Pakkastjórnmál Guðmundur Örn Jónsson skrifar 8. janúar 2013 06:00 Á fjögurra ára fresti fáum við kjósendur að velja milli pakka af loforðum. Samfylkingin býður upp á pakka, einnig Sjálfstæðisflokkurinn, o.s.frv. Valið er yfirleitt erfitt því enginn pakkanna er algerlega eftir okkar höfði og allir innihalda þeir eitthvað sem við kærum okkur ekkert um. Ekki nóg með það heldur höfum við enga tryggingu fyrir því að loforðin í pakkanum okkar verði efnd þótt okkar pakki/stjórnmálaflokkur verði ofan á í kosningum. Líklegast eru sérhagsmunahópar ein helsta ástæða þess að í pökkunum eru bæði óæskileg loforð og að erfitt reynist fyrir stjórnmálaflokkana að efna sum loforðanna, sem þó eru í pökkunum. Því verðmætari sem sérhagsmunir eru, því meiri er hvatinn fyrir sérhagsmunahóp að beita sér í stjórnmálum. Það getur hann gert með því að nota arðinn af sérhagsmununum t.d. til að fjármagna stjórnmálaflokka, fjölmiðla eða hagsmunasamtök. Það er ekkert séríslenskt fyrirbæri. Þannig hafa áhrif eins sérhagsmunahópsins, Bændasamtakanna, leitt til þess að 70% íslenskra þingmanna vilja leggja hærri fjársektir við framleiðslu mjólkur utan kvóta (og án ríkisaðstoðar) heldur en við ræktun kannabis. Vegna áhrifa annars sérhagsmunahópsins, LÍÚ, er tæplega meirihluti fyrir því á Alþingi að þjóðin njóti arðs helstu auðlindar sinnar þótt 80%-90% þjóðarinnar vilji það. Nýja stjórnarskráin tekur á þessu vandamáli. Hún veitir ákveðnu hlutfalli kjósenda tækifæri til að velja tiltekið málefni, leggja það fyrir Alþingi og í kjölfarið, ákveða örlög þess í þjóðaratkvæðagreiðslu. Alveg óháð afstöðu og áhuga einstakra stjórnmálaflokka á málinu. Nýja stjórnarskráin er því stærsta atlagan sem nokkurn tímann hefur verið gerð að sérhagsmunum á Íslandi. Stuðningsmenn ríkisstjórnarflokkanna ættu því að fylgjast sérstaklega vel með afdrifum stjórnarskrárinnar á Alþingi. Þar ræður meirihlutinn og getur komið málum í gegn ef vilji er til þess, því einfalt er að stöðva málþóf. Ef nýja stjórnarskráin kemst ekki, svo til efnislega óbreytt, gegnum Alþingi er það vegna þess að meirihluti þingmanna vill ekki stemma stigu við sérhagsmunum. Til þess þurfa einhverjir stjórnarþingmenn að svíkja kjósendur sína, og við því getum við brugðist í næstu kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Á fjögurra ára fresti fáum við kjósendur að velja milli pakka af loforðum. Samfylkingin býður upp á pakka, einnig Sjálfstæðisflokkurinn, o.s.frv. Valið er yfirleitt erfitt því enginn pakkanna er algerlega eftir okkar höfði og allir innihalda þeir eitthvað sem við kærum okkur ekkert um. Ekki nóg með það heldur höfum við enga tryggingu fyrir því að loforðin í pakkanum okkar verði efnd þótt okkar pakki/stjórnmálaflokkur verði ofan á í kosningum. Líklegast eru sérhagsmunahópar ein helsta ástæða þess að í pökkunum eru bæði óæskileg loforð og að erfitt reynist fyrir stjórnmálaflokkana að efna sum loforðanna, sem þó eru í pökkunum. Því verðmætari sem sérhagsmunir eru, því meiri er hvatinn fyrir sérhagsmunahóp að beita sér í stjórnmálum. Það getur hann gert með því að nota arðinn af sérhagsmununum t.d. til að fjármagna stjórnmálaflokka, fjölmiðla eða hagsmunasamtök. Það er ekkert séríslenskt fyrirbæri. Þannig hafa áhrif eins sérhagsmunahópsins, Bændasamtakanna, leitt til þess að 70% íslenskra þingmanna vilja leggja hærri fjársektir við framleiðslu mjólkur utan kvóta (og án ríkisaðstoðar) heldur en við ræktun kannabis. Vegna áhrifa annars sérhagsmunahópsins, LÍÚ, er tæplega meirihluti fyrir því á Alþingi að þjóðin njóti arðs helstu auðlindar sinnar þótt 80%-90% þjóðarinnar vilji það. Nýja stjórnarskráin tekur á þessu vandamáli. Hún veitir ákveðnu hlutfalli kjósenda tækifæri til að velja tiltekið málefni, leggja það fyrir Alþingi og í kjölfarið, ákveða örlög þess í þjóðaratkvæðagreiðslu. Alveg óháð afstöðu og áhuga einstakra stjórnmálaflokka á málinu. Nýja stjórnarskráin er því stærsta atlagan sem nokkurn tímann hefur verið gerð að sérhagsmunum á Íslandi. Stuðningsmenn ríkisstjórnarflokkanna ættu því að fylgjast sérstaklega vel með afdrifum stjórnarskrárinnar á Alþingi. Þar ræður meirihlutinn og getur komið málum í gegn ef vilji er til þess, því einfalt er að stöðva málþóf. Ef nýja stjórnarskráin kemst ekki, svo til efnislega óbreytt, gegnum Alþingi er það vegna þess að meirihluti þingmanna vill ekki stemma stigu við sérhagsmunum. Til þess þurfa einhverjir stjórnarþingmenn að svíkja kjósendur sína, og við því getum við brugðist í næstu kosningum.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar