Græna hagkerfið á góðri leið Skúli Helgason skrifar 12. nóvember 2012 06:00 Alþingi samþykkti með öllum greiddum atkvæðum þann 20. mars síðastliðinn stefnu um eflingu græna hagkerfisins, sem nefnd allra þingflokka undir minni forystu mótaði á árunum 2010-2011. Stefnan felur í sér fimmtíu tillögur um aðgerðir sem hafa það að markmiði að skapa atvinnu og verðmæti með aðferðum sem samrýmast markmiðum sjálfbærrar þróunar. Lagt er til að ríkið skapi aðstæður fyrir uppbyggingu græns hagkerfis með ýmiss konar hagrænum hvötum sem örvi fyrirtæki í mismunandi atvinnugreinum til að þróa eða taka upp umhverfisvænar lausnir og verkferla. Víða eru grænir sprotar í íslensku atvinnulífi og má þar nefna græna ferðaþjónustu, fyrirtæki á sviði líftækni og umhverfistækni, vistvæna hönnun, lífræna landbúnaðarframleiðslu og svo mætti lengi telja. Verkefnastjórn á vegum forsætisráðuneytis vinnur nú að forgangsröðun tillagna og mati á kostnaði þeirra. Stefnt er að því að strax í byrjun næsta árs verði hafist handa við að innleiða fyrsta áfanga aðgerðaáætlunar um eflingu græna hagkerfisins. Þar verður m.a. lögð áhersla á að auka fjárfestingar og skapa atvinnu, innleiða græn vinnubrögð í stjórnsýslunni, auka fræðslu til almennings og fyrirtækja um sjálfbæra þróun og skapa frekari hvata til notkunar umhverfisvænna samgöngumáta. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að verja 3,5 milljörðum króna í græna hagkerfið á næstu þremur árum sem hluta af fjárfestingaáætlun og fer sú tillaga nú til meðferðar og afgreiðslu á Alþingi. Fyrir það fjármagn er m.a. ætlunin að setja á fót sjóð sem fjárfestir í grænni atvinnustarfsemi hér á landi, laða til landsins grænar erlendar fjárfestingar, stuðla að orkuskiptum í skipum, hvetja til ?grænkunar? fyrirtækja með endurgreiðslum og auka áherslu á vistvæn innkaup, en ríkið kaupir á hverju ári vörur og þjónustu fyrir 100 milljarða króna og getur sent sterk skilaboð út á markaðinn með því að leggja áherslu á innkaup sem uppfylla umhverfiskröfur. Miklar deilur stóðu um árabil um þá stóriðjustefnu sem stjórnvöld ráku á árunum 1995 til 2007. Með eflingu græna hagkerfisins sendum við skýr skilaboð um breytta stefnu þar sem sköpun atvinnu og verðmæta er í góðu samræmi við umhverfisvernd og sjálfbærni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingi samþykkti með öllum greiddum atkvæðum þann 20. mars síðastliðinn stefnu um eflingu græna hagkerfisins, sem nefnd allra þingflokka undir minni forystu mótaði á árunum 2010-2011. Stefnan felur í sér fimmtíu tillögur um aðgerðir sem hafa það að markmiði að skapa atvinnu og verðmæti með aðferðum sem samrýmast markmiðum sjálfbærrar þróunar. Lagt er til að ríkið skapi aðstæður fyrir uppbyggingu græns hagkerfis með ýmiss konar hagrænum hvötum sem örvi fyrirtæki í mismunandi atvinnugreinum til að þróa eða taka upp umhverfisvænar lausnir og verkferla. Víða eru grænir sprotar í íslensku atvinnulífi og má þar nefna græna ferðaþjónustu, fyrirtæki á sviði líftækni og umhverfistækni, vistvæna hönnun, lífræna landbúnaðarframleiðslu og svo mætti lengi telja. Verkefnastjórn á vegum forsætisráðuneytis vinnur nú að forgangsröðun tillagna og mati á kostnaði þeirra. Stefnt er að því að strax í byrjun næsta árs verði hafist handa við að innleiða fyrsta áfanga aðgerðaáætlunar um eflingu græna hagkerfisins. Þar verður m.a. lögð áhersla á að auka fjárfestingar og skapa atvinnu, innleiða græn vinnubrögð í stjórnsýslunni, auka fræðslu til almennings og fyrirtækja um sjálfbæra þróun og skapa frekari hvata til notkunar umhverfisvænna samgöngumáta. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að verja 3,5 milljörðum króna í græna hagkerfið á næstu þremur árum sem hluta af fjárfestingaáætlun og fer sú tillaga nú til meðferðar og afgreiðslu á Alþingi. Fyrir það fjármagn er m.a. ætlunin að setja á fót sjóð sem fjárfestir í grænni atvinnustarfsemi hér á landi, laða til landsins grænar erlendar fjárfestingar, stuðla að orkuskiptum í skipum, hvetja til ?grænkunar? fyrirtækja með endurgreiðslum og auka áherslu á vistvæn innkaup, en ríkið kaupir á hverju ári vörur og þjónustu fyrir 100 milljarða króna og getur sent sterk skilaboð út á markaðinn með því að leggja áherslu á innkaup sem uppfylla umhverfiskröfur. Miklar deilur stóðu um árabil um þá stóriðjustefnu sem stjórnvöld ráku á árunum 1995 til 2007. Með eflingu græna hagkerfisins sendum við skýr skilaboð um breytta stefnu þar sem sköpun atvinnu og verðmæta er í góðu samræmi við umhverfisvernd og sjálfbærni.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar