Ólafur ræðst á spegilinn Jón Trausti Reynisson skrifar 8. janúar 2013 06:00 Almannatengillinn Ólafur Hauksson birti á föstudag grein í Fréttablaðinu, þar sem hann notaði ljótustu áróðursbrögðin í bókinni til að koma höggi á DV og starfsmenn DV. Fyrstu tvö áróðursbrögð Ólafs birtust í fyrirsögninni: "Er óhróður DV falur?" Þar gefur hann sér þá forsendu fyrir fram, að óhróður sé í DV, án þess að rökstyðja það. Í öðru lagi reisir hann alvarlega ásökun í spurningarformi. Þessi aðferð er notuð af slóttugustu almannatenglunum í skítugustu áróðursstríðunum, en hefur ekki oft tíðkast hérlendis. Með því að setja spurningarmerki aftan við alvarlega ásökun þarf almannatengillinn ekki að sýna fram á að hún sé rétt og getur leyft sér að klína hverju sem er á þann sem hann hyggst draga niður í svaðið.Brjáluð samsæriskenning Grein Ólafs virðist hafa verið ætluð sem gagnrýni á DV fyrir að fjalla of mikið um aðila sem tengjast efnahagshruninu og vafasömum viðskiptagjörningum. Hann vísar óljóst til aðila sem eiga undir högg að sækja af hálfu fjármálastofnana og færir síðan fram þá brjáluðu samsæriskenningu – í spurnarformi – að umfjöllun DV stýrist af hagsmunum erlendra hrægammasjóða og bankanna. DV hefur fjallað um mörg vafasöm viðskipti eftir hrun. Samkvæmt nýlegri háskólarannsókn á umfjöllun dagblaða um fjármálastofnanir eftir hrun hefur DV staðið sig best; haft fleiri heimildir á bak við hverja frétt og ekki birt innsendar fréttir í formi fréttatilkynninga, líkt og tíðkast í öðrum blöðum. Það er vitað að sumir aðilar eru á móti því að sagt sé frá, en að mati okkar á DV hefur almenningur rétt á þessum upplýsingum. Óhróður er skilgreindur sem "ósönn illmæli" eða álygar. Ólafur sýnir ekki fram á nein dæmi þess að DV hafi farið með ósannindi, og hvað þá gegn greiðslu.Hagræða skoðunum Sá munur er á starfslýsingu blaðamanna og starfslýsingu almannatengla að blaðamenn eiga að segja hlutlaust frá því sem þeir komast á snoðir um, en almannatenglar eiga að reyna að hagræða skoðunum almennings í hag þess sem þeir vinna fyrir. Ólafur spyr hvort "óhróður" DV sé falur, af því að hann getur ekki fullyrt það, vegna þess að hann hefur ekki minnsta rökstuðning fyrir því. Hins vegar er auðvelt að svara honum með sönnum staðhæfingum: Ólafur stundar óhróður og þáttur hans í opinberri umræðu er til sölu. Flest það sem hann ræðst gegn birtist raunverulega í honum sjálfum. Vonandi sýnir fólk betri smekk en svo að kaupa slíka þjónustu, á sama tíma og heiðarleg gagnrýni kostar ekki neitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Er óhróður DV falur? DV hefur lengi stundað það að leggja tiltekna einstaklinga í einelti mánuðum og jafnvel árum saman. Blaðið veltir sér upp úr meinfýsnu slúðri og skætingi um þessa eintaklinga, í bland við ítarlegar upplýsingar sem fjölmiðillinn hefur um fjármál viðkomandi eða sakir sem á þá eru bornar. Þetta er endurtekið í sífellu, svona eins og þegar hrotti sparkar í liggjandi mann. 4. janúar 2013 08:00 Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Almannatengillinn Ólafur Hauksson birti á föstudag grein í Fréttablaðinu, þar sem hann notaði ljótustu áróðursbrögðin í bókinni til að koma höggi á DV og starfsmenn DV. Fyrstu tvö áróðursbrögð Ólafs birtust í fyrirsögninni: "Er óhróður DV falur?" Þar gefur hann sér þá forsendu fyrir fram, að óhróður sé í DV, án þess að rökstyðja það. Í öðru lagi reisir hann alvarlega ásökun í spurningarformi. Þessi aðferð er notuð af slóttugustu almannatenglunum í skítugustu áróðursstríðunum, en hefur ekki oft tíðkast hérlendis. Með því að setja spurningarmerki aftan við alvarlega ásökun þarf almannatengillinn ekki að sýna fram á að hún sé rétt og getur leyft sér að klína hverju sem er á þann sem hann hyggst draga niður í svaðið.Brjáluð samsæriskenning Grein Ólafs virðist hafa verið ætluð sem gagnrýni á DV fyrir að fjalla of mikið um aðila sem tengjast efnahagshruninu og vafasömum viðskiptagjörningum. Hann vísar óljóst til aðila sem eiga undir högg að sækja af hálfu fjármálastofnana og færir síðan fram þá brjáluðu samsæriskenningu – í spurnarformi – að umfjöllun DV stýrist af hagsmunum erlendra hrægammasjóða og bankanna. DV hefur fjallað um mörg vafasöm viðskipti eftir hrun. Samkvæmt nýlegri háskólarannsókn á umfjöllun dagblaða um fjármálastofnanir eftir hrun hefur DV staðið sig best; haft fleiri heimildir á bak við hverja frétt og ekki birt innsendar fréttir í formi fréttatilkynninga, líkt og tíðkast í öðrum blöðum. Það er vitað að sumir aðilar eru á móti því að sagt sé frá, en að mati okkar á DV hefur almenningur rétt á þessum upplýsingum. Óhróður er skilgreindur sem "ósönn illmæli" eða álygar. Ólafur sýnir ekki fram á nein dæmi þess að DV hafi farið með ósannindi, og hvað þá gegn greiðslu.Hagræða skoðunum Sá munur er á starfslýsingu blaðamanna og starfslýsingu almannatengla að blaðamenn eiga að segja hlutlaust frá því sem þeir komast á snoðir um, en almannatenglar eiga að reyna að hagræða skoðunum almennings í hag þess sem þeir vinna fyrir. Ólafur spyr hvort "óhróður" DV sé falur, af því að hann getur ekki fullyrt það, vegna þess að hann hefur ekki minnsta rökstuðning fyrir því. Hins vegar er auðvelt að svara honum með sönnum staðhæfingum: Ólafur stundar óhróður og þáttur hans í opinberri umræðu er til sölu. Flest það sem hann ræðst gegn birtist raunverulega í honum sjálfum. Vonandi sýnir fólk betri smekk en svo að kaupa slíka þjónustu, á sama tíma og heiðarleg gagnrýni kostar ekki neitt.
Er óhróður DV falur? DV hefur lengi stundað það að leggja tiltekna einstaklinga í einelti mánuðum og jafnvel árum saman. Blaðið veltir sér upp úr meinfýsnu slúðri og skætingi um þessa eintaklinga, í bland við ítarlegar upplýsingar sem fjölmiðillinn hefur um fjármál viðkomandi eða sakir sem á þá eru bornar. Þetta er endurtekið í sífellu, svona eins og þegar hrotti sparkar í liggjandi mann. 4. janúar 2013 08:00
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun