Af hverju málþóf? Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 4. janúar 2013 08:00 Hér verður lagt upp með þá djörfu fullyrðingu að málþóf af einhverju tagi sé einn af grundvallarþáttum í hvers konar þinghaldi. Njálssaga er ein elsta heimild um málþóf hérlendis en það var þegar Njáll á Bergþórshvoli gaf mönnum þannig ráð í fjórðungsdómsmálum að flest þeirra ónýttust og úr varð allsherjar þræta. Þessu málþófi lauk með því að fimmtardómur var stofnaður til að koma í veg fyrir að slíkt endurtæki sig og eitt af nýju goðorðunum sem þá urðu til féll í skaut Höskuldi Þráinssyni, fóstursyni Njáls, en það tryggði honum svo Hildigunni Starkaðardóttur að eiginkonu en til þess voru refirnir skornir. Segja má að þetta hafi verið harla velheppnað málþóf, þingstörf urðu skilvirkari með tilkomu fimmtardóms og þeir Njáll og Höskuldur fengu sitt. Annað dæmi um velheppnað málþóf frá síðari tímum var málþófið gegn vatnalögunum sem lauk með því að þeim var frestað og síðan tekin til endurskoðunar og líklega eru þeir Íslendingar fáir sem ekki eru þeim breytingum fegnir. Fleiri dæmi væri hægt að tína til, bæði hérlendis og frá þingum annarra þjóða, en látum staðar numið. Málþóf er sem sé stundað í einhverri mynd á öllum lýðræðislega kjörnum þingum samtímans og líklega einnig á ýmsum sem ekki búa að lýðræðislegri hefð. „Norskir þingmenn stunda ekki málþóf," öskra reiðu mennirnir í athugasemdadálkum vefmiðlanna og bæta við, „helv… fjórflokkurinn." Ég ætla hins vegar að fullyrða að norskir þingmenn stundi málþóf af alveg jafnmiklu kappi og aðrir þingmenn, það fer bara ekki fram í þingsalnum heldur í nefndum og reykfylltum bakherbergjum þinghússins.Í allsherjargíslingu Á undanförnum misserum hafa Íslendingar hins vegar orðið vitni að tvenns konar málþófi sem ekki á sér hliðstæðu á síðari tímum. Annars vegar er málþóf repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og hins vegar málþóf flestra þingmanna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á Alþingi. Þessi málþóf eru að því leyti ólík öðrum málþófum að þingin eru tekin í allsherjargíslingu, ekki í ákveðnum málum eins og venjan er í hefðbundnu málþófi, heldur í nær öllum málum sem fram koma. Þingstörfin lamast. Hamagangur repúblikana hefur þó skýr pólitísk markmið, að koma í veg fyrir að þeir ofurríku greiði sinn skerf til samfélagsins og skerða enn kjör þeirra sem verst eru settir með því að draga úr velferðar- og heilbrigðisþjónustu. Það er hins vegar ekki hægt að greina nein slík markmið hjá framsóknar- og sjálfstæðismönnum. Stutt er eftir af kjörtímabilinu þannig að varla er markmiðið að fella ríkisstjórnina, það myndi og koma sér illa fyrir framsóknarmenn ef efnt yrði til vetrarkosninga þar sem stór hluti fylgis þeirra er í dreifbýli og allra veðra von. Sú spurning vaknar því hver tilgangurinn sé með þessum atgangi.Málþófshrókar Ef leita á eftir einhverju sambærilegu verður að fara aftur til kreppuáranna, milli 1930 og 1939, og til meginlands Evrópu. Þá voru það einkum öfgafullir hægrimenn af ýmsu tagi sem léku þennan leik og nutu stundum atfylgis þeirra sem lengst stóðu til vinstri. Markmið þessara flokka var skýrt, að rýra traust almennings á þeim stofnunum samfélagsins sem byggðu á lýðræðislegum grunni og sýna fram á getuleysi lýðræðisaflanna við að leysa aðkallandi vandamál. Þannig var fólk búið undir að þessum stofnunum yrði kippt úr sambandi þegar málþófshrókarnir kæmust til valda. Skildi eitthvað í þessa átt vera markmið framsóknar- og sjálfstæðismanna? Þá spurningu þurfa aðrir þingmenn að spyrja málþófsforkólfana með fullum þunga þegar þing kemur aftur saman og ólætin hefjast á ný. Eins og málin standa núna þarf pólitískt kraftaverk til að ekki taki við völdum stjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að loknum næstu kosningum. Skyldi það verða hennar fyrsta verk að kippa þinginu úr sambandi? Það er hægt með aðgerðum sem þegar eru fyrir hendi í þingsköpum. Við þá iðju hlytu þeir án efa lof og prís reiðu mannanna sem myndu þyrpast í athugasemdadálkana og fagna því að loksins hafi tekist að klekkja á helv… fjórflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Hér verður lagt upp með þá djörfu fullyrðingu að málþóf af einhverju tagi sé einn af grundvallarþáttum í hvers konar þinghaldi. Njálssaga er ein elsta heimild um málþóf hérlendis en það var þegar Njáll á Bergþórshvoli gaf mönnum þannig ráð í fjórðungsdómsmálum að flest þeirra ónýttust og úr varð allsherjar þræta. Þessu málþófi lauk með því að fimmtardómur var stofnaður til að koma í veg fyrir að slíkt endurtæki sig og eitt af nýju goðorðunum sem þá urðu til féll í skaut Höskuldi Þráinssyni, fóstursyni Njáls, en það tryggði honum svo Hildigunni Starkaðardóttur að eiginkonu en til þess voru refirnir skornir. Segja má að þetta hafi verið harla velheppnað málþóf, þingstörf urðu skilvirkari með tilkomu fimmtardóms og þeir Njáll og Höskuldur fengu sitt. Annað dæmi um velheppnað málþóf frá síðari tímum var málþófið gegn vatnalögunum sem lauk með því að þeim var frestað og síðan tekin til endurskoðunar og líklega eru þeir Íslendingar fáir sem ekki eru þeim breytingum fegnir. Fleiri dæmi væri hægt að tína til, bæði hérlendis og frá þingum annarra þjóða, en látum staðar numið. Málþóf er sem sé stundað í einhverri mynd á öllum lýðræðislega kjörnum þingum samtímans og líklega einnig á ýmsum sem ekki búa að lýðræðislegri hefð. „Norskir þingmenn stunda ekki málþóf," öskra reiðu mennirnir í athugasemdadálkum vefmiðlanna og bæta við, „helv… fjórflokkurinn." Ég ætla hins vegar að fullyrða að norskir þingmenn stundi málþóf af alveg jafnmiklu kappi og aðrir þingmenn, það fer bara ekki fram í þingsalnum heldur í nefndum og reykfylltum bakherbergjum þinghússins.Í allsherjargíslingu Á undanförnum misserum hafa Íslendingar hins vegar orðið vitni að tvenns konar málþófi sem ekki á sér hliðstæðu á síðari tímum. Annars vegar er málþóf repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og hins vegar málþóf flestra þingmanna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á Alþingi. Þessi málþóf eru að því leyti ólík öðrum málþófum að þingin eru tekin í allsherjargíslingu, ekki í ákveðnum málum eins og venjan er í hefðbundnu málþófi, heldur í nær öllum málum sem fram koma. Þingstörfin lamast. Hamagangur repúblikana hefur þó skýr pólitísk markmið, að koma í veg fyrir að þeir ofurríku greiði sinn skerf til samfélagsins og skerða enn kjör þeirra sem verst eru settir með því að draga úr velferðar- og heilbrigðisþjónustu. Það er hins vegar ekki hægt að greina nein slík markmið hjá framsóknar- og sjálfstæðismönnum. Stutt er eftir af kjörtímabilinu þannig að varla er markmiðið að fella ríkisstjórnina, það myndi og koma sér illa fyrir framsóknarmenn ef efnt yrði til vetrarkosninga þar sem stór hluti fylgis þeirra er í dreifbýli og allra veðra von. Sú spurning vaknar því hver tilgangurinn sé með þessum atgangi.Málþófshrókar Ef leita á eftir einhverju sambærilegu verður að fara aftur til kreppuáranna, milli 1930 og 1939, og til meginlands Evrópu. Þá voru það einkum öfgafullir hægrimenn af ýmsu tagi sem léku þennan leik og nutu stundum atfylgis þeirra sem lengst stóðu til vinstri. Markmið þessara flokka var skýrt, að rýra traust almennings á þeim stofnunum samfélagsins sem byggðu á lýðræðislegum grunni og sýna fram á getuleysi lýðræðisaflanna við að leysa aðkallandi vandamál. Þannig var fólk búið undir að þessum stofnunum yrði kippt úr sambandi þegar málþófshrókarnir kæmust til valda. Skildi eitthvað í þessa átt vera markmið framsóknar- og sjálfstæðismanna? Þá spurningu þurfa aðrir þingmenn að spyrja málþófsforkólfana með fullum þunga þegar þing kemur aftur saman og ólætin hefjast á ný. Eins og málin standa núna þarf pólitískt kraftaverk til að ekki taki við völdum stjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að loknum næstu kosningum. Skyldi það verða hennar fyrsta verk að kippa þinginu úr sambandi? Það er hægt með aðgerðum sem þegar eru fyrir hendi í þingsköpum. Við þá iðju hlytu þeir án efa lof og prís reiðu mannanna sem myndu þyrpast í athugasemdadálkana og fagna því að loksins hafi tekist að klekkja á helv… fjórflokknum.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun