Hvað er best fyrir Ísland? Svana Helen Björnsdóttir skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Í þeirri umræðu sem nú fer fram hér á landi um Evrópusambandið vill það oft gleymast að það eru gildar ástæður fyrir því að stjórnvöld á Íslandi ákváðu að sækja um aðild að ESB. Meginástæðan er sú að það mun stuðla að efnahagslegum stöðugleika sem sárlega hefur skort hér á landi. Önnur mikilvæg ástæða er sú að við yrðum þá fullgildir þátttakendur í öllu samstarfi Evrópusambandsþjóða. Við Íslendingar getum auðvitað haldið áfram á sömu braut og verið hefur og lifað við sveiflur og kollsteypur, og látið eins og ekkert sé. Stóra verkefnið hlýtur hins vegar að vera að tryggja langtímastöðugleika og treysta umgjörð okkar efnahagslífs sem mest við megum. Aðild Íslands að ESB er valkostur í því efni, en þó aðeins ef við sýnum úthald og ljúkum viðræðunum. Ekki er ólíklegt að kjósa megi um aðildarsamning um mitt næsta kjörtímabil og þá verður vonandi það versta yfirstaðið í Evrópu og evrusamstarfið komið í traustar skorður. Tíminn vinnur með okkur en við verðum að leyfa honum að gera það.Leið að markmiði Aðild Íslands að ESB er ekki markmið í sjálfu sér, heldur leið að markmiði. Stóra verkefnið sem við stöndum frammi fyrir er að koma á langtímastöðugleika í íslensku efnahagslífi og skapa atvinnulífinu samkeppnishæf starfsskilyrði. Þannig aukum við fjárfestingu og hagvöxt, þannig geta sprotafyrirtæki vaxið og skapað fjölbreytt störf, og þannig tryggjum við samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Innri óstöðugleiki og ótraust umgjörð atvinnulífsins gerir fyrirtækjum landsins og fólki erfitt fyrir. Nokkur dæmi um það: n Síðastliðna 12 mánuði hefur verðbólga hér á landi verið 4,3% sem er mun hærra en í nágrannaríkjum okkar og veldur því að lán landsmanna og fyrirtækja hækka sem því nemur vegna verðtryggingarinnar. Há verðbólga rýrir kaupmátt og ýtir undir óábyrga kjarasamninga. n Vöruverð á dagvöru hefur hækkað um 60% á síðustu sex árum samkvæmt skýrslu Samkeppniseftirlitsins sem birt var fyrr á þessu ári. n Þjóðartekjur á mann eru langminnstar á Íslandi af öllum Norðurlandaríkjunum. Skv. lista Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru þær nú 5,27 m.kr. á mann miðað við 7,34 m.kr. í Danmörku, þrátt fyrir allar auðlindirnar sem við eigum. n Fjárfesting er allt of lítil eða aðeins um 13% af landsframleiðslu. Þyrfti að hækka í a.m.k. 20%. n Krónan er áfram í gjörgæslu viðvarandi gjaldeyrishafta með tilheyrandi neikvæðum efnahagsáhrifum. Þetta þýðir óheilbrigt viðskiptaumhverfi fyrir fyrirtækin okkar. Það er dýrt fyrir þjóðina að vera með gjaldeyrisvaraforða að láni – vaxtakostnaðurinn einn var um 33 milljarðar króna á árinu 2011.Umræðan verði öfgalaus Óbreytt ástand er ekki góður kostur. Að veikja stöðu Íslands með ótímabærri lokun á aðra valkosti, meðan ekki er vitað hvort þeir eru færir, er ekki rökrétt. Lítið gagnast að ræða Evrópumálin eins og trúarlegt málefni og láta stjórnast af tilfinningunum einum í afstöðu með eða á móti aðild, hvað þá aðildarviðræðum. Til að umræðan sé gagnleg þarf hún að vera öfgalaus. Íslensk fyrirtæki þurfa stöðugleika til að geta vaxið. Það hlýtur að vera sameiginlegt hagsmunamál þjóðarinnar að atvinnulífið eflist og lífskjör fólks batni. Það gerist þó ekki nema fyrirtækin eflist og geti boðið fólki áhugaverð störf og góð laun. Til að svo megi verða þarf samstöðu um þjóðarhagsmuni, festu í alþjóðasamskiptum og eflingu hagstjórnar á Íslandi. Þannig verða samkeppnishæfni og ásættanleg lífskjör þjóðarinnar tryggð til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Í þeirri umræðu sem nú fer fram hér á landi um Evrópusambandið vill það oft gleymast að það eru gildar ástæður fyrir því að stjórnvöld á Íslandi ákváðu að sækja um aðild að ESB. Meginástæðan er sú að það mun stuðla að efnahagslegum stöðugleika sem sárlega hefur skort hér á landi. Önnur mikilvæg ástæða er sú að við yrðum þá fullgildir þátttakendur í öllu samstarfi Evrópusambandsþjóða. Við Íslendingar getum auðvitað haldið áfram á sömu braut og verið hefur og lifað við sveiflur og kollsteypur, og látið eins og ekkert sé. Stóra verkefnið hlýtur hins vegar að vera að tryggja langtímastöðugleika og treysta umgjörð okkar efnahagslífs sem mest við megum. Aðild Íslands að ESB er valkostur í því efni, en þó aðeins ef við sýnum úthald og ljúkum viðræðunum. Ekki er ólíklegt að kjósa megi um aðildarsamning um mitt næsta kjörtímabil og þá verður vonandi það versta yfirstaðið í Evrópu og evrusamstarfið komið í traustar skorður. Tíminn vinnur með okkur en við verðum að leyfa honum að gera það.Leið að markmiði Aðild Íslands að ESB er ekki markmið í sjálfu sér, heldur leið að markmiði. Stóra verkefnið sem við stöndum frammi fyrir er að koma á langtímastöðugleika í íslensku efnahagslífi og skapa atvinnulífinu samkeppnishæf starfsskilyrði. Þannig aukum við fjárfestingu og hagvöxt, þannig geta sprotafyrirtæki vaxið og skapað fjölbreytt störf, og þannig tryggjum við samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Innri óstöðugleiki og ótraust umgjörð atvinnulífsins gerir fyrirtækjum landsins og fólki erfitt fyrir. Nokkur dæmi um það: n Síðastliðna 12 mánuði hefur verðbólga hér á landi verið 4,3% sem er mun hærra en í nágrannaríkjum okkar og veldur því að lán landsmanna og fyrirtækja hækka sem því nemur vegna verðtryggingarinnar. Há verðbólga rýrir kaupmátt og ýtir undir óábyrga kjarasamninga. n Vöruverð á dagvöru hefur hækkað um 60% á síðustu sex árum samkvæmt skýrslu Samkeppniseftirlitsins sem birt var fyrr á þessu ári. n Þjóðartekjur á mann eru langminnstar á Íslandi af öllum Norðurlandaríkjunum. Skv. lista Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru þær nú 5,27 m.kr. á mann miðað við 7,34 m.kr. í Danmörku, þrátt fyrir allar auðlindirnar sem við eigum. n Fjárfesting er allt of lítil eða aðeins um 13% af landsframleiðslu. Þyrfti að hækka í a.m.k. 20%. n Krónan er áfram í gjörgæslu viðvarandi gjaldeyrishafta með tilheyrandi neikvæðum efnahagsáhrifum. Þetta þýðir óheilbrigt viðskiptaumhverfi fyrir fyrirtækin okkar. Það er dýrt fyrir þjóðina að vera með gjaldeyrisvaraforða að láni – vaxtakostnaðurinn einn var um 33 milljarðar króna á árinu 2011.Umræðan verði öfgalaus Óbreytt ástand er ekki góður kostur. Að veikja stöðu Íslands með ótímabærri lokun á aðra valkosti, meðan ekki er vitað hvort þeir eru færir, er ekki rökrétt. Lítið gagnast að ræða Evrópumálin eins og trúarlegt málefni og láta stjórnast af tilfinningunum einum í afstöðu með eða á móti aðild, hvað þá aðildarviðræðum. Til að umræðan sé gagnleg þarf hún að vera öfgalaus. Íslensk fyrirtæki þurfa stöðugleika til að geta vaxið. Það hlýtur að vera sameiginlegt hagsmunamál þjóðarinnar að atvinnulífið eflist og lífskjör fólks batni. Það gerist þó ekki nema fyrirtækin eflist og geti boðið fólki áhugaverð störf og góð laun. Til að svo megi verða þarf samstöðu um þjóðarhagsmuni, festu í alþjóðasamskiptum og eflingu hagstjórnar á Íslandi. Þannig verða samkeppnishæfni og ásættanleg lífskjör þjóðarinnar tryggð til framtíðar.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar