Rökþrota prestur Reimar Pétursson skrifar 3. janúar 2013 08:00 Gagnrýni virðist fara í taugarnar á mörgum stjórnlagaráðsliðum. Þeir sem láta gagnrýnina trufla sig mest virðast hins vegar með öllu ófærir um að svara henni efnislega. Ástæðan er einföld; tillögurnar standast einfaldlega ekki. Nú hefur t.d. Háskóli Íslands staðið fyrir fundum þar sem fólk úr fræðasamfélaginu hefur kynnt viðhorf sín til tillagna stjórnlagaráðs. Þar ber allt að sama brunni. Tillögurnar fela í sér mikla hættu fyrir lýðræðið, eru til þess fallnar að valda glundroða og leysa með engum hætti úr þeim vandamálum sem þó eru þekkt á sviði stjórnskipunarinnar. Dæmi um viðbrögð stjórnlagaráðsliða við gagnrýninni er að finna í grein sem séra Örn Bárður Jónsson skrifaði á aðventunni og birtist í Fréttablaðinu 8. desember síðastliðinn undir fyrirsögninni „úrtölufólkið og spýjan". Ekki sparar presturinn merkimiðana á gagnrýnendur tillagnanna úr fræðasamfélaginu: „úrtölufólk", „gungur" og „heimskingjar". Gagnrýnin er borin saman við „spýju" úr hundi. Þessa umsögn telur presturinn fræðafólkið verðskulda fyrir að segja „förum varlega, skoðum þetta betur". Rök prestsins fyrir áframhaldandi óvissuferð á sviði stjórnskipunarinnar eru haldlítil. Tillögur stjórnlagaráðs kallar hann „listaverk" og segir þær varða leiðina til „nýrrar framtíðar, fegurri veraldar, réttlátara samfélags". Prestinum finnst þó ekki ástæða til að útskýra nánar hvernig „listaverkið" á að skila þessum árangri. Þá ber presturinn störf stjórnlagaráðs saman við störf þeirra sem skrifuðu stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þessi samanburður byggist þó í engu á efni skjalanna, aðdraganda gerðar þeirra og reynslu og þekkingu þeirra sem unnu þau. Samanburður prestsins byggist einvörðungu á því hversu langan tíma tók að semja skjölin. Sá tími skiptir augljóslega engu máli. Til dæmis tók hálft ár að útbúa drögin að Weimar-stjórnarskránni þýsku, en hún kom þó ekki í veg fyrir valdatöku Hitlers. Aftur á móti tók aðeins tvær vikur að gera drög að stjórnarskrá Vestur-Þýskalands, sem var ætluð til bráðabirgða, en stendur þó í öllum aðalatriðum enn fyrir sínu. Svör prestsins fela því ekki í sér nein efnisleg svör við framkominni gagnrýni. Þess í stað afhjúpa þau málefnalega fátækt hans og algjöra blindu fyrir réttmætri gagnrýni. Örn Bárður er rökþrota. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reimar Pétursson Skoðun Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Gagnrýni virðist fara í taugarnar á mörgum stjórnlagaráðsliðum. Þeir sem láta gagnrýnina trufla sig mest virðast hins vegar með öllu ófærir um að svara henni efnislega. Ástæðan er einföld; tillögurnar standast einfaldlega ekki. Nú hefur t.d. Háskóli Íslands staðið fyrir fundum þar sem fólk úr fræðasamfélaginu hefur kynnt viðhorf sín til tillagna stjórnlagaráðs. Þar ber allt að sama brunni. Tillögurnar fela í sér mikla hættu fyrir lýðræðið, eru til þess fallnar að valda glundroða og leysa með engum hætti úr þeim vandamálum sem þó eru þekkt á sviði stjórnskipunarinnar. Dæmi um viðbrögð stjórnlagaráðsliða við gagnrýninni er að finna í grein sem séra Örn Bárður Jónsson skrifaði á aðventunni og birtist í Fréttablaðinu 8. desember síðastliðinn undir fyrirsögninni „úrtölufólkið og spýjan". Ekki sparar presturinn merkimiðana á gagnrýnendur tillagnanna úr fræðasamfélaginu: „úrtölufólk", „gungur" og „heimskingjar". Gagnrýnin er borin saman við „spýju" úr hundi. Þessa umsögn telur presturinn fræðafólkið verðskulda fyrir að segja „förum varlega, skoðum þetta betur". Rök prestsins fyrir áframhaldandi óvissuferð á sviði stjórnskipunarinnar eru haldlítil. Tillögur stjórnlagaráðs kallar hann „listaverk" og segir þær varða leiðina til „nýrrar framtíðar, fegurri veraldar, réttlátara samfélags". Prestinum finnst þó ekki ástæða til að útskýra nánar hvernig „listaverkið" á að skila þessum árangri. Þá ber presturinn störf stjórnlagaráðs saman við störf þeirra sem skrifuðu stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þessi samanburður byggist þó í engu á efni skjalanna, aðdraganda gerðar þeirra og reynslu og þekkingu þeirra sem unnu þau. Samanburður prestsins byggist einvörðungu á því hversu langan tíma tók að semja skjölin. Sá tími skiptir augljóslega engu máli. Til dæmis tók hálft ár að útbúa drögin að Weimar-stjórnarskránni þýsku, en hún kom þó ekki í veg fyrir valdatöku Hitlers. Aftur á móti tók aðeins tvær vikur að gera drög að stjórnarskrá Vestur-Þýskalands, sem var ætluð til bráðabirgða, en stendur þó í öllum aðalatriðum enn fyrir sínu. Svör prestsins fela því ekki í sér nein efnisleg svör við framkominni gagnrýni. Þess í stað afhjúpa þau málefnalega fátækt hans og algjöra blindu fyrir réttmætri gagnrýni. Örn Bárður er rökþrota.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar