Fleiri fréttir

Jólin og stress

Teitur Guðmundsson skrifar

Þessi tími þykir mér einn sá skemmtilegasti á árinu, enda er ég svo heppinn að eiga nær eingöngu góðar minningar um hann.

Um stöðvun viðskipta

Baldur Thorlacius skrifar

Á síðustu vikum hefur Kauphöllin í tvígang gripið til þess ráðs að stöðva viðskipti með skuldabréf Íbúðalánasjóðs. Í seinna skiptið var það gert í kjölfar viðtals við þingmann í erlendum fjölmiðli, þar sem fram kom að ríkið þyrfti að endursemja um skilmála skuldabréfanna. Ummælin voru birt á sama tíma og ríkisstjórnin fundaði um fjárhagsstöðu og málefni Íbúðalánasjóðs. Fjárhagsstaðan var öllum ljós fyrir fundinn, en markaðsaðilar biðu með mikilli eftirvæntingu eftir fregnum af því hvort ríkisstjórnin hygðist grípa til aðgerða til þess að draga úr skuldbindingu ríkisins vegna Íbúðalánasjóðs.

Sérhagsmunir gegn almannahagsmunum

Sjö bæjarstjórar rita í Fréttablaðið 20. október um skýrslu, sem þeir sjálfir fólu KPMG að vinna um kostnað flugfarþega af hugsanlegum flutningi miðstöðvar innanlandsflugs úr Vatnsmýri á Miðnesheiði.

Bréf ykkar veittu mér frelsi

Birtukan Mideksa skrifar

Ég er sönnun þess að bréf ykkar bera árangur. Þess vegna bið ég ykkur um að taka þátt í bréfamaraþoni Amnesty International og veita þeim von sem búa við mannréttindabrot um heim allan.

Réttu upp hönd ef …

Hjálmar Sigmarsson skrifar

Um daginn sat ég umræðufund í tilefni 16 daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi og þegar leið á fundinn lagði einn frummælandinn fyrir salinn eftirfarandi spurningu: „Réttið upp hönd, ef þið hafið nokkurn tíma verið hrædd um að vera nauðgað.“ Í salnum voru rétt rúmlega tuttugu manns, þar af réttu nærri allar konurnar í salnum upp hönd og þeir karlmenn sem voru í salnum gerðu það ekki. Ekki var þetta vísindaleg úttekt, en þetta fékk mig til hugsa til þess sem ég hef oft rætt við karlkyns félaga mína í jafnréttisbaráttunni, að karlmenn upp til hópa lifa ekki við þennan ótta. Þá er ég ekki að meina að karlmenn verði ekki fyrir nauðgunum og öðru kynferðisofbeldi, heldur er frekar hægt að segja að karlmenn þurfi ekki, að mestu leyti, að hugsa hvort þeir verði fyrir kynferðislegu áreiti eða ofbeldi.

Eignir eldri hafa rýrnað

Haraldur Sveinbjörnsson skrifar

Ég er sammála því að það er óeðlilegt að kenna heilu kynslóðunum um hrunið og einnig því að margir af kynslóð okkar Sighvats Björgvinssonar bera mikla ábyrgð á því hvernig fór.

Við viljum gefa

Hilmar Örn Hilmarsson og Jóhanna G. Harðardóttir skrifar

Æ fleiri Íslendingar eiga líf sitt því að þakka að hafa þegið líffæri að gjöf. Eftirspurnin eykst þökk sé framförum í læknavísindum og æ fleiri bíða gjafalíffæris. Dýrmætari gjöf er ekki hægt að gefa.

Skógrækt bætir lífsgæði

Einar Jónsson skrifar

Ræktun útivistarskóga í grennd við þéttbýli hefur verið eitt helsta verkefni skógræktarfélaganna í gegnum tíðina og blasir árangurinn nú við víða um land. Í útmörkum höfuðborgarsvæðisins og við fjölmörg þorp og bæi standa myndarlegir skógarreitir sem bera öflugu starfi fyrri kynslóða skógræktarmanna fagurt vitni. Skógarnir eru sannkallaðir sælureitir í augum íbúa þar sem þeir geta stundað fjölbreytta útivist, gert sér glaðan dag með vinum og fjölskyldu eða fundið frið og ró í faðmi náttúrunnar. Fólk kann að meta skógana enda stuðla slíkar gróðurvinjar, í og við þéttbýli, að líkamlegri sem andlegri vellíðan.

Ný reglugerð: Kostnaðaráhrif

Friðrik Ágúst Ólafsson skrifar

Þann 28. mars sl. sendu Samtök iðnaðarins og Búseti húsnæðissamvinnufélag erindi til Mannvirkjastofnunar þar sem óskað var eftir mati á kostnaðaráhrifum nýrrar byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Í erindinu var vísað til 6. gr. reglugerðar nr. 812/1999 um eftirlitsreglur hins opinbera og lög um opinberar eftirlitsreglur nr. 27/1999 þar sem kveðið er á um að yfirvöldum beri að meta kostnaðaráhrif af breytingum á lögum og reglugerðum.

Ný dögun – 25 ára sorgarvinna

Halldór Reynisson skrifar

Sú var tíðin hér á landi að fólki var kennt að bera harm sinn í hljóði. Svipleg, ótímabær dauðsföll voru ekki rædd, dauðinn var feimnismál. Stundum var eins og það fólk hefði aldrei verið til sem lést við erfiðar aðstæður. Nafn hins látna mátti jafnvel ekki nefna upphátt við nokkurn mann. Fyrir u.þ.b. aldarfjórðungi fór þetta að breytast hér á landi. Það gerðist ekki af sjálfu sér frekar en aðrar breytingar á hugarfari heillar þjóðar.

Þjóðvangar Íslands

Sigrún Helgadóttir skrifar

Ísland er einstakt land bæði jarðfræðilega og líffræðilega. Íslendingar hafa friðlýst mörg markverð náttúrusvæði sem þjóðgarða, friðlönd eða náttúruvætti. Einnig eru ýmis önnur verndarsvæði í umsjón ríkisins, s.s. skógræktarsvæði, landgræðslusvæði og fornminjasvæði. Þjóðlendur eru undir stjórn ríkisins og fyrst og fremst á hálendi landsins.

Verðmætin í sjálfstæðu lífi fatlaðs fólks

Í ljósi fjölmiðlaumfjöllunar í Kastljósi 19. nóvember sl. um afstöðu Reykjavíkurborgar til úrvinnslu umsókna um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) vekur NPA miðstöðin, samvinnufélag fatlaðs fólks um sjálfstætt líf og NPA, athygli á eftirfarandi atriðum. Tilraunaverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð

Bankasamband bætist við innri markað Evrópu

Kristrún Heimisdóttir skrifar

Bráðum verða liðin fjögur ár frá því að Evrópusambandið og aðildarríki innri markaðarins voru fyrst slegin ofsahræðslu við algjört bankahrun. Á leiðtogafundi stærstu Evrópuríkja í París 4. október 2008 náðist ekki samkomulag um samræmdar aðgerðir. Þann 6. október komst Ísland í eldlínu kreppunnar vegna setningar neyðarlaga sem ríkisstjórnir umhverfis okkur brugðust ókvæða við.

Að verða foreldri

dr. Sigrún Júlíudóttir skrifar

Áhersla á eflingu foreldrahæfni með fjölbreyttri uppeldisfræðslu og þjálfun foreldra hefur aukist í vestrænum samfélögum undanfarin ár. Þá hefur þekkingu á áhrifum uppeldisaðferða á geðheilsu og þroska barna með mismunandi þarfir og á ólíkum aldri fleygt fram. Með rannsóknum hefur verið lagður grunnur að þróun markvissra aðferða til að styrkja hæfni foreldra og búa þá undir foreldrahlutverk. Ein af þeim er verkefnið Að verða foreldri.

Opnað eftir hádegi

Ásmundur Ásmundsson skrifar

Þegar bankarnir hrundu og Kauphöllin einnig afhjúpaðist sannleikurinn um hinar duldu eignir, sem gengið höfðu kaupum og sölum á íslensku markaðstorgi. Þær reyndust lítils virði og jafnvel einskis virði. Kauphöllin lokaði fyrir viðskipti og hinn sári sannleikur um uppblásnar eignir endaði í vösum launamanna. Nú máttu þeir eiga þær, enda stefndi virðið í að verða neikvætt. Það var í umsátri kröfuhafa, sem vissu sem var að heiður íslenskrar alþýðu er mikils virði. Sjálf lífsbjörgin var í húfi og viðskiptakjör á erlendum mörkuðum í uppnámi. Nú yrði að endurreisa traustið. Og kröfuhafarnir höfðu rétt fyrir sér, skattgreiðendur voru knúnir til að setja hundruð milljarða í að endurreisa efnahagslífið til að forða enn meira áfalli. Almenningur, sem hefur síðan þetta gerðist þurft að sætta sig við stórauknar persónulegar skuldir og notað sparnað til að komast af, stóð í þeirri trú að harmleikurinn um hinar uppblásnu eignir skyldi svo taka enda og við tæki opið þjóðfélag með áherslu á raunvirði og sannleika.

Er ofbeldi lærð hegðun?

Una María Óskarsdóttir skrifar

Hvernig ætli standi á því að sumir beita ofbeldi en aðrir ekki? Við þessari spurningu eru líklega mörg svör og sitt sýnist hverjum. Þegar Gummi litli fæddist þá átti hann margt ólært. Hann fæddist með margvíslega eiginleika sem gerðu hann hæfan til að lifa, en umhverfið mótar einnig getu hans og viðhorf og hefur þannig áhrif á hvernig Gummi hegðar sér í framtíðinni.

Mismunun jafnaðarmanna

Jóhann Magnússon skrifar

Ríkistjórnin hefur ákveðið að taka myndarlega á málum og gera bjargráðasjóði kleift að bæta sauðfjárbændum á Norðurlandi fjárskaðann sem þeir urðu fyrir í óveðrinu í september, það er vel og ber að hæla ríkistjórninni fyrir það. Persónulega er ég talsmaður þess að styrkja beri landbúnað á grundvelli fæðuöryggis og er ég því ánægður fyrir hönd sauðfjárbænda hversu hikstalaust og örugglega er tekið á þessum málum. Um 9.000 fjár féllu og reiknast mér það til, miðað við sláturverð 1. flokks lambaskrokks, að það tjón hlaupi á um 120 milljónum. Þar að auki féllu einhverjar girðingar o.fl. tínist eflaust til. Ríkisstjórnin leggur bjargráðasjóði til 120 milljónir og gefur honum að auki heimild til að nýta 20–30 milljónir af því fé sem var eftir af eldgosframlögum í þetta mæta verkefni, því ætti bjargráðasjóður að geta bætt þessum 224 bújörðum sem um ræðir skaðann nánast að fullu.

Framtíð heilbrigðisþjónustu

Helga Bragadóttir skrifar

Ég vil þakka Teiti Guðmundssyni lækni kærlega fyrir mjög svo tímabæra grein í Fréttablaðinu 6. nóvember sl. Hún lýsir bæði framsýni og hugrekki. Ég tek heils hugar undir það sem þar er sett fram. Hversu mikilvægt er ekki að nýta þekkingu, mannafla og annan auð í heilbrigðisþjónustu í nútíð og framtíð og gæta í því sambandi vel að vinnuumhverfinu. Heilbrigt vinnuumhverfi er forsenda þess að heilbrigðisstarfsmenn geti sinnt störfum sínum af fagmennsku og lágmarkað um leið alla sóun. Gæði heilbrigðisþjónustu og vilji heilbrigðisstarfsmanna til góðra verka þar sem heill og öryggi sjúklinga er í fyrirrúmi ættu ekki að vera bundin árferði. Í því er fagmennskan fólgin. Fagleg og sönn vinnubrögð eru nefnilega yfir pólitík og árferði hafin.

Ný byggingarreglugerð – íbúðir fyrir alla?

Jóhann Sigurðsson skrifar

Um áramótin tekur ný byggingarreglugerð gildi og leysir af hólmi eldri reglugerð frá 1998. Nýja reglugerðin, sem sögð er sú stærsta í Íslandssögunni, mun færa okkar að þeim stöðlum sem tíðkast hjá hinum norrænu ríkjunum.

Ástæðulaust að óttast

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar

Á næstunni er að vænta niðurstöðu EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu. Flestir muna þann gegndarlausa hræðsluáróður sem rekinn var fyrir undirritun Icesave-samninganna og átti ekki við nein haldbær rök að styðjast. Þrátt fyrir þann áróður gaf íslenska þjóðin skýr skilaboð í málinu í tvígang.

Ekkert hafa þeir lært

Gunnar Karlsson skrifar

Á þessu ári endurkusu Íslendingar Ólaf Ragnar Grímsson til forseta, þótt með naumum meirihluta væri. Í því felst óhjákvæmilega viss stjórnmálayfirlýsing þessa knappa meirihluta því að valið á Ólafi í forsetaembætti var frá upphafi útrásarfyrirbæri.

Skákkrakkarnir okkar vinna góð verk

Steinþór Baldursson skrifar

Skákhreyfingin í landinu hefur um áratugaskeið verið hluti af þjóðarstolti okkar sem þetta land byggjum. Við höfum fylgst spennt með góðum árangri sem okkar fólk hefur náð bæði nær og fjær. Við montum okkur af því að eiga hvað flesta stórmeistara miðað við höfðatölu og stór hluti þjóðarinnar hefur með einhverjum hætti fengið tækifæri til að kynnast skákinni, hvort sem það er í stofunni heima, á vinnustaðnum eða í skólanum.

Samræða um skipulagsmál

Arna Mathiesen skrifar

Næstum öll pólitík verður sýnileg í umhverfinu og mótar líf okkar um síðir. Afar lítið fer þó fyrir gagnrýninni opinberri samræðu um skipulagsmál á Íslandi miðað við aðra málaflokka, t.d. fjármál eða bókmenntir, og endar hún fljótt í skotgrafahernaði. Ástæðu má helsta nefna að engar heilar akademískar stöður eru til handa arkitektum og skipulagsfræðingum og þau sem ættu að hafa kunnáttu og aðstöðu til að stjórna umræðunni hafa sem oftast marga hatta. Þau forðast að koma með faglega gagnrýni sem gæti valdið því að þau missi aðra vinnu sem þau þarfnast til að eiga fyrir salti í grautinn. Gagnrýni þeirra á líka á hættu að verða hlutdræg til að eigin verk unnin fyrir aðra sleppi undan höggi. Auk þess eru þeir fáu einstaklingar sem um ræðir gersamlega yfirhlaðnir störfum í því risastóra "hlutastarfi“ að vera kennarar og skipuleggjendur kennslu í þessum málaflokki sem er svo mikilvægur fyrir allt daglegt líf.

Atvinnuleitendur eru ekki allir eins

Þorsteinn Fr. Sigurðsson skrifar

Síðsumars hóf Starf – vinnumiðlun og ráðgjöf (STARF), að þjóna um fjórðungi atvinnuleitenda á atvinnuleysisskrá, einstaklingum sem fram til þess tíma höfðu verið skjólstæðingar Vinnumálastofnunar. Um er að ræða þriggja ára tilraunaverkefni Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) um aukna þjónustu við atvinnuleitendur. Verkefnið er byggt á samkomulagi þessara aðila við velferðarráðuneytið og varð til í tengslum við gerð kjarasamninga í maí 2011. Þessir einstaklingar sem færðust yfir til STARFs í þjónustu, eru félagar í tilgreindum stéttarfélögum sem taka þátt í verkefninu.

Sátt um sjúkrahús?

Torfi Hjartarson skrifar

Ákvörðun um uppbyggingu Landspítala-Háskólasjúkrahúss við Hringbraut hefur lengi legið fyrir og fyrir henni eru ýmis rök sem ekki verða tíunduð hér. Í skipulagsráði Reykjavíkur hefur ríkt samhljómur um að ekki verði horfið frá þessum stað svo lengi sem koma megi starfseminni fyrir í sæmilegri sátt við borgarbúa og gott borgarskipulag. Enda er það svo að tillaga um deiliskipulag sjúkrahússins við Hringbraut hefur verið til umfjöllunar í ráðinu um langt skeið. Svonefndur SPITAL-hópur leggur tillöguna fram og vinnur jafnframt að forhönnun bygginga.

Herðum róðurinn gegn loftslagsvánni

Svandís Svavarsdóttir skrifar

Baráttan gegn skaðlegum loftslagsbreytingum af mannavöldum hefur of lengi verið kynnt sem krafa um að taka dýrar og erfiðar ákvarðanir nú til að afstýra ógn í framtíðinni. Þetta er aðeins rétt að hluta. Alvarlegustu áhrif loftslagsbreytinga hafa vissulega enn ekki komið fram samkvæmt spám vísindanna, en breytingarnar sjálfar eru ekki í fjarlægri framtíð. Margar þeirra eru vel sýnilegar nú þegar.

Kynsjúkdómahugvekja

Sigurlaug Hauksdóttir skrifar

Þótt margt hafi áunnist í baráttunni gegn HIV þarf enn að halda vöku sinni. Enn í dag er meginforvörnin gegn kynsjúkdómasmiti að huga að eigin kynhegðun og að stunda ekki óvarið kynlíf. Hvernig gengur? Föllum við í gildrur á leiðinni?

Sækjum fram

Halldór Árnason skrifar

Indriði H. Þorláksson hefur birt greinar í Fréttablaðinu í vikunni um að þrátt fyrir að skatthlutföll allra helstu tekjustofna ríkisins hafi hækkað undanfarin ár þá hafi skattar í rauninni lækkað. Þessa snjöllu ályktun setur hann fram í tilefni útgáfu rits SA, „Ræktun eða rányrkja?". Með samanburði á skatttekjum ríkisins á föstu verðlagi milli áranna 2005 og áætlaðra tekna fyrir 2013 ályktar hann að tekjuskattur einstaklinga hafi lækkað þrátt fyrir að tekjuskattshlutfallið hafi hækkað og skattþrepum fjölgað. Með sömu nálgun má komast að því að tekjuskattur fyrirtækja hafi lækkað þrátt fyrir hækkun hlutfallsins úr 18% í 20% og að virðisaukaskattur hafi lækkað þrátt fyrir hækkun almenna þrepsins úr 24,5% í 25,5%.

Vinnum gegn kynbundnu ofbeldi

Agnes M. Sigurðardóttir skrifar

Nú stendur yfir alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi eins og kunnugt er. Það er miður að árið 2012 þurfi enn að minna okkur á þörfina að uppræta ofbeldi. Með átakinu erum við einnig minnt á að við Íslendingar erum hluti af stærri heild, hluti af alþjóðasamfélagi. Í því samfélagi sitja ekki allir við sama borð hvað mannréttindi varðar og er það miður.

Hvað er best fyrir Ísland?

Svana Helen Björnsdóttir skrifar

Í þeirri umræðu sem nú fer fram hér á landi um Evrópusambandið vill það oft gleymast að það eru gildar ástæður fyrir því að stjórnvöld á Íslandi ákváðu að sækja um aðild að ESB. Meginástæðan er sú að það mun stuðla að efnahagslegum stöðugleika sem sárlega hefur skort hér á landi. Önnur mikilvæg ástæða er sú að við yrðum þá fullgildir þátttakendur í öllu samstarfi Evrópusambandsþjóða.

Kraftbirting tónlistarinnar

Arna Kristín Einarsdóttir skrifar

Tónleikar Fílharmóníuhljómsveitar Berlínar í Eldborgarsal Hörpu 22. nóvember síðastliðinn voru án efa einn af hápunktum íslensks tónlistarlífs frá upphafi. Setið var í öllum 1.800 sætum salarins, á bak við hljómsveitina og alveg upp í rjáfur. Upplifun tónleikagesta var slík að húrrahrópunum ætlaði aldrei að linna, bæði fyrir hlé og í lok tónleika.

Enn um skrautblóm SA

Indriði H. Þorláksson skrifar

Starfsmaður SA og fyrrum samstarfsmaður minn á ýmsum vettvangi sendir mér kveðjur í Fréttablaðinu 27. nóv. sl. í tilefni af greinarstúf sem ég skrifaði um skattatillögur SA. Ég hef þá reglu að svara í engu ómálefnalegum tilskrifum og þeim sem byggja á kreddum og hentifræði. Rökræða ber ekki árangur í slíkum tilvikum. En mér er hlýtt til Halldórs Árnasonar. Ég veit að honum er ekki illa í ætt skotið, velviljaður og sanngjarn innst inni. Ætla má að tími til andsvara hafi verið knappur og hann því gripið til gamalla frjálshyggjufrasa í stað ígrundunar. Í þeirri von að til hennar gefist síðar tóm bendi ég honum á eftirfarandi.

Nýju fötin keisarans

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar

Síðastliðinn þriðjudag varð nokkurt uppnám "á markaði“ vegna ummæla minna um Íbúðalánasjóð. Eitthvað fór tímasetningin fyrir brjóstið á stressuðum viðskipavinum kauphallarinnar, þó innihald þess sem ég sagði gæfi vart tilefni til upphlaupa og æsings. Ég sagði ekkert annað en það sem allir "markaðsaðilar“ vita. Íbúðalánasjóður á í miklum vanda og á honum þarf að taka til skamms tíma og til frambúðar. Í ljósi sögunnar þarf þetta upphlaup þó vart að koma á óvart. Sumir viðskiptavinir kauphallarinnar virðast alltaf jafn hissa þegar bent er á augljósa hluti.

Heimsbyggðin verður að heyra

Björg Árnadóttir skrifar

Mig langar á þessum degi – sem er þrefaldur hátíðisdagur – að deila með ykkur reynslu minni. Dagurinn í dag, 29. nóvember, er samstöðudagur Sameinuðu þjóðanna með palestínsku þjóðinni, haldinn hátíðlegur frá árinu 1977. Þennan dag árið 1987 var Félagið Ísland-Palestína stofnað og fagnar því tuttugu og fimm ára afmæli. Og einmitt þennan dag fyrir ári síðan samþykkti Alþingi Íslendinga, fyrst þjóðþinga, samhljóða ályktun um að viðurkenna skyldi sjálfstæði og fullveldi Palestínu. Þessi dagur er oft valinn fyrir atburði tengda Palestínu vegna þess að 29. nóvember 1947 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar að skipta Palestínu nokkurn veginn jafnt á milli gyðinga og araba. Sameinaðar þjóðir ákváðu að gefa einni þjóð land þar sem önnur þjóð bjó.

Verðtryggingin og Lilja

Hjálmtýr Guðmundsson skrifar

Fyrir tíu árum átti ég tvö raðhús. Þau voru 100 milljóna króna virði (50 milljónir hvort). Þá er það sem Lilja kemur til mín og vill fá þau leigð (lánuð) gegn hæfilegu gjaldi (leiga/vextir). Okkur semst um að hún borgi mér 4% af verðmætinu í leigu (vexti) á ári. Á þessum 10 árum hefur verið 7,2% verðbólga á ári þannig að húsin sem voru 100 milljóna króna virði eru nú 200 milljóna króna virði eða 100 milljónir hvort hús. Það er ekki af því að þau séu raunverulega meira virði en fyrir 10 árum, heldur er krónan helmingi minna virði en þá.

Þrep virðisaukaskatts

Hannes G. Sigurðsson skrifar

Efra þrep virðisaukaskatts (VSK) á Íslandi er næsthæst í heiminum og bilið á milli þess efra og neðra er hvergi meira. Það hvetur til undanskota og mismunar atvinnugreinum. Eðlilegt er að stefna að minni mun með hækkun neðra þrepsins og lækkun þess efra. Langt er um liðið frá setningu laga um VSK og tími kominn til að ráðast í heildarendurskoðun á VSK-kerfinu með einföldun, jafnræði og skilvirkni að leiðarljósi.

Óskynsamleg bankatillaga

Finnur Sveinbjörnsson skrifar

Hópur alþingismanna hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skipuð verði nefnd til að endurskoða skipan bankastarfsemi í landinu með aðskilnaði viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. Nefndin á að skila tillögum fyrir 1. febrúar 2013. Þetta er óskynsamleg tillaga.

RSS straumar og atvinnuleit

Óskar Marinó Sigurðsson skrifar

Í samfélagi þar sem upplýsingastreymi virðist eiga sér engin takmörk þarf atvinnuleitandi að huga að bestu aðferðum eða leiðum til þess að ná árangri í starfsleitinni. Til að ná árangri þarf að leggja hart að sér en það felst t.d. í að skoða atvinnuauglýsingar, hafa samband við ráðningarstofur, senda inn óumbeðna atvinnuumsókn, virkja tengslanetið og fara á framadaga svo eitthvað sé nefnt. Það er mjög ólíklegt að komast í draumastarfið nema maður sé tilbúinn til að leggja á sig vinnuna sem þarf til að komast á leiðarenda.

Svíkja Íslendingar Palestínu?

Ástþór Magnússon skrifar

Nýtt vopnahlé dugar skammt þar sem ekki hefur verið tekið á rót vandans í Ísrael og Palestínu. Látum ekki blekkja okkur aftur með fagurgala og friðarpottloki.

Kynbundið ofbeldi er glæpur gegn mannkyninu

Eygló Árnadóttir skrifar

Stór hluti kvenna í heiminum verður fyrir kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Og ekki bara í Langtíburtistan. Í lok ársins 2010 voru birtar niðurstöður viðamikillar rannsóknar, sem unnin var fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið, sem gefa til kynna að yfir 40% íslenskra kvenna hafi einhvern tímann á ævinni orðið fyrir ofbeldi af höndum karlmanns. 4% svarenda sögðust svo hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi, kynferðislegu og líkamlegu, af höndum karlmanns á þeim tólf mánuðum áður en rannsóknin var framkvæmd. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að þessar tölur jafngildi því að 44.097-48.716 konur á landsvísu hafi orðið fyrir ofbeldi einhvern tíma frá 16 ára aldri.

Núll-kostur í Gálgahrauni

Gunnsteinn Ólafsson skrifar

Lög um mat á umhverfisáhrifum hafa tekið breytingum í tímans rás. Breytingarnar eiga það allar sammerkt að krafan um svokallaðan núll-kost hefur styrkst. Núll-kostur er það kallað þegar engar breytingar eru gerðar á ríkjandi ástandi.

Styttum vinnutímann og bætum lífsgæði

Guðmundur D. Haraldsson skrifar

Sumir segja að það sé vond hugmynd að stytta vinnutíma í kreppu. Aðrir segja að það sé vond hugmynd að stytta vinnutíma í uppsveiflu. Staðreyndin er sú að það er almennt góð hugmynd að stytta vinnutímann.

Litla stúlkan með eldspýturnar?

Ari Trausti Guðmundsson skrifar

Við Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari höfum mælt stöðu brúnar á Steinsholtsjökli í allmörg ár. Skriðjökullinn gengur norður úr Eyjafjallajökli. Hann hefur hopað og þynnst samfellt á mælitímabilinu og er fulltrúi allra skriðjökla landsins og raunar yfir 90% allra jökla utan Grænlands og Suðurskautslandsins en þeir eru um 300 þúsund. Allur jökulís heims geymir rúm 2% vatnsins á yfirborði jarðar. Hann er afar mikilvægt ferskvatnsforðabúr, einkum í fjalllendi heimsálfanna og á láglendi nærri því. Hin rúm 97% eru saltur sjór.

Búrfellshraun – eitt merkasta hraun á Íslandi

Reynir Ingibjartsson skrifar

Eitt mesta sérkennið í náttúru Íslands eru nútímahraunin. Þau standa okkur svo nærri að við skynjum hvernig yfirborð jarðar hefur myndast og hvað býr undir. Og á mesta þéttbýlissvæði landsins eru hraunin fyrir allra augum, ekki síst í Hafnarfirði og Garðabæ. En hvernig höfum við gengið um þessar náttúrusmíðar? Höfum við ætlað komandi kynslóðum að njóta þess sem við höfum haft fyrir augum – lengst af?

Vísindin vefengja öryggi erfðabreyttra matvæla

Sandra B. Jónsdóttir skrifar

Í grein sinni í Fréttablaðinu 20. okt. sl. gagnrýnir Jón Hallsson nýja franska rannsókn sem skekið hefur vísindaheiminn og valdið auknum áhyggjum manna af öryggi erfðabreyttra matvæla og fóðurs. Þegar líftæknirisinn Monsanto sótti um leyfi ESB fyrir erfðabreyttu maísyrki sínu NK603 lagði fyrirtækið fram niðurstöðu 90 daga tilraunar á rottum sem benti til eitrunar í lifur og nýrum – niðurstöðu sem Monsanto gerði ekkert úr og taldi tölfræðilega ómarktæka.

Sjá næstu 50 greinar