Litla stúlkan með eldspýturnar? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Við Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari höfum mælt stöðu brúnar á Steinsholtsjökli í allmörg ár. Skriðjökullinn gengur norður úr Eyjafjallajökli. Hann hefur hopað og þynnst samfellt á mælitímabilinu og er fulltrúi allra skriðjökla landsins og raunar yfir 90% allra jökla utan Grænlands og Suðurskautslandsins en þeir eru um 300 þúsund. Allur jökulís heims geymir rúm 2% vatnsins á yfirborði jarðar. Hann er afar mikilvægt ferskvatnsforðabúr, einkum í fjalllendi heimsálfanna og á láglendi nærri því. Hin rúm 97% eru saltur sjór. Meðalhiti á jörðinni hefur hækkað um 0,7 gráður á Celsíus á undanförnum eitt hundrað árum og aldrei hraðar en undanfarna áratugi enda aukning gróðurhúsagasa hraðari en sést hefur í mæligögnum úr ískjörnum sem sýna þá sögu í 650 þúsund ár. Ísland hefur færst, hvað gróður og dýralíf varðar, um 800 km í suður.Enginn vafi Enginn vafi leikur lengur á meginorsökunum. Þær felast í síaukinni dreifingu gróðurhúsagasa, hömlulítilli gróðureyðingu og æ meiri rykmengun vegna athafna manna. Hiti hækkar í neðstu loftlögum en það kólnar í heiðhvolfinu. Talið er að efnahagskerfi heims geti þolað hitastigshækkun um allt að 2°C á næstu fjórum til sex áratugum og hækkun heimshafanna um allt að einn metra. Hvort tveggja kallar á gríðarleg fjárframlög og veldur flestöllum þjóðum miklu raski. Í þessum mánuði kom út skýrsla Alþjóðabankans „Turn Down the Heat". Stofnunin er frekar þekkt fyrir íhaldssemi en andstæðu hennar í þjóðfélagsmálum. Í skýrslunni kemur fram svipuð afstaða og í skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar fyrir skömmu. Meðal annars er því haldið réttilega fram að ekki megi nýta nema þriðjung þekktra birgða kolefniseldsneytis í heiminum ef við ætlum að halda okkur innan 2° hækkunar ársmeðalhitans – nema þjóðunum takist að binda kolefni á heimsvísu með nýrri tækni og gróðurframförum. Næstum tveir þriðju hlutar birgðanna eru kol, 22% olía og 15% gas, aðallega í Bandaríkjunum, Mið-Austurlöndum, Kína og Rússlandi.Oftrú á skyndigróða Núna er ekkert samkomulag í sjónmáli um verulegar framfarir í að sporna við hlýnun andrúmsloftsins, þvert á móti. Nýjustu hugmyndir um að nýta flóknar og dýrar aðferðir við að ná upp olíu og gasi norðan heimskautsbaugs, á erfiðum slóðum, vekja svartsýni á vegferð næstu ára eða áratuga. Skammsýni og oftrú á skyndigróða sýnast ætla að ríkja yfir varkárni og skynsemi. Hvar er umhyggjan fyrir heimsbyggð morgundagsins? Stjórnmál vega afar þungt í þessum efnum. Líka þrýstingur almennings. Ég hef sagt það áður og skrifa hér enn einu sinni: Íslendingar hafa tækifæri til að koma fram sem djörf og sterk rödd meðal þjóða við að hægja á þeysireiðinni inn í ofhlýnun jarðar og koma með ábendingar og kröfur um lausnir. Til þess höfum við þekkingu og ríka ástæðu. Ella líkjumst við litlu stúlkunni með eldspýturnar í sögu Hans Christians Andersen, nema hvað vandamálið er ekki kuldi heldur varmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Loftslagsmál Skoðun Mest lesið Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Sjá meira
Við Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari höfum mælt stöðu brúnar á Steinsholtsjökli í allmörg ár. Skriðjökullinn gengur norður úr Eyjafjallajökli. Hann hefur hopað og þynnst samfellt á mælitímabilinu og er fulltrúi allra skriðjökla landsins og raunar yfir 90% allra jökla utan Grænlands og Suðurskautslandsins en þeir eru um 300 þúsund. Allur jökulís heims geymir rúm 2% vatnsins á yfirborði jarðar. Hann er afar mikilvægt ferskvatnsforðabúr, einkum í fjalllendi heimsálfanna og á láglendi nærri því. Hin rúm 97% eru saltur sjór. Meðalhiti á jörðinni hefur hækkað um 0,7 gráður á Celsíus á undanförnum eitt hundrað árum og aldrei hraðar en undanfarna áratugi enda aukning gróðurhúsagasa hraðari en sést hefur í mæligögnum úr ískjörnum sem sýna þá sögu í 650 þúsund ár. Ísland hefur færst, hvað gróður og dýralíf varðar, um 800 km í suður.Enginn vafi Enginn vafi leikur lengur á meginorsökunum. Þær felast í síaukinni dreifingu gróðurhúsagasa, hömlulítilli gróðureyðingu og æ meiri rykmengun vegna athafna manna. Hiti hækkar í neðstu loftlögum en það kólnar í heiðhvolfinu. Talið er að efnahagskerfi heims geti þolað hitastigshækkun um allt að 2°C á næstu fjórum til sex áratugum og hækkun heimshafanna um allt að einn metra. Hvort tveggja kallar á gríðarleg fjárframlög og veldur flestöllum þjóðum miklu raski. Í þessum mánuði kom út skýrsla Alþjóðabankans „Turn Down the Heat". Stofnunin er frekar þekkt fyrir íhaldssemi en andstæðu hennar í þjóðfélagsmálum. Í skýrslunni kemur fram svipuð afstaða og í skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar fyrir skömmu. Meðal annars er því haldið réttilega fram að ekki megi nýta nema þriðjung þekktra birgða kolefniseldsneytis í heiminum ef við ætlum að halda okkur innan 2° hækkunar ársmeðalhitans – nema þjóðunum takist að binda kolefni á heimsvísu með nýrri tækni og gróðurframförum. Næstum tveir þriðju hlutar birgðanna eru kol, 22% olía og 15% gas, aðallega í Bandaríkjunum, Mið-Austurlöndum, Kína og Rússlandi.Oftrú á skyndigróða Núna er ekkert samkomulag í sjónmáli um verulegar framfarir í að sporna við hlýnun andrúmsloftsins, þvert á móti. Nýjustu hugmyndir um að nýta flóknar og dýrar aðferðir við að ná upp olíu og gasi norðan heimskautsbaugs, á erfiðum slóðum, vekja svartsýni á vegferð næstu ára eða áratuga. Skammsýni og oftrú á skyndigróða sýnast ætla að ríkja yfir varkárni og skynsemi. Hvar er umhyggjan fyrir heimsbyggð morgundagsins? Stjórnmál vega afar þungt í þessum efnum. Líka þrýstingur almennings. Ég hef sagt það áður og skrifa hér enn einu sinni: Íslendingar hafa tækifæri til að koma fram sem djörf og sterk rödd meðal þjóða við að hægja á þeysireiðinni inn í ofhlýnun jarðar og koma með ábendingar og kröfur um lausnir. Til þess höfum við þekkingu og ríka ástæðu. Ella líkjumst við litlu stúlkunni með eldspýturnar í sögu Hans Christians Andersen, nema hvað vandamálið er ekki kuldi heldur varmi.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun