Er ofbeldi lærð hegðun? Una María Óskarsdóttir skrifar 1. desember 2012 08:00 Hvernig ætli standi á því að sumir beita ofbeldi en aðrir ekki? Við þessari spurningu eru líklega mörg svör og sitt sýnist hverjum. Þegar Gummi litli fæddist þá átti hann margt ólært. Hann fæddist með margvíslega eiginleika sem gerðu hann hæfan til að lifa, en umhverfið mótar einnig getu hans og viðhorf og hefur þannig áhrif á hvernig Gummi hegðar sér í framtíðinni. Hvernig lærir Gummi að hegða sér? Hvernig lærir hann hvað má og hvað má ekki gera? Hvernig lærir Gummi að barsmíðar og svívirðingar eru hegðun sem er eðlileg eða hegðun sem er óeðlileg? Kenningin um félagslegt nám leggur áherslu á að atferli og hegðun fólks mótist af áreitum í umhverfinu og því hvernig viðbrögð hegðunin fær. Hér eru það fyrirmyndir á heimilum, í vinahópnum, úr sjónvarpinu, bíómyndum, fjölmiðlum og á internetinu sem skipa stóran sess. Þetta þýðir að ef Gummi litli horfir á og upplifir að foreldri hans lemur t.d. hitt foreldrið eða hann sjálfan vegna einhverra orða eða hegðunar þá eru líkur til þess að Gummi læri hegðunina og beiti henni sjálfur síðar. Hann getur sem sé lært að leysa vandamál í samskiptum með ofbeldi, líkamlegu eða andlegu. Hann getur lært að ná sínu fram með ofbeldi.Áhyggjuefni Það er áhyggjuefni ef fyrirmyndir barna og unglinga eru ofbeldishetjur úr fjölmiðlum, bíómyndum og af internetinu. Enn verra er þó ef fyrirmyndir ofbeldisins eru í nærumhverfi barnanna, á heimilinu eða í vinahópnum. Ef framtíðin leiðir í ljós að Gummi, sem ólst upp við ofbeldi, er sjálfur ofbeldishneigður eru honum þó sem betur fer nokkrir vegir færir. Hann getur lært að stjórna hegðun sinni, beina neikvæðum tilfinningum og mótlæti í jákvæðan farveg. Tileinka sér jákvæðari skýringarstíl og nota orð – tala – í stað þess að lemja. Það getur verið erfitt að venja sig á nýja hegðun ef það að nota hnefann er vanabundin hegðun við geðshræringu. En það er hægt að venja sig á nýja hugsun og nýja hegðun. Það er hægt að telja upp að hundrað og ákveða svo hvernig bregðast skuli við.Ekki gefa röng skilaboð Við uppeldi á börnum skiptir miklu máli að ofbeldishegðun njóti ekki jákvæðrar athygli, þannig að barn upplifi að hegðunin sé rétt. T.d. þegar krakkar lenda í slagsmálum þá má uppalandinn ekki segja: Þú ert sko karl í krapinu að ná þér niður á þessu fífli! Það er mikilvægt að gefa ekki röng skilaboð, styrkja ekki ofbeldishegðun eða ofbeldistal og byrja snemma að beita leiðandi uppeldisháttum þar sem hvatning og jákvæð styrking skipta miklu máli. Gott uppeldi getur stuðlað að bættum samskiptum og fækkun ofbeldisverka. Ofbeldi er lærð hegðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvernig ætli standi á því að sumir beita ofbeldi en aðrir ekki? Við þessari spurningu eru líklega mörg svör og sitt sýnist hverjum. Þegar Gummi litli fæddist þá átti hann margt ólært. Hann fæddist með margvíslega eiginleika sem gerðu hann hæfan til að lifa, en umhverfið mótar einnig getu hans og viðhorf og hefur þannig áhrif á hvernig Gummi hegðar sér í framtíðinni. Hvernig lærir Gummi að hegða sér? Hvernig lærir hann hvað má og hvað má ekki gera? Hvernig lærir Gummi að barsmíðar og svívirðingar eru hegðun sem er eðlileg eða hegðun sem er óeðlileg? Kenningin um félagslegt nám leggur áherslu á að atferli og hegðun fólks mótist af áreitum í umhverfinu og því hvernig viðbrögð hegðunin fær. Hér eru það fyrirmyndir á heimilum, í vinahópnum, úr sjónvarpinu, bíómyndum, fjölmiðlum og á internetinu sem skipa stóran sess. Þetta þýðir að ef Gummi litli horfir á og upplifir að foreldri hans lemur t.d. hitt foreldrið eða hann sjálfan vegna einhverra orða eða hegðunar þá eru líkur til þess að Gummi læri hegðunina og beiti henni sjálfur síðar. Hann getur sem sé lært að leysa vandamál í samskiptum með ofbeldi, líkamlegu eða andlegu. Hann getur lært að ná sínu fram með ofbeldi.Áhyggjuefni Það er áhyggjuefni ef fyrirmyndir barna og unglinga eru ofbeldishetjur úr fjölmiðlum, bíómyndum og af internetinu. Enn verra er þó ef fyrirmyndir ofbeldisins eru í nærumhverfi barnanna, á heimilinu eða í vinahópnum. Ef framtíðin leiðir í ljós að Gummi, sem ólst upp við ofbeldi, er sjálfur ofbeldishneigður eru honum þó sem betur fer nokkrir vegir færir. Hann getur lært að stjórna hegðun sinni, beina neikvæðum tilfinningum og mótlæti í jákvæðan farveg. Tileinka sér jákvæðari skýringarstíl og nota orð – tala – í stað þess að lemja. Það getur verið erfitt að venja sig á nýja hegðun ef það að nota hnefann er vanabundin hegðun við geðshræringu. En það er hægt að venja sig á nýja hugsun og nýja hegðun. Það er hægt að telja upp að hundrað og ákveða svo hvernig bregðast skuli við.Ekki gefa röng skilaboð Við uppeldi á börnum skiptir miklu máli að ofbeldishegðun njóti ekki jákvæðrar athygli, þannig að barn upplifi að hegðunin sé rétt. T.d. þegar krakkar lenda í slagsmálum þá má uppalandinn ekki segja: Þú ert sko karl í krapinu að ná þér niður á þessu fífli! Það er mikilvægt að gefa ekki röng skilaboð, styrkja ekki ofbeldishegðun eða ofbeldistal og byrja snemma að beita leiðandi uppeldisháttum þar sem hvatning og jákvæð styrking skipta miklu máli. Gott uppeldi getur stuðlað að bættum samskiptum og fækkun ofbeldisverka. Ofbeldi er lærð hegðun.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun