Sækjum fram Halldór Árnason skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Indriði H. Þorláksson hefur birt greinar í Fréttablaðinu í vikunni um að þrátt fyrir að skatthlutföll allra helstu tekjustofna ríkisins hafi hækkað undanfarin ár þá hafi skattar í rauninni lækkað. Þessa snjöllu ályktun setur hann fram í tilefni útgáfu rits SA, „Ræktun eða rányrkja?". Með samanburði á skatttekjum ríkisins á föstu verðlagi milli áranna 2005 og áætlaðra tekna fyrir 2013 ályktar hann að tekjuskattur einstaklinga hafi lækkað þrátt fyrir að tekjuskattshlutfallið hafi hækkað og skattþrepum fjölgað. Með sömu nálgun má komast að því að tekjuskattur fyrirtækja hafi lækkað þrátt fyrir hækkun hlutfallsins úr 18% í 20% og að virðisaukaskattur hafi lækkað þrátt fyrir hækkun almenna þrepsins úr 24,5% í 25,5%. Ástæðan liggur í augum uppi. Tekjur fólks og fyrirtækja hafa dregist saman, atvinnuleysi aukist og störfum fækkað á þessu tímabili. Fjárfestingar eru í lágmarki.Betri lífskjör Samtök atvinnulífsins hafa undanfarin ár barist fyrir því að meginmarkmið stjórnvalda ætti að vera að auka hagvöxt. Það sé besta leiðin til að endurheimta fyrri lífskjör. Þannig eigi m.a. að greiða fyrir erlendri fjárfestingu og virkjanaframkvæmdum, auka rekstraröryggi sjávarútvegsins, afnema hindranir í vegi uppbyggingar gagnavera, greiða fyrir nýsköpun, fjölga nýjum fyrirtækjum og hvetja fólk til að fjárfesta í atvinnulífinu. Þrátt fyrir að unnt hafi verið að semja við ríkisstjórnina um þessi mál hefur hún fundið upp nýja skilgreiningu á orðheldni og áformin fæst orðið að veruleika.Aukin umsvif SA kynntu nýlega rökstuddar tillögur um hógværar aðgerðir í skattamálum sem lagt er til að komi til framkvæmda á nokkrum árum. Í riti SA er lagt mat á þær fjárhæðir sem skattahækkanir undanfarinna ára hafa skilað ríkissjóði og skýrt út hvernig tölurnar eru fengnar. Í ljós kemur að skattahækkanir eru verulega umfram þau mörk sem aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld sömdu um til að ná jöfnuði í ríkisfjármálum á ný. Markmið tillagna SA er að auka umsvif í atvinnulífinu, efla fjárfestingu, fjölga störfum og bæta lífskjör í landinu. Aukin umsvif munu svo leiða til aukinna skattgreiðslna og verða til þess að hagur ríkissjóðs batni. Engin leið er til þess að fyrrverandi ríkisskattstjóri og aðalhöfundur 100 skattkerfisbreytinga ríkisstjórnarinnar verði sammála SA í þessum málum enda ekki til þess ætlast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Indriði H. Þorláksson hefur birt greinar í Fréttablaðinu í vikunni um að þrátt fyrir að skatthlutföll allra helstu tekjustofna ríkisins hafi hækkað undanfarin ár þá hafi skattar í rauninni lækkað. Þessa snjöllu ályktun setur hann fram í tilefni útgáfu rits SA, „Ræktun eða rányrkja?". Með samanburði á skatttekjum ríkisins á föstu verðlagi milli áranna 2005 og áætlaðra tekna fyrir 2013 ályktar hann að tekjuskattur einstaklinga hafi lækkað þrátt fyrir að tekjuskattshlutfallið hafi hækkað og skattþrepum fjölgað. Með sömu nálgun má komast að því að tekjuskattur fyrirtækja hafi lækkað þrátt fyrir hækkun hlutfallsins úr 18% í 20% og að virðisaukaskattur hafi lækkað þrátt fyrir hækkun almenna þrepsins úr 24,5% í 25,5%. Ástæðan liggur í augum uppi. Tekjur fólks og fyrirtækja hafa dregist saman, atvinnuleysi aukist og störfum fækkað á þessu tímabili. Fjárfestingar eru í lágmarki.Betri lífskjör Samtök atvinnulífsins hafa undanfarin ár barist fyrir því að meginmarkmið stjórnvalda ætti að vera að auka hagvöxt. Það sé besta leiðin til að endurheimta fyrri lífskjör. Þannig eigi m.a. að greiða fyrir erlendri fjárfestingu og virkjanaframkvæmdum, auka rekstraröryggi sjávarútvegsins, afnema hindranir í vegi uppbyggingar gagnavera, greiða fyrir nýsköpun, fjölga nýjum fyrirtækjum og hvetja fólk til að fjárfesta í atvinnulífinu. Þrátt fyrir að unnt hafi verið að semja við ríkisstjórnina um þessi mál hefur hún fundið upp nýja skilgreiningu á orðheldni og áformin fæst orðið að veruleika.Aukin umsvif SA kynntu nýlega rökstuddar tillögur um hógværar aðgerðir í skattamálum sem lagt er til að komi til framkvæmda á nokkrum árum. Í riti SA er lagt mat á þær fjárhæðir sem skattahækkanir undanfarinna ára hafa skilað ríkissjóði og skýrt út hvernig tölurnar eru fengnar. Í ljós kemur að skattahækkanir eru verulega umfram þau mörk sem aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld sömdu um til að ná jöfnuði í ríkisfjármálum á ný. Markmið tillagna SA er að auka umsvif í atvinnulífinu, efla fjárfestingu, fjölga störfum og bæta lífskjör í landinu. Aukin umsvif munu svo leiða til aukinna skattgreiðslna og verða til þess að hagur ríkissjóðs batni. Engin leið er til þess að fyrrverandi ríkisskattstjóri og aðalhöfundur 100 skattkerfisbreytinga ríkisstjórnarinnar verði sammála SA í þessum málum enda ekki til þess ætlast.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun