Stuðningsgrein: Árni Páll eða Guðbjartur? Kristinn Halldór Einarsson skrifar 11. janúar 2013 06:00 Ég er jafnaðarmaður og hef kosið að vera félagi í Samfylkingunni. Nú þegar að formannskjör er fram undan í Samfylkingunni, einstakt meðal íslenskra stjórnmálaflokka vegna þess hversu margir eiga kosningarétt, þá er ég sáttur við þá valkosti sem í boði eru. Mér finnst gott að geta valið á milli nokkuð þekktra stærða, frekar en að velja hið óþekkta, sem margir virðast aðhyllast í dag. Báðir frambjóðendurnir, Árni Páll og Guðbjartur, finnst mér búa sameiginlega og hvor í sínu lagi yfir eiginleikum sem ég met sem góða kosti fyrir leiðtoga í stjórnmálaflokki að hafa. Þetta eru eiginleikar eins og auðmýkt, ákafi, framtíðarsýn, hugrekki, mælska, réttsýni, sanngirni, sáttavilji, stjórnunarreynsla, yfirsýn, yfirvegun, vinnusemi og þekking. Hugmyndafræðilega sé ég ekki mun á Árna Páli og Guðbjarti, báðir finnst mér þeir standa traustum fótum sem klassískir jafnaðarmenn. Vinstri og hægri skilgreiningar finnst mér í besta falli vera mjög ónákvæmar til að greina á milli þeirra. Fyrir mér er þetta því spurning um ólíkan stíl, mat á því hvar meginstyrkleikar og -veikleikar þeirra liggja og hvaða eiginleikar mér finnast skipta mestu máli í fari næsta formanns Samfylkingarinnar. Ég hef átt samskipti við bæði Árna Pál og Guðbjart á undanförnum árum í starfi mínu sem formaður Blindrafélagsins og mætt af hendi beggja velvilja, sanngirni og réttsýni. Árna Páli hef ég verið kunnugur lengi en leiðir okkar lágu fyrst saman í Æskulýðsfylkingu Alþýðubandalagsins. Guðbjarti man ég fyrst eftir sem vinsælum skátaforingja ofan af Skaga frá því að ég var í skátunum. Þegar ég geri upp við mig hvorn frambjóðandann ég ætla að styðja til formanns í Samfylkingunni þá horfi ég til þess hvor þeirra mér finnst líklegri til að stækka Samfylkinguna og ná að laða fleiri til fylgis við jafnaðarstefnuna. Mér finnst einnig mikilvægt að horfa til klassískra leiðtogaeiginleika frekar en stjórnunareiginleika, hvoru tveggja eru að sjálfsögðu dýrmætir eiginleikar. Eins finnst mér mikilvægt að kynslóðaskipti eigi sér stað í forystu Samfylkingarinnar. Af þessum sökum hef ég ákveðið að styðja Árna Pál til formanns í Samfylkingunni. Reynsla mín af samskiptum við Árna Pál sem ráðherra vegur einnig þungt. En á þeim stutta tíma sem Árni Páll var félagsmálaráðherra þá varð ég vitni að vinnubrögðum ráðherra sem mér finnast vera til mikillar eftirbreytni. Hann kallaði saman breiðan hóp fólks til skrafs og ráðgerða um mál sem hann sem ráðherra var með til úrlausnar. Þar hlustaði hann á skoðanir og viðhorf annarra og mældi við sín eigin viðhorf og skoðanir. Þetta er samráð, þar sem kallað er eftir viðhorfum áður en málin eru orðin fullmótuð. Ég hef ekki orðið vitni að, eða verið boðið til þátttöku í, sambærilegum vinnubrögðum frá öðrum ráðherrum. Mér finnst þetta vera vinnubrögð sem eru til fyrirmyndar og sýna á vissan hátt hversu traustum fótum Árni Páll stendur í klassískri jafnaðarstefnu, og hefur sem slíkur nægan kjark til að bjóða til umræðu þeim sem kunna að hafa aðrar og ólíkar skoðanir en hann sjálfur. Fyrir mér er Árni Páll einnig einn af mjög fáum stjórnmálamönnum sem eru líklegir til að geta náð okkur út úr þeirri ömurlegu niðurrifsumræðu- og stjórnmálahefð sem lamar allt stjórnmálalíf á Íslandi í dag, til mikils skaða fyrir land og þjóð. Það vegur einnig þungt fyrir mig þegar ég tek þá afstöðu að styðja og kjósa Árni Pál Árnason til formennsku í Samfylkingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég er jafnaðarmaður og hef kosið að vera félagi í Samfylkingunni. Nú þegar að formannskjör er fram undan í Samfylkingunni, einstakt meðal íslenskra stjórnmálaflokka vegna þess hversu margir eiga kosningarétt, þá er ég sáttur við þá valkosti sem í boði eru. Mér finnst gott að geta valið á milli nokkuð þekktra stærða, frekar en að velja hið óþekkta, sem margir virðast aðhyllast í dag. Báðir frambjóðendurnir, Árni Páll og Guðbjartur, finnst mér búa sameiginlega og hvor í sínu lagi yfir eiginleikum sem ég met sem góða kosti fyrir leiðtoga í stjórnmálaflokki að hafa. Þetta eru eiginleikar eins og auðmýkt, ákafi, framtíðarsýn, hugrekki, mælska, réttsýni, sanngirni, sáttavilji, stjórnunarreynsla, yfirsýn, yfirvegun, vinnusemi og þekking. Hugmyndafræðilega sé ég ekki mun á Árna Páli og Guðbjarti, báðir finnst mér þeir standa traustum fótum sem klassískir jafnaðarmenn. Vinstri og hægri skilgreiningar finnst mér í besta falli vera mjög ónákvæmar til að greina á milli þeirra. Fyrir mér er þetta því spurning um ólíkan stíl, mat á því hvar meginstyrkleikar og -veikleikar þeirra liggja og hvaða eiginleikar mér finnast skipta mestu máli í fari næsta formanns Samfylkingarinnar. Ég hef átt samskipti við bæði Árna Pál og Guðbjart á undanförnum árum í starfi mínu sem formaður Blindrafélagsins og mætt af hendi beggja velvilja, sanngirni og réttsýni. Árna Páli hef ég verið kunnugur lengi en leiðir okkar lágu fyrst saman í Æskulýðsfylkingu Alþýðubandalagsins. Guðbjarti man ég fyrst eftir sem vinsælum skátaforingja ofan af Skaga frá því að ég var í skátunum. Þegar ég geri upp við mig hvorn frambjóðandann ég ætla að styðja til formanns í Samfylkingunni þá horfi ég til þess hvor þeirra mér finnst líklegri til að stækka Samfylkinguna og ná að laða fleiri til fylgis við jafnaðarstefnuna. Mér finnst einnig mikilvægt að horfa til klassískra leiðtogaeiginleika frekar en stjórnunareiginleika, hvoru tveggja eru að sjálfsögðu dýrmætir eiginleikar. Eins finnst mér mikilvægt að kynslóðaskipti eigi sér stað í forystu Samfylkingarinnar. Af þessum sökum hef ég ákveðið að styðja Árna Pál til formanns í Samfylkingunni. Reynsla mín af samskiptum við Árna Pál sem ráðherra vegur einnig þungt. En á þeim stutta tíma sem Árni Páll var félagsmálaráðherra þá varð ég vitni að vinnubrögðum ráðherra sem mér finnast vera til mikillar eftirbreytni. Hann kallaði saman breiðan hóp fólks til skrafs og ráðgerða um mál sem hann sem ráðherra var með til úrlausnar. Þar hlustaði hann á skoðanir og viðhorf annarra og mældi við sín eigin viðhorf og skoðanir. Þetta er samráð, þar sem kallað er eftir viðhorfum áður en málin eru orðin fullmótuð. Ég hef ekki orðið vitni að, eða verið boðið til þátttöku í, sambærilegum vinnubrögðum frá öðrum ráðherrum. Mér finnst þetta vera vinnubrögð sem eru til fyrirmyndar og sýna á vissan hátt hversu traustum fótum Árni Páll stendur í klassískri jafnaðarstefnu, og hefur sem slíkur nægan kjark til að bjóða til umræðu þeim sem kunna að hafa aðrar og ólíkar skoðanir en hann sjálfur. Fyrir mér er Árni Páll einnig einn af mjög fáum stjórnmálamönnum sem eru líklegir til að geta náð okkur út úr þeirri ömurlegu niðurrifsumræðu- og stjórnmálahefð sem lamar allt stjórnmálalíf á Íslandi í dag, til mikils skaða fyrir land og þjóð. Það vegur einnig þungt fyrir mig þegar ég tek þá afstöðu að styðja og kjósa Árni Pál Árnason til formennsku í Samfylkingunni.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun