Gróf aðför RÚV að íslensku samfélagi Ástþór Magnússon skrifar 4. janúar 2013 08:00 Friður 2000 hefur um árabil vakið athygli á hættum sem að börnum getur steðjað frá ofbeldisefni í fjölmiðlum. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að ofbeldi í fjölmiðlum eykur hættu á ofbeldi í samfélaginu. Samkvæmt lögum og reglum um starfsemi RÚV ber ríkisfjölmiðlunum skylda að standa vörð um íslenska tungu og menningu. Lögin eru reglulega brotin af RÚV og mjög gróflega sl. gamlárskvöld með áramótaskaupi sem fór út yfir öll landamæri friðar og velsæmis. Með útsendingunni braut RÚV m.a. 1. gr. laga um Ríkisútvarpið og 27. gr. fjölmiðlalaga auk fleiri greina almennra hegningarlaga. Í áramótaskaupi RÚV 31. desember var nauðgurum gert hátt undir höfði og þeim kennt að kaupa tjald yfir glæpi sína. Ofbeldi lyft hæðum hærra og áhorfendum kennt að bregðast við þjóðfélagsgagnrýni með hnefaskaki. Beinlínis var sýnt hvernig slá skal niður mann og lagt til að skjóta annan með haglabyssu. Þá var forseti þjóðarinnar sýndur sem ofbeldisseggur og klappað fyrir. Aldraðir og öryrkjar voru svívirtir. Lög og regluverðir lítilsvirtir. Fjöldamorð sýnt sem eðlilegur verknaður í baráttu um peningavöld. Blaðið sem heldur úti sora íslenskrar blaðamennsku og tungu fékk reglubundin auglýsingainnskot.Samfélag ofbeldis Viljum við Íslendingar samfélag ofbeldis þar sem skólabörn eru murkuð niður af fjöldamorðingjum? Þar sem tugir þúsunda manna eru limlestir og drepnir af tilefnislausu á almannafæri á hverju ári? Slíkt samfélag er nú að finna í uppsprettu ofbeldismyndanna, í Bandaríkjunum. Í Chicago jókst ofbeldið um 50% á liðnu ári. Í þessari einu borg voru 532 drepnir og tugir þúsunda sárir þetta árið. Ofbeldið er orðið svo samofið samfélaginu að á síðustu tíu árum hefur helmingi fleira fólk verið drepið í götum Chicago en bandarískir hermenn í Afganistan á sama tíma. Tugir manns eru drepnir í Bandaríkjunum á hverjum einasta degi og þykir varla fréttnæmt lengur. Ekki er liðinn mánuður frá þjóðarsorg vegna fjöldamorðs vestan við okkur, en þar eru að meðaltali um tuttugu fjöldamorð á hverju ári. Austan okkar eru nokkrar vikur síðan hjúkrunarkona framdi sjálfsmorð eftir aðför ósmekklegra fjölmiðlaskrípa. Viljum við stýra íslensku friðarsamfélagi í þessi spor? Friður 2000 hefur fylgst með þessari þróun um árabil. Við framleiddum og afhentum RÚV fyrir mörgum árum íslenskar stuttmyndir gegn ofbeldi og báðum um að þær yrðu sýndar á undan kvikmyndum og þáttum sem innihalda ofbeldi. Eftir nokkrar birtingar tók RÚV þær úr birtingu og í tíð Páls Magnússonar sem útvarpsstjóra virðist fjölmiðillinn ekki sjá sér fært að birta slíkar upplýsingar til verndar íslenskum börnum. Engin slík viðvörun var birt á undan orðljótu, klámfengnu og ofbeldishneigðu áramótaskaupi sem átti ekkert erindi inn á fjölskylduskemmtun. Við höfum hingað til getað skemmt okkur yfir grínþáttum án slíks viðbjóðs sem hér var troðið ofan í þjóðina. Í kjölfar þess sem nú hefur gerst hjá RÚV um þessi áramót er nauðsynlegt að stokka upp hjá ríkisfjölmiðlunum. RÚV hefur algerlega brugðist hlutverki sínu og ýtir nú undir að hér rísi ofbeldisþjóðfélag í stað þess að standa vörð um íslenska friðarmenningu. Núverandi stjórnendur verða að víkja sjálfviljugir eða með valdboði. Hér með er skorað á Fjölmiðlanefnd að taka þetta mál til umfjöllunar. Skorað er á Pál Magnússon og aðra sem hafa komið að birtingu þessa efnis hjá RÚV að taka pokann sinn. Þá er athæfið hér með kært til Lögreglustjórans í Reykjavík sem brot á almennum hegningarlögum m.a. kafla XIII, XVIII, XXII, XXV og vakin athygli á því að við brotunum er fangelsisvist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Skoðun Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Sjá meira
Friður 2000 hefur um árabil vakið athygli á hættum sem að börnum getur steðjað frá ofbeldisefni í fjölmiðlum. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að ofbeldi í fjölmiðlum eykur hættu á ofbeldi í samfélaginu. Samkvæmt lögum og reglum um starfsemi RÚV ber ríkisfjölmiðlunum skylda að standa vörð um íslenska tungu og menningu. Lögin eru reglulega brotin af RÚV og mjög gróflega sl. gamlárskvöld með áramótaskaupi sem fór út yfir öll landamæri friðar og velsæmis. Með útsendingunni braut RÚV m.a. 1. gr. laga um Ríkisútvarpið og 27. gr. fjölmiðlalaga auk fleiri greina almennra hegningarlaga. Í áramótaskaupi RÚV 31. desember var nauðgurum gert hátt undir höfði og þeim kennt að kaupa tjald yfir glæpi sína. Ofbeldi lyft hæðum hærra og áhorfendum kennt að bregðast við þjóðfélagsgagnrýni með hnefaskaki. Beinlínis var sýnt hvernig slá skal niður mann og lagt til að skjóta annan með haglabyssu. Þá var forseti þjóðarinnar sýndur sem ofbeldisseggur og klappað fyrir. Aldraðir og öryrkjar voru svívirtir. Lög og regluverðir lítilsvirtir. Fjöldamorð sýnt sem eðlilegur verknaður í baráttu um peningavöld. Blaðið sem heldur úti sora íslenskrar blaðamennsku og tungu fékk reglubundin auglýsingainnskot.Samfélag ofbeldis Viljum við Íslendingar samfélag ofbeldis þar sem skólabörn eru murkuð niður af fjöldamorðingjum? Þar sem tugir þúsunda manna eru limlestir og drepnir af tilefnislausu á almannafæri á hverju ári? Slíkt samfélag er nú að finna í uppsprettu ofbeldismyndanna, í Bandaríkjunum. Í Chicago jókst ofbeldið um 50% á liðnu ári. Í þessari einu borg voru 532 drepnir og tugir þúsunda sárir þetta árið. Ofbeldið er orðið svo samofið samfélaginu að á síðustu tíu árum hefur helmingi fleira fólk verið drepið í götum Chicago en bandarískir hermenn í Afganistan á sama tíma. Tugir manns eru drepnir í Bandaríkjunum á hverjum einasta degi og þykir varla fréttnæmt lengur. Ekki er liðinn mánuður frá þjóðarsorg vegna fjöldamorðs vestan við okkur, en þar eru að meðaltali um tuttugu fjöldamorð á hverju ári. Austan okkar eru nokkrar vikur síðan hjúkrunarkona framdi sjálfsmorð eftir aðför ósmekklegra fjölmiðlaskrípa. Viljum við stýra íslensku friðarsamfélagi í þessi spor? Friður 2000 hefur fylgst með þessari þróun um árabil. Við framleiddum og afhentum RÚV fyrir mörgum árum íslenskar stuttmyndir gegn ofbeldi og báðum um að þær yrðu sýndar á undan kvikmyndum og þáttum sem innihalda ofbeldi. Eftir nokkrar birtingar tók RÚV þær úr birtingu og í tíð Páls Magnússonar sem útvarpsstjóra virðist fjölmiðillinn ekki sjá sér fært að birta slíkar upplýsingar til verndar íslenskum börnum. Engin slík viðvörun var birt á undan orðljótu, klámfengnu og ofbeldishneigðu áramótaskaupi sem átti ekkert erindi inn á fjölskylduskemmtun. Við höfum hingað til getað skemmt okkur yfir grínþáttum án slíks viðbjóðs sem hér var troðið ofan í þjóðina. Í kjölfar þess sem nú hefur gerst hjá RÚV um þessi áramót er nauðsynlegt að stokka upp hjá ríkisfjölmiðlunum. RÚV hefur algerlega brugðist hlutverki sínu og ýtir nú undir að hér rísi ofbeldisþjóðfélag í stað þess að standa vörð um íslenska friðarmenningu. Núverandi stjórnendur verða að víkja sjálfviljugir eða með valdboði. Hér með er skorað á Fjölmiðlanefnd að taka þetta mál til umfjöllunar. Skorað er á Pál Magnússon og aðra sem hafa komið að birtingu þessa efnis hjá RÚV að taka pokann sinn. Þá er athæfið hér með kært til Lögreglustjórans í Reykjavík sem brot á almennum hegningarlögum m.a. kafla XIII, XVIII, XXII, XXV og vakin athygli á því að við brotunum er fangelsisvist.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun