Nýju fötin keisarans Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Síðastliðinn þriðjudag varð nokkurt uppnám „á markaði" vegna ummæla minna um Íbúðalánasjóð. Eitthvað fór tímasetningin fyrir brjóstið á stressuðum viðskipavinum kauphallarinnar, þó innihald þess sem ég sagði gæfi vart tilefni til upphlaupa og æsings. Ég sagði ekkert annað en það sem allir „markaðsaðilar" vita. Íbúðalánasjóður á í miklum vanda og á honum þarf að taka til skamms tíma og til frambúðar. Í ljósi sögunnar þarf þetta upphlaup þó vart að koma á óvart. Sumir viðskiptavinir kauphallarinnar virðast alltaf jafn hissa þegar bent er á augljósa hluti. Haustið 2010 þurfti ríkissjóður að leggja Íbúðalánasjóði til 33 milljarða króna. Ég samþykkti það framlag á Alþingi en gerði að skilyrði að fram færi rannsókn á Íbúðalánasjóði. Niðurstaða þeirrar rannsóknar er væntanleg innan tíðar. Undanfarna mánuði hefur farið fram á vegum fjármálaráðherra úttekt á stöðu Íbúðalánasjóðs og nauðsynlegra aðgerða til að lágmarka tjón ríkissjóðs og þar með almennings á Íslandi. IFS greining vann skýrslu fyrir ráðherra og þar segir m.a.: „Með kerfisbreytingu sjóðsins hinn 1. júlí 2004 og tilheyrandi skiptiútboði var lagður grunnur að þeim vanda sem sjóðurinn hefur átt við að glíma á síðustu misserum. Frá þeim tíma hefur sjóðurinn verið með opna vaxtaáhættu/uppgreiðsluáhættu sem lýsir sér í að skuldir sjóðsins eru óuppgreiðanlegar meðan útlán sjóðsins eru það ekki. Þessi áhætta er stærsta áhætta sjóðsins að mati IFS." Mér og „markaðnum" hefur lengi verið þessi áhætta ljós og lýsti ég þeirri skoðun minni á þriðjudaginn að grípa yrði til aðgerða. Ríkisstjórnin ákvað sl. þriðjudag að óska eftir því við Alþingi að stofnfé Íbúðalánasjóðs yrði aukið um 13 milljarða króna á fjárlögum 2013. Þá má búast við frekari framlögum á næstu árum til sjóðsins og allt stefnir í að kostnaður ríkisins vegna hans verði a.m.k. 50 milljarðar þegar upp er staðið. Fyrir þá peninga væri hægt að reisa nýjan Landspítala. Alþingsmenn hafa tjáð sig af minna tilefni! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn þriðjudag varð nokkurt uppnám „á markaði" vegna ummæla minna um Íbúðalánasjóð. Eitthvað fór tímasetningin fyrir brjóstið á stressuðum viðskipavinum kauphallarinnar, þó innihald þess sem ég sagði gæfi vart tilefni til upphlaupa og æsings. Ég sagði ekkert annað en það sem allir „markaðsaðilar" vita. Íbúðalánasjóður á í miklum vanda og á honum þarf að taka til skamms tíma og til frambúðar. Í ljósi sögunnar þarf þetta upphlaup þó vart að koma á óvart. Sumir viðskiptavinir kauphallarinnar virðast alltaf jafn hissa þegar bent er á augljósa hluti. Haustið 2010 þurfti ríkissjóður að leggja Íbúðalánasjóði til 33 milljarða króna. Ég samþykkti það framlag á Alþingi en gerði að skilyrði að fram færi rannsókn á Íbúðalánasjóði. Niðurstaða þeirrar rannsóknar er væntanleg innan tíðar. Undanfarna mánuði hefur farið fram á vegum fjármálaráðherra úttekt á stöðu Íbúðalánasjóðs og nauðsynlegra aðgerða til að lágmarka tjón ríkissjóðs og þar með almennings á Íslandi. IFS greining vann skýrslu fyrir ráðherra og þar segir m.a.: „Með kerfisbreytingu sjóðsins hinn 1. júlí 2004 og tilheyrandi skiptiútboði var lagður grunnur að þeim vanda sem sjóðurinn hefur átt við að glíma á síðustu misserum. Frá þeim tíma hefur sjóðurinn verið með opna vaxtaáhættu/uppgreiðsluáhættu sem lýsir sér í að skuldir sjóðsins eru óuppgreiðanlegar meðan útlán sjóðsins eru það ekki. Þessi áhætta er stærsta áhætta sjóðsins að mati IFS." Mér og „markaðnum" hefur lengi verið þessi áhætta ljós og lýsti ég þeirri skoðun minni á þriðjudaginn að grípa yrði til aðgerða. Ríkisstjórnin ákvað sl. þriðjudag að óska eftir því við Alþingi að stofnfé Íbúðalánasjóðs yrði aukið um 13 milljarða króna á fjárlögum 2013. Þá má búast við frekari framlögum á næstu árum til sjóðsins og allt stefnir í að kostnaður ríkisins vegna hans verði a.m.k. 50 milljarðar þegar upp er staðið. Fyrir þá peninga væri hægt að reisa nýjan Landspítala. Alþingsmenn hafa tjáð sig af minna tilefni!
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar