Fleiri fréttir

Ræðum um staðreyndir

Hluti af umræðu um jarðstrengi og loftlínur hefur snúist um hve mikið dýrara það sé að leggja jarðstreng en loftlínu. Skellt hefur verið fram fullyrðingum um að jarðstrengur sé tvisvar til þrisvar sinnum dýrari eða sex sinnum dýrari eða jafnvel níu sinnum dýrari en loftlína. Því miður hafa deilur milli sveitarfélagsins Voga og Landsnets um lagningu Suðurnesjalínu 2 ekki komist á hærra stig en þetta því ekkert mat hefur farið fram á hagkvæmni framkvæmdarinnar.

Opið bréf til forseta ASÍ

Jóhann Hauksson skrifar

Kæri Gylfi Arnbjörnsson. Ég er einn þeirra sem tóku út séreignarsparnað til þess að mæta áföllum bankahrunsins. Það var gert með heimild sem núverandi stjórnvöld lögleiddu. Þessi úttekt á sparnaði var mitt tjón vegna glæframennsku, gáleysis og vanrækslu sem ég tel mig ekki bera sérstaka ábyrgð á. Ég átti einnig svolítinn sparnað hjá Allianz í gjaldeyri sem ég varð einnig að tæma vegna hækkunar á íbúða- og lífeyrissjóðslánum mínum.

Sættum okkur ekki við launamun kynja

Hrafnhildur Ragnarsdóttir skrifar

Við getum státað okkur af ýmsu á Íslandi í jafnréttismálum en ég er hrædd um að þegar kemur að vinnumarkaðsmálum þurfum við að líta niður á tær okkar af skömm. Hvernig má það vera að konur beri skarðan hlut frá borði alla sína vinnutíð? Konum er mismunað í launum frá upphafi til enda sem svo smitast inn í ellilífeyri kvenna. Þetta er staðreynd.

Ágæti Sighvatur Björgvinsson

Stefán Hrafn Jónsson skrifar

Ekki fyrir svo löngu var ég ánægður með framlag þitt til íslenskra stjórnmála. Meðal annars vegna starfa þinna, Stefáns Benediktssonar og Vilmundar heitins Gylfasonar, var ég hrifinn af hugmyndafræðinni sem kennd er við jafnaðarmennsku. Hugmyndafræði þar sem einstaklingsframtakið fær notið sín en hugar jafnframt að velferð þeirra sem minna mega sín. Sumt af því sem þú hefur skrifað á síðum Fréttablaðsins síðustu ár hefur mér jafnvel fundist áhugavert.

Grín eða einelti?

Toshiki Toma skrifar

Ég hef spáð mikið í auglýsingu Stöðvar 2, þar sem Pétur Jóhann Sigfússon leikur "Tong Monitor“, mann sem á að vera af asískum uppruna og talar framandi ensku með hreim.

Kastljósinu beint að Sigmari

Gunnar Hrafnsson skrifar

Ég er knúinn til að svara orðum Sigmars Guðmundssonar varðandi tónlistarflutning í þættinum Kastljósi sem birt voru í Fréttablaðinu 13. nóvember. Samkvæmt greininni segir hann: "Þetta er skrítin staða að vera með óánægða tónlistarmenn sem vilja spila. Við viljum fá þá en það er ekki hægt. Það eru allir að tapa á þessu ástandi“ og síðar: "Ástæðan er sú að þátturinn getur ekki lengur borgað tónlistarmönnum fyrir að koma þar fram…“

Um þjónustu við börn

Sóley Tómasdóttir skrifar

Mér er bæði ljúft og skylt að svara opnu bréfi Sigrúnar Eddu Lövdal sem birtist í Fréttablaðinu í gær um fyrirhugaðar viðræður borgarinnar við ríkið um þjónustu við ung börn.

Stuðningsgrein: Teikn á lofti

Guðrún Ögmundsdóttir og Oddný Sturludóttir og Rósa Erlingsdóttir skrifa

Ein meginstoð Samfylkingarinnar byggir á arfleifð Kvennalistans og baráttunni fyrir kynjajafnrétti á öllum sviðum samfélagsins. Reynslan sýnir að hafa verður fyrir árangri í jafnréttismálum. Fjölgun kvenna í áhrifastöðum er ekki óhjákvæmileg afleiðing aukinnar menntunar og atvinnuþátttöku kvenna. Kynbundinn launamunur hverfur heldur ekki af sjálfu sér. Jafnréttið kemur ekki með kalda vatninu. Nú standa yfir prófkjör hjá Samfylkingunni. Við biðjum þátttakendur að íhuga vel hvernig Samfylkingin birtist kjósendum þegar þjóðin velur sér fulltrúa á Alþingi. Jafnvægi milli karla og kvenna er þar lykilatriði.

Þrjú hjól undir bílnum – staða heimila með lánsveð

Elín Sigurðardóttir skrifar

Þetta er í vinnslu“, "Verið er að ræða þetta“ og "Nefnd hefur verið skipuð til að skoða þessi mál“ eru frasar sem oft heyrast við úrlausn samfélagslegra vandamála. Stundum skilar slík vinna einhverjum árangri og stundum ekki, þannig er lífið. Staða húsnæðisskuldara eftir efnahagshrunið 2008 er eitt slíkt vandamál. Nefndir voru skipaðar og leiðir fundnar á borð við 110% leiðina. Þær leiðir hafa nú verið framkvæmdar fyrir stóran hóp húsnæðisskuldara. Einn hópur skuldara situr þó eftir með sárt ennið, sá hópur sem tók húsnæðislán með lánsveði í annarri eign, oftast vandamanna. Þessar skuldir eru skiljanlega í litlum vanskilum enda fæstir sem vilja láta selja ofan af foreldrum sínum eða tengdaforeldrum og greiða þessar skuldir fyrst allra skulda heimilisins. Miklu hefur verið lofað en ekkert gert til að leiðrétta stöðu þessa hóps.

15. nóvember – sjálfstæðisyfirlýsing Palestínu

Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Árið 1988 var Arafat forseti enn útlagi í Túnis, PLO-samtökin voru stimpluð af Ísrael og Bandaríkjunum sem hryðjuverkasamtök og Yasser Arafat að sjálfsögðu yfirhryðjuverkamaðurinn. Hann fékk því ekki vegabréfsáritun til Bandaríkjanna og til þess að Arafat gæti ávarpað Allsherjarþingið ákvað þingheimur að flytja sig um set, frá New York til Genfar í Sviss, og þar flutti Arafat sína eftirminnilegu ræðu um sjálfstæði Palestínu og leiðina til friðar.

Svona vinna vísindin

Hans Guttormur Þormar skrifar

Undanfarna áratugi hafa endurtekið komið fram vísindagreinar sem vekja athygli og fá mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Nýleg dæmi er t.d. grein frá NASA sem birtist í hinu virta ritrýnda tímariti Science. Þar var sagt frá bakteríu sem nýtti sér arsenik í umhverfi með takmörkuðum næringarefnum.1 NASA hélt blaðamannafund í beinni útsendingu, vegna mikilvægi þessarar uppgötvunar fyrir möguleikanum á lífi á öðrum hnöttum. Sumir vísindamenn efuðust frá fyrsta degi um þessar niðurstöður og nú hafa verið gerðar fjölmargar athugasemdir og birtar niðurstöður í mótsögn við þessa grein til dæmis.2

Virði háskólamenntunar

Sara Sigurðardóttir skrifar

Þegar hafa farið fram miklar umræður í samfélaginu um hvernig ráðstafa eigi því fé sem fyrir hendi er fyrir fjárlögin 2013. Það er augljóst að allir vilja fá bita af kökunni. Eftir-kreppu árin hafa verið okkur Íslendingum erfið og stjórnvöld hafa haft úr litlu moða. Því þarf að vanda vel til verka þegar kemur að forgangsröðun verkefna í fjárlögum.

Er kalda stríðinu ekki lokið?

Árni Þór Sigurðsson skrifar

Eftir fall Sovétríkjanna hvarf um leið tilverugrundvöllur Atlantshafsbandalagsins (NATO). Hernaðarveldin voru hins vegar ekki á þeim buxunum að leggja upp laupana. NATO fór að færa út kvíarnar og í stað þess að snúast fyrst og fremst um varnarmál eigin aðildarríkja og vopnakapphlaup við Sovétríkin og fylgiríki þeirra tók bandalagið að hasla sér völl á ýmsum öðrum svæðum.

