Rétt skal vera rétt Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 7. janúar 2013 06:00 Einar Karl Haraldsson gerir mig að umtalsefni í grein sem birtist í Fréttablaðinu sl. laugardag. Honum mislíkar að mér finnist skjóta skökku við að þjóðkirkjan gefi út yfirlýsingar um að hún hyggist fara í söfnun fyrir tækjakaupum á Landspítalanum nokkrum dögum eftir að kirkjan hafði beitt sér af mikilli hörku fyrir auknum fjárveitingum til sjálfrar sín undir lok fjárlagagerðarinnar í desember sl. Ég fagnaði því um leið að kirkjan hygðist bæta sér í hóp þeirra fjölmörgu félagasamtaka sem leggja heilbrigðisstofnunum lið með söfnun fyrir mikilvægum tækjakaupum. Framlög frjálsra félagasamtaka til tækjakaupa hafa, þótt hljótt hafi farið, skipt sköpum fyrir tækjakost heilbrigðiskerfisins. Alþingi hefur samþykkt 900 m.kr. fjárveitingu til tækjakaupa á Landspítalanum á næsta ári og velferðarráðherra hefur látið vinna áætlun um reglubundnar fjárveitingar til tækjakaupa í heilbrigðiskerfinu. Hér eftir sem hingað til verður þó mikil þörf fyrir velvild frjálsra félagasamtaka. Einari Karli er að sjálfsögðu frjálst að lýsa viðhorfum sínum. Mér líkar þó illa að hann blekki lesendur til að gera mig tortryggilega. Kannski hefur hann ekki ætlað sér að blekkja neinn en hann hefur a.m.k. ekki kynnt sér staðreyndir. Hann segir í grein sinni: "Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hefur verið áhrifamanneskja í fjárlaganefnd á þessu kjörtímabili og átt sinn þátt í ákvörðunum um að hlunnfara þjóðkirkjuna árum saman." Hið rétta er að ég sat í rúmlega eitt ár í fjárlaganefnd og var formaður hennar frá 1. október 2011 til haustsins 2012. Þegar ég var formaður lagði meirihluti nefndarinnar til auknar fjárveitingar til þjóðkirkjunnar. Við hækkuðum sóknargjöld til þjóðkirkjunnar um 61,2 m.kr., fjárveitingar til kirkjumálasjóðs um 8,3 m.kr. og jöfnunarsjóðs sókna um 11,5 m.kr. Fjárveiting til þjóðkirkjunnar var því hækkuð um 81 milljón króna í fjárlagagerðinni þann tíma sem ég sat í og stýrði fjárlaganefnd. Þá studdi ég 45 m.kr. viðbótarfjárveitingu til kirkjunnar í fjárlögum 2013. Rétt skal vera rétt! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Biskup í góðum samhljómi Það eru tíðindi þegar forystukona Samfylkingarinnar í Reykjavík telur sig ekki hafa annað þarfara að gera en að veitast að Agnesi Sigurðardóttur, biskupi Íslands, fyrir hugmynd hennar um að þjóðkirkjan beiti sér fyrir landssöfnun í þágu tækjakaupa til Landspítalans. 5. janúar 2013 08:00 Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Einar Karl Haraldsson gerir mig að umtalsefni í grein sem birtist í Fréttablaðinu sl. laugardag. Honum mislíkar að mér finnist skjóta skökku við að þjóðkirkjan gefi út yfirlýsingar um að hún hyggist fara í söfnun fyrir tækjakaupum á Landspítalanum nokkrum dögum eftir að kirkjan hafði beitt sér af mikilli hörku fyrir auknum fjárveitingum til sjálfrar sín undir lok fjárlagagerðarinnar í desember sl. Ég fagnaði því um leið að kirkjan hygðist bæta sér í hóp þeirra fjölmörgu félagasamtaka sem leggja heilbrigðisstofnunum lið með söfnun fyrir mikilvægum tækjakaupum. Framlög frjálsra félagasamtaka til tækjakaupa hafa, þótt hljótt hafi farið, skipt sköpum fyrir tækjakost heilbrigðiskerfisins. Alþingi hefur samþykkt 900 m.kr. fjárveitingu til tækjakaupa á Landspítalanum á næsta ári og velferðarráðherra hefur látið vinna áætlun um reglubundnar fjárveitingar til tækjakaupa í heilbrigðiskerfinu. Hér eftir sem hingað til verður þó mikil þörf fyrir velvild frjálsra félagasamtaka. Einari Karli er að sjálfsögðu frjálst að lýsa viðhorfum sínum. Mér líkar þó illa að hann blekki lesendur til að gera mig tortryggilega. Kannski hefur hann ekki ætlað sér að blekkja neinn en hann hefur a.m.k. ekki kynnt sér staðreyndir. Hann segir í grein sinni: "Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hefur verið áhrifamanneskja í fjárlaganefnd á þessu kjörtímabili og átt sinn þátt í ákvörðunum um að hlunnfara þjóðkirkjuna árum saman." Hið rétta er að ég sat í rúmlega eitt ár í fjárlaganefnd og var formaður hennar frá 1. október 2011 til haustsins 2012. Þegar ég var formaður lagði meirihluti nefndarinnar til auknar fjárveitingar til þjóðkirkjunnar. Við hækkuðum sóknargjöld til þjóðkirkjunnar um 61,2 m.kr., fjárveitingar til kirkjumálasjóðs um 8,3 m.kr. og jöfnunarsjóðs sókna um 11,5 m.kr. Fjárveiting til þjóðkirkjunnar var því hækkuð um 81 milljón króna í fjárlagagerðinni þann tíma sem ég sat í og stýrði fjárlaganefnd. Þá studdi ég 45 m.kr. viðbótarfjárveitingu til kirkjunnar í fjárlögum 2013. Rétt skal vera rétt!
Biskup í góðum samhljómi Það eru tíðindi þegar forystukona Samfylkingarinnar í Reykjavík telur sig ekki hafa annað þarfara að gera en að veitast að Agnesi Sigurðardóttur, biskupi Íslands, fyrir hugmynd hennar um að þjóðkirkjan beiti sér fyrir landssöfnun í þágu tækjakaupa til Landspítalans. 5. janúar 2013 08:00
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun