Allt rétt hjá Ögmundi Einar Karl Haraldsson skrifar 8. janúar 2013 06:00 Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur næman skilning á stöðu þjóðkirkjunnar og safnaða landsins. Í svari við fyrirspurn um áhrif niðurskurðar á kirkjustarf, sem alþingismenn gerðu vel að kynna sér, sagði hann m.a. á Alþingi 13. nóvember sl.: „Þjóðkirkjan fær sem kunnugt er framlög á fjárlögum til að standa straum af rekstri sínum en þau fjárframlög eru í höfuðdráttum af tvennum toga. Í fyrsta lagi framlag til Biskupsstofu til að greiða laun tiltekins fjölda kirkjunnar þjóna og starfsmanna Biskupsstofu. Þetta framlag er bundið í lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, sem sett voru árið 1997, en það er jafnframt samningsbundið og byggt á svokölluðu kirkjujarðasamkomulagi frá sama ári. Með því samkomulagi afsalaði þjóðkirkjan til ríkisins eignum og eru greiðslur ríkisins hugsaðar sem arður af þeim eignum. Framlögin hafa að þessu leyti þá sérstöðu að þau eru ekki hugsuð sem framlög af skatttekjum heldur sem arður af þessum eignum. Það er hugsunin að baki greiðslunum. Í öðru lagi á framlag á fjárlögum að standa straum af rekstrarkostnaði sókna þjóðkirkjunnar og kirkjuhúsanna. Þetta framlag er bundið í lög um sóknargjöld o.fl., frá árinu 1987. Samkvæmt eldri lögum um sama efni önnuðust sóknirnar sjálfar álagningu og innheimtu sóknargjaldsins en með gildandi lögum var sóknargjaldið, með samþykki kirkjunnar, umreiknað yfir í tiltekið hlutfall tekjuskatts, innheimt með honum og skilað til sóknanna með mánaðarlegum greiðslum."Misskilningur Og Ögmundur heldur áfram: „Því hefur verið haldið fram að með þeirri breytingu sé nú sá eðlismunur á að ríkið innheimti ekki lengur sóknargjöld og framlagið til sóknanna sé eins og hvert annað framlag úr ríkissjóði, fjármagnað með almennri skattheimtu. Að mínum dómi er þetta misskilningur. Sóknargjaldið var alltaf hugsað sem gjald þeirra sem tilheyra þjóðkirkjunni til hennar fyrir félagsaðild, enda segir beinlínis í lögum um sóknargjöld o.fl., að gjöld sem innheimt eru samkvæmt þeim séu sóknargjöld. Þetta er sá skilningur sem ég hef á þeim málum. Eftir hrun efnahagskerfisins árið 2008 hafa bæði þessi framlög til þjóðkirkjunnar verið skert. Framlögin sem byggja á kirkjujarðasamkomulaginu hafa verið skert með samkomulagi við þjóðkirkjuna og hefur kirkjuþing árlega samþykkt slíka skerðingu, enda sé hún, með leyfi forseta: „til samræmis við almennan niðurskurð á flestum sviðum ríkisins", eins og segir í árlegum viðaukasamningi sem gerður er um niðurskurðinn."Aldrei andmælt Og enn segir Ögmundur: „Kirkjan hefur aldrei andmælt því að hún lúti sömu skerðingum og aðrir aðilar í þjóðfélaginu. Hún hefur aldrei gert ágreining um það. Hún hefur hins vegar viljað láta hið sama ganga yfir sig og aðra. Það sem gerðist með sóknargjöldin var að þau voru skert en síðan ekki verðbætt. Það er nokkuð sem kom fram í skýrslu sem ég lét gera í fyrra, í henni var sýnt fram á að sóknargjöldin höfðu sætt meiri skerðingu en gerðist almennt um stofnanir hins opinbera." Allt er þetta rétt og satt hjá Ögmundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur næman skilning á stöðu þjóðkirkjunnar og safnaða landsins. Í svari við fyrirspurn um áhrif niðurskurðar á kirkjustarf, sem alþingismenn gerðu vel að kynna sér, sagði hann m.a. á Alþingi 13. nóvember sl.: „Þjóðkirkjan fær sem kunnugt er framlög á fjárlögum til að standa straum af rekstri sínum en þau fjárframlög eru í höfuðdráttum af tvennum toga. Í fyrsta lagi framlag til Biskupsstofu til að greiða laun tiltekins fjölda kirkjunnar þjóna og starfsmanna Biskupsstofu. Þetta framlag er bundið í lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, sem sett voru árið 1997, en það er jafnframt samningsbundið og byggt á svokölluðu kirkjujarðasamkomulagi frá sama ári. Með því samkomulagi afsalaði þjóðkirkjan til ríkisins eignum og eru greiðslur ríkisins hugsaðar sem arður af þeim eignum. Framlögin hafa að þessu leyti þá sérstöðu að þau eru ekki hugsuð sem framlög af skatttekjum heldur sem arður af þessum eignum. Það er hugsunin að baki greiðslunum. Í öðru lagi á framlag á fjárlögum að standa straum af rekstrarkostnaði sókna þjóðkirkjunnar og kirkjuhúsanna. Þetta framlag er bundið í lög um sóknargjöld o.fl., frá árinu 1987. Samkvæmt eldri lögum um sama efni önnuðust sóknirnar sjálfar álagningu og innheimtu sóknargjaldsins en með gildandi lögum var sóknargjaldið, með samþykki kirkjunnar, umreiknað yfir í tiltekið hlutfall tekjuskatts, innheimt með honum og skilað til sóknanna með mánaðarlegum greiðslum."Misskilningur Og Ögmundur heldur áfram: „Því hefur verið haldið fram að með þeirri breytingu sé nú sá eðlismunur á að ríkið innheimti ekki lengur sóknargjöld og framlagið til sóknanna sé eins og hvert annað framlag úr ríkissjóði, fjármagnað með almennri skattheimtu. Að mínum dómi er þetta misskilningur. Sóknargjaldið var alltaf hugsað sem gjald þeirra sem tilheyra þjóðkirkjunni til hennar fyrir félagsaðild, enda segir beinlínis í lögum um sóknargjöld o.fl., að gjöld sem innheimt eru samkvæmt þeim séu sóknargjöld. Þetta er sá skilningur sem ég hef á þeim málum. Eftir hrun efnahagskerfisins árið 2008 hafa bæði þessi framlög til þjóðkirkjunnar verið skert. Framlögin sem byggja á kirkjujarðasamkomulaginu hafa verið skert með samkomulagi við þjóðkirkjuna og hefur kirkjuþing árlega samþykkt slíka skerðingu, enda sé hún, með leyfi forseta: „til samræmis við almennan niðurskurð á flestum sviðum ríkisins", eins og segir í árlegum viðaukasamningi sem gerður er um niðurskurðinn."Aldrei andmælt Og enn segir Ögmundur: „Kirkjan hefur aldrei andmælt því að hún lúti sömu skerðingum og aðrir aðilar í þjóðfélaginu. Hún hefur aldrei gert ágreining um það. Hún hefur hins vegar viljað láta hið sama ganga yfir sig og aðra. Það sem gerðist með sóknargjöldin var að þau voru skert en síðan ekki verðbætt. Það er nokkuð sem kom fram í skýrslu sem ég lét gera í fyrra, í henni var sýnt fram á að sóknargjöldin höfðu sætt meiri skerðingu en gerðist almennt um stofnanir hins opinbera." Allt er þetta rétt og satt hjá Ögmundi.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun