrirtækja (sem stjórna Samtökum atvinnulífsins) hafa búið til kerfi sem er óskilvirkt, óarðbært og hindrar efnahagslegar framfarir sem svo sár þörf er á, sérstaklega nú eftir hrun. Allir stjórnmálaflokkar hafa stutt bandalagið og styrkt það í sessi í gegnum tíðina, enda hagsmunir þeirra að viðhalda því vegna áhrifa í verkalýðsfélögum og félögum atvinnurekenda. Núverandi stjórn styður þetta bandalag af meiri eldmóð en allar fyrri ríkisstjórnir.

Stórskipahöfn í Vestmannaeyjum

Stjórnmálamenn tala sífellt um það að skapa störf og þegnarnir spyrja þá, hvaða störf ætlið þið að skapa. Það virðist vera einhver misskilningur hjá stjórnmálamönnum að hið opinbera skapar ekki störf til að hleypa blóði í atvinnulífið.

Hættuleg bústaðabyggð?

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar

Íbúar Reykjavíkur vantreysta borginni þegar málefni Orkuveitu Reykjavíkur ber á góma. Saga félagsins er harmleik líkust. Rafmagns-, hita- og vatnsveitur voru sameinaðar í eitt fyrirtæki sem ofmetnaðist og missti fullkomlega sjónar á eigin tilgangi.

Sjá næstu 50 greinar