Fatlaðir fá og munu fá liðveislu

Björk Vilhelmsdóttir skrifar

Mér og mörgum öðrum hnykkti við þegar fram kom í fréttum RÚV í síðustu viku að fatlaðir íbúar á sambýlum og búsetukjörnum fengju ekki liðveislu og stuðning til að rjúfa félagslega einangrun. Það er nefnilega ekki verið að spara í stuðningsþjónustu Reykjavíkurborgar. Fjármagni var bætt við fyrir árið 2012 og þjónustan þróuð með þarfir notenda að leiðarljósi. Hvorki ég né aðrir í velferðarráði Reykjavíkurborgar áttuðum okkur á því að fréttirnar tengdust breytingum á reglum um stuðningsþjónustu frá sl. vori, enda ekkert sem benti til þess. Í framhaldinu var því svo haldið fram á netmiðlum, m.a. Orðinu á götunni á Eyjunni og á Fésbók, að ég vissi ekki hvað velferðarráð samþykkti.

Mútur eða námskeið í faglegum vinnubrögðum?

Anna Margrét Guðjónsdóttir skrifar

Í nýlegri skýrslu McKinsey um hagvaxtarmöguleika á Íslandi eru m.a. dregnar fram þær megináherslur sem íslensk stjórnvöld þurfa að vinna að til að byggja upp atvinnulíf til framtíðar. Meðal þess sem þar er dregið fram er langtíma stefnumörkun, bætt menntun, aukin verðmætasköpun o.fl.

Bætt kjör námsmanna

Hrafnhildur Ragnarsdóttir skrifar

Löngu er orðið tímabært að bæta kjör námsmanna og endurskoða núverandi námslánakerfi með hliðsjón af gildandi reglum hjá hinum norrænu ríkjunum.

Menntakerfi fyrir nemendur

Sú þjóðsaga hefur verið lífseig hér á landi að við Íslendingar séum vel menntuð þjóð. Samanburður á menntunarstigi fólks á evrópskum vinnumarkaði segir hins vegar aðra sögu, því samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands og Eurostat hafa um 30% Íslendinga á aldrinum 25-64 ára eingöngu grunnmenntun samanborið við 25% í löndum ESB og 15-20% á Norðurlöndunum.

Góðmennska við kaupmenn

Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson skrifar

Nú um stundir standa Samtök verslunar og þjónustu fyrir átakinu Það borgar sig að versla á Íslandi, þar sem íslenskir neytendur eru hvattir til að beina viðskiptum sínum fyrir jól til íslenskra verslana, á þeim grundvelli að verslun á Íslandi stuðli að bættum efnahag.

Sjálfhverfa kynslóðin – saklausa kynslóðin

Ásgrímur Jónasson skrifar

Ég les yfirleitt ekki blogg, nenni því ekki, en mér er hins vegar sagt…“ segir Sighvatur Björgvinsson í grein sem hann kallar "Sjálfhverfa kynslóðin – lýg ég því?“ Svo reyndur maður sem Sighvatur er ætti nú að hrista þessa leti af sér og kynna sér umræðuna í þjóðfélaginu. Sá sem lætur sér nægja það sem honum er sagt má reikna með því að vera nokkuð illa upplýstur.

Forgangsakreinar Strætó

Magnús Hansson skrifar

Nýlokið er evrópskri samgönguviku. Þar ræddu menn um samgöngumál, s.s. að hjóla, ganga og nota almenningssamgöngur. Í evrópskum borgum er mikið lagt upp úr því að almenningssamgöngur séu góðar, enda fyrir því löng hefð og ein meginforsenda skilvirkrar borgarumferðar. Margt jákvætt hefur verið unnið á undanförnum árum til að bæta almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu, s.s. með forgangsakreinum og bættu aðgengi að biðstöðvum. En betur má ef duga skal!

Öruggt húsnæði

Mörður Árnason skrifar

Ungt fólk á byrjunarreit í húsnæðismálum hefur lengst af átt tvo kosti og hvorugan góðan: Að hrekjast á milli leiguíbúða með öllum þeim óþægindum sem það veldur barnafjölskyldum – eða sökkva sér í skuldir, verðtryggðar eða gengistryggðar, einsog tíðkaðist í hrundansinum.

Það geta allir verið stoltir af því að leggja inn í Blóðbankann

Jórunn Frímannsdóttir skrifar

Lífið er hverfult og ekkert okkar veit með vissu hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Öll getum við lent í þeirri aðstöðu að þurfa á blóðgjöf að halda. Okkur finnst sjálfsagt að fá blóð ef svo ber undir og fæst okkar hugsa um hvað liggur að baki.

Sundið

Hörður J. Oddfríðarson skrifar

Jón Karl Helgason kvikmyndagerðarmaður hefur gert heimildarmynd um sund. Við fyrstu sýn hljómar það ekkert sérstaklega spennandi, en myndin er afskaplega vel heppnuð, sýnir annars vegar keppni þeirra nafna Benedikts Hjartarsonar og Benedikts Lafleur um að verða fyrstur Íslendinga að synda yfir Ermarsund og hins vegar sýnir myndin ýmis þrekvirki sem hafa verið unnin í sundi kringum Ísland í gegnum aldirnar þar sem fólk hefur átt líf sitt undir því að kunna að synda. Og það er einmitt sá vinkill sem heldur myndinni saman og skýrir hversu mikil afrek þeir Benedikt og Benedikt unnu í tilraunum sínum við að synda yfir Ermarsundið.

Kæri Ragnar

Ágúst Kristmanns skrifar

Til Ragnars Þorsteinssonar. Hvernig er það réttlætanlegt að þið hjá menntaráði byrjið á því að útiloka öll börn frá Klettaskóla og takið þar af leiðandi í burtu val foreldra þroskaskertra barna og barnanna sjálfra og farið síðan að athuga hvað eigi að gera við þessi börn einhvern tímann seinna? Hefði ekki verið eðlilegra að útfæra raunverulegt úrræði fyrst svo að það væri þá eitthvað raunverulegt val?

Opið bréf til borgarfulltrúa

Sigrún Edda Lövdal skrifar

Stjórn Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík, lýsir furðu sinni á þeim vinnubrögðum sem hafa verið viðhöfð af hálfu meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkurborgar þegar kemur að dagforeldramálum.

Úrvinda prestar

Ádís Emilsdóttir Petersen skrifar

Um þessar mundir sitja fulltrúar presta og leikmanna á Kirkjuþingi. Á þinginu í ár er fjallað um skipulagsmál, niðurskurð, kaup og sölu á fasteignum, hlunnindi af kirkjujörðum og fleira.

Í hvað fer eyrnamerkti skatturinn?

Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar

Á dögunum gaf SÁÁ út frá sér myndband með yfirskriftinni Betra líf. Þar eru lagðar fram athyglisverðar tillögur um að eyrnamerkja hluta tekna af áfengisgjaldinu fyrir meðferðarstofnanir. Augljóslega var skattlagning áfengis hugsuð sem tekjur til að vega á móti auknum kostnaði í félags- og heilbrigðiskerfinu sökum óhóflegrar áfengisneyslu. Þrátt fyrir það hefur verið bent á að erfitt hefur reynst að fá fjármagn til forvarna og meðferðar úr ríkissjóði.

Afreksíþróttir við þolmörk

Hannes S. Jónsson skrifar

Íþróttahreyfingin er ein stærsta fjöldahreyfing landsins og þúsundir sjálfboðaliða leggja sig fram í hverri viku til að halda úti öflugu starfi hreyfingarinnar. Íþróttir eru taldar ein mesta forvörn sem til er, um það efast fæstir. Flestir ef ekki allir þingmenn okkar eru sammála því en því miður þá virðist stór hluti þeirra samt sem áður hafa takmarkaðan skilning á starfsemi íþróttahreyfingarinnar og þá sérstaklega afreksstarfinu.

Vítamínsprauta fyrir atvinnulífið

Jóhanna Sigurðardóttir skrifar

Þegar ég gerði Alþingi grein fyrir þriggja ára fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar síðastliðið vor fullyrti ég að hún væri bæði mjög varfærin og skynsamleg og hefði einnig þann tilgang að bæta stöðu ríkissjóðs.

Sjálfhverfa kynslóðin – lýg ég því?

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Mér er sagt, að tæplega sex þúsund lesendur Fréttablaðsins hefðu skráð sig til stuðnings við grein mína um sjálfhverfu kynslóðina – þegar síðast var talið. Að þetta sé met. Slíkt hafi ekki áður gerst. Þetta segir mér það eitt, að ég er ekki einn um að finnast nóg komið af þessu sífellda sífri sjálfhverfu kynslóðarinnar um sjálfa sig.

Kæri Sighvatur Björgvinsson fv. ráðherra

Pétur Rúðrik Guðmundsson skrifar

Sighvatur Björgvinsson skrifaði grein sem ég varð hreinlega að lesa þar sem innihaldið í henni er tengt við mig vegna aldurs. Hér er greinin; http://www.visir.is/sjalfhverfa-kynslodin-a-svidid/article/2012711109993.

Jóhönnuð atburðarás

Sigríður Andersen skrifar

Hér í blaðinu fyrir helgi svaraði Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, grein minni um þátt Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra í kipp sem útlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) tóku á mánuðunum fyrir bankahrunið 2008.

Skipulag í Reykjavík

Páll Hjaltason og Hjálmar Sveinsson skrifar

Síðastliðinn fimmtudag skrifaði Arna Mathiesen arkitekt grein í Fréttablaðið um skipulagsmál og spurði skipulagsyfirvöld í Reykjavík nokkurra spurninga. Áhugi Örnu á skipulagsmálum í Reykjavík er lofsverður. Okkur er bæði ljúft og skylt að bregðast við.

Einhverfa hjá börnum – Hvað er til ráða?

Dr. Evald Sæmundsen skrifar

Í grein frá 31. ágúst færði ég rök fyrir því að brýn þörf væri á breytingum í íslenska þjónustukerfinu í tengslum við mikla fjölgun tilvísana vegna einhverfu og einhverfurófsraskana á Greiningarstöð og einnig í auknu mæli á BUGL. Hér verður reynt að skýra nánar hvað átt er við. Til að gera textann læsilegri, þá er hugtakið einhverfa notað yfir allar raskanir á einhverfurófi.

Truflun II eða Sagan um ekki neitt

Guttormur Helgi Jóhannesson skrifar

Í grein minni Truflun, sem birtist í nóvemberlok 2011, gerði ég alvarlegar athugasemdir við umfjöllun Kastljóss um Gunnar Þ. Andersen, þá forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME); sagði þar m.a. í 6. málsgrein: "Eini tilgangur hennar virtist vera að grafa undan trúverðugleika FME og forstjóra þess – og reyna að ryðja honum úr vegi.“ Undirróðurinn gegn forstjóranum hélt áfram – 3 mánuðum síðar var brottrekstur hans staðreynd; svo mikill var atgangurinn að í dagrenningu 1. mars hélt Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður FME, að heimili Gunnars og afhenti honum uppsagnarbréfið, ef marka má fréttaflutninginn þann dag. Skömmu síðar birtist stjórnarformaðurinn í Kastljósi og harmaði m.a. hve persónulegar deilur hans við Gunnar urðu. Ekki fannst mér tilraun hans til að réttlæta brottreksturinn sannfærandi – það vantaði líka einlægni í harminn.

Landsskipulagsstefna

Stefán Thors skrifar

Skipulagsstofnun auglýsti 25. september síðastliðinn tillögu að fyrstu landsskipulagsstefnu til tólf ára. Í þessari grein er gerð í stuttu máli grein fyrir tilurð stefnumótunar um landnotkun á landsvísu og vinnu við þá tillögu sem nú er í kynningu.

Um frumvarp til laga um trúfélög og lífsskoðunarfélög

Bjarni Randver Sigurvinsson skrifar

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skrifar grein í Fréttablaðið 25. okt. sl. þar sem hann greinir frá því að frumvarp til laga um skráningu trúfélaga og lífsskoðunarfélaga sæti slíkri andstöðu á Alþingi að ekki hafi náðst að leggja það fram til atkvæðagreiðslu. Frumvarpið snýst að stórum hluta um að koma á jafnræði milli skráðra trúfélaga og annarra lífsskoðunarfélaga sem kenna sig við trúleysi. Slíkt frumvarp er fyrir löngu orðið tímabært eins og við bentum á í grein um drögin að því í Morgunblaðinu 24. nóvember 2011 og ber að þakka Ögmundi fyrir það hvernig hann hefur fylgt málinu eftir.

Staða Háskólans í Reykjavík

Sverrir Ólafsson skrifar

Fyrir nokkrum árum fór Ísland í gegnum mestu fjárhagslegu hremmingar í sögu landsins. Margir einstaklingar, svo og þjóðarbúið í heild, búa enn við fjárhagslega erfið kjör í kjölfar þessara atburða. Þó ýmislegt horfi nú til betri vegar er enn ekki ljóst hvenær og hvernig við losnum endanlega úr heljargreipum niðurskurðar og þrenginga, sem setja mark sitt á alla starfsemi þjóðfélagsins og eru menntamálin þar ekki undanskilin.

Framsýni í fyrirrúmi

Vilhjálmur Egilsson skrifar

Lífeyrissjóðirnir eru taldir ein traustasta stoðin í íslensku samfélagi af öllum þeim alþjóðlegu stofnunum og aðilum sem fjalla um íslensk málefni. Grunnhugsun lífeyriskerfisins er að hver kynslóð spari fyrir sig og hefur það reynst afar farsælt fyrirkomulag og mun afstýra ómældum erfiðleikum í lífeyrismálum og skattlagningu á almenning og atvinnulíf þegar fram líða stundir. Með fyrirkomulagi sjóðssöfnunar í íslensku lífeyrissjóðunum má ætla að vel yfir 50% af

Græna hagkerfið á góðri leið

Skúli Helgason skrifar

Alþingi samþykkti með öllum greiddum atkvæðum þann 20. mars síðastliðinn stefnu um eflingu græna hagkerfisins, sem nefnd allra þingflokka undir minni forystu mótaði á árunum 2010-2011. Stefnan felur í sér fimmtíu tillögur um aðgerðir sem hafa það að markmiði að skapa atvinnu og verðmæti með aðferðum sem samrýmast markmiðum sjálfbærrar þróunar.

Skortur á bílastæðum við Laugaveg

Jón Sigurjónsson skrifar

Borgaryfirvöld kynntu nú á dögunum deiliskipulag fyrir reiti þá við Laugaveginn sem eru í eigu fasteignafélagsins Regins hf. Það er mikið fagnaðarefni að Reginsmenn hyggi á framkvæmdir á þessum reitum, en eitt af því sem staðið hefur verslun við Laugaveginn fyrir þrifum er skortur á nýtískulegu verslunarhúsnæði.

Sjálfhverfa kynslóðin á sviðið

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Kynslóðin frá 30 til 45 ára á höfuðborgarsvæðinu – plús eða mínus örfá ár – er sjálfhverfasta kynslóðin á Íslandi. Hún talar ekki um neitt annað en sjálfa sig. Þetta er kynslóðin sem sjálf sagði sig bera langt af öllum jafnöldrum sínum á Norðurlöndunum. Þ

Rekstur skóla og menntun nemenda er sitt hvað

Rakel Sigurgeirsdóttir skrifar

Í orði eru flestir sammála um að góð menntun ætti að vera ein grunnstoða allra samfélaga. Á undanförnum árum hafa aðgerðir menntamálayfirvalda þó frekar stuðlað að því að grafa undan skólastarfi í landinu. Það má vera að einhverjum finnist þetta stór orð en þó er líklegra að þeir séu fleiri sem kannast við það alvarlega ástand sem við blasir í menntamálum.

Fangar með geðsjúkdóma, sjónarmið sem ekki heyrðust!

Páll Matthíasson skrifar

Dagana 8. og 10. október síðastliðinn fjallaði Kastljós RÚV um málefni geðsjúkra fanga. Umfjöllunin var einhliða og heildstæð mynd af afstöðu Geðsviðs Landspítala í þessu mikilvæga máli kom ekki fram. Rætt var við undirritaðan, sem auk þess að leiða Geðsvið hefur langa reynslu af réttargeðlækningum í Bretlandi. Hins vegar var aðeins lítið brot af viðtalinu sýnt, auk þess sem rangt var eftir undirrituðum haft. Landspítali gerði athugasemd við fréttaflutning Kastljóss strax eftir þættina og óskaði þess að fá tækifæri til að skýra betur sín sjónarmið. Þar sem slíkt tækifæri hefur ekki fengist þá er Geðsvið Landspítala tilneytt að halda fram sínum sjónarmiðum á öðrum vettvangi.

Sjá næstu 50 greinar