5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar 13. desember 2025 08:30 Nú er liðið eitt ár frá því að ríkisstjórnin var mynduð og við hæfi að hugsa til baka og velta fyrir sér hvað hefur áunnist. Eitt af stóru málunum fyrir kosningarnar í fyrra voru efnahagsmálin. Eðlilega. Verðbólga hafði verið í hæstu hæðum og stýrivextir óbærilegir fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Verðbólgan fór yfir 10% í tíð fyrri ríkisstjórnar. Staðan í dag er allt önnur. Verðbólga hefur ekki mælst minni síðan 2020 og tiltrú á ríkisfjármálin hefur aukist. Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var að ná stöðugleika í efnahagslífi og að vinna að lækkun vaxta með styrkri stjórn á fjármálum ríkisins. Það hefur tekist eins og dæmin sanna. Okkur hefur tekist að laga ríkisfjármálin með ýmsum tiltektarmálum. Hallinn helmingaður og skuldir lækka Halli ríkissjóðs hefur verið helmingaður í fyrstu fjárlögum ríkisstjórnarinnar, úr 60 milljörðum í 26 milljarða. Þetta er gert á meðan kerfið er í kælingu, og unnið er að taka niður vexti og verðbólgu. Á einu ári hafa skuldir ríkisins lækkað um 7,5% af vergri landsframleiðslu. Þar skiptir mestu vel heppnað uppgjör á skuldbindingum Íbúðalánasjóðs og sala á hlutum ríkissjóðs í Íslandsbanka. Stýrivextir hafa verið lækkaðir fimm sinnum eða um 1,75% frá því að boðað var til kosninga í fyrrahaust. Hvað þýðir þessi árangur fyrir venjulegt heimili? Fyrir dæmigerða fjölskyldu með 40 milljóna króna óverðtryggt íbúðalán þá þýða þessar vaxtalækkanir 60 þúsund krónur minni afborganir á mánuði. Það munar um minna í heimilisrekstrinum. En við erum ekki hætt. Almenningur og fyrirtæki þessa lands munu finna það í buddu sinni að ný ríkisstjórn sé tekin við sem tekur ábyrgð á ríkisfjármálunum og lætur þau ekki reka á reiðanum. Bjart fram undan fyrir Ísland Það fjölgar áfram stoðunum í íslenska atvinnulífinu, með áherslu á verðmætar atvinnugreinar, svo sem lyfjaiðnað, upplýsinga- og samskiptatækni og líftækni. Við búum yfir miklum tækifærum. Gnægð endurnýjanlegrar orku og samkeppnishæft orkuverð hafa laðað að sér fjárfestingar t.a.m. í orkufrekum gagnaverum. Þá eru miklir möguleikar í lagareldi þar sem Ísland hefur samkeppnisforskot á heimsvísu. Þessar áherslur munu endurspeglast í nýrri atvinnustefnu sem kynnt verður á fyrstu mánuðum næsta árs. Þar er lögð áhersla á verðmætasköpun sem er knúin af fjölbreyttum útflutningi sem byggir á nýsköpun og sjálfbærri nýtingu auðlinda. Markmiðið er að fjölga vel launuðum störfum út um allt land. Að auka velferð með sjálfbærum vexti sem byggir á aukinni framleiðni. Ein forsenda samkeppnishæfni þjóðarinnar er að sjálfsögðu öflugir innviðir, þess vegna ætlum við að laga vegina og byrja að bora. Planið er að virka. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Lára Jónsdóttir Samfylkingin Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Nú er liðið eitt ár frá því að ríkisstjórnin var mynduð og við hæfi að hugsa til baka og velta fyrir sér hvað hefur áunnist. Eitt af stóru málunum fyrir kosningarnar í fyrra voru efnahagsmálin. Eðlilega. Verðbólga hafði verið í hæstu hæðum og stýrivextir óbærilegir fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Verðbólgan fór yfir 10% í tíð fyrri ríkisstjórnar. Staðan í dag er allt önnur. Verðbólga hefur ekki mælst minni síðan 2020 og tiltrú á ríkisfjármálin hefur aukist. Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var að ná stöðugleika í efnahagslífi og að vinna að lækkun vaxta með styrkri stjórn á fjármálum ríkisins. Það hefur tekist eins og dæmin sanna. Okkur hefur tekist að laga ríkisfjármálin með ýmsum tiltektarmálum. Hallinn helmingaður og skuldir lækka Halli ríkissjóðs hefur verið helmingaður í fyrstu fjárlögum ríkisstjórnarinnar, úr 60 milljörðum í 26 milljarða. Þetta er gert á meðan kerfið er í kælingu, og unnið er að taka niður vexti og verðbólgu. Á einu ári hafa skuldir ríkisins lækkað um 7,5% af vergri landsframleiðslu. Þar skiptir mestu vel heppnað uppgjör á skuldbindingum Íbúðalánasjóðs og sala á hlutum ríkissjóðs í Íslandsbanka. Stýrivextir hafa verið lækkaðir fimm sinnum eða um 1,75% frá því að boðað var til kosninga í fyrrahaust. Hvað þýðir þessi árangur fyrir venjulegt heimili? Fyrir dæmigerða fjölskyldu með 40 milljóna króna óverðtryggt íbúðalán þá þýða þessar vaxtalækkanir 60 þúsund krónur minni afborganir á mánuði. Það munar um minna í heimilisrekstrinum. En við erum ekki hætt. Almenningur og fyrirtæki þessa lands munu finna það í buddu sinni að ný ríkisstjórn sé tekin við sem tekur ábyrgð á ríkisfjármálunum og lætur þau ekki reka á reiðanum. Bjart fram undan fyrir Ísland Það fjölgar áfram stoðunum í íslenska atvinnulífinu, með áherslu á verðmætar atvinnugreinar, svo sem lyfjaiðnað, upplýsinga- og samskiptatækni og líftækni. Við búum yfir miklum tækifærum. Gnægð endurnýjanlegrar orku og samkeppnishæft orkuverð hafa laðað að sér fjárfestingar t.a.m. í orkufrekum gagnaverum. Þá eru miklir möguleikar í lagareldi þar sem Ísland hefur samkeppnisforskot á heimsvísu. Þessar áherslur munu endurspeglast í nýrri atvinnustefnu sem kynnt verður á fyrstu mánuðum næsta árs. Þar er lögð áhersla á verðmætasköpun sem er knúin af fjölbreyttum útflutningi sem byggir á nýsköpun og sjálfbærri nýtingu auðlinda. Markmiðið er að fjölga vel launuðum störfum út um allt land. Að auka velferð með sjálfbærum vexti sem byggir á aukinni framleiðni. Ein forsenda samkeppnishæfni þjóðarinnar er að sjálfsögðu öflugir innviðir, þess vegna ætlum við að laga vegina og byrja að bora. Planið er að virka. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun