Þrep virðisaukaskatts Hannes G. Sigurðsson skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Efra þrep virðisaukaskatts (VSK) á Íslandi er næsthæst í heiminum og bilið á milli þess efra og neðra er hvergi meira. Það hvetur til undanskota og mismunar atvinnugreinum. Eðlilegt er að stefna að minni mun með hækkun neðra þrepsins og lækkun þess efra. Langt er um liðið frá setningu laga um VSK og tími kominn til að ráðast í heildarendurskoðun á VSK-kerfinu með einföldun, jafnræði og skilvirkni að leiðarljósi. Í nýútkomnu riti Samtaka atvinnulífsins, „Ræktun eða rányrkja?", eru stjórnvöld hvött til að minnka bilið milli þrepa í virðisaukaskatti í áföngum á næstu árum með hækkun lægra þrepsins og lækkun þess hærra. VSK var tekinn upp hér á landi árið 1990 með einu skattþrepi, 24,5%, og skyldi hann vera almennur og skilvirkur. Sú stefna stóð ekki lengi því árið 1994 var tekið upp 14% þrep fyrir matvörur, gistiþjónustu, fjölmiðla, bækur og húshitun. Lægra þrepið var lækkað í 7% árið 2007 og hærra þrepið hækkað í 25,5% árið 2010. Í raun eru þrepin þrjú þar sem ekki er lagður VSK á fjórðung einkaneyslunnar.Mikilvægasti tekjustofninn VSK er mikilvægasti tekjustofn ríkissjóðs, skilar 30% skatttekna. VSK er ekki eins skaðlegur og flestir aðrir skattar þar sem hann hefur tiltölulega lítil áhrif á fjárfestingar og vinnuframboð og þar með verðmætasköpun. Ríkið þarf að rækta þennan skattstofn, hafa hann sem breiðastan, hlutfallið sem lægst og stuðla að stækkun hans. VSK hentar hins vegar afar illa til jöfnunar lífskjara. Rannsóknir Hagstofunnar á útgjöldum heimila sýna að lægra VSK-þrepið hafi óveruleg áhrif til lífskjarajöfnunar. Hátekjuheimili verja þriðjungi hærri fjárhæð til kaupa á mat- og drykkjarvörum en lágtekjuheimili, þótt þau síðarnefndu verji heldur hærra hlutfalli tekna sinna til þessara þarfa. Stuðningur ríkisins við heimilin gegnum lægra þrep VSK er því þriðjungi meiri við hátekju- en lágtekjuheimili. Í skattaskýrslu AGS um Ísland árið 2010 voru stjórnvöld hvött til þess að taka upp eitt VSK-þrep í áföngum af hagkvæmniástæðum og afnema ýmsar undanþágur. Þótt óumdeilt sé að fleiri en eitt þrep í VSK mismuni atvinnugreinum, sé óskilvirkt og torveldi eftirlit, er staðreyndin sú að aðeins örfá ríki Evrópu hafa eitt skattþrep en flest eru með ýmist tvö eða þrjú þrep. Óhjákvæmilegt er að taka mið af þessu hér á landi. Íslensk verslun og ferðaþjónusta eru í samkeppni við fyrirtæki í þessum ríkjum og almannahagur að samkeppnisstaðan sé sem jöfnust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Efra þrep virðisaukaskatts (VSK) á Íslandi er næsthæst í heiminum og bilið á milli þess efra og neðra er hvergi meira. Það hvetur til undanskota og mismunar atvinnugreinum. Eðlilegt er að stefna að minni mun með hækkun neðra þrepsins og lækkun þess efra. Langt er um liðið frá setningu laga um VSK og tími kominn til að ráðast í heildarendurskoðun á VSK-kerfinu með einföldun, jafnræði og skilvirkni að leiðarljósi. Í nýútkomnu riti Samtaka atvinnulífsins, „Ræktun eða rányrkja?", eru stjórnvöld hvött til að minnka bilið milli þrepa í virðisaukaskatti í áföngum á næstu árum með hækkun lægra þrepsins og lækkun þess hærra. VSK var tekinn upp hér á landi árið 1990 með einu skattþrepi, 24,5%, og skyldi hann vera almennur og skilvirkur. Sú stefna stóð ekki lengi því árið 1994 var tekið upp 14% þrep fyrir matvörur, gistiþjónustu, fjölmiðla, bækur og húshitun. Lægra þrepið var lækkað í 7% árið 2007 og hærra þrepið hækkað í 25,5% árið 2010. Í raun eru þrepin þrjú þar sem ekki er lagður VSK á fjórðung einkaneyslunnar.Mikilvægasti tekjustofninn VSK er mikilvægasti tekjustofn ríkissjóðs, skilar 30% skatttekna. VSK er ekki eins skaðlegur og flestir aðrir skattar þar sem hann hefur tiltölulega lítil áhrif á fjárfestingar og vinnuframboð og þar með verðmætasköpun. Ríkið þarf að rækta þennan skattstofn, hafa hann sem breiðastan, hlutfallið sem lægst og stuðla að stækkun hans. VSK hentar hins vegar afar illa til jöfnunar lífskjara. Rannsóknir Hagstofunnar á útgjöldum heimila sýna að lægra VSK-þrepið hafi óveruleg áhrif til lífskjarajöfnunar. Hátekjuheimili verja þriðjungi hærri fjárhæð til kaupa á mat- og drykkjarvörum en lágtekjuheimili, þótt þau síðarnefndu verji heldur hærra hlutfalli tekna sinna til þessara þarfa. Stuðningur ríkisins við heimilin gegnum lægra þrep VSK er því þriðjungi meiri við hátekju- en lágtekjuheimili. Í skattaskýrslu AGS um Ísland árið 2010 voru stjórnvöld hvött til þess að taka upp eitt VSK-þrep í áföngum af hagkvæmniástæðum og afnema ýmsar undanþágur. Þótt óumdeilt sé að fleiri en eitt þrep í VSK mismuni atvinnugreinum, sé óskilvirkt og torveldi eftirlit, er staðreyndin sú að aðeins örfá ríki Evrópu hafa eitt skattþrep en flest eru með ýmist tvö eða þrjú þrep. Óhjákvæmilegt er að taka mið af þessu hér á landi. Íslensk verslun og ferðaþjónusta eru í samkeppni við fyrirtæki í þessum ríkjum og almannahagur að samkeppnisstaðan sé sem jöfnust.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun