Kynbundið ofbeldi er glæpur gegn mannkyninu Eygló Árnadóttir skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Stór hluti kvenna í heiminum verður fyrir kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Og ekki bara í Langtíburtistan. Í lok ársins 2010 voru birtar niðurstöður viðamikillar rannsóknar, sem unnin var fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið, sem gefa til kynna að yfir 40% íslenskra kvenna hafi einhvern tímann á ævinni orðið fyrir ofbeldi af höndum karlmanns. 4% svarenda sögðust svo hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi, kynferðislegu og líkamlegu, af höndum karlmanns á þeim tólf mánuðum áður en rannsóknin var framkvæmd. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að þessar tölur jafngildi því að 44.097-48.716 konur á landsvísu hafi orðið fyrir ofbeldi einhvern tíma frá 16 ára aldri. Þegar litið er til þessara talna er erfitt að neita því að ofbeldi gegn konum sé kerfisbundið vandamál hér á landi. Þegar fjögur prósent kvenna segjast hafa orðið fyrir ofbeldi á árinu og hátt í helmingur verður fyrir ofbeldi á ævinni, þá er ekki hægt að halda því fram að ofbeldi gegn konum sé einstakur og afmarkaður glæpur einstaklings gegn einstaklingi. Nei, þessar tölur benda til þess að vandamálið sé kerfisbundið, að við búum í samfélagi þar sem einn helmingur þegnanna er reglulega beittur ofbeldi af hinum helmingnum. Þegar við lítum til kerfisbundins ofbeldis karla gegn konum læðist að okkur sá grunur að konum sé refsað fyrir að vera konur. Kona verður fyrir ofbeldi einungis af því að hún er kona. Víða er ofbeldi gegn konum ekki einu sinni skilgreint sem ofbeldi. Sums staðar er kynbundið ofbeldi gegn konum meira að segja talinn sjálfsagður réttur karlmanna – þeir hafa fullt frelsi til að gera það sem þeim sýnist við konur. Konur hafa engin völd eða rétt yfir eigin líkama og lífi. Og sums staðar er kynbundið ofbeldi gegn konum skilgreint sem ofbeldi, ekki gegn konunni sem fyrir því verður, heldur gegn körlunum sem hún tilheyrir. Með að vera nauðgað setur kona smánarblett á föður sinn, bræður og frændur. Stundum ákveða ættingjarnir að eina leiðin til að losna við smánarblettinn sé að losa sig við hina saurguðu konu, að drepa dætur sínar eða systur sem urðu brotaþolar nauðgara. Heiður fjölskyldunnar er ritaður á líkama kvenna. Og stundum er kynbundnu ofbeldi karla gegn konum beitt skipulega í stríði. Og þetta vopn er engu öðru líkt. Í fyrsta lagi vegna þess að því er ekki ætlað að drepa, eins og nánast öll önnur stríðsvopn sem eru hönnuð til að grisja óvinagarðinn. Í öðru lagi vegna þess að vopninu er ekki beint gegn líkömum þeirra sem ætlað er að verða fyrir högginu, körlunum í stríðinu. Í stað þess að drepa mótherjana, eru þeir svívirtir með því að nauðga konunum þeirra. Líkami kvenna verður vígvöllur í stríði karlmanna, og enginn pælir í manneskjunni sem í raun verður fyrir ofbeldinu. Ekki á meðan sú manneskja er kona. Allt ofbeldi er óásættanlegt, ómannúðlegt, alvarlegt og ömurlegt. En kerfisbundið kynbundið ofbeldi karla gegn konum er glæpur gegn mannkyninu. Daglega eru konur um allan heim beittar ofbeldi fyrir þá einu sök að þær eru konur, einungis vegna þess að þær hafa minni völd og minni tilverurétt en karlmenn í þeirri veröld sem við höfum skapað okkur. Kynbundið ofbeldi er einfaldlega allra augljósasta og grimmasta merki þess að konur þykja ómerkari verur en karlmenn. Kynbundið ofbeldi er eitt helsta efni jafnréttisbaráttunnar og helsti þröskuldur á vegi okkar í átt að réttlátum heimi og friði á jörð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stór hluti kvenna í heiminum verður fyrir kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Og ekki bara í Langtíburtistan. Í lok ársins 2010 voru birtar niðurstöður viðamikillar rannsóknar, sem unnin var fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið, sem gefa til kynna að yfir 40% íslenskra kvenna hafi einhvern tímann á ævinni orðið fyrir ofbeldi af höndum karlmanns. 4% svarenda sögðust svo hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi, kynferðislegu og líkamlegu, af höndum karlmanns á þeim tólf mánuðum áður en rannsóknin var framkvæmd. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að þessar tölur jafngildi því að 44.097-48.716 konur á landsvísu hafi orðið fyrir ofbeldi einhvern tíma frá 16 ára aldri. Þegar litið er til þessara talna er erfitt að neita því að ofbeldi gegn konum sé kerfisbundið vandamál hér á landi. Þegar fjögur prósent kvenna segjast hafa orðið fyrir ofbeldi á árinu og hátt í helmingur verður fyrir ofbeldi á ævinni, þá er ekki hægt að halda því fram að ofbeldi gegn konum sé einstakur og afmarkaður glæpur einstaklings gegn einstaklingi. Nei, þessar tölur benda til þess að vandamálið sé kerfisbundið, að við búum í samfélagi þar sem einn helmingur þegnanna er reglulega beittur ofbeldi af hinum helmingnum. Þegar við lítum til kerfisbundins ofbeldis karla gegn konum læðist að okkur sá grunur að konum sé refsað fyrir að vera konur. Kona verður fyrir ofbeldi einungis af því að hún er kona. Víða er ofbeldi gegn konum ekki einu sinni skilgreint sem ofbeldi. Sums staðar er kynbundið ofbeldi gegn konum meira að segja talinn sjálfsagður réttur karlmanna – þeir hafa fullt frelsi til að gera það sem þeim sýnist við konur. Konur hafa engin völd eða rétt yfir eigin líkama og lífi. Og sums staðar er kynbundið ofbeldi gegn konum skilgreint sem ofbeldi, ekki gegn konunni sem fyrir því verður, heldur gegn körlunum sem hún tilheyrir. Með að vera nauðgað setur kona smánarblett á föður sinn, bræður og frændur. Stundum ákveða ættingjarnir að eina leiðin til að losna við smánarblettinn sé að losa sig við hina saurguðu konu, að drepa dætur sínar eða systur sem urðu brotaþolar nauðgara. Heiður fjölskyldunnar er ritaður á líkama kvenna. Og stundum er kynbundnu ofbeldi karla gegn konum beitt skipulega í stríði. Og þetta vopn er engu öðru líkt. Í fyrsta lagi vegna þess að því er ekki ætlað að drepa, eins og nánast öll önnur stríðsvopn sem eru hönnuð til að grisja óvinagarðinn. Í öðru lagi vegna þess að vopninu er ekki beint gegn líkömum þeirra sem ætlað er að verða fyrir högginu, körlunum í stríðinu. Í stað þess að drepa mótherjana, eru þeir svívirtir með því að nauðga konunum þeirra. Líkami kvenna verður vígvöllur í stríði karlmanna, og enginn pælir í manneskjunni sem í raun verður fyrir ofbeldinu. Ekki á meðan sú manneskja er kona. Allt ofbeldi er óásættanlegt, ómannúðlegt, alvarlegt og ömurlegt. En kerfisbundið kynbundið ofbeldi karla gegn konum er glæpur gegn mannkyninu. Daglega eru konur um allan heim beittar ofbeldi fyrir þá einu sök að þær eru konur, einungis vegna þess að þær hafa minni völd og minni tilverurétt en karlmenn í þeirri veröld sem við höfum skapað okkur. Kynbundið ofbeldi er einfaldlega allra augljósasta og grimmasta merki þess að konur þykja ómerkari verur en karlmenn. Kynbundið ofbeldi er eitt helsta efni jafnréttisbaráttunnar og helsti þröskuldur á vegi okkar í átt að réttlátum heimi og friði á jörð.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun