Enn um skrautblóm SA Indriði H. Þorláksson skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Starfsmaður SA og fyrrum samstarfsmaður minn á ýmsum vettvangi sendir mér kveðjur í Fréttablaðinu 27. nóv. sl. í tilefni af greinarstúf sem ég skrifaði um skattatillögur SA. Ég hef þá reglu að svara í engu ómálefnalegum tilskrifum og þeim sem byggja á kreddum og hentifræði. Rökræða ber ekki árangur í slíkum tilvikum. En mér er hlýtt til Halldórs Árnasonar. Ég veit að honum er ekki illa í ætt skotið, velviljaður og sanngjarn innst inni. Ætla má að tími til andsvara hafi verið knappur og hann því gripið til gamalla frjálshyggjufrasa í stað ígrundunar. Í þeirri von að til hennar gefist síðar tóm bendi ég honum á eftirfarandi.Einföld þríliða Umkvörtun um talnaleiki ofar hans skilningi ber lítillæti hans vitni. Þar er þó á ferðinni einföld þríliða, sem við lærðum báðir í barnaskóla löngu áður en við lærðum hagfræði þar sem við beittum henni á mörgum sviðum svo sem við vísitölur og stöðlun talnaraða eins og gert var í grein minni og reyndar einnig í skýrsla SA. Ég benti einnig á heimildir um þær tölur sem til grundvallar liggja, þ.e. ríkisreikninga og fjárlagafrumvarp. Ég skil vel að Halldór ómaki sig ekki á því að fletta upp á staðreyndum og mun því senda honum þær sérstaklega þar sem þær eru of umfangsmiklar fyrir stutta grein. Það verður hins vegar varla heimfært undir lítillæti að fella dóm, á grundvelli talna, sem dómarinn að eigin sögn skilur ekki, þess efnis að ég beri ekki skynbragð á hagnaðarþörf atvinnulífsins, sem grein mín snerti að litlu eða engu leyti. Þessi dómur er mér ekki þungbær og skiljanlegt að hátt sé reitt til höggs þar sem auk mín var öll ríkisstjórnin undir. Verð ég líklega að biðja hana afsökunar á að hafa valdið klámhöggi þessu.Gerir mér upp skoðanir Halldór gerir mér upp skoðanir svo sem um baráttu atvinnurekenda og launþega, að ég telji að það sé hlutverk stjórnvalda að færa „auðinn frá fjármagnseigendum til fólksins" svo og að ég telji að skattalækkanir séu útilokaðar. Ekkert af þessu kemur fram í grein minni. Í grein minni var ég ekki að fjalla um skattlagningu atvinnurekstrar heldur þeirra sem hafa tekjur af fjármagnseign. SA hefur lengi barist fyrir persónulegum hagsmunum fjármagnseigenda undir því yfirskyni að um hagsmuni atvinnulífsins sé að ræða. Ég tel hins vegar það vera ósvinnu að skattlagning þessara einstaklinga sé með öðrum hætti en annarra þegna þjóðfélagsins. Mín orð gengu ekki út á það að taka af einhverjum „auðinn" heldur það að tekjuhæstu hópar þjóðfélagsins beri sanngjarnan skerf af því sem þarf til að reka þjóðfélagið. Ég veit að Halldór veit eftir langt starf að ríkisfjármálum að sé einum hópi færðir 30 ma. kr. á silfurfati eins og tillögur SA fela í sér muni aðrir þurfa að greiða það eða skerða þarf þjónustu við þá.Styðst ekki við nein rök Það styðst ekki við nein rök að ég telji skattalækkanir útilokaðar. Ég benti á að á síðustu árum hefðu skattar verið lækkaðir hjá sumum en hækkaðir hjá öðrum. Það var afleiðing markvissrar stefnu, sem þegar mátti lesa um í Áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum frá árinu 2009. Þar kemur fram sá ásetningur að breyta skattkerfinu til meiri jöfnuðar og sanngirni um leið og ríkinu er aflað aukinna tekna með hóflegum breytingum, umhverfissköttum og því að þjóðin fái notið auðlinda sinna. Á þeim stoðum hvíla þær breytingar sem gerðar hafa verið. Gegn því berst SA. Komi til þess að skattalækkanir verði raunhæfar, t.d. þegar vaxtabyrðin af arfleifð hrunverjanna minnkar, er ekki eðlilegt að tekjuhæstu þjóðfélagshóparnir njóti forgangs vegna þess eins að þeir höfðu hann fyrir hrun heldur á að nota svigrúmið til að halda áfram að bæta stöðu lág- og miðtekjuhópa. Reynsla annarra þjóða er einnig sú að með því sé best skotið stoðum undir hagvöxt.Húsbóndahollusta Það má stundum ætla að SA telji ríkisstjórnina ábyrga fyrir allri vá sem steðjað getur að þjóðinni nema e.t.v. eldgosum. Það er lofsvert að vera húsbóndahollur en er ekki nokkuð langt gengið að trúa því að tekjufall ríkis, fyrirtækja og heimila á árunum 2008 og 2009, hrun fjárfestinga og stóraukið atvinnuleysi á þeim árum og fleiri sem hruninu fylgdi hafi verið afleiðing af skattastefnu sem kom til framkvæmda 2010 og síðar? Ég á erfitt með að trúa því að Halldór skipi sér í hóp „svokallaðs-hruns"-verja og geri sér ekki grein fyrir því að um er að ræða afleiðingar af aðgerðum stjórnvalda fyrir hrun, sem m.a. skópu skattaumhverfi sem átti sinn þátt í því að fjármálamenn landsins, áhrifaaðilar innan SA, gátu kollsiglt þjóðarskútunni. Tillögur SA eru afturhvarf til þess tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Starfsmaður SA og fyrrum samstarfsmaður minn á ýmsum vettvangi sendir mér kveðjur í Fréttablaðinu 27. nóv. sl. í tilefni af greinarstúf sem ég skrifaði um skattatillögur SA. Ég hef þá reglu að svara í engu ómálefnalegum tilskrifum og þeim sem byggja á kreddum og hentifræði. Rökræða ber ekki árangur í slíkum tilvikum. En mér er hlýtt til Halldórs Árnasonar. Ég veit að honum er ekki illa í ætt skotið, velviljaður og sanngjarn innst inni. Ætla má að tími til andsvara hafi verið knappur og hann því gripið til gamalla frjálshyggjufrasa í stað ígrundunar. Í þeirri von að til hennar gefist síðar tóm bendi ég honum á eftirfarandi.Einföld þríliða Umkvörtun um talnaleiki ofar hans skilningi ber lítillæti hans vitni. Þar er þó á ferðinni einföld þríliða, sem við lærðum báðir í barnaskóla löngu áður en við lærðum hagfræði þar sem við beittum henni á mörgum sviðum svo sem við vísitölur og stöðlun talnaraða eins og gert var í grein minni og reyndar einnig í skýrsla SA. Ég benti einnig á heimildir um þær tölur sem til grundvallar liggja, þ.e. ríkisreikninga og fjárlagafrumvarp. Ég skil vel að Halldór ómaki sig ekki á því að fletta upp á staðreyndum og mun því senda honum þær sérstaklega þar sem þær eru of umfangsmiklar fyrir stutta grein. Það verður hins vegar varla heimfært undir lítillæti að fella dóm, á grundvelli talna, sem dómarinn að eigin sögn skilur ekki, þess efnis að ég beri ekki skynbragð á hagnaðarþörf atvinnulífsins, sem grein mín snerti að litlu eða engu leyti. Þessi dómur er mér ekki þungbær og skiljanlegt að hátt sé reitt til höggs þar sem auk mín var öll ríkisstjórnin undir. Verð ég líklega að biðja hana afsökunar á að hafa valdið klámhöggi þessu.Gerir mér upp skoðanir Halldór gerir mér upp skoðanir svo sem um baráttu atvinnurekenda og launþega, að ég telji að það sé hlutverk stjórnvalda að færa „auðinn frá fjármagnseigendum til fólksins" svo og að ég telji að skattalækkanir séu útilokaðar. Ekkert af þessu kemur fram í grein minni. Í grein minni var ég ekki að fjalla um skattlagningu atvinnurekstrar heldur þeirra sem hafa tekjur af fjármagnseign. SA hefur lengi barist fyrir persónulegum hagsmunum fjármagnseigenda undir því yfirskyni að um hagsmuni atvinnulífsins sé að ræða. Ég tel hins vegar það vera ósvinnu að skattlagning þessara einstaklinga sé með öðrum hætti en annarra þegna þjóðfélagsins. Mín orð gengu ekki út á það að taka af einhverjum „auðinn" heldur það að tekjuhæstu hópar þjóðfélagsins beri sanngjarnan skerf af því sem þarf til að reka þjóðfélagið. Ég veit að Halldór veit eftir langt starf að ríkisfjármálum að sé einum hópi færðir 30 ma. kr. á silfurfati eins og tillögur SA fela í sér muni aðrir þurfa að greiða það eða skerða þarf þjónustu við þá.Styðst ekki við nein rök Það styðst ekki við nein rök að ég telji skattalækkanir útilokaðar. Ég benti á að á síðustu árum hefðu skattar verið lækkaðir hjá sumum en hækkaðir hjá öðrum. Það var afleiðing markvissrar stefnu, sem þegar mátti lesa um í Áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum frá árinu 2009. Þar kemur fram sá ásetningur að breyta skattkerfinu til meiri jöfnuðar og sanngirni um leið og ríkinu er aflað aukinna tekna með hóflegum breytingum, umhverfissköttum og því að þjóðin fái notið auðlinda sinna. Á þeim stoðum hvíla þær breytingar sem gerðar hafa verið. Gegn því berst SA. Komi til þess að skattalækkanir verði raunhæfar, t.d. þegar vaxtabyrðin af arfleifð hrunverjanna minnkar, er ekki eðlilegt að tekjuhæstu þjóðfélagshóparnir njóti forgangs vegna þess eins að þeir höfðu hann fyrir hrun heldur á að nota svigrúmið til að halda áfram að bæta stöðu lág- og miðtekjuhópa. Reynsla annarra þjóða er einnig sú að með því sé best skotið stoðum undir hagvöxt.Húsbóndahollusta Það má stundum ætla að SA telji ríkisstjórnina ábyrga fyrir allri vá sem steðjað getur að þjóðinni nema e.t.v. eldgosum. Það er lofsvert að vera húsbóndahollur en er ekki nokkuð langt gengið að trúa því að tekjufall ríkis, fyrirtækja og heimila á árunum 2008 og 2009, hrun fjárfestinga og stóraukið atvinnuleysi á þeim árum og fleiri sem hruninu fylgdi hafi verið afleiðing af skattastefnu sem kom til framkvæmda 2010 og síðar? Ég á erfitt með að trúa því að Halldór skipi sér í hóp „svokallaðs-hruns"-verja og geri sér ekki grein fyrir því að um er að ræða afleiðingar af aðgerðum stjórnvalda fyrir hrun, sem m.a. skópu skattaumhverfi sem átti sinn þátt í því að fjármálamenn landsins, áhrifaaðilar innan SA, gátu kollsiglt þjóðarskútunni. Tillögur SA eru afturhvarf til þess tíma.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